Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Side 47
LAUGARDAGUK .10. OKTÓBER 199?. I 59 A&næli Ingólfur Kristjánsson Ingólfur Kristjánsson, fyrrv. yfir- tollvörður, Gijótaseli 12, Reykjavík, verður níræður á mánudaginn. Starfsferill Ingólfur fæddist á Skerðingsstöð- um í Reykhólasveit og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskól- ann á Hólum 1922-24 og við íþrótta- skóla Nielsar Bukh í Ollerup á Fjóni í Danmörku 1924-25. Ingólfur kenndi íþróttir á Eiðum 1927-35 og á sumrum á Seyðisfirði, Norðfirði, Álafossi og í Reykjanesi við Djúp. Hann var tollvörður á svæðinu frá Homafirði til Norð- fjarðar 1935-43 með búsetu á Norð- firði, tollvörður á Siglufirði frá 1943, og yfirtollvörður 1946-72 er hann lét af störfum vegna aldurs. Þá var hann trúnaðarmaður verðlags- stjóra á Austfjörðum 1938-43 og á Siglufirði 1943-72. Ingólfur var skipaður í mat á toll- skyldum vörum í Reykjavík 1972-75, skipaður varamaöur yfirskatta- nefndar á Siglufirði frá ársbyijun 1952-64, var prófdómari við Bama- skóla Siglufjarðar í allmörg ár, sat í sóknamefnd Siglufiarðarkirkju 1963-72, var formaður Félagssam- bandsins Draupnis á Fljótsdalshér- aði 1929-33 og sat í stjóm UÍA 1933-35. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 14.3.1926 Guð- rúnu Jónsdóttur, f. 9.8.1900, hús- móður. Foreldrar hennar voru Jón Erlendsson, b. í Marbæli í Óslands- hlíð í Skagafirði, og kona hans, Anna Rögnvaldsdóttir húsfreyja. Börn Ingólfs og Guðrúnar: Agnar Kristján Ingólfsson, f. 24.6.1927, d. 29.12.1962, loftskeytamaður, og Anna Jóna Ingólfsdóttir, f. 29.11. 1931, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Sveinssyni, skipstjórafrá Siglufirði enþaueigatvöböm. Fósturdóttir Ingólfs og Guðrúnar er Sólveig Ólafsdóttir, f. 7.1.1948, lögfræðingur og framkvæmdastjóri SÍA, gift Jónatani Þórmundssyni, iögfræðiprófessor við HÍ, og eiga þaueinnson. Böm Önnu Jónu og Jóns Sveins- sonar em Ingólfur Jónsson, f. 17.10. 1952, byggbigarmeistari í Reykjavík, kvæntur Rögnu Halldórsdóttur frá Norðfirði, hárgreiðslumeistara og á hann fjögur böm, og Guðrún Jóns- dóttir, f. 2.8.1954, húsmóðir í Reykjavík, gjft Marteini Heiðars- syni heiidsala og á hún tvö böm. Sonur Sólveigar og Jónatans er Þór- mundur Jónatansson, f. 3.4.1972, laganemiviðHÍ. Ingólfur átti ellefu systkini og era sex þeirra á lífi. Systkini hans: Jón, bíóstjóri á Akranesi, nú látinn; Ólaf- ur, lengi þjónn hjá Eimskipafélagi íslands, nú látinn; Guðrún, húsmóð- ir í Reykjavik, nú látin; Ingibjörg, lengi starfsstúlka við Landssíma ís- lands; Ingigerður Anna, húsmóðir í Reykjavík; Elías, birgðastjóri Landssímans, nú látinn; Sigurður, sóknarprestur á ísafirði, nú látinn; Vilhjálmur, fyrrv. starfsmaður við birgðarstöð Landssímans; Halldór, b. á Skerðingsstöðum; Halldóra, ráðskona hjá Landssímanum; Finn- ur, b. á Skerðingsstöðum. Foreldrar Ingólfs vora Kristján Jónsson, f. 3.4.1863, d. 21.7.1949, b. á Skerðingsstöðum, og kona hans, Agnes Jónsdóttir, f. 28.5.1879, d. 1.11. 