Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Erlend bóksjá DV Bretland Skáldsögur: 1. Thomas Keneally: Schindler's List. 2. Víkram Seth: A Suitable Boy. 