Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Page 57

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Page 57
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. 69 Sviðsljós Ný sannsöguleg kvikmynd slær í gegn: - Meryl Streep og Sam Neill í aðalhlutverkum Meryl Streep og Sam Neill leika aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd, Evil Angels, sem var frumsýnd í New York fyrir stuttu. Kvikmyndin segir frá einum stærstu og umdeildustu réttarhöldum í Ástralíu. Móðir var dæmd fyrir að hafa myrt níu vikna gamla dóttur sína, Azariu. Móðirin, Lindy' Chamberlain, hélt stöðugt frcun sakleysi sínu og hélt því fram að villihundur heföi drepið Azariu litlu. Móðirin sat í fangelsi í þijú ár en þá fannst jakki af baminu sem varð til þess að Lindy var látin laus. Atburður þessi, sem átti sér stað í ágúst 1980, varð eitthvert mesta blaðamál sem upp hefur komið í Ástrcúíu. Menn voru annaðhvort á bandi móðurinnar eða dómaranna. Lindy varð ein hataðasta kona álf- unnar. John Bryson skrifaði bók um þennan hörmulega atburð og hvað foreldramir urðu að þola. Eftir þeirri bók er myndin gerð. Bæði Meryl Streep og Sam Neill kynntu sér vel alla sögu málsins. Þau fóru til Ástralíu, hittu foreldrana, lásu fréttir sem blöðin birtu og dóms- skjöl. Bæði em þau sannfærð um sakleysi foreldranna. Mikill manníjöldi hafði safnast saman fyrir framan réttarhúsið í Darwin. Barnshafandi kona, klædd í hvítan og bleikan kjól, steig varlega út úr bíl. Það var Lindy Chamberlain sem fyrir sex áram gekk þar út úr bíl sínum með hjálp eiginmannsins, Michaels, til að heyra dóm sinn. - Gerði hún það? Eða gerði hún það ekki? Chamberlain-málið byrjaði í ágúst 1980 þegar Lindy og Michael fóru í útilegu til Ayers Rock með börnum sínum þremur: Aiden, sjö ára, Reag- an, 4 ára, og Azariu, níu vikna. Fjöl- skyldan bjó í tjaldi og eitt kvöldið sagði Reagan við móður sína að Az- aria litla væri að gráta. Hún gekk að tjaldinu til að líta eftir henni en kom grátandi til baka og sagði að villi- hundur (dingo) hefði rænt baminu. Þau byrjuðu að leita barnsins. En Azaria var horfm sporlaust. Strax komu upp efasemdir. Menn töldu að foreldrarnir vissu eitthvað um hvarfið en það var ekki fyrr en viku sfðar, er föt Azariu fundust, að alvar- legar ásakanir fóru að berast að Lindy. Fötin sem voru ötuð blóði báru þess merki að hafa verið grafin nið- ur. Sérfræðingar héldu því fram að villihundur hefði skilið eftir sig fleiri spor og hár en fundust á svæðinu. Barnafótin vora rifin - ekki eftir tennur - heldur eftir hníf. Auk þess fannst bæði blóð og hár af barni á myndavélatösku fjölskyldunnar. Þess vegna voru sett upp réttarhöld í máli Lindy og Michaels. Réttarhöldin líktust að mörgu leyti fiölleikahúsi. Þau enduðu með því að dómarinn dæmdi hjónin sek árið 1982. Lindy var dæmd í lífstíðar- hegningarvinnu en Michael var dæmdur samsekur fyrir að hylma yfir atburðinn. Stuttu eftir dóminn fæddi Lindy dóttur, Kahliu. Þremur og hálfu ári síðar var Lindy látin laus. Það var árið 1986. Þá fann maður nokkur jakka af Azariu í Ay- ers Rock. í réttarhöldunum hafði það upphaflega komið fram, og Lindy staðið á því fastar en fótunum, að Azaria hefði verið í jakka er hún hvarf. Allt frá þeim tíma hefur Chamb- erlain fiölskyldan reynt að fá sig hreinsaða af þessum hroðalegu ásök- unum og einnig farið fram á skaða- bætur. Enn þá skiptast Ástralir í tvo hópa í þessu máli: Með og á móti. Þegar kvikmyndin var tekin upp var Meryl Streep spurð af hverju hún hafi tekið hlutverkið að sér. „Fólk er fljótt að dæma, jafnvel eft- ir að hafa litið á frétt í sjónvarpi sem stendur yfir í þrjátíu sekúndur, þá heldur hér á einu blaðanna þar srr.Si2z& * '«núrrí torlu' “■ - * eitasta mál sem upp hefur komið i Astraliu. Meryl Streep í hlutverki Lindy í glænýrri sannsöguiegri kvikmynd. Móðirin var sökuð um að hafa myrt niu vikna gamla dóttur sína. ast i harmsögu. Hjónin, Lindy og Michael Chamberlain, á leið i réttarsalinn árið 1982. Á innfelldu myndinni er Lindy með elsta syni sínum er henni var sleppt úr fangelsi eftir þrjú ár. er viðkomandi dæmdur. Maður sér manneskju og líkar ekki við auga- brúnir hennar eða dæmir hana eftir því hvort hún grætur eða ekki. Slíkar fréttamyndir segja alls ekki neitt um fólk.“ - Trúir Meryl Streep þá að Lindy sé saklaus? „Eftir að hafa lesið bókina sem myndin er byggð á er ég viss um að villihundurinn rændi barninu." Þegar Meryl Streep kom til Ástral- íu sá hún að mál Lindy hafði fengið slæma meðhöndlun af fiölmiðlum, réttarkerfinu og almenningi. „Ég vona að ég geti hjálpað málstað Lindy með leik mínum í myndinni.“ Sam Neill, sem leikur Michael í myndinni, er sannfærður um sak- leysi hjónanna. Hann telur að Chamberlain hjónin hafi verið með- höndluð á mjög óréttmætan hátt. „Ég Ut á Michael sem góðan vin,“ segir Sam Neill. „Ég held að fiölmiðlarw- hafi haft mikið að segja um hvert almenningsálitið varð. Fólk má trúa hverju sem það vill en það breytir ekki sannleikanum." Myndin Evil Angels hefur fengið nfiög góðar viðtökur í Bandaríkjun- um og frábæra dóma. Stærstu blöö New York-borgar hafa fiallað mikið um hana og víst er að margir bíða eftir henni hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.