Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGAKDAGUR 10. OKTÓBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Skaðleg skilaboð Ríkisstjómin heföi getað notaö tækifæri hins árlega fjárlagafrumvarps til að marka þáttaskil í erfiðleikum þjóðarinnar. Hún hefði getað skorið niður þætti, sem eru þjóðinni gagnslausir eða skaðlegir. Hún hefði um leið getað eflt þætti, sem færa þjóðinni kjark og von. Kreppan í þjóðfélaginu er ekki meiri en svo, að þetta hefði verið kleift, ef ríkisstjórnin hefði yfirsýn og áræði. Þjóðin hefur þegar mætt miklum samdrætti í tekjum sínum. Hún getur áreiðanlega á næsta ári mætt sam- drætti, sem spáð er, að nemi aðeins einu prósenti. Fyrirsjáanleg kreppa felst ekki í þessu eina prósenti, heldur í hugarfari fólks, einkum þeirra, sem taka ákvarðanir fyrir hönd fyrirtækja. Þetta fólk hefur misst kjarkinn. Það sjáum við af sífelldum straumi upplýsinga um uppsagnir starfsfólks og fyrirhugaðar uppsagnir. Þeir, sem taka svo alvarlegar ákvarðanir, eru ekki að búast við skjótum efnahagsbata. Þeir eru ekki trúað- ir á, að Evrópska efnahagssvæðið færi okkur skjóttek- inn gróða. Þeir reikna með langri eyðimerkurgöngu og eru að búa fyrirtækin undir að standast hana. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar felur ekki í sér nein marktæk skilaboð, sem vinnuveitendur geti túlkað sem merki þess, að vorið komi á næsta ári. Það felur þvert á móti í sér þau boð, að stjórnin sjái fyrir sitt leyti ekki neinar greiðar leiðir út úr eyðimörkinni. Fjárlagafrumvarpið sendir beinlínis neikvæð skila- boð til þeirra, sem misst hafa atvinnu eða eru í þann veginn að missa hana. Þessi skilaboð ríkisstjómarinnar eru, að atvinnuleysið sé til frambúðar og að öryggisnet- ið verði fátæklegra en verið hefur að undanförnu. Hugmyndafræðingar ríkisstjórnarinnar segja henni, að 4% atvinnuleysi þyki lítið í útlöndum og sé nauðsyn- legt til að halda aga á þjóðinni til starfa. Hagfræði af þessu tagi tekur ekki tilht til þess, að missir vonar og kjarks er langtum verra mál en agaleysi í starfi. Ríkisstjómin hefur verið og er að skera niður mögu- leika alþýðunnar til að mennta sig út úr erfiðleikunum. Hún hefur verið og er að draga úr stuðningi við þá, sem miður mega sín eða hafa verið óheppnir. Hún hefur óvart stuðlað að aukinni stéttaskiptingu í landinu. Ráðherramir em svo þröngsýnir, að þeir sjá ekki allt það illa, sem þeir koma til leiðar. Þeir láta aðstoðar- menn krota í tölur á blað á þann hátt, að enginn greinar- munur er gerður á nytsamlegum og gagnslausum atrið- um og helzt varðir þeir hðir, sem skaðlegastir eru. Ríkisstjórnin hýggst halda fullum dampi í varðveizlu kinda og kúa, sem kostar skattgreiðendur átta mihjarða á næsta ári og neytendur tólf mihjarða. Á þessu sviði sendir ríkisstjómin þau skilaboð, að hún verji óhag- kvæma fortíð gegn framtíðarhagsmunum þjóðarinnar. Ríkisstjómin neitar að horfast í augu við, að mestur hluti þeirra vandræða, sem hafa kostað kjark og von þjóðarinnar, stafar af, að árlega hafa ríkisstjómir brennt tuttugu mihjörðum króna á altari hins hefðbundna land- búnaðar. Hún hyggst halda brennslunni óbreyttri. í stað þess að taka af festu á niðurskurði vandræða og eflingu umbóta hefur ríkisstjómin tekið þá afstöðu í fjárlagafrumvarpi sínu að skera og skattleggja holt og bolt, sitt htið á hveijum stað. Þetta er ekki óhkt því, sem tíðkast hefur hjá yfirvöldum, þegar betur hefur árað. Erfiðir tímar kaha á kjarkmikinn uppskurð, eins konar hreinsunareld, sem veitir von um græna iða- velh. Fj árlagafrumvarpið er léttvægt á þeim mæh- kvarða. Jónas Kristjánsson Byltingarleið- togi lentur í kastalafangelsi Saga Perú hefur veriö blóöi drifin frá því Pizzarro braut indíánaríki Inka á norðanverðri vesturströnd Suður-Ameríku undir krúnu Spán- ar á öndverðri 16. öld. Spænski landvinningaforinginn ginnti síð- asta Inkakonunginn Atahualpa á sitt vald og lét myrða hann. Menn hans brytjuðu síðan niður aðal Inka og indíánarnir urðu upp til hópa þrælar spænskra landnema. Ánauð stórjarðeigenda á landset- um sínum stóð fram yfir miðja þessa öld. Öðru hvoru kom til þrælaupp- reisna undir forustu frelsunar- postula, sem skírskotað gátu til löngunar Quechua indíánanna eft- ir lausn úr ánauð og niðurlægingu. Þeim var jafnharðan drekkt í blóði. Síðustu tólf ár hefur enn ein upp- reisn indíána staðið í Perú, í þetta sinn undir áhrifum maóiskra kenninga rnn alþýðustríð. Hreyf- ingin Sendero Luminoso (Skínandi stígur) varö til við Huamanga há- skólann í borginni Ayacucho uppi í Andesfjöllum. Stofnandinn er heimspekiprófessor og aðdáandi Maós, Abimael Guzman að nafni. Hann og fylgismenn hans vörðu áttunda áratug aldarinnar til skipulagsstarfa en gripu til vopna árið 1980. Á miðvikudag dæmdi herréttur Perústjómar Guzman í ævilangt fangelsi fyrir landráð, hermdar- verkastarfsemi og stofnun vopn- aðra sveita. Byltingarforinginn var handtekinn ásamt fimm nánum samstarfsmönnum í húsi í höfuð- borginni Lima um miðjan síöasta mánuð. Hann er hafður í haldi í rammgerðu flotavirki á eyju undan ströndinni. Handtaka Guzmans er mikið happ fyrir Alberto Fujimori, for- seta Perú. Hann tók sér alræðis- vald í apríl í vor, afnam stjómar- skrá og leysti upp þing og dómstóla með þeim rökum að ekki dygði annað en alræöisvald í baráttunni við Skínandi stíg. Síðan hefur Fuji- mori stjómað með tilstyrk hersins. En vandséð er að hernaðareinræði leysi vanda Perúmanna. Síðast tók herinn völd 1968. Fyrir valdaráninu stóðu vinstrisinnaðir hðsforingjar sem hétu að beita sér fyrir skiptingu jarðnæðis milh leiguliða og landleysingja í sveitum og efla nútíma atvinnuhætti í borg- um. Umbótaáætlun þessi fór út um þúfur og hafði þau áhrif helst að sannfæra sveitaalþýðu um að hún gæti ekki vænst bóta á högum sín- um af hálfu ríkisvaldsins. Hægrisinninn Femando Be- launde, forsetinn sem herforingj- amir steyptu af stóh, komst til valda á ný. Jafnframt hófst Skín- andi stígur handa. Með sprengiefn- um úr námum og vopnum teknum af her og lögreglu gerði hreyfingin 200 árásir 1980. Þeim fylgdu svo furðuleg uppátæki sem náðu þeim árangri aö vekja óskipta athygli almennings og umheims. Til dæm- is héngu dauðir hundar í ljósa- staurum víðs vegar um höfuðborg- ina þegar borgarbúar vöknuðu að morgni annars jóladags sama ár. Tahð er að um 30.000 manns hafi látið lífið í vígaferlum í Perú und- anfarin tólf ár. Engin leið er að gera sér grein fyrir hvemig sá fjöldi skiptist milh sveita Skínandi stígs og hers og lögreglu. Mannréttinda- samtökin Amnesty Intemational og America Watch bera sveitir stjómarinnar þungum sökum í skýrslum sínum um ástandið í Perú, fjöldamorð og misþyrmingar, sérstaklega í sveitunum. Fuhvíst er að fangar úr hópi hðsmanna Skínandi stígs hafa hvað eftir ann- aö verið skotnir hundruöum sam- an í fangelsum Perústjórnar. Það varð vatn á myhu Skínandi stígs að efnahagsástand í Perú keyrði um þverbak á stjómarferli síðasta forseta, Alan Garcia. Og vissulega átti hann úr vöndu að ráða. Við valdatöku Garcia var svo Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson komið að vextir og afborganir af erlendum skuldum gleyptu þrjá fjórðu hluta af útflutningstekjum landsins. Úrræði nýja forsetans var að kunngera að framvegis yrði ekki greidd hærri fjárhæð af erlendu skuldabyrðinni en tíundi hluti út- flutningstekna. Erlendar lána- stofnanir lokuðu jafnharðan fyrir aha liðveislu við Perú. Við tók ófremdarástand í efna- hagsmálum, verra en nokkm sinni fyrr. Árið 1989 var verðbólgan komin upp í 1000% á ári. Að ári liðnu hafði hún rokið upp í 6000%, eftir því sem næst verður komist. Nú er svo komið að Skínandi stíg- ur hefur fest sig í sessi á tveim þýðingarmiklum svæðum í Perú. Annað er landsbyggðin á miðhá- lendinu. Hitt eru skúrahverfin víð- lendu sem fátæklingar byggja um- hverfis Lima. Kenning hreyfingar- innar er að perúskt ríkisvald sé innantóm skum og unnt sé að koma upp frá gmnni nýju kerfi á byltingargrundvelli sem í fyhingu tímans muni sprengja skumina og sópa mylsnu hennar út í veður og vind. Ráðgátan, sem nú blasir við, er hver áhrif handtaka Guzmans hef- ur á liðsmenn hans og hreyfinguna sem hann hefur mótað. í fljótu bragði mætti ætla að handtaka for- ingja, sem reist hefur byltingar- hreyfingu að verulegu leyti á hrifn- ingunni sem hann sjálfur vekur hjá óbreyttum fylgismönnum, yrði þeim reiðarslag, þeir stæðu eftir ráðvihtir og vonlausir. Erlendir fréttamenn í Perú segja ahtof snemmt að gera ráð fyrir að svona fari. Skínandi stígur er laus- tengd samtök en ekki miðstýrð. Einstakar deildir og vopnaðar sveitir hafa haft víðtækt sjálfræði um aðgerðir. Einnig er gert ráð fyrir að forastan hafi gert áætlanir um hvemig bregðast skuh við missi leiðtogans. Erlendir fréttamenn segja að oft megi heyra hjá Perúbúum af öllum stigum að líklega sé Skínandi stíg- ur best skipulagða stofnun í þjóðfé- laginu. Bent er á fátækrahverfin utan við Lima sem hreyfingin ræð- ur. Þar er fátæktin sú sama og í öðrum hverfum en regla ríkir, hugsað er um þrifnað og viðhald. En þar ríkir hka sama harðneskj- an og Guzman hefur innrætt áhangendum sínum frá upphafi. Refsað er grimmilega fyrir afbrot og háskalegt getur verið að sinna ekki fyrirmælum forastumanna. Magnús T. Ólafsson Abimael Guzman ræðir við fréttamenn bak við fangelsisrimla. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.