Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1988, Blaðsíða 32
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988. Drukkinn ökumaður: Óká , Ijósastaur Hálfsextugur drukkinn ökumaöur ók á ljósastaur í Túnbrekku í Kópa- vogi í nótt. Maðurinn slasaðist ekki en bíllinn, sem er BMW, er mikið skemmdur. Skömmu fyrir árekstur- inn sá lögregla til mannsins. Hann hafði þá ekið upp á gangstétt viö Smiðjuveg. Þegar lögreglumenn ætl- uðu að hafa tal af manninum ók hann á brott á miklum hraða. Fáum mínútum síðar barst til- kynning um að bifreið hefði veriö ekið á ljósastaur. Afturendi bílsins haföi skollið á staumum með mikl- um krafti. Krana þurfti til að fjar- lægja bíhnn. Blóösýni var tekið af manninum ^ þar sem hann er sterklega grunaður um ölvun við akstur. -sme Höfðabakki-Bæjarháls: Harður árekstur 'tveggja bíla Harður árekstur tveggja bOa varð á mótum Höfðabakka og Bæjarháls skömmu eftir miðnætti í nótt. Öku- maöur annars bílsins var fluttur á slysadeild. Báðir bílarnir skemmdust mikið og vora fluttir á brott með kranabO. -sme Hjólaði á tvo bíla Stúlka á reiðhjóli missti stjórn á hjóhnu með þeim afleiðingum að hún -^hjólaöi á tvo bíla. Óhappiö varð í Lækjargötu í gærdag. Stúlkan féll í götuna við áreksturinn og var flutt á slysadeild. Hún slasaðist ekki alvar- lega. -sme SÍMAÞJÓNUSTA 62 42 42 Sjúkrabíll 11100 Lögreglan 11166 Slökkviliðið 11100 Læknavakt 21230 LOKI Ekki benda á mig.J Ráðgjafamefhd ríkisstjómarinnar: Ekki okkar að benda á i leiðir til niðurskurðar segir Einar Oddur Kristjánsson „Við fórum ekki út í þá vinnu að setja saman thlögur um með hvaða hætti mætti skera niður rík- isútgjöld. Það er ógrynni af niöur- skurðarhópum í gangi. Við skOd- um hlutverk okkar aldrei svo að við ættum að fara öfan í saumana á slíkum hlutum,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður ráð- gjafaraefndar ríkisstjóraarinnar. Skýrsla nefndarinnar hefur verið gagnrýnd fyrir að í henni er ekki bent á leiðir að þeim markmiðum sem þar koraa frara. TO dæmis kemur nefndin ekki með tOlögur um hvernig snúa eigi rekstri ríkis- sjóðs við og skila honum með tekju- afgangi. í tihögum nefndarinnar era þó tvær íillögur í þessa átt. Fækkun á opinberum starfsmönn- um og frestun á gUdistöku virðis- aukaskatts. Ekki er tOgreint hvera- ig staöiö skuh að fækkun opinberra starfsraanna né hvar í ríkisgeiran- um eigi að fækka. Samanlagt ættu þessar tiUögur að spara ríkissjóði um 3 raUljarða ef þær ná fram að ganga. - Tók nefndin afstöðu tO þess hvort ætti að fylla afganginn af gatinu með skattheimtu? „Við komum ekki með tiUögu um það. Okkar hlutverk var ekki aö semja einhverja allsherjarlöggjöf.“ - Er ekki eðlUegt að gera þá kröfu tU nefndar, sem leggur til að tekju- afgangur verði hjá ríkissjóði, aö hún komi með ítarlegar tillögur um hverníg? „Þeir sem halda það hafa skiliö hlutverk okkar öðrum skilningi en við gerðum. Fjármálaráðherra hef- ur verið raeð hugmyndabanka í gangi til þess að koma með tUlögur um 5 mUljarða niðurskurð. Viö hefðum getað tekið afstööu til til- lagna þessa hóps. En við litum ekki á það sem hlutverk okkar. Viö bentum bara á það aö menn skyldu ekki eyða meiru en þeir öfluðu. Fjárlög undanfarinna ára hafa ver- ið falleg mörg hver. En sjáiö árang- urinn? Það lekur allt,“ sagði Einar Oddur. -gse IlSSsECSRKSÆSíf*! W' í.J. is£i*** ! 11^1 ÍÉf' ■ Skákþing íslands: Jón L efstur Spennan færist sífellt í aukana en sökum tvísýnnar biðskákar Mar- geirs og Karls hefur Jón L. hrifsað tU sín forystuna en hann sigraði Þrá- in í gær. Þá náði Hannes Hlífar lokaáfanga að alþjóðlegum meistara- titli í gær með sigri á Ásgeiri Þór. Önnur úrslit urðu: Þröstur vann Benedikt, Róbert vann Davíð og Ágúst vann Jóhannes. Staðan fyrir síðustu umferð, sem tefld verður á morgun kl. 14, er þann- ig að Jón L. er efstur með 814 vinn- ing, Margeir er með 8 vinninga og biðskák og Hannes 7 vinninga. Ef Margeir og Karl gera jafntefh, sem ýmsir spekingar telja hklegast, verða stórmeistararnir jafnir fyrir síðustu umferð en þá mætir Jón L. Davíð með svart en Margeir hefur hvítt gegn Ásgeiri Þór. -SMJ Miðstjórn Alþýðusambands Islands gekk á fund ríkisstjórnarinnar í morgun. Þar ræddu aðilar niðurfærsluleiðina og afstöðu verkalýðshreyfingarinnar til hennar. Eins og fram hefur komið óskaði forsætisráðherra eftir samráði við hreyfinguna verði gripið til niðurfærslu. Fundurinn stóð enn þegar DV fór í prentun. Á myndinni sjást menn koma til fundarins í morgun, Ásmund- ur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra og Jóns Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra. DV-mynd s Alþjóðamótið við Djúp: Helgi efstur Siguijón J. Sigurösson, DV, ísafiröi: Það er greinilegt aö íslensku kepp- endunum vex ásmegin eftir því sem líður á skákmót þeirra Djúpverja. Fremstur fer Helgi Ólafsson stór- meistari sem sigraöi Andra Áss í gærkvöldi og þarf aðeins jafntefli úr síðustu umferð til að tryggja sér sig- ur. Johansson og Helgi eldri geröu jafntefli, sömuleiðis Magnús Pálmi og Ægir Páh, Schandorff og Rantan- en. Guðmundur Halldórsson vann Popovych og Flear vann Guðmund Gíslason. Staðan fyrir síðustu umferð, sem fer fram í kvöld, er þannig að Helgi Ólafsson er með 8'A vinning, Flear með 714 og Johansson með 7.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.