Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Fréttir Grásleppuvertíðin á Norðausturlandi: Miklu betra útlit með veiði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sjómenn á Noröausturlandi, sem DV hefur rætt viö, eru sammála um að útlitiö varðandi grásleppuveiðina sé mun betra nú en verið hefur und- anfarin ár ‘og þurfi að fara a.m.k. fjögur ár aftur í tímann til að finna jafn góða byrjun á veiðinni, en þrjár síðustu grásleppuvertíðir hafa verið afar lélegar. . „Það sem hefur hamlað er hins vegar þessi ótíð sem veriö hefur und- anfarið, það hefur verið stanslaus norðanskítur. Ég hef sjálfur vitjað um þrívegis og hef fengið um tonn af hrognum. Menn eru bjartsýnir ef tíðarfarið skánar, það hefur verið mun meira af rauðmaga en undanfarin ár og byrjunin hvað varðar grásleppuna lofar góðu,“ segir Halldór Karel Jak- obsson, trillukarl á Þórshöfn. Halldór segir að verðið sem sjó- menn fá fyrir hrognin nú sé talsvert betra en í fyrra, greidd séu 1300 þýsk mörk fyrir tunnuna af verkuðum hrognum og sé það lágmarksverð. Það er hækkun um 20 mörk frá fyrra ári og tunnan leggur sig því á um 55 þúsund krónur. m Laugavegi 178 Borðapantanir í síma 679967 Atriði úr leikritinu. DV-mynd Þórhallur Vorlaukar 5 Dalíulaukar á aðeins 395/- 7rœ, rósir og margs konar garðskálaplöntur Z.d. Kiwi, blábcr, hindber, elemntis.camellía, bóndarós, mustcrisblóm, bambustréo.m.fl. af0re£0síutú*ta GARÐSHORNM Ofil 10-22 altetklil við Fossvogskirkjugarð - sími 40500 Sauðárkrókur: Frumsýning í upphaf i sælu- vikunnar Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir á morgun, sunnudaginn 9. apríl, gam- anleikinn Karlinn í kassanum eftir Arnold og Bach. Leikritið er í þremur þáttum. Sá fyrsti gerist í Reykjavíkj tveir síðari „heima í Krummavík". í einstökum atriðum eru nefndar til 20 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur: sögunnar persónur í bæjarlífinu á Króknum og nágrenni sem gerir sýn- inguna persónulegri. Leikendur eru 13 og leikstjóri er Jón Ormar Ormsson. Aðstoðarfólk er á annan tuginn. Frumsýningin er í upphafi sæluviku og verður sýnt í nokkur skipti í sambandi við hana. Mikil hátíðahöld alla helgina Mikil hátíð veröur haldin í Grinda- vík um helgina í tilefni af því að 10. apríl eru liöin 20 ár frá því að Grinda- víkurbær fékk kaupstaðarréttindi. Byrjar dagskráin á unglingadans- leik á fóstudagskvöld. Á laugardags- morgun verður ný sundlaug vígð og eftir hádegi verður boöið upp á fjöl- breytta íþróttadagskrá á vegum UMFG. Seinnipartinn verða sinfón- íutónleikar í íþróttahúsinu og um kvöldið verða allir skemmti- og veit- ingastaðir í bænum með afmælistil- boö í mat og lifandi tónlist. Á sunnudag heimsækir forseti Is- lands Grindavík og situr hátíðarfund bæjarstjórnar. Þá verður opnuð sýn- ing á verkum Gunnlaugs Scheving frá þeim tíma er hann bjó í Grinda- vík. Eftir afmæliskaffi Kvenfélags Grindvíkur og Slysavarnadeildarin- anr Þórkötlu veröur hátíðardagskrá í íþróttahúsinu tileinkuð Sigvalda Kaldalóns tónskáldi. Þar mun Krist- inn Sigmundsson óperusöngvari koma fram. -hlh Í/lálarinn kom 'uWi best Það er engin tilviljun að Málarinn kom best út í verðkönnun DV. O- . t Því önnur eins verð sjást hvergi! INNIMÁLNING frá kr. 362,- lítrin^^^ FYRSTA FLOKKS GÓLFTEPPI frá kr. , GÓLFDREGLARfrá kr. 595,- m ÚTIMÁLNING frá kr. 442,- lítrínn GÓLFDÚKARfrá kr. 795,- m2 TEPPAFLÍSARfrá kr. 1.595,- m2 Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9.00 - 18.00, laugardaga frá ki. 10.00 - 13.00 Skeifunni 8 - sími 81 35 OO ið velkomin á Laugaveginn og í Bankastrætið - vinalegar og langar íslenskar verslunargötur _____

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.