1949, húsfreyja. Ætt Bróðir Kristjáns var Ari Amalds alþingismaður, faðir Einars Arn- alds borgardómara og Siguröar Amalds bókaútgefanda, föður Ragnars Amalds, alþingismanns og fyrrv. ráðherra og Jóns Laxdal Arn- Ingólfur Kristjánsson. alds borgardómara. Kristjánvar sonur Jóns, b. á Hjöllum í Þorska- firði Finnssonar, b. á Eyri í Kolla- firði Arasonar, bróður Guðrúnar, ömmu Gests Pálssonar skálds. Finnur var einnig bróðir Jóns í Djúpadal, afa Bjöms Jónssonar, ráðherra og ritstjóra, föður Sveins forseta og ðlafs ritsfjóra, afa Ólafs B. Thors, framkvæmdastjóra Sjó- vár-Almennra en systir Bjöms var Ingibjörg, móðir Jóns Bergsveins- sonar, forseta Fiskifélags Islands. Móðir Kristjáns var Sigríður Jóns- dóttirfráGaltará. Agnes var dóttir Jóns, b. í Hafnar- hólmum í Steingrímsfirði Magnús- sonar, b. á Skáldstöðum, bróður Sig- urðar Johnsen, kaupmanns í Flatey, langafa Geirs Hallgrímssonar for- sætisráðherra, foður Hallgríms, stjómaformanns Árvakurs. Magn- ús var sonur Jóns, b. í Hítardal, Sig- urðssonar, og Guðrúnar Aradóttur, systur Sigríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar skálds. Móðir Agn- esar var Guðrún Pálsdóttir í Sæl- ingsdalstungu, Magnússonar. Ingólfur verður að heiman á mánudaginn. Bridge Paraklúbburinn Skráning stendur yfir í hausttvímenningi Para- klúbbsins sem standa mun yfir 3-4 kvöld (eftir þátt- tökufjölda). Hann hefst þriðjudagskvöldið 13. október og síðan verður spilað annan hvem þriðjudag. Skrán- ingarsimar eru hjá Eddu í síma 32482 og Júlíusi í síma 22378. Allt spilafólk, sem á sér meðspilara af gagn- stæðu kyni, er hvatt til að taka þátt í þessari keppni. Námskeið í bridge Ákveðið hefur verið að halda námskeið í bridge á vegum Bridgefélags Hafnaríjarðar ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri, jafnt unglingum sem ellilífeyrisþegum, úr Hafnarfiröi og nágrannabyggðum. Námskeiðið er jafnt fyrir algjöra byrjendur og þá sem era eitthvað lengra komnir. Námskeiðin verða alls 10 kvöld og hefjast þriðjudaginn 13. október. Þau verða frá klukkan 19.30-22.30. ÖIl sagn- kerfi og námsgögn era innifalin í námskeiðinu og verð- ur spilað undir handleiðslu félaga úr B. Hafnarfjarðar. Allar nánari upplýsingar eru veittar-í síma 51983. Fyrsta kvöld námskeiðsins verður kynningarkvöld og getur hver sem er mætt án nokkurra skuldbindinga til að kynna sér námsefnið og andrúmsloftið. Einstakl- ingum verður útvegaður félagi til að spila við ef þess þarf með. Bridgefélag Breiðfirðinga Nú er lokið tveimur kvöldum í barómeterkeppni Bridgefélags Breiðfirðinga og hafa Sveinn Þorvaldsson og Páll Þór Bergsson náð töluverðri forystu á önnur pör. AUs taká 30 pör þátt í keppninni og spila aliir við alla, 4 spil milh para. Staða efstu para að loknum 14 umferðum af 29: 1. Sveinn Þorvaldsson - Páll Þór Bergsson 213 2. Siguröur Steingrimsson - Gísli Steingrímsson 126 3. Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigvaldi Þorsteinsson 91 4. Guðlaugur Sveinsson - Sigurjón Tryggvason 74 5. Ragnheiður Nielsen - Sigurður Ólafsson 73 6. Magnús Halldórsson - Magnús Oddsson 71 7. Þórður Jónsson - Bjöm Jónsson 60 Bridgefélag Hafnarfjarðar Síðastliðinn mánudag var spiluð seinni umferðin í minningarmóti Kristmundar Þorsteinssonar og Þórar- ins Andrewssonar. Spilaður var tvímenningur með mitchell-sniði í tveimur riðlum, öðrum ætluðum byij- endum eingöngu. Lokastaðan í A-riðh varð eftirfar- andi: 1. Kristófer Magnússon-Guðbrandur Sigurbergsson 642 2. Ingvar Ingvarsson-Kristján Hauksson 593 3. Dröfn Guðmundsson-Ásgeir Ásbjömsson 585 4. Ársæll