Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Síða 13
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992. ( 13 Willy Brandt, fyrrum kanslari og formaður þýskra jafnaðarmanna, látinn: Flóttamaðurinn sem sigraði föðurlandið „Mér fannst aldrei að mönnum bæri skylda til að láta loka sig inni,“ svaraði Willy Brandt þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði flúið heimaland sitt tvítugur að aldri þeg- ar nasistar komust til valda. Hann valdi Noreg sem griðastað en varð að flýja þaðan til Svíþjóðar áður en hann gat snúið heim í stríðslok. Nú er Brandt allur. Hann lést í fyrrakvöld úr krabbameini og hafði verið þungt haldinn síðustu mánuð- sinna í hemámsliðinu en þeir vissu ekkert um uppmna hans og slepptu honum eins og öðrum óbreyttum úr liði Norðmanna. Brandt sá þó þann kost vænstan að hætta ekki á frekari Noregsdvöl og fór yfir til Svíþjóðar eins og margir aðrir andspymu- menn. Hann vann áfram fyrir andspymu- hreyfinguna og að stríðinu loknu fór hann á vegum Norðmanna til Berlín- ar. Þar var hann fréttaritari norskra uðust þijá syni sem allir búa í Þýska- landi. Þetta hjónaband endaði einnig með skilnaði árið 1980. Þremur árum síðar kvæntist Brandt ritara sínum, Birgitte Seebacher. Hún er 35 árum yngri en Brandt. Brandts verður trúlega lengst minnst fyrir þátt sinn í bættum sam- skiptum austurs og vesturs. Austur- stefna hans var umdeild en fyrir hana hlaut hann þó einnig mikla við- urkenningu með friðarverðlaimum Nóbels árið 1971. Þessi stefna leiddi m.a. af sér árið 1972 að Vestur-Þjóð- verjar viðurkenndu tilvist sérstaks ríkis í Austur-Þýskalandi. Áfallið mikla kom svo árið 1974 þegar upp komst að aðstoðarmaður- inn Guenter Guillaume væri austur- þýskur njósnari. Þá sagði Brandt af sér „vegna virðingar fyrir óskrifuð- um reglum lýðræðisins," eins og hann orðaði það. -GK Friðarverðlaun Nóbels árið 1971 voru mikil viðurkenning fyrir stefnu BrandtS. Simamynd Reuter Willy Brandt kom til íslands síðasta sumar. Hann notaði þá tækifærið til að skoða Gullfoss og Geysi. ina. Hann var forseti Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna þar til í sept- ember í haust en gat ekki vegna veik- inda komið til þingsins þegar hann skilaði af sér embættinu. Hann var búinn að vera forseti sambandsins í 16 ár og óumdeildur í starfi. Meðal jafnaðarmanna var hann gamli leiðtoginn og sá sem menn úr ölium heimshornum litu upp til. Hann var þó lengst af bæði elskaður og hataður þótt haxm sæti á friðarstóli síðustu árin. Sonurþvotta- konunnar Brandt var fæddur í Lubeck þann 18. desember árið 1913, sonur ein- stæðrar móður, Mörthu Frahm, sem haíði ofan af fyrir þeim með þvottmn. Brandt var því ekki fæddur til valda þótt hann þætti síðar á ævinni manna landsföðurlegastur. Upphaf- lega hét hann Herbert Emst Karl Frahm en skipti um nafn við flóttann til Noregs. Einn af aðdáendunum og kannski sá ólíklegasti var Helmut Kohl, nú- verandi kanslari Þýskalands. Kohl leit á Brandt sem einn helsta leiðtoga Þjóðveija á eftirstríðsárunum þótt þeir væru andstæðingar í stjómmál- um. Kohl stóð að baki Brandt þegar hann fór til Bagdad haustið 1990 og fékk lausa 300 gísla sem Saddam Hussein hafði tekið undir „vemdar- væng“ sinn. Það var síðasta frægðar- fór Brandts og sýndi að hann hafði enn áhrif þrátt fyrir háan aldur. Flóttamaður í höndum landa sinna Ferill Brandts einkenndist bæði af sigrum og ósigrum. Flóttinn frá Þýskalandi árið 1933 var í hans aug- um mikill ósigur og varð til þess að hann komst ekki heim fyrr en að þrettán árum liðnum. í Noregi undi hann sér þó vel meðan friður hélst. Hann varð norskur ríkisborgari og gekk í Óslóarháskóla. Eftir að Þjóðveijar hernámu Noreg vorið 1940 féll Brandt í hendur landa blaða og síðar blaðafulltrúi sendi- ráðsins. Þjónustunni við Norðmenn lauk árið 1948 og Brandt hóf störf fyrir þýsk blöð Hann varð ritstjóri Berliner Stadtblatt árin 1950 til 1951. Ferill sigra og ósigra Hann var þá þegar farinn að starfa með jafnaðarmönnum í Berlín og varð borgarstjóri árin 1957 til 1966. Það ár varð hann utanríkisráðherra ög varakanslari allt til þess að hann varð kanslari árið 1969. það var í embætti borgarstjóra Berlínar sem Brandt náði heimsfrægð á mikliun átakatímum þegar Sovétmenn létu skipta borginni með Berlínarmúm- um alræmda. í Svíþjóð gekk hann að eiga norsku stúlkuna Carota Thorkildsen og eignuðust þau eina dóttur sem nú býr í Ósló. Þau skildu og árið 1948 kvæntist Brandt öðm sinni Rut Han- sen sem einnig var norsk. Þau eign- Willy Brandt var elnn þeirra sem fögnuðu lalli Beriínarmúrsins árið 1989. Hann sagði þá „að það sem ætti saman hlyti að ná saman“. Simamynd Reuter r Urval Kr.425 Skop............................. 2 Lækningamáttur tónlistarinnar..... 3 Hvernig skarar venjulegt fólk fram úr?. 7 Hvaðerást?............................ 12 Sex milljón dollara mennírnir......... 16 Hættur í hita dagsins...................29 Stöðvið barnamorðín....................33 Ert þú bestivinur þinn?................,39 Þunglyndi haldið í skeQum...............43 Hugsun í orðum..........................52 Reiði-.Vandamáliðkrufið.útskýrtogleYst.54 , ,Eins og algjör hommi' ‘........61 Þetta er min trú...................... 68 Dulinn smánarblettur á amerískri iþrótt.73 Krosstölugátan..........................78 Geturðu gómað tölvuvírus?..............79 Lausn á krosstölugátu..................82 Góðu strákarnir eru alltaffremstír.....83 Er þetta í Biblíunni?...................89 Fórnarlamb alnæmisótta í Brasiliu.......93 Ótamin ástríða....................96 SkelfingartimiviðPísIarfljót.......... 104 Tuttugu og ein skondin staðreynd um tár. 109 Ógn rússnesku mafíunnar á Vesturlöndum. 112 Glimtviðgrábjörn................... 120 Þegar þú gerir mistök................. 126 Að hjálpa barni að sigrast á feimni. 132 Einföld leið að grennri lærum........ 137 Velkomin í heim einkaspæjarans...... 142 Mannskaðinn á Fjallabaksvegi.... 151 5. HEFTI - Sl. ÁR - SEPT. - OKT. 1992 Nýttglæsilegt hefti á næsta sölustað eða í áskrift í síma 63 27 00 m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.