Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. 41 Fólk í fréttum Ágúst Einarsson Agúst Einarsson er í efnahagsnefnd ríkisstjórnarinnar. Ágúst er fæddur 11. janúar 1952 í Rvík og lauk prófi í hagfræöi frá háskólanum í Ham- borg 1975. Hann var í framhalds- námi í háskólunum í Hamborg og Kiel og lauk doktorsprófi í hagfræði frá Hamborgarháskóla 1978. Agúst hefur verið framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar í Rvík hf. og tengdrafyrirtækjafrá 1977. Hann var alþingismaður Suðurlands fyrir Alþýðuflokkinn 1978-1979 og 1980, v,ar í flokksstjórn og í framkvæmda- stjórn Alþýðuflokksins 1978-1982 og starfaði fyrir Bandalag jafnaðar- manna viö alþingiskosningarnar 1983. Ágúst hefur verið í stjórn Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf. frá 1977 og í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna frá 1982. Hann hefur verið í stjórn Sambands fisk- vinnslustöðvanna frá 1984 og í stjórn Fiskifélags íslands frá 1986. Ágúst hefur verið stjórnarformaður Faxamarkaðarins í Rvík frá 1987, stjórnarformaður Jökla hf. frá 1988 og í bankaráði Seðlabankans frá 1988. Ágúst kvæntist 11. janúar 1972 Kolbrúnu Sigurbjörgu Ingólfsdótt- ur, f. 10. mars 1943, meinatækni. Foreldrar hennar eru Ingólfur Ól- afsson, verslunarmaður í Rvík, og kona hans, Hulda Guðlaugsdóttir. Börn Ágústs og Kolbrúnar eru Ein- ar, f. 11. nóvember 1972, Ingólfur, f. 16. mars 1974, ogÁgúst Ólafur, f. 10. mars 1977. Systkini Ágústs eru Guðríöur, f. 23. júní 1948, hjúkrunarfræðingur, gift Guðfinni Sigurfinnssyni, lækni í Rvík, Elísabet, f. 25. ágúst 1949, meinatæknir, gift Þorsteini Helga- syni prófessor, Sigurður, f. 1. nóv- ember 1950, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri Harðfrystistöðvar Vestmannaeyja, kvæntur Guö- björgu Matthíasdóttur kennara, Svava, f. 30. október 1953, kennari, gift Jóni Skaftasyni, ritstjóra ensku orðabókar Arnar og Örlygs, Ólöf, f. 28. ágúst 1956, dr. í efnafræöi í Al- amo í Nýju Mexíkó, sambýlismaður hennar er Keven efnafræðingur, Helga, f. 14. maí 1958, gift Davíð Egilssyni, jarðfræðingi í Rvík, Sol- veig, f. 9. ágúst 1959, kennari, gift Haraldi Hrafnssyni, trésmið í Rvík, Auður, f. 12. desember 1962, ís- lenskufræöingur, sambýlismaður hennar er Árni Erlingsson, verslun- armaður í Rvík, og Elín, f. 31. maí 1964, gift Þóri Hrafnssyni lögfræði- nema. Foreldrar Ágústs eru Einar Sig- urðsson, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, og kona hans, S’vava Ágústsdóttir. Einar var sonur Sig- urðar, formanns á Heiði í Vest- mannaeyjum, Sigurfmnssonar, b. í Ystabæli undir Eyjaíjöllum, Run- ólfssonar, skálds á Skaganesi í Mýrdal, Sigurössonar, prests á Ólaf- svöllum, bróður Sæmundar, föður Tómasar Fjölnismanns. Sigurður var sonur Ögmundar, prests á Krossi, Högnasonar prestaföður Sigurðssonar. Móðir Siguröar var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Einars var Guðríður Jónsdóttir, b. í Káragerði í Landeyjum, Einarssonar, b. í Káragerði, Jónssonar. Móðir Einars var Guðrún, systir Sveins, langafa Ólafs, foður Georgs verðlagsstjóra. Guðrún var dóttir ísleifs, b. í Ytri- Skógum, Jónssonar, lögréttumanns í Selkoti, ísleifssonar, ættfóður Sel- kotsættarinnar. Svava er dóttir Ágústs, verka- manns