Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 10. OKTÖBER 1992. Veidivon Þaö hefur þurtt hörku til að standa við veiðar í slyddu og kulda siðustu daga veiðitímans. Þessir þrír galvösku Siglfirðingar, sem heita Jóhann Sv. Jónsson, Guðmundur Lárusson og Benedikt Sigurjónsson, létu slíkt ekki á sig fá. Bílastæðið er að mestu á floti í vatni. DV-mynd Örn Flókadalsá að ná sér á strik Flekkudalsá á Fellsströnd: Ádráttur í sumar- blíðu „Þama er lax, hann skaust upp eftir, ég held að þeir séu fleiri laxamir hérna,“ sagði Trausti Bjamason bóndi á Á, en hann var einn þeirra sem slóst í hóp þeirra sem var í klakveiðinni í Flekku- dalsá á Fellsströnd fyrir fáum dogum. Þeir sem mættu í þennan göf- uga hóp vora Ólafur Pétursson í Galtartungu, Jóhann G. Péturs- son, Stóm-Tungu, Hafsteinn Björgvinsson, Björgvin Haf- steinsson, Sverrir Sch. Thor- steinsson, Börkur Hansson, Orrahóli, og undirritaður. Dregið var í Flekkudalsá og Tunguánni og það fengust 30 lax- ar. Flestir vom laxamir hrygnur enþað vár það sem þurfti í klakið. Amar hafa greinilega að geyma töluvert af laxi enda eru þær langar og með marga veiðistaði. Það er sérstök stemning aö draga á í klak en ekki er allt fal- legt í þessum heimi og þaö kom berlega í ljós á heimleiðinni. Við Miðá í Dölum, þar sem margir veiðimenn hafa veitt vel í sumar, höfðu skotveiöimenn skil- ið eftir leifar af 30 gæsum. Þvílíkur viðbjóður sem þama blasti við öllum sem vildu sjá, þeim til mik- ils vansa sem þetta gerðu. En því miður nást þeir líklega aldrei en þetta mun vera annað áriö sem þetta gerist á þessum slóðum. Og jafnvel era þetta sömu mennimir? -G.Bender • Björgvin Hafsteinsson og Trausti Bjarnason með hrygnu sem þurtti að merkja enda var hún úrTunguánni. DV-mynd G.Bender Öm Þórarinsson, DV, Fljótum; Nokkuð góð veiði hefur verið í Flókadalsá í Fljótum í sumar. Þegar veiðitímabilinu lauk voru komnir á land 120-130 laxar, 80 urriðar en að- eins liðlega 150 bleikjur og er hér um laxasvæöi árinnar að ræða. Með þessu má segja að áin hafi náð sér verulega á strik eftir mjög slaka veiði í fyrrasumar en þá komu aðeins um 40 laxar úr Flókadalsá. Veiðin nú, sem hófst 20. júní, fór rólega af stað eins og oft áður. Ágústmánuður var hins vegar ágætur og það sem af er september hefur verið þokkaleg veiði, þannig að ekki er útilokað að sumarið verði með þeim bestu síðan farið var að skrá laxveiði úr ánni. Mest hafa verið skráðir um 140 lax- ar, veiddir á stöng, á einu veiðitíma- bili. Stærsta laxinn í sumar veiddi Níels Bjömsson, 18 punda hæng. -G.Bender ÞjóóarspaugDV 1000 frankar Heildsaii úr Reykjavík fór eitt sinn í sumarleyfi til Parísar ásamt konu sinni. Fyrstu þrjá daga leyfisins fylgdi hann konu sinni 1 verslanir en þann fjórða sagðist hann þurfa sjálfur að halda kyixu fyxir á hóteli þeirra og félist hún á það. En i stað þess að sinna einhverj- um viðskiptaerinduni, eins og kona hans hélt að til stæði, brá maöur hennar sér beint inn á næsta bar. Þar komst hann á tal við gieöikonu eina, ailglæsilega, og bauð henni 1000 franka fyrir „smágreiða“. Ekki vildi gleðikon- an sættast á þá uppiiæð heldur krafðist 5000 franka. Þaö fannst heiidsaianum íslenska aiit of mikið og hélt því heirn á hóteiið þar sem kona hans beiö. Þangað komhm segir hann konu sinni að sér hafi orðið all- veruiega ágengt í viðskiptamál- um, þó svo að ekki hafi tekist neinir samningar aö sinni, og því skuii þau bregða sér á eitt af betri veitingahúsum í París, svona til að haida upp á væntanleg við- skiptasambönd. Er lýónin vora nýsest þar að borði svífur tíi þeirra glæsi- kvendi eitt og þekkir karlinn þar „kunningjakonu" sína af barn- um, sem fyrr um daginn hafði hafnað tilboði hans um „smá- greiöa". Er gleðikonan haföi virt hjóna- komin fyrir sér um stund vatt hún sér aö manninum og sagði hátt: „Þarna sjáiö þér hvaö fæst i París fyrir skitna 1000 franka.“ Hræðslan Jón bóndi í Skagafirði komst eitt sinn svo að orði viö nágranna sinn: „Nú á tfmum eru ungir menn hræddir við að ganga í hjónaband og stofna heimili. Það var nú eitt- hvað annað í minu ungdærai. Áður en ég kvæntist vissi ég ekki einu sinni hvað hræðsla var." Finnurþúfimmbreytingai? 174 ©PIB tBrimcu „Nei, nel, nei. Það fyrsta sem við þurfum að læra er að æsa okkur ekki.“ Nafn:........ Heimilisfang:. Myndirnar tvær viröast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáö kemur í Jjós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimiiisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu að verðmæti 5.220 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð- umúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur aö verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verö- laun, heita: Falin markmið, 58 mín- útur, Október 1994, Rauði drekinn og Víghöfði. Bækumar eru gefnar út af Fijálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 174 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað sjötugustu og aðra getraun reyndust vera: 1. Halldór IngiGuðnason Hrauntúni 23, 900 Vestmannaeyjum 2. Helena Rós Hrafnkelsdóttir Ártröð 7, 700 Egilsstöðum. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.