Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Page 17
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992. 17 Lína langsokkur er síkát og afskaplega jákvæð - segir Bryndís Petra Bragadóttir sem leikur Línu Lína langsokkur: Bryndís Petra Bragadóttir. Gylfi Kristjánssan, DV, Aknreyri: „Lína langsokkur er ákaflega skenuntilegur „karakter“. Hún getur allt og gerir allt sem hana langar til. Þaö sem hún tekur sér fyrir hendur er ekki alltaf hárrétt samkvæmt kokkabókum hinna fullorðnu en hún ætlar sér aldrei að gera neitt illt þótt hún fremji prakkarastrik, það er allt gert í góðu. Hún er síkát og afskap- lega jákvæð og númer eitt hjá henni er að hafa gaman af öllu og skemmti- legt í kringum sig.“ Bryndís Petra Bragadóttir leik- kona er hér að lýsa ærslabelgnum Línu langsokk, þeim þekkta furðu- fugli sem allir krakkar þekkja og flestir dá. Nú er Lína langsokkur komin á fjalir Samkomuhússins á Akureyri og mun ærslast þar á næst- unni í túlkun Bryndísar Petru sem er á árssamningi hjá Leikfélagi Ak- ureyrar. Frumsýningin er í dag og mitt í önnum síðustu æfingadaganna nú í vikunni spaflaði DV við Bryn- dísi Petru. Hún útskrifaðist frá Leiklistar- skóla íslands fyrir 6 árum og hefur víða komið við síðan, leikið hjá Borg- arleikhúsinu, með ýmsum leikhóp- um og síðast en ekki síst hjá Þjóðleik- húsinu. Meðal verkefna hennar þar hefur verið að leika ísbjörgu í leikrit- inu „Ég heiti ísbjörg, ég er ljón“. „Mér finnst ákaflega notalegt aö koma hingað norður og leika í Sam- komuhúsinu hér. Mér hefur alltaf fundist vera mjög gott andrúmsloft í þessu húsi og hef velt því fyrir mér að það gæti verið gaman að koma hingað og leika hér í eitt ár eða svo,“ segir Bryndís Petra og hún segist ekki vera óvön því að leika í htlu leikhúsi eins og Samkomuhúsið óneitanlega er. „Annars er lítið eða stórt leikhús ekki til í mínum huga, þetta er miklu fremur spurning um þann hóp sem maður vinnur með hverju sinni. Æfingamar á Línu hafa gengið afskaplega vel og Samkomu- húsið er mjög gott hús. Þetta er hús með sál.“ Hlutverk Línu langsokks er fyrsta hlutverk Bryndísar Petru í bama- leikriti og hún segist mikið vera spurð þeirrar spmningar á Akureyri þessa dagana. Hún segir hlutverkið vera kreflandi enda reyni það á sig líkamlega og eins gott að þolið sé í góðu lagi sem það er. „Ég hef alltaf elskað að dansa og að fá að syngja og að leika þetta hlutverk hér er ákaflega skemmtilegt," segir Bryndís Petra. Og við ljúkum spjallinu með frek- ari lýsingu hennar á ærslabelgnum Línu langsokk: „Hún er sterkust í heimi og það er ekkert mál fyrir hana að lyfta hesti. Og hún er líka heilmik- ill heimsspekingur. Hennar lífsvið- horf einkennist af bjartsýni, að hafa gaman af öllum hlutum, gera vel við alla, hvort sem það em löggur, bófar eða finar frúr. Það kemur líka á dag- inn þegar hún ætlar að fara í burtu þá era allir voðalega leiðir yfir því og hún ákveöur að fara ekki. Það sem gefur lífmu mest gildi er að eiga góða vini og þá hefur hún eignast." 25% VERÐUEKKUN á VCH 81 Hl Fl Nicam stereo myndbandstæki frá Verð áður 73.200,- Afsl. 18.300,- Nú 54.900 stgr. Takmarkað magn Opið laugardaga kl. 10-14 VERSLUNIN TBFI^ JSSL II—— Smmlmrt BÆRf MUN. XlAn Hverfisgötu 103-sími: 25999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.