í Rvík, Guðmundssonar, fulltrúa bæjarfógeta og kaupmanns í Rvík, Guðmundssonar, b. að Gröf í Ytri Hreppi, Guðmundssonar, b. í Efstadal, Guðmundssonar „prest- lausa", prests í Reykjadal, Guð-' mundssonar, afa Jóns Guðmunds- sonar ritstjóra. Móðir Ágústs var Ástríður Sigurðardóttir, vaktara í Rvík, Sigurðssonar og konu hans, Kristínar Guðmundsdóttur, b. á Kalastöðum, Teitssonar, vefara í Rvík, Sveinssonar, langafa Þor- valds, afa Vigdísar Finnbogadóttur. Agúst Einarsson. Móðir Kristínar var Ástriður Ólafs- dóttir, systir Þorvaröar, langafa Sig- ríðar, móður Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Móðir Svövu var Elísabet Jóns- dóttir, pakkhúsmanns á Sauðár- króki, Jónssonar og konu hans, Sól- borgar Sigurðardóttur, b. á Kjart- ansstööum, Jónassonar, b. á Hamri í Hegranesi, Sigurðssonar. Móðir Jónasar var Björg Björnsdóttir, systir Péturs, afa Sigurðar Guð- mundssonar málara. Afmæli Sólveig Guðfinna Sæland Sólveig Guðfinna Sæland, Máva- hrauni 25, Hafnarflrði, er sextug í dag. Sólveig fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún hefur starfað hjá íslenska álfélaginu síðan 1971. Eiginmaður Sólveigar er Einar Ingvarsson, f. 19.9.1921, starfsmað- ur hjá íslenska álfélaginu. Foreldar Einars voru Ingvar Jóhannsson, b. á Hvítárbakka í Biskupstungum, og kona hans, Jónína Ragnheiður Kristjánsdóttir, en þau eru bæði lát- in. Sólveig og Einar eiga fimm börn. Þau eru: Ragnheiður Sæland, stjórnarráðsfulltrúi, f. 19.12.1952, gift Sigfúsi Sigurðssyni bygginga- iðnfræðingi, og eiga þau tvö börn; Auður Sæland, starfsmaður á Grund í Reykjavík, f. 13.4.1954, gift Engilbert Hafberg, vélamanni hjá Reykjavíkurborg, en þau eiga einn son; Ásrún Sæland, sjúkraliði á Kópavogshæli, f. 15.12.1955, gift Jós- efi Kristjánssyni, starfsmanni hjá Hampiðjunni, en þau eiga tvo syni; Stígur Sælánd, plastbátasmiður í Búðardal, f. 1.10.1961, kvæntur Ane Samuelsen húsmóður, en þau eiga ema dóttur, auk þess sem Stígur átti son áður; og Katrín Sæland, for- stöðumaður bamaheimilis í Kópa- vogi, f. 19.9.1963, gift Hauki Garð- arssyni viðskiptafræðingi. Dætur Sólveigar frá fyrra hjóna- bandi eru: Björg Gréta Sæland, starfsmaður við útibú Landsbanka íslands á Raufarhöfn, f. 2.12.1947, gift Eiríki Guðmundssyni sjómanni, en þau eiga eina dóttur, auk þess sem Björg á tvær dætur frá fyrra hjónabandi og tvö barnabörn; Sig- ríður M. Sæland, sjúkraliði viö Öldrunarheimilið í Búðardal, f. 19.5. 1949, gift Ágústi Magnússyni húsa- smíðameistara, en þau eiga fiögur börn. Sólveig á tvö systkini. Þau eru: Auður Herlufsen, kaupmaður í Tjæreborg í Danmörku, gift Harry Herlufsen rakarameistara, og Eirík- ur Sæland, garðyrkjubóndi að Espi- flöt í Biskupstungum, giftur Huldu Sæland húsmóöur. Þá á Sólveig fóstursystur, Ragn- heiöi Pétursdóttur, starfsmann á Kristneshæli í Eyjafirði, sem gift er Helgi Bergvinsson Helgi Bergvinsson, skipstjóri og útgerðarmaður, til heimilis að Mið- stræti 25, Vestmannaeyjum, er sjö- tugur í dag. Helgi fæddist að Grund á Sval- barðsströnd og ólst upp á Svalbarðs- eyri. Hann var við nám á Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1939-40 og á stýrimannanámskeiði á Neskaup- stað 1941^42. Helgi byijaði ungur til sjós og var þá á síldveiðum frá