Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992r- Hefur byggt upp 100 gyltna svínabú án opinberra fyrirgreiðslna: Jákvætt hugarlar er aðalatriðið - segir einyrkinn og bjartsýnismaðurinn Gunnar Ásgeir Gunnarsson „Markmiöið hjá mér er aö vera með hagkvæmt bú, geta framleitt vöru á eins hagkvæman hátt og mér er frekast unnt að gera. Ég trúi því að samkeppnin á kjötmarkaðnum eigi eftir aö harðna og því er mikið atriði að geta framleitt vöru á sem hagkvæmastan hátt fyrir neytendur. Það hefur allan tímann verið mitt markmið að gera það,“ segir Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 28 ára gamall svínabóndi að Hýrumel í Hálsasveit í Borgaríirði. Gunnar hefur rekið svínabú að Hýrumel í um sex ár er nú með um eitt hundrað gyltur. Hann er ein- yrki, gerir allt sjálfur - með hjálp tölvu, sem stjómar fóðruninni, og eiginkonunnar, sem sér um bókhald- ið. Gunnari gengur alit í haginn. Hann hefur hyggt upp 100 gyltna svínabú án þess að hafa áður farið hefð- bundna leið í bændaskóla. Hann gerði sjálfur teikningar að húsunum og í framkvæmdum hefur hann á engan hátt reitt sig á lánveitingar eða styrki úr hinu opinbera landbúnað- arkerfi - hefur ekki þegið ríkis- styrki, nýtur ekki niðurgreiðslna, fær engar verðuppbætur né ein- greiðslur. Hann er sjálfstæður hjartsýnis- maður, hörkuduglegur og fuilur af baráttuþreki. Þaö eru hins vegar eig- mieikar sem virðast á undanhaldi í íslensku þjóðfélagi í dag þar sem umræðan einkennist umfram allt af gjaldþrotum, uppsögnum, atvinnu- leysi, vonleysi og kvíða. Blaðamaður og ljósmyndari bmnuðu upp í Borg- arfjörð til að ræða viö þennan unga atorkumann. Meira vit en strit í áætlunum sínum segist Gunnar ailtaf hafa miðað viö að reka svokall- að fjölskyldubú, að einungis þyrfti einn mann til að hugsa um búið. „En þetta má ekki verða þrældóm- ur. Þá missir maður áhugann og þetta verður leiðinlegt. Ég hef svo gaman af þessu eins og þetta er, eyði öllum mínum tíma í búið og ánnst mjög gaman að reka það. En þegar maður er einn verður að skipuleggja hlutina þannig að þeir gangi upp. Ég hef til að mynda lagt mikið upp úr því hvemig húsin eigi að vera og vil almennt vinna meira af viti en striti. Það er mitt mottó.“ Gunnar segist alltaf vera að læra eitthvað nýtt í svínaræktinni: „Þetta eru lifandi skepnur og það em enda- laust að gerast nýir hlutir, maður er alltaf að læra. Til að takast á við vandamálin hef ég reynt aö afla mér þekkingar frá eldri og reyndari mönnum. Nokkrir mánuðir á Vatns- leysuströnd, hjá Þorvaldi Guð- mundssyni í Síld og fiski, skiptu sköpum fyrir mig. Sá tími réð því að þetta gekk hjá mér þegar ég byijaöi hér fyrir sex árum." Mikil kjötframleiðsla Guimar byijaði með 20 gyltur 1986 en nú em þær orðnar tæplega 100. Hann segist þó ekki vera kominn í fulla framleiðslu miðað við þá stærð svínabús. „Ég er nýbúinn að stækka og þessi stærö, sem ég er nú með, er tilölulega hagkvæm eining. Gyltumar em tæp- lega 100 og mínar framleiðsluáætlan- Gunnar ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Konráðsdóttur, og börnunum: Bjarna Benedikt, 5 ára, og Margréti Lilju, 3 ára. Ingibjörg sér um bókhaldið á bænum. „Ég hef svo gaman af þessu, eyði öllum mínum tíma i búið og finnst mjög gaman að reka það,“ segir Gunnar. ir hafa byggst á að framleiða 80 tonn af kjöti á ári. Ég reikna með að fram- leiða rúm 70 tonn í ár og 80 tonn næsta ár. Það tekur 2-3 ár aö komast í fulla framleiöslu." Sem dæmi um framleiðslugetu svínabús á stærð við það sem Gunn- ar rekur má nefna að hver gylta á að meðaltali um 20 grísi á ári. Hver 6 mánaða grís gefur um 60 kíló af kjöti sem þýðir 1200 kíló á hverja gyltu. 