Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. Spumingin Lesendur Hvað dreymdi þig í nótt? Valgerður Aðalsteinsdóttir: Ekki neitt, held ég. Að minnsta kosti man ég það ekki. Elsa Blöndal: Ég man það nú ekki, mig dreymir nú yfirleitt líka bara einhverja vitleysu. Sigrún Gunnarsdóttir: Mig dreymdi að ég væri á hestbaki og riði í gegnum miðbæinn. Mig dreymir yfirleitt eitt- hvað á hverri nóttu. Björn Indriðason: Ekki nokkurn skapaðan hlut, ekki frekar en venju- lega. Siguijón Kristinsson: Ég held bara ekki neitt. Mig dreymir nú sjaldan en ef svo er þá eru þaö alltaf góðir draumar. Birna Huld Helgadóttir: Mig dreymir nú voða sjaldan nokkuð og ekkert síöustu nótt. Gluggagægjur og lág- kúrulegur þjófamórall Einn veskis- og vonarlaus skrifar: Það verða sjálfsagt margir fyrir því óláni einhvern tíma á ævinni að tapa veskinu sínu, hvort sem það nú týn- ist eða er hreinlega stolið. Slíkt er afar óþægilegt þar sem í kjölfarið fylgja reddingar í banka vegna tékk- heftis og korta, útvegun skírteina svo ekki sé minnst á beint fjárhagslegt tap við slíkt ólán. Það sem pirrar mann aftur á móti alveg upp í háls er að vita af því að veskið er, eða hefur verið áður en þvi var hent, í höndum einhvers óviðkomandi sem að vild getur rýnt í persónulega hluti sem eru venju- lega í veskjum. Manni frnnst eins og ókunn augu stari stöðugt inn um buxnaklaufina hjá manni eða liggi í leyni við gluggana heima til að hnýs- ast í það sem engum kemur við nema manni sjálfum. Slík iðja, sem hér er lýst, svalar sjálfsagt leyndum hvötum margra til að hnýsast í einkalíf annarra og því fer sjálfsagt svo að ekki nema lítill hluti allra tapaðra veskja kemur í leitimar. Fólk getur dundað lengi við fróun þessara „frómu“ hvata. Ef þessi svölun hugðarefna er ekki efst á baugi þá er við mjög lágkúrulegan þjófamóral að etja þar sem veskinu er hent í ruslið eða eyðilagt eftir að tékkhefti og lausafé hefur verið hirt. Það er undarlegur andskoti aö fólk geti ekki gert sér lítið fyrir og skilað veskjum sem þaö fmnur, eftir aö hafa gætt sér á innihaldinu með laumulegu sælubrosi, í næsta póst- kassa eða skilið það eftir á kaffihúsi eða einhvers staðar þar sem (von- andi) eðlilega hugsandi mannvera kemur því rétta boðleið. Það hefur þrátt fyrir allt fengiö fyrirhafnar- lausa og ókeypis inngöngu í það sem mönnum er næst að kalla helgidóm, það er veskið. Ég útiloka ekki alveg sinnuleysi og áhugaleysi gagnvart náunganum sem orsök þess að veskið er alveg týnt og tröllum gefið og nota þá tæki- færið til að biðja þá sem finna veski um að sjá sóma sinn í því að skila því til lögreglunnar eða koma því rétta boðleið á annan hátt. Ég álasa engum fyrir að hirða peningana á þessum síðustu og verstu tímum. Sigurður og Eva góð sam- an á rás 2 Eskfirðingar skrifa: Við gátum ekki setið á okkur í þetta sinn. Við erum bálreiðar og svekktar vegna þess að Sigurði Gröndal hefur verið sagt upp á rás 2. Oft höfum við óskað þess að geta stillt á Stjörnuna eða Bylgjuna en eftir að Siguröur kom í þáttinn með Evu var sú ósk gleymd og grafin. Enda hefur maður tekið eftir því hve miklu fleiri Reykvíkingar eru farnir að hringja í símatímana. Það hlýtur að tákna að rás 2 er orðin betri en hinar stöðvarnar. Við skorum á stjórn Ríkisútvarps- ins að ráða Sigurð Gröndal aftur. P.S. Ríkisútvarpið, rás 2, er búið aö missa of marga góða menn. Reyn- ið nú aö halda í þetta litla sem eftir er. Sigurður og Eva eru frábær saman. Fyrirmenn þjóðarinnar Konráð Friðfinnsson skrifar: Þegar toppfígúrum þjóðarinnar er boöiö að stíga á erlenda grund, vitaskuld í opinberum erindagjörð- um, bregst ekki að þeir hljóta all- mikla umfíöllun þarlendra fjöl- miöla. Svo stórfenglegir kváðu ís- lensku höfðingjarnir vera, í augum útlendinganna, að þeir skyggja svei mér á sólina og þarf nokkuð til. Málefni í viðkomandi löndum, svo sem skattar, skyldur, hervæö- ing ellegar innrásir hér og þar á hnettinum, liggja gersamlega i lág- inni, falla í gleymskunnar dá þá stund er hinir áhugaverðu þegnar gera töf. Almenningur talar ei um annað, notar hveija stund er gefst til að hylla kappana. Erlendi múgurinn sýnir víkingum norðurhafa lika virðingu sína með þeim hætti að veifa einingartákni landsins, fán- anum, hvarvetna er dýrlingarnir birtast. Meira að segja stórmenni eins og Reagan Bandaríkjaforseti og aðrir álíka valdamiklir kújónar 1 veröldinni á