Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992. 21 Bjöm Jörundur Friðbjörnsson er ánægöur með bíómyndina Sódómu og telur leiklistina hafa verið skemmti- lega lífsreynslu. DV-mynd -Rasi Poppari úr Nýjum dönskum á hvíta tjaldinu: „Leik algjöran aula" - segir Bjöm Jörundur Friðbjömsson sem sýnir nýja hlið í Sódómu Reykjavik „Ég skemmti mér mjög vel yfir myndinni og fannst kímnigáfa Ósk- ars Jónassonar skila sér til fulls. Myndin kom mér ekki á óvart enda hafði ég lesiö handritið mörgum sinnum og finnst flest hafa skilað sér eins og það átti að gera. Sumum atriðum var ég reyndar búinn að gleyma vegna þess hversu langt er síðan myndin var tekin og þau komu skemmtilega á óvart,“ segir Bjöm Jörundur Friðbjömsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Ný dönsk, sem leikur eitt aðalhlut- verkið í nýrri íslenskri bíómynd, Sódóma Reykjavík. Bjöm Jömndur, sem verður 22ja ára á morgun, hafði aldrei áður leikið þegar Óskar Jónasson kvik- myndagerðarmaður bauð honum hlutverkið í myndinni. Hins vegar er hann sviðsvanur maður þar sem hann hefur sungið með hljómsveit- inni Ný dönsk mn allangt skeið. „Mér þótti ekki svo skrítið að sjá mig á hvíta tjaldinu en ég man að mér þótti mjög furðulegt að sjá sjálfan mig í fyrsta skipti í sjón- varpi,“ segir Bjöm. Besta gamanmyndin Hann telur að Sódóma Reykjavík sé ein besta gamanmynd sem gerð hafi verið á Islandi. Þó telur hann myndina allt annars eðhs en gam- anmyndir Þráins Bertelssonar. „Þetta er hraði, spenna og grín. En myndin er byggð upp sem spennu- mynd fyrir allan aldur,“ segir Bjöm ennfremur. Hann segist leika algjöran aula í myndinni, saklausan sveitapilt úr Breiðholtinu sem vinnur á bifvéla- verkstæði. Aula sem flækist óvart inn í hringiðu undirheima borgar- innar með harðsvíruðum glæpon- um án þess að sækjast eftir því. „Hann er mikill lúði í augum þess fólks,“ segir Björn. „Óskar er með sérstæðan húmor, geggjaðan teiknimyndahúmor," útskýrir Bjöm. „Þetta er þó grín sem allir skilja." Tóku plötu upp í London Þótt Bimi hafi þótt skemmtileg reynsla að leiká í bíómynd er það þó tónhstin sem á hug hans ahan. Hann hefur dvahð undanfarinn mánuð á sveitabæ rétt utan við London ásamt öðrum hljómsveit- armeðlimum viö upptökur á nýrri plötu. „Okkur langaði að breyta th og þess vegna ákváðum við að taka þessa plötu upp í útlöndum. Aðal- lega að komast í nýtt umhverfi og reyna að galdra fram nýja tóna. Platan er tilbúin núna og komin í framleiðslu í Austurríki. Hún mun síðan koma á markað hér fyrir jól- in,“ segir Björn. Hér áður fyrr var það algengt að hljómsveitir færa utan th að taka upp plötur en það hefur ekki tíðk- ast undanfarin ár enda mörg hljóð- ver starfandi í Reykjavík. „Þetta hljóðver, sem við bjuggum í, er gamalt sveitasetur sem hefur verið breytt. Við reiknum með að það verði hærri gæði á þessari plötu þar sem meira var lagt í aht. Það var þó ekki ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka plötuna upp þama. Aðalástæða þess var að skipta um umhverfi og athuga hvort hægt væri að fá nýjan hehd- arhljóm. Mér finnst það hafa tekist enda höfum við unnið mikið," segir Bjöm. Eiginkonur og kæmstur fengu ekki að koma með mönnum sínum en unnusta Björns er Kol- finna Baldvinsdóttir (Jóns Bald- vins og Bryndísar). Kvíðirekki krítík Bjöm sagðist ekki kvíða krítík um Sódómu Reykjavík og eigin frammistöðu þar sem hann væri ekki leikari. „Ef ég væri leikari væri ég sjálfsagt stressaður en þetta er ekkert hjartans mál fyrir mig. Gagnrýni á nýja plötu myndi sjálfsagt hafa meiri áhrif á mig þó ég taki gagnrýnendur yfirleitt ekki mjög alvarlega. Bjöm segist ekki búast við að lif hans muni breytast á neinn hátt þó hann sé orðinn frægur á hvíta tjaldinu. „Ég mun halda áfram að syngja og spha með hljómsveitinni Ný dönsk og við munum vinna við kynningu á nýju plötunni næstu mánuöina," segir Bjöm Jörundur Friðbjömsson sem spáir tveimur lögum af nýju plötunni vinsældum, Horfðu th himins og Konur hma. -ELA Clio leikurinn á Aðalstöðinni stendur yfir Á hverjum virkum degi leggur Siggi Sveins tvær spurningar fyrir hlustendur Aðalstöðvarinnar. 1 Spurningarnar eru bornar upp milli kl. 10:00 -12:00 og 13:00 -15:00 og er svörin að finna í DV. daginn áður. Allt sem þú þarft að gera er að hringja í síma 62 60 60, svara einni spurningu rétt og þá verður þú einn af [ieim fimm hlustendum sem komast í pott hverju sinni. Ath. aðeins 10 komast í pottinn á dag, fimm fyrir hádegi og fimm eftir hádegi. Það verða því einungis 420 í pottinum þegar Siggi Sveins dregur hinn heppna á athafnasvæði Bílaumboðsins laugardaginn 28. nóvember. * ‘Vinningshafi eða fulltrúi hans þarf að vera viðstaddur þegar dregið er ella fyrirgerir hann rétti sínum til vinnings. AÐALSTÖÐIN Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavík sími 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.