Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 11 Atvinnuleysið er komið til að fara: Erum litlir strákar - að leika okkur- Bubbi og KK spila saman á tónleikum í Borgarleikhúsinu Bubbi og KK hittast reglulega til að kjafta, spila og bulla sér til skemmtun- ar en segjast ekki hafa nein plön um útgáfu á sameiginlegu efni. Hins vegar hafi komið upp sú hugmynd að fara saman i túr um landið. DV-mynd ÞÖK „Ég vil leggja mitt af mörkum í krafti þess aö ég er listamaður og þekktur. Viö breytum engu en at- vinnulaus maður getur veriö reiöur og málið er að virkja þá reiði á sem jákvæðastan hátt. Það er pólitíkus- anna að leysa atvinnuleysið en við komum inn í málið að sameina þetta fólk sem er atvinnulaust og fá það til að beijast og gefast ekki upp,“ segir Bubbi Morthens en hann og KK ætla að halda tónleika á mánudag í Borgarleikhúsinu til styrktar at- vinnulausum. „Atvinnuleysingjar eru minni- hlutahópur sem er falin í þjóðfélag- inu,“ segir Kristján Kristjánsson. „Hópurinn er tiltölulega lítill ennþá og það þykir skammarlegt og niður- lægjandi að vera atvinnulaus. Fólk missir sjálfsvirðinguna og reynir frekar að fela sig. Það er eitt að vera atvinnulaus en þá verður fólk að fá nægan pening til þess lifa af. Það eru smánarbætur greiddar til atvinnu- lausra í dag.“ Sameiginleg lög í fyrsta sinn opinberlega Á tónleikunum á mánudag ætla KK og Bubbi meðal annars að spila lög sem þeir hafa verið að búa til í sameiningu. Þetta er í fyrsta sinn sem þeirra sameiginlegu lög koma fyrir hlustir almennings en þeir hafa starfað öðru hvor saman í gegnum árin. „Við höfum hoppað inn í gigg hjá hvor öðrum á mjög óformlegan hátt og við spiluðum undir á plötu með Bubba,“ segir KK og Bubbi minnir hann á sjónvarpslagið þeirra. Samstarf þeirra á tónhstarsviðinu hefur staðið í mörg ár. „Við erum bara hthr strákar að leika okkur. Við tveir og Þorleifur Guðjónsson höfum verið að hittast öðru hvoru.undanfarin tvö ár, engin pressa og engin plön. Okkur þykir bara svo gaman að hittast og taka lagið saman." Bubbi segir að þeir hittist á öðrum forsendum en aðrir músíkantar sem koma aðeins saman til að gera lög og gefa út. „Við sitjum og rifjum upp sögur af okkur í gamla dag, kjöftum, spilum í klukkutíma og buhum. Þetta erum við búnir að gera í nokkum tíma og köhum okkur kahaklúbb. Við eigum bunka af lögum en erum ekkert að stressa okkur á því að gefa þau út. Við höfum þó talað um að það væri gaman að fara saman í túra um land- ið með þetta efni. Það gerum við bara einhvern daginn, kannski eftir tíu ár eða eitt ár.“ Ekki vhja þeir viðurkenna að plata sé í bígerð hjá þeim enda eru þeir samningsbundnir sinn hjá hvoru út- gáfufyrirtækinu. Þeir halda þeirri hug- mynd opinni sín á mihi en segjast núna bara hafa ánægju af samstarfinu án nokkurraskuldbindinga. -JJ 6 daga rýmingarsala 30% afsláttur af öllum vörum Fatnaður við allra hæfi - við höfum yfirstærðirnar Kynnið ykkur okkar hagstæða verð nmr pu aðcjott í fallegri möppu Kostir þess að fá þér „ Gerðu það goti' möppu fyrir uppskriftirnar þínar eru fleiri en einn: • Þú hefur alla bæklinga Tilraunaeldhúss MS á einum stað • Mappan er falleg, handhæg og af hentugri stærð | fyrir alla bæklingana • í möppunni eru grunnupplýsingar um mál, 1 vog og ýmis góð ráð • Hún kostar aðeins 490 kr Já takk! □ Eg vil fá senda safnmöppu MS í póstkröfu □ Ég óska eftir því að uppskriftarbMingar MS númer------------------ fylgi möppunni. Utanáskrijtin er: Tilraunaeldhús MS, Pósthólf10340, 130 Reykjavík. NAFN Búðin, Bíldshöfða 18 Sími 91-879010 Fax 91-879110 Opið: mán.-föst. 9-18 laugard. 10-16 KENNITALA HEIMILIS F A N G PÓSTNÚMER STAÐUR ,99,, MYNDBOND hVlKW'íMOlB TlV*f.mT éHUCfcröl-KS sem hittir í mark Bíómyndir og myndbönd er tímarit áhugafólks um kvikmyndir og eina tímarit sinnar tegundar á íslandi. Blaðið er allt í lit, glæsilegt í útliti og er í dag prentað í 45.000 eintökum samtals þ.e.: A-blaðið Prentað í 5.000 eintökum og sent til áskrifenda og í lausasölu. inniheldur B og C blöðin. B-blaðið Prentað í 20.000 eintökum og dreift frítt í kvikmyndahúsum. C-blaðið Prentað í 20.000 eintökum og dreift frítt á mynd- bandaleigum. Bíómyndir & myndbönd er því kjörinn vettvangur til að kynna og auglýsa vöru og þjónustu. Petta er blað sem hittir beint í mark. Áskriftar-og ouglýsingosími 162 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.