Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Page 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Rítstjóm - Auglýsingar - Áskríft - Ðreifing: Sími 63 27 60 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992. Veðriö á sunnudag og mánudag: Kólnandi veður á mánudag Á sunnudag verður vestlæg átt og nokkuð hlýtt á landinu, rigning eða súld við suðvestur- og vesturströndina en annars bjart veður. Á mánudag verður vaxandi norðanátt með rigningu norðan til en þurrt verður á Suður- og Suðausturlandi. Veður mun kólna. Veðrið í dag er á bls. 61 Höskuldur Jónsson, forstjóri ATVR, um aukið smygl og bragg: m ■ jr m m Telur afengi irspurain minnkar um 7 til 8 pró- sent eins og verið hefur hjá okkur á þessu ári hljóta mcrn að spytja sig hvort verðið sé ekki of hátt. Sérstaklega þegar það fylgir að meira er gert upptækt af bruggi en nokkru sinni fyrr, auk frétta um verulegt smygl eins og nýverið bár- ust frá Hofsjökli. Hins vegar má ekki gleyma því að það er markmið frá heilbrigðissjónarmiöi að draga úr neyslu áfengis en því markmið verður ekki náð með því að hafa hið löglega áfengi svo dm aö menn leiti annarra leiða og eigi tiltölulega auðvelt með það,“ segir Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tób- aksverslunar rikisins. Verð áfengis hefur heldur hækk- aö á þessu ári og jafnframt hefur sala dregist saman um 7-8% frá sama tímabili í fyrra. Jafnframt hefur lögreglan gert upptækar 12 bruggverksmiðjur og þúsundir lítra af landa og gambra á þessu ári. „Verð á áfengi er ákveðið af fjár- málaráðuneytinu og sú verö- ákvörðun speglast inn í fjárlaga- gerðina. Það er engin umræöa í gangi um lækkun enda höfum við nýverið aðeins bætt við áfengisverðið frekar en En er ráðlegt aö skoöa þann kost að lækka verðið? „AUavega hlýtur hver og einn sem verslar með vöru að meta verðið með hliðsjón af þeirri eftir- spurn sem er eftir vörunni og eiirn- ig meö tilliti tii þess varnings sem hugsanlega keppir við hana. Meng isverslun er ekkert öðruvísi en önnur verslun að því leytinu,“ sagði Höskuldur. -Ari; Um 20 manns sagt upp í Straumsvík: - segirChristianRoth „Við munum reyna allt til að koma í veg fyrir fleiri uppsagnir en ef ál- verðið og aðstæður á mörkuðum okkar versna enn get ég ekki útilok- að að við verðum að segja fleirum upp. Við munum einnig gera allt til að halda fyrirtækinu gangandi," seg- ir Christian Roth, forstjóri ÍSAL. Framkvæmdastjóm félagsins ákvað í gær að segja upp 3,5% starfsmann- anna og yrðu það væntanlega um 20 manns. í álverinu starfa um 550 manns. Draga á úr framleiðslunni í lok þessa mánaðar með því að stöðva 22 ker en það svarar til 7% af fram- leiðslugetunni. Þessi ker verða ekki sett í gang á ný fyrr en markaðsað- stæður hafa batnað verulega. í bréfi til starfsmanna er jafnframt greint frá því að ef markaðsástand batni ekki, og ekki náist meiri lækk- un kostnaðar, sé ekki hægt að útiloka frekari samdrátt í framleiðslu með stöðvun kera. „Staðan er míög dökk og það er meginástæðan fyrir því að við ákveð- um þessar uppsagnir nú. Það eru engin batamerki sjáanleg fyrir árið 1993. Birgðir aukast, útflutningur Rússa er enn mikill og dollar er veik- ur. Slæm efnahagsstaða er í Banda- ríkjunum og Evrópu og ný álver eru komin í Frakklandi, Kanada og Dubai til dæmis. Auk þessa virðast menn ekkert gera í því að draga úr framboði á markaði sem þegar er yfirfullur," segir Christian. „Það er almannarómur að verð á áh sé í lágmarki. Hvort ástandið er jafnslæmt og ÍSAL-menn vilja vera láta get ég ekki sagt um, ég er ekki dómbær á það. Þetta er hins vegar mjög slæmt ofan á dapurt atvinnu- ástand," sagði Sigurður Tr. Sigurðs- son, formaður Verkamannafélagsins Hlífar. Sigurður sagðist ekki vita hvaða áhrif þessar uppsagnir heiðu. Þetta mun snerta um 5 vakthópa. Að sjálf- sögðu væru verkamenn í Hlíf í þess- um hópi en hann gat ekkert um það sagt hvernig skiptingin yrði. Upp- sagnarfrestur er frá 1 mánuði til 6 mánaða. -Ari LOKI Vér höfum í áratugi veriðsammála Höskuldi! Líklega væru allir garðeigendur stoltir af því að eiga svona stóra og mynd- arlega rós I garðinum sinum. Eigandi þessarar tveggja og hálfs metra háu og tuttugu ára gömlu rósar heitir Vilhelm Kristinsson á Hringbraut 76. Þetta er þýsk klifurrós (flammentanz) og að sögn garðyrkjusérfræðinga er hún mjög harðgerð og hentar vel íslenskum aðstæðum. Vilhelm segir galdurinn við stærðina þann að hann hafi ætíð striðalið hana bæöi á skít og fiski- mjöli. Tengdasonur hans gaf honum agnarsmáa pottarós og nú tveimur áratugum síðar er hún orðin tveir og hálfur metri. Vilhelm sagðist ekki þurfa að búa plöntuna sérstakiega undir veturinn, hún væri svo harðgerð. Systkinin tvö á myndinni heita Gunnar Snær og íris Þóra. DV-mynd GVA 0Fenner Reimar og reimskífur VoMÍsen Suðuríandsbraut 10. S. 680490. Tvöhundrudteknir Helgi Jónssan, DV, Ólafefirði; Það sem af er þessu ári hefur lög- reglan í Ólafsflrði og á Dalvík tekið 200 einstaklinga fyrir of hraðan akst- ur. Allt árið 1991 voru 300 teknir. í síðustu viku einni saman voru 20 teknir fyrir hraðakstur, þar af 15 á tveimur dögum. Fimm voru sviptir ökuleyfi á þessum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.