Vignisson-Trausti Harðarson 583 5. Kjartan Markússon-Jón Pálmason 579 - og lokastaðan í B-riðlinum, riðh byrjenda varð þessi: 1. Guðrún Pálsdóttir-Helen Gunnarsdóttir 159 2. Þorvarður Ólafsson-Amar Ægisson 154 3. Bjöm Höskuldsson-Sigrún Amórsdóttir 149 Næsta mánudag hefst þriggja kvölda tvímenningur, eins og áður er spilað í tveimur riðlum (öðrum ætluð- um byijendum). Sphað er í íþróttahúsinu v/Strand- götu og hefst spilamennskan klukkan 19.30. Bridgefélag Tálknafjarðar Mánudagskvöldið 5. október var spilaður tvímenn- ingur hjá félaginu og urðu úrshtin þessi: 1. Lilja Magnúsdóttir-Jökull Kristjánsson 95 2. Ævar Jónasson-Jón Gíslason 89 2. Andrés Bjamason-EgiU Sigurðsson 89 4. Kristín Magnúsdóttir-Bima Benediktsdóttir 86 -ÍS ÍÞRÓTTAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG HÓPAR Nokkrir tímar lausir á sandgrasvelli Breiða- bliks í Kópavogi. Upplýsingar í síma 641990 eftir kl. 13.00. Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd Landspítalans óskar eftir til- boði í „steinbrjót" (Etracorporeal shockrwave Lithotripter and/or Laser Lithotripter). Útboðsgögn eru seld á kr. 1.000 á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 20. nóv- ember 1992 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Heilsugæslustöð og sjúkrahús á ísafirði Tilboð óskast í lokafrágang lyflækninga- og hjúkrunardeildar við heilsugæslu- og sjúkrahús á Ísafirði. Stærð hæðarinnar er um 600 m2. Verktími er til 15. febrúar 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 13. októbertil og með föstudegin- um 23. október gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borg- artúni 7, fimmtudaginn 29. október 1992 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK RSK RÍKISSKATTSTJÓRI AUGLÝSIR LAUS TIL UMSÓKNAR EFTIRTALIN STÖRF: Yfirkerfisfræðingur í tekjuskattsdeild. Um er að ræða nýtt starf þar sem einkum reynir á stjórnunar- og skipulagshæfileika til þess að draga úr kostnaði við kerfisgerð og leita leiða til að ná nið- ur kostnaði við rekstur og umsjón tölvukerfa. Um- sækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi í verk- fræði, tölvunarfræði eða lokið prófi frá tækniskóla, sérhæfðum tölvuskólum eða hafa öðlast víðtæka reynslu í hönnun og framleiðslu tölvukerfa. Einnig þurfa umsækjendur að hafa góða hæfileika til að setja fram texta í rituðu máli, hafa lagni í mannlegum samskiptum, vera kunnugir algengustu forritunar- málum og þekkja til Unix stýrikerfa. Kerfisfræðingur í tekjuskattsdeild. Um er að ræða nýtt starf þar sem einkum reynir á hugmyndaauðgi í því skyni að lækka kostnað sem RSK þarf að greiða fyrir aðkeypta tölvuþjónustu. Umsækjendur þurfa að hafa góða hæfileika til að greina aðalatriði frá aukaatriðum, geta nýtt sér staðl- aðar aðferðir til framleiðslu hugbúnaðargerðar og vera liprir í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að umsækjendur séu kunnugir stórtölvuumhverfi, þekki Unix stýrikerfi og séu kunnugir algengustu forritunar- málum. Umsóknir um ofanrituð störf, þar sem tilgreind er menntun, aldur, fyrri störf og annað sem máli þykir skipta, þurfa að berast embætti ríkisskattstjóra, Laugavegi 166,150 Reykjavík, eigi síðar en 14. okt- óber nk., merktar starfsmannastjóra. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.