vorri tið verða aö gjöra svo vel að sætta sig viö stól númer tvö, vegna þess einfaldlega að þeir hafa engan séns i lýðinn. Er ég les eöa heyri fregnir af áð- urgreindum heimsóknum fyllist ég þjóöemiskennd ásamt óskaplegu stolti yfir að teljast landi svo mikil- vægra persóna er ráöa ferðinni í heimsmálunum. Það skal tekið fram aö hérlendir fjölmiðlar eru einkar duglegir við aö fræöa fólk um slíkar kynnisfarir, sér í lagi ef um er að ræða menn á hægri væng stjórnmálanna, þá skortir aldrei lýsingarorðin. Jafnvel hef ég staðiö mig aö því aö verða ákafur stuðn- ingsmaður hvalveiða okkar í skyni vísinda og þá gjarnan bölvað græn- friðungum niður í neðsta víti, ásamt öðrum náttúruverndar- bandalögum, fyrir að vera svona óskaplega miklir iðjuleysingar og heimskingjar að skilja ekki að ís- lendingum ber skylda til að veiða stórfiskana áfram til að halda and- litinu á alþjóðlegum vettvangi. Hvar stæðu Frónbúar ef þeir töp- uðu ásjónu sinni? Aö bera alla þessa ást í brjósti fyrir lífinu, á láöi sem legi, er mér óskiljanlegt er þjóðarrembingurinn grípur mig. Allt vegna margtugginna ferða- laga. En sú tilfinning mín stendur yfir- leitt stutt, hæsta lagi 10 mínútur í hvert sinn, þá fer ég aftur að leiða hugann að skaðsemi hvalveiöanna. íslenskt efnahagslíf, er núna stend- ur á sannkölluðum franskbrauðs- löppum, þolir ekki deginum lengur áhrifamátt nefhdrar deilu - þrátt fyrir góöa frammistööu íslensku höfðingjanna erlendis. Herjólfur svarar fyrir sig Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Herjólfs hf., skrifar: Vegna skrifa í lesendadálkum DV að undanförnu óskum við eftir að þetta komi fram: 1. Vegna skrifa Erlu: Það er rétt að aðstöðu vantar í Þor- lákshöfn fyrir þjónustu okkar. Fyrir- tækið hefur fram undir þetta ekki talið sér fjárhagslega kleift að koma henni upp, en á þessu veröur breyt- ing í vetur. Herjólfur er nú aö und- irbúa byggingu húss sem staðsett verður í Þorlákshöfn, viðskiptavin- um okkar til þæginda. Við vildum líka leiðrétta að farmið- ar fyrir síðustu þjóðhátíð voru seldir á þremur stöðum í Reykjavík, einum stað í Keflavík og á Selfossi. Um 900/- farþega Herjólfs á umræddu tímabili keyptu farmiða á þessum stöðum og gengu þeir fyrstir um borð en þeir sem komu miðalausir. Þaö skal líka leiðrétt að Herjólfur flutti um 2500 farþega til Eyja fyrir Herjólfur flytur mörg þúsund manns á ári hverju á milli lands og Eyja. síðustu þjóðhátíð (ekki 7-8 þús.) og Við væntum þess því að geta boðið aldrei meira en 360 í ferö. farþegum okkar enn betri þjónustu næsta sumar. 2. Vegna skrifa Sigurðar Pálssonar vildum við upplýsa eftirfarandi: Umræddum farþega var gert ljóst áður en til þessa flutnings kom að varan þyrfti að vera komin til Þor- lákshafnar kl. 11.00 ef hún ætti að komast með skipinu. Það gerist síðan að varan kemur ekki fyrr en 15 mín. fyrir brottfór skipsins og þá þannig frá henni gengið að töluverðan tíma hefði tekið að koma henni um borð. Var því um að ræða að skipið færi á réttum tíma og varan skilin eftir eða að láta skip og farþega bíða allt aö 1 klst. Að sjálfsögðu var sá kostur tekinn að fara á réttum tíma eins og ávallt er kappkostað. Annað væri ekki verj- andi, sérstaklega með tilliti til far- þeganna. Væntum við að Sigurður skilji þessa afstöðu okkar. Að lokum sendum við þessu ágæta fólki kveðju okkar og bjóðum það velkomið um borð í Herjólf. Lögreglan liggur gjarnan í leyni við hraðamælingar. Lesanda finnst það ekki rétt aðferð. Löggan liggur í leyni Baddý hringdi: Mig langar að spyrja hvers vegna lögreglan þarf alltaf aö liggja í leyni þegar hún er við hraðamælingar? Stundum sér maður hana fela sig á hinum ólíklegustu stööum, inni í húsasundum og öðrum furðulegum skúmaskotum. Ég bý í Hafnarfírði pg keyri mikið til og frá Reykjavík. Á þeirri leið er lögreglan oft í felum við hraðamæl- ingar og stundum þannig að manni bregður bara. Ég get ekki skiliö hvers vegna lög- reglan þarf að vera í felum viö þenn- an starfa. Væri ekki miklu nær aö vera á áberandi stað? Þá keyrðu öku- menn ekki yfir leyfilegum hraða og hlutirnir gengju betur fyrir sig. Það getur varla verið aðalmálið aö ná ökumönnum við hraðakstur, aöal- málið hlýtur aö vera að forða mönn- um frá því að keyra of geyst. Lögréglan mætti gjarnan gefa skýr- ingar á því hvers vegna þessar að- ferðir eru notaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.