Hrísey. Hann var háseti á ýmsum bátum og skip- um frá 1934-42; stýrimaður á fisk- veiðiskipum frá 1942-47; skipstjóri á mb. Hilmi VE, mb. Mugg, mb. Skaft- fellingi VE og mb. Kára frá 1947-56; og skipstjóri á mb. Stíganda frá 1956-66. Þá var hann útgerðarstjóri hjá Fiskiðjunni hf. í Vestmannaeyj- um frá 1966—71 og útgerðarmaður og forstjóri Stíganda hf. í Vest- mannaeyjum frá 1971. Helgi er gam- alkunn aflakló en hann var afla- kóngur með Stíganda 1960 og 1963. Kona Helga er Unnur Lea Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. í Vestmanna- eyjum, 9.8.1922, dóttir Sigurðar Helgasonar og Elínborgar Ólafs- dóttur. Börn Helga og Leu eru: Viktor Berg, kvæntur Stefaníu Þorsteins- dóttur; Sigríður, búsett í Garðabæ; Rósa, búsett í Hafnarfirði, gift Páli Kristjánssyni; Sigrún, búsett í Reykjavík; og Sólrún, búsett á Ak- ureyri, gift Oddi Thorarensen. Barnabörn Helga og Leu eru nú tólf. Helgi átti átta systkini en á nú þrjú systkini á lífi. Systkini Helga: Jóhann Friðberg, f. 2.1.1913, lengi bílstjóri á Svalbarðseyri, en hann er látinn; Sigrún, f. 20.8.1914, hús- freyja á Akureyri, en hún er látin; Magnea Sigríður, f. 26.2.1917, hús- móðir; Jón Pétur, lést ársgamall; Björn, f. 11.11.1923, lengi sjómaður, búsettur í Kópavogi, en hann er lát- inn; Jón Pétur, f. 12.10.1925, hefur verið sjómaður í Reykjavík; Harald- ur, f. 28.4.1928, skipasmiður á Norð- firði, en hann er látinn; og Haukur Berg, f. 12.9.1929, en hann hefur verið bílstjóri á Svalbarðseyri. Foreldrar Helga: Bergvin Jó- hannsson, kennari á Svalbarðseyri og víðar við Eyjafiörð, f. 21.6.1882, og kona hans, Sumarrós Magnús- dóttir húsmóðir, f. 1.8.1889. Bergvin var sonur Jóhanns Frið-, bergs, b. á Hallanda og Gautsstöð- um, Bergvinssonar, b. í Bárðardal Sólveig Guófinna Sæland. Hreiöari Eiríkssyni, garðyrkju- bónda aö Grísará í Eyjafiröi. Foreldrar Sólveigar voru Stígur Sæland lögregluþjónn, f. 30.10.1890, og kona hans, Sigríður Sæland ljós- móðir, f. 12.8.1889. Föðurforeldrar Sólveigar voru Sveinn Auðunsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, og kona hans, Vigdís Jónsdóttir. Móðurforeldrar Sólveigar voru Eiríkur Jónsson, sjómaður á Sjón- arhóli í Hafnarfirði, og kona hans, Sólveig Benjamínsdóttir. Helgi Bergvinsson. og Fnjóskadal, Einarssonar, og konu Jóhanns, Elínar Sesselju Jóns- dóttur, b. á Illugastöðum í Fnjóskad- al, Jóhannessonar. Sumarrós var dóttir Magnúsar Oddssonar, b. á Efri-Vindheimum á Þelamörk í Hörgárdal, og konu hám'S, Sigriðar Jónsdóttur. 95 ára Salvör Jörundsdóttir, Melaleiti, Leirársveit, Borgarfiarð- arsýslu. 80 ára Adolf Daviðsson, Hlíðargötu 10, Akureyri Kristrún Fransdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 75 ára_________________ Ásta Þórarinsdóttir, Hamraborg 22, Kópavogi. Halldóra Eiríksdóttir, Kötlufelli 5, Reykjavík. 70 ára Helgi Sigurðsson, Hraunkoti, Kirkjubæjarhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu Óskar Ölafsson, Birkivöllum 20, Selfossi, er áttræöur í dag. Óskar er fæddur á Haukadalskoti í Bisk- upstungum, fluttist að Hólum í Eystritungum fimm ára og var þar til sautján ára aldurs. Hann var á Kjóastöðum í Biskupstungum 1925- 1931 og b. á Hellishólum í Fljótshlíð 1931-1971. Óskar var pakkhúsmað- ur á Selfossi 1971-1973 og vann í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi 1973-1977. Hann var stofnandi og fyrsti formaður fiárræktarfélagsins Hnífils í Fljótshlíð. Óskar kvæntist 8. júlí 1933 Lovísu Ingvarsdóttur, f. 20. júlí 1912. For- eldrar Lovísu voru Ingvar Ingvars- son, b. í Neðri-Dal undir Eyjafiöll- um, og kona hans, Guðbjörg Ólafs- dóttir. Börn Óskars og Lovísu voru tólf og eru tíu þeirra á lífi. Þau eru: Ólafur Siggeir, f. 21. apríl 1934, bif- vélavirki í Keflavík; Elínborg, f. 6. júní 1935, gift Sæmundi Ágústssyni, verslunarmanni á Hellu; Guðbjörg Ingunn, f. 28. maí 1937, gift Högna Guðmundssyni, verslunarmanni á Selfossi; Sigurður, f. 13. júní 1938, bifvélavirki á Hellu, kvæntur Sigr- únu Ólafsdóttur; Jón Þórir, f. 20. febrúar 1943, bifreiðarstjóri á Hvol- svelh, kvæntur Sigríði Ingunni Magnúsdóttur; Magnús Þór, f. 9. desember 1944, bifvélavirki í Kópa- vogi, kvæntur Sesselju Kristins- dóttur; Anton Tryggvi, f. 8. mars 1947, bifreiðarstjóri í Rvik, kvæntur Sigríði Kjartansdóttur; Eyþór, f. 11. apríl 1950, verslunarstjóri í Kaup- félagi Rangæinga áHvolsvelli, kvæntur Aslaugu Óskarson; Guð- mundur Þórarinn, f. 15. desember 1953, trésmíðameistari á Selfossi, Sverrir Ingimundarson, Fjarðarbraut 38, Stöövarhreppi, Suður-Múlasýslu 50 ára Hilmar Lúthersson, Hlíðarvegi 5A, Kópavogi Svavar Sigurjónsson, Stuðlaseli 22, Reykjavík 40 ára Steinþór Guðmundsson, Bylgjubyggð 19, Ólafsfiröi Ólafur Ingólfsson, Stórahjalla 21, Kópavogi Ásgeir Jónasson, Heiðarseli 1, Reykjavík Baldur Jónasson, Valshólum 6, Reykjavík Ingimundur Benediktsson, Lindarseli 2, Reykjavik Jóna Borg Jónsdóttir, ’ Langholtsvegi 44, Reykjavik, er fer- tug í dag. kvæntur Elísabetu Ingvarsdóttur, og Stefán Ingi, f. 26. mars 1955, bif- reiðarstjóri á Selfossi, kvæntur Kristínu Bjarnadóttur. Systkini Óskars: Elín, f. 1909, gift Guömundi Magnússyni, b. í Austur- hlíð í Biskupstungum, sem er látinn; Kjartan, f. 1911, er látinn, b. á Kjóa- stöðum, kvæntur Steinunni Sigurð- ardóttur; Jónas, f. 1912, b. á Kjóa- stöðum, kvænturSigríði Gúst- afsdóttur; Þórey, f. 1913, gift Birni Gíslasyni, bifreiðarstjóra í Rvík, sem er látinn; Anna, f. 1914, gift Birni Andersen, vinnur hjá Björgun hf. í Rvík, og Finnbogi, f. 1918, vinn- ur hjá Miðfelli hf. í Rvík, kvæntur Ragnheiði Bjarnadóttur sem er lát- in. Foreldrar Óskars voru Ólafur Guðmundsson frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, b. á Hólum í Eyst- ritungum, og kona hans, Sigríður Jónasdóttir. Móðursystir Óskars var Guðrún, móðir Þóru, konu Jak- obs Jónssonar, prests og skálds í Rvík. Sonur Guðrúnar var Guðjón, afi Boga Ágústssonár, fréttastjóra Sjónvarpsins. Sigriður var dóttir Jónasar, b. á Yrjum á Landi, bróður Jóhanns, langafa Ingólfs Margeirs- sonar ritstjóra. Jónas var sonur Jóns, b. á Mörk á Landi, Finnboga- sonar, b. á Reynifelli á RangárvöU- um, Þorgilssonar, fóður Árna, lan- gafa Sigurðar, afa Þórðar Friðjóns- sonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Móöir Jónasar var Guörún Einars- dóttir, systir Þórunnar, langömmu Gissurar ísleifssonar hæstarétta- dómara, fóður Bergsteins bruna- málastjóra. Óskar verður að heiman áafmæhsdaginn. Oskar Olafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.