100 gyltur gefa þá af sér um 120 tonn af kjöti. Til samanburðar má nefna að 6000 dilkar, sem Skeiða- menn fógnuðu að hafa fengið af fjalli á dögunum, gefa af sér um 90 tonn af kjöti. Bú eins og Gunnars getur því, samkvæmt þessu, gefið af sér meira kjöt en fé allra Skeiðamanna til samans. ' Vinnumaðurinn ertölva Vegna stækkunar búsins segist Gunnar hafa staðiö frammi fyrir því að ráða til sín vinnumann. En svo fór hins vegar ekki. „Það var orðin svo mikil vinna við gjafir og*þrif. Það þarf að gefa svín- unum 1-1 Vi tonn af fóðri á dag og það er rosaleg vinna sem fylgir því. Til að leysa það vandamál hvarf ég frá þeirri hugmynd að ráða mér mann; ákvað heldur að nota tækn- ina. Ég keypti fulikomið fóðurkerfi sem kostaði það sama og nemur árs- launum eins vinnumanns. Keröð gefur gífurlega mikla möguleika á nákvæmni í fóðrun og auðveldar manni til muna að fylgjast með fóðr- uninni. Hún verður miklu léttari og mun markvissari. Það er náttúrlega mikil vinna sem felst í því að halda húsunum hreinum og færa á milli stía og eins fer mikiil tími í skýrslu- gerð. En að öðru leyti get ég setið inni og stýrt búinu með tölvunni." Við húsin eru stór síló með fóðri í. Þegar gefa á svínunum sér tölvan um að tiltekið magn af hverri fóður- tegund renni í sérstakan blöndunar- tank. Þar er vatni blandað saman við svo úr verður þunn fóðursúpa. Tölv- an stýrir síðan hve mikið af fóðrinu rennur í hveija stíu. Grísir, sem teknir hafa verið frá móðurinni, fá sérstakt fóður, eru á svokallaðri kúrfu. Það þýðir að þeir fá fóður- magn í samræmi við þyngdaraukn- ingu. Gyltumar fá síöan mismun- andi fóður og eins geltimir. Sérstakir nemar gefa síðan til kynna ef fóðrið er ekki etið upp. Tölvan lætur í sér heyra og Gunnar getur athugað Gunnar að gefa. í stað þess að ráða vinnumann fékk hann sér fullkomið tölvustýrt fóðurkerfi. hvort eitthvað sé að. Tölvufóðrunin býður þannig upp á margt í senn:. flölbreytni, nákvæmni og öryggi. Hver bóndi í ræktun En það fer einnig mikill tími í skýrslugerð: „Það þarf að skrá niöur undan hvaða svínum hver grís kem- ur. Hér á íslandi búum við nefnilega við þær sérstöku aðstæður að það er ræktun í gangi á hveiju búi. Það er ekki hægt að kaupa ræktunina af ákveðnum ræktunarbúum eins og erlendis. Vegna smæðar okkar borg- ar það sig ekki fyrir okkur að vera með ræktunarstöövar héma, það er mun skynsamlegra að kaupa rækt- unina frá Englandi eða Danmörku. En í því sambandi emm við í vanda. Við viljum fá fluttan inn nýjan stofn sem vex hraðar og er afkasta- meiri en sá sem nú er notaður. Það gengur hins vegar hægt vegna hindr- ana á vegi okkar. Ég má fara til Eng- lands, grípa með mér hund frá nán- ast hvaða sorphaugi sem er, flytja hann inn til landsins, geyma hann þijá mánuði í Hrísey og hlaupa síðan með hann um allar jarðir. Við svína- bændur emm hins vegar að tala um aö flytja inn stofn frá sérstökum sótt- hreinsistöðvum erlendis, sem selja út um allan heim, alveg tandur- hreina stofna. Það kostar hins vegar að við verðum að flytja gyltumar inn í Hrísey, sem er kannski alit í lagi. En verra er að við verðum að aflífa gylturnar. Við megum aðeins eiga undan þeim, aðra kynslóðina. Menn í kerfinu virðast ekki gera sér grein fyrir því að eftir aö stofn- arnir koma inn í landið tekur allt að 10 ár að koma þeim inn á búin. Mað- ur kippir svínunum ekki inn á búin og fer að framleiða. Ef eitthvað kem- ur upp em búin lokuö og tiltölulega lítið mál að einangra svínin. Okkur svínabændum finnst landbúnaðar- kerfið vinna gegn okkur með þessum hindrunum á innflutningi nýrra stofna." Gunnar segir svínabændur standa frammi fyrir því að jafnvel verði leyft að flytja inn kjöt eftir nokkur ár. Til að geta keppt við innflutning á jafn- réttisgrundvelli verði þeir að fá að reyna nýja stofna. Það er furðulegt aö settar skuh harðari reglur um svínarækt en gæludýrahald. Það er réttlætanlegt að fara varlega en það er ótækt að hindra eðlilega þróunar- starfsemi." Heitar samræður feðga Gunnar er 28 ára gamall. Hug- myndina að rekstri svínabús fékk hann fyrst 1984. Fram að því hafði hann fengist við ýmislegt, verið á sjó, unnið við landgræðslu, í virkjun- um og á fleiri stöðum. Hann fór í verslunardeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti og kláraði þar alla áfanga nema dönsku. Hann segist stórsjá eftir þvi þar sem öll fagtímarit, sem hann les, eru einmitt á dönsku. Áður en Gunnar hóf svínarækt hafði hann kynnst henni hjá Þor- valdi Guðmundssyni í Síld og fiski og lesið sér til um hana í fagtímarit- um. Hann var hins vegar ekki blaut- ur á bak við eyrun í búmennsku þeg- ar hann fékk hugmyndina að svína- búinu. Hann ólst upp á bændaskól- anum á Hvanneyri þar sem faðir hans, Gunnar Bjarnason ráðunaut- ur, kenndi. Hann kom einnig mikið að Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins að Keldum þegar faðir hans vann þar og kynntist mörgu er viðkemur búskap. Hann er ekki skólagenginn eftir hefðbundnum leiðum en hefur engu að síður góðan grunn. „Alveg frá fæðingu hefur landbún- aður verið aðalumræöuefnið á mínu heimih. Svo hefur pabbi leiðbeint mér mjög mikið. Þegar ég hef ætlað að gera eitthvað höfum við feðgamir alltaf rætt málin fram og til baka og velt fyrir okkur öUum möguleikum. Við höfum gaman af því að rökræða og gerum stundum í því að vera á móti hvor öörum. Það varpar stund- um Ijósi á nýja fleti á málunum. Ég tala daglega við hann núna um aUt sem gerist á búinu. Svo eru tveir svínabændur hér í nágrenninu sem ég hef átt mjög gott samstarf við. Svo var dvölin hjá Þorvaldi mjög mikU- væg fyrir mig en hann rekur mjög gott svínabú." Skjótfenginn gróði? Gunnar keypti búið að Hýrumel 1986. Þar hafði verið myndarlegt hænsnahú sem brann. Gunnar kom að tilbúnum sökklum, byggði fyrsta LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992. 39 áfangann strax og byijaði með 20 gyltur. Gunnar er kvæntur Ingibjörgu Konráðsdóttur. Þau eiga tvö böm, Bjama Benedikt, 5 ára, og Margréti Lilju, 3 ára. Ingibjörg sér um bók- haldið á svínabúinu. Hann leggur áherslu á að svína- hændur hafi markað fyrir afurðimar áður en þeir hefla rekstur svínabús. „Ég samdi strax við Kaupfélag Borgnesinga um að taka við kjöti frá mér. Kaupfélagið hefur þannig stutt vel við bakið á mér. Það er mikið starf að sinna búskapnum en það er líka heilt starf að standa í sölu- mennsku. Þess vegna er mikilvægt að hafa þau mál á hreinu. Þeir bænd- ur sem verst hafa farið út úr svína- ræktinni em þeir sem hafa hka stað- ið í sölu. Þeir hafa þá verið að selja beint til verslana í Reykjavík og lent í mjög hörðum bransa. Það er svo auðvelt fyrir verslunareigendur að pressa verðið niður þar sem svína- bóndinn verður að losna við kjötið innan viku frá slátmn. Þess vegna hafa margir svínabændur farið á hausinn, þeir hafa selt allt of ódýrt og jafnvel ekki fengið eyri borgaðan. Ég hef tryggan kaupanda, fæ stund- um lægra verð en ef ég mundi selja beint í verslanir, en get aftur á móti verið öruggur um að fá greitt á rétt- um tíma. Það skiptir geysilegu máh.“ - Nú sjá kannski margir skjótfeng- inn gróða í svínarækt og halda jafn- framt að það sé ekkert mái að reka svínabú: „Menn halda að svínabændur græði heilmikið þessa dagana en þetta er ekki svo einfalt. Síðasta ár var þokkalegt fyrir sæmilega rekin bú en samt hættu 10 svínabændur. Það segir manni að þetta er síður en svo dans á'rósum. Markaðurinn er þó í þokkalegu jafnvægi núna og margir svínabændur em að vinna sig upp úr þeim erfiðleikum sem vom 1988 og 1989. Þá var mikil harka í versluninni, fóðurverð hækkaði um- fram verðlag og gyltunum flölgaði um 500, sem var metflölgun. Kjöt- framleiðslan jókst og verðið hrundi. Sókn er besta vömin Ég byijaði með 20 gyltur og stóð í bash fyrstu tvö árin. Þegar aht fór í hönk 1987 og 1988 hugsaði ég hvort ég ætti að hætta þessu vafstri eða stækka. Ég komst að þeirri niðurstöðu að sókn væri besta vömin og ákvað þvi að stækka búiö upp í 55 gyltur." Gunnar segist hafa farið mjög hag- kvæma leið þegar hann stækkaði við sig. Hann keypti einingahús frá Loft- orku sem reist vom á nokkrum dög- um. Honum var nefnilega mikið í mun að koma skepnum fljótt inn í húsin svo þau fæm að skila af sér sem fyrst. „Ef maður byggir á hefðbundinn hátt tekur það mun lengri tima. Þá hggur mikih peningur í byggingar- framkvæmdum, peningur sem mað- ur fær kannski ekki út fyrr en eftir ár eða jafnvel lengri tíma. Eininga- húsin em hins vegar fljót aö skha af sér, enda veitir ekki af ef standa á skh á lánum.“ Gunnar stækkaði síðast í sumar; fór eins að og í fyrri skiptin. Gunnar segir ahan búnað í húsin vera mjög dýran. Þurfi hann að vera vandaður th að hámarksárangur ná- ist. „Th dæmis kostar loftræstikerfið mikla flármuni en það borgar sig ahs ekki að spara á því með því að kaupa ódýrara kerfi. Stöðugur hiti er mikl- vægur fyrir svínin og lélegt loftræsti- kerfi getur sphlt þar miklu. Reyndar er ég svo heppinn að hafa aðgang að heitu vatni sem sparar mér nokkrar mihjónir á ári og auðveldar mér að halda húsunum heitum." Engin opinber aðstoð - Er það rétt að þú hafir ekki feng- ið neina lánafyrirgreiðslu úr kerfinu? „Mér gekk ahtaf mjög erfiðlega aö fá fé út úr þessu hefðbundna sjóða- kerfi sem er ætlast th að maður sæki lán i. En ég borga í sjóðakerfið af minni framleiðslu, hátt í hálfa mihj- ón á síðasta ári. En ég hef varla haft aðgang að þessu kerfi. Ég fékk reynd- ar smálán, 3 milljónir, sem kreistar vom út með hörmungum. Það er ekki mikiö miðaö við brunabótamat „Þetta er spurning um að taka skynsamlegar ákvarðanir, vinna markvisst að því sem þarf að gera með jákvæðu hugarfari. Jákvætt hugarfar er aðalatriði. Ég tek aldrei mikilvægar ákvarðanir nema ég sé í góðu skapi. Ef ég er ekki vel upplagður eða i slæmu skapi fresta ég mikilvægum og erfiðum ákvörð- unum. Það opnast alltaf nýir heimar fyrir manni ef maður tekur á málunum með jákvæðu hugarfari," segir Gunnar Ásgeir Gunnarsson, svinabóndi að Hýrumel i Hálsasveit. DV-myndir GVA búsins sem er upp á um 37 mihjónir. Manni finnst hart að fá ekki nema þrjár mihjónir úr sjóðakerfi sem maður borgar í á hveiju ári. Þar fyr- ir utan eru tekin 1,25% af afurða- verðinu sem renna beint í kerfi sem maður hefur engan aðgang að. Þama ráða svoköhuð stærðarmörk, kot- hændastefnan. Ég er aht of stór. Það er verið að lána úr þessum sjóðum th manna sem eru með aht niður í 24 gyltur sem ekki er sérlega lífVæn- legur rekstur. En það er stefna sem detta mun upp fyrir. Stórspekúlantar landbúnaöarkerf- isins eru ekki að hugsa um hag- kvæmni. Þetta eru stofnanir sem búnar eru að sanka aö sér peningum og þar hafa myndast ákveðin völd. Menn þykjast síðan vera góðir og eru að útdeha þessum og þessum bænd- um einhveijum krónum. Ég hef nær alfarið þurft að flár- magna mínar framkvæmdir með skammtímalánum. Það er vissulega erfiðara þar sem ég hef þurft aö borga mikið af lánum. En Sparisjóð- ur Mýrasýslu hefur stutt vel við hak- ið á mér og flármagnað búiö að megninu th. Þetta hefði aldrei gengið án sparisjóðsins og kaupfélagsins." Hannaði sjálfurhúsin Gunnar varð einnig að fara sínar eigin leiðir þegar kom aö hönnun húsanna. „Ég fékk teikningar hjá Teiknistofu landbúnaðarins en þær voru bara að húsum sem var verið að byggja fyrir 20 árrnn. Ég gat engan vegimi notað þessar teikningar. En ég hafði kynnt mér það sem var nýjast erlendis og útvegaði mér teikningar frá Dan- mörku. Ég vann síðan úr þeim teikn- ingum og miðaði ahtaf við að þurfa einn að sjá um rekstur búsins. í öh- um minum ákvörðunum hef ég mið- að við það. Ég fékk teikningarnar útreiknaðar af tæknifræðingum og öðrum sem veröa að fara um þær höndum og fékk þær síðan sam- þykktar. Nú, húsin voru reist og inn- réttuð eftir teikningunum og hafa reynst mjög vel.“ Engin fúkkalyf - Hefurðuunniötilverðlaunafyrir kjötið þitt? „Það er ekkert svoleiðis í gangi hér. Sjálfsagt eru th betri stofnar en hér á landi en ég er með sæmhegan vaxtarhraöa og ég tel aö gæöi kjöts- ins hjá mér séu í góðu lagi.“ - Nú er mikið notað af vaxtarauk- andi lyflum og fúkkalyflum í svína- rækt erlendis. Hvemig er þessu hátt- aö hér? „ísland er sennilega eina landiö í Evrópu, kannski fyrir utan Svíþjóð, þar sem engin fúkkalyf eða aukefni eru sett í fóðrið. Við svínabændur höfum tekið þá stefnu að fara ekki inn á þá braut. Af einhverjum ástæð- um^eykst vaxtarhraði við fúkka- lyflagjöf svo vaxtarhraðinn er eitt- hvað minni hjá okkur en hjá svína- bændum erlendis. En þetta er sterk- ur punktur ef kemur th samkeppni við mögulegan innflutning." Vogun vinnur, vogun tapar - Nú tröhríður bölmóðurinn þjóð- félaginu þar sem gjaldþrot, flöld- auppsagnir og almennt kjark- og vonleysi gegnsýrir umræðuna. Hjá þér virðist hins vegar ganga ljómandi vel. „Þetta er spuming um að taka skynsamlegar ákvarðanir, vinna markvisst að því sem þarf að gera með jákvæðu hugarfari. Jákvætt hugarfar er aðalatriði. Ég tek aldrei mikhvægar ákvarðanir nema ég sé í góðu skapi. Ef ég er ekki vel upplagö- ur eða í slæmu skapi fresta ég mikh- vægum og erfiðum ákvörðunum. Þaö opnast alltaf nýir heimar fyrir manni ef maður tekur á málunum með já- kvæðu hugarfari en maður blindast á svo marga möguleika ef lundin er slæm. Síðan legg ég auðvitað hart að mér. Ég vinn stöðugt að búinu, er ahtaf að hugsa um svín, enda hef ég orð á mér fyrir að vera nær óþolandi þar sem ég tala varla um annaö." Þótt vel gangi gerir Gunnar sér vel grein fyrir að einn góðan veðurdag geti komið upp aðstæður sem kunna að eyðheggja aht. „Það skiptir gífurlegu máli fyrir mig að þetta gangi en það er nú einu sinni þannig með atvinnurekstur að vogun vinnur, vogun tapar. Það á aldrei aö segja aldrei. Það geta komið upp að- stæður sem maður þekkir ekki.“ Halda sig við einn hlut Gunnar berst ekki á þrátt fyrir velgengnina. Hann segir að sér hði vel í sveitinni, vhl hvergi annars staðar vera. „Ef menn hafa náð tök- um á einum hlut eiga þeir að halda sig við hann. Ég hef það fyrir reglu. Það sem menn hafa svo oft brennt sig á í íslensku atvinnulífi er aö þeir vilja gína yfir öhu. Ef þeim tekst vel í einhverri grein vhja þeir endhega hasla sér vöh í annarri. Við það missa þeir oft yfirsýnina og aht fer norður og niður. Ég ætla eingöngu að einbeita mér að svínaræktinni, að framleiðaódýraoggóðavöru." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.