Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992. 25 Réttir á bakka Breiðár: ’ Sveitarómantíkin ekki dauð úr öllum æðum Einar R. Sigurðsson, DV, Öræfum: Smalamennska og réttir skipa stór- an sess í þjóðannenningu okkar ís- lendinga. Það er ekki svo ýkja langt síðan stór hluti landsmanna helgaði aUt líf sitt sauðkindinni og byggði lífsafkomu sína á henni. Með tilkomu nútímatækni hefur þróunin orðið sú að færri hendur vinna léttara verk - minni sviti, meiri framleiðsla. Það er samt ekki laust við að rómantíkina vanti þegar hún Surtla með dilkana sína vænu er orðin númer í tölvunni sem skilar góðri meðalvigt. l Það vantar þó ekkert á rómantík- ina þegar kemur að þvi að smala Breiðamerkurfjall í Öræfum. Breiða- merkuríjall, eða Fjallið, eins og Ör- æfabændur nefna það í daglegu taii, er austast í Öræfum, skammt frá Jökulsárlóni. Fjailið er eins konar eyland, umlukið jökli í suðri, vestri og norðri og í austri lokar óbrúuð Breiðáin aðkomunni. Fyrripart ald- arinnar var fjallið umiöingt jökli á alla vegu. Þama er talið að Kári Sölmundar- son hafi búið eftir að hann hafði hefnt Njálshrennu og heimildir eru fyrir því að fé hafi verið beitt í Fjall- ið allt frá landnámi. Núna notfæra sér aðeins sex bæir í Öræfum beitar- (§1$ réttinn þar og flytja þangað á þriðja hundrað fjár á sumrin. Lagt af stað í morgunskímunni Klukkustund fyrir dögun á simnu- dagsmorgni um miðjan september kviknuðu ljós á nokkrum bæjum á Hofi og Hnappavöllum í Öræfum. Nú átti að leggja í hann og smala Fiallið. í fyrstu morgunskímunni Fjallaferjan sett á flot. Ferjan tekur um 25 ær í einu og því þurfa smalarnir að fara nokkuð margar ferðir. Myndin er tekin úr ferjunni á leið yfir Breiðá. I baksýn er réttin og Fjallið. DV-myndir ERIS Breiðamerkurfjall, séð úr suðaustri, í forgrunninum er Fjallsárlón. voru smalarnir í óðaönn að ferja hver annan í kláfi yfir Breiðána. Þeg- ar yfir var komið skiptu menn liði. Fjallið er smalað eftir aldagamalli hefð og búnaður smalanna eftir því. Þeir bera með sér dálítinn nestishita, enda er gengið allan daginn. Sumir hafa með sér spotta til að bjarga sér úr sjálfheldum og allir bera þeir langar broddstengur. Þeir segja að stöngin sé lífsnauðsynleg á þessari leið sem liggur um skriðjökla, lausa- grjótskriður og þverhníptar kletta- syllur. Hlaupið á eftir fénu yfir stokka og steina Eftir að hafa elt uppi fjallakindur úr grænum dölum yfir stokka og steina, í gegnum snæviþakin fjalla- skörð og niðtu- sundiandi háar hlíð- ar, var loks, eftir tíu klukkustunda göngur og hlaup, aftur komið niður á jafnsléttu. Þar beið liðsauki, karl- ar, konur og böm. Þau stóðu í vegi fyrir fénu á réttum stöðum og hjálp- uðu til við að reka það inn í réttina. Réttin stendur á bakka Breiðár og þar er féð dregið sundur og sett út í pramma sem feijar það yfir ána. Ferjan tekur um 25 ær í einu og þær em því æði margar ferðimar. A hin- um bakkanum bíða dráttarvélakerr- ur þess að flytja fjallaærnar til byggða. Þar verða mörg hver af þess- um sannkölluðu íslensku fjallalömb- um seld en æmar fara í hús í vetur og sakna áreiðanlega Fjallsins og frjálsræðisins. Það kemur þó sumar eftir þetta sumar og á komandi vori ferja Óræfabændur æmar sínar á vit fjallsins eins og þeir hafa gert svo lengi sem þeir muna. V Nýjasta ÚRVALSBÓKIN eftir Michael Tolkin Bráðlega x® „d sein * -ÍSÍSS- gerð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.