Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992. 01 11 • Frá Danmörku til Kína • á íslenskum hestum Þann 1. mars 1993 leggja tveir danskir menn og sex íslenskir hestar í leiðangur frá Danmörku austur um Evrópu og Asíu til Peking í Kína. Vegalengdin er 15 þúsund kílómetrar og mun ferðin taka eitt og hálft ár. Frá þessu er greint í danska blaðinu Politiken. Annar mannanna er Paul Rask flugeftirhtsmaður sem vakti athygli á íslandi fyrir nokkru vegna kaupa -rmmrTT keyptí hestana sjátfur DV birti í mars síðastliðnum fréttir af kaupum Pauls Rask á íslenskum hestum. á íslenskum hestum sem hann ætlaði að nota í leiðangurinn. Deilur hans við seljendur vöktu ekki minni at- hygh en Rask taldi sig svikinn og sagði hestana, sem hann keypti, óhæfa til leiðangursins. Fréttir af deilunum birtust í DV í mars síðast- hðnum. Framlag Dana í átaki UNESCO Nú er hins vegar undirbúningur- inn langt á veg kominn og verður haldið af stað á þeim tíma sem upp- haflega var gert ráð fyrir. Pohtiken segir frá því að UNESCO, menning- armálastofnun Sameinuðu þjóð- anna, hafi árið 1989 hrundið af stað fimm ára áætlun um opnun gömlu leiðanna mihi Asíu og Evrópu, meðal annars í þeim thgangi að endumýja samband mihi landa og þjóða. Þegar UNESCO frétti af fyrirhuguðum leið- angri dönsku hestamannanna var ákveöið að hann yrði framlag Dan- merkur í átakinu. Danirnir tveir, Paul og kennarinn Steen Gees Christensen, hafa með- ferðis gögn til að geta kynnt Dan- mörku og safna í staðinn gögnum frá þeim löndum sem þeir heimsækja. Danirnir ætla aö reyna að vekja eins mikla athygh á leiðangri sínum og þeir geta þar sem þeir fara um. Þjálfunin fyrir leiðangurinn er hafin. Hesturinn lengst til hægri á myndinni er Blakkur en danski Kinafarinn Paul hafði lýst því yfir að hann væri ónothæfur til ferðarinnar. taki eitt og hálft ár. Vegalengdin er 15 þúsund kílómetrar. Vísindalegur tilgangur Það er einnig vísindalegur tilgang- ur með ferðinni. Kanna á hvort lang- varandi og stöðug áreynsla breyti vefjum hestanna. Niðurstaðan getur leitt til að hægt verði að bæta nauta- og svínakjöt. Ýmislegt þykir benda til að kjötið verði betra ef vöðvamir era hreyfðir. Þegar hafa verið gerðar vefjarannsóknir á 30 hestum á ís- landi og 30 hestum í Danmörku sem ekki era notaðir stöðugt. Bera á nið- urstöðumar úr þessum rannsóknum saman við þær sem gerðar verða á leiðangurshestunum. Sérfræðingar frá íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Sviss og Síberíu taka þátt í rannsóknun- um. TilPeking haustið 1994 Paul og Steen völdu íslenska hest- inn vegna þols hans og nægjusemi. í leiðangrinum verður riðið í fjóra daga í senn um fjöratíu kílómetra. Fimmti dagurinn verður hvhdardag- ur og svo verður haláið áfram í fjóra daga. Leiðin hggur gegnum Norður- Þýskaland tíl Póhands, suður fyrir Varsjá og gegnum Úkraínu til Volgu. Leiðangursmenn gera ráð fyrir að hafa vetursetu í Kazakhstan eða Sí- beríu veturinn 1993-94. Veðrið mun ráða hversu lengi þeir halda kyrra fyrir. Vorið 1994 gera þeir ráð fyrir að ríða gegnum Mongóhu og koman th Peking er áætluð haustið 1994. Heimferðin verður með transsíber- ísku járnbrautinni til Moskvu og þaðan með vörubíl til Danmerkur. Læra að forðast árekstra Paul og Steen hafa fengið ráðlegg- ingar sérfræðinga um hvemig þeir eigi að forðast árekstra við hvor ann- an meðan á ferðinni stendur. Lögð verður áhersla á verkaskiptingu og að hvor um sig sinni sínum verkefn- um. Auk þess þykir mikhvægt að þeir sem fara í langa leiðangra sam- an séu ekki hkir. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúmar 3 milljónir íslenskra króna. Danska menntamálaráðuneytiö, ýmsir sjóðir og einkaaðhar hafa veitt styrki tíl leiðangursins en þó vantar enn talsvert upp á. (Endursagt úr Politiken) Laufþunnar lambasneiðar með lárperu, ananas, grœnum pipar og portvíni: Ur uppskriftabœklingi nr. 8. Lambaskankar með tómötum og skessujurt: Úr lambakjötsbœklingi nr. 11. RETTIR A Ð HAUSTI — ú r ný j u o g Ijúffengu lambakjöti Það er á haustin sem kostur gefst á að matbúa úr nýju lambakjöti. Hvort sem þú kýst að elda eitthvað einfalt og fljótlegt eða glíma við margbrotna sælkeramatreiðslu er hægt að treysta því að nýtt lambakjöt er eitt besta hráefni sem hægt er að fá. Nýtt lambakjöt, náttúrulega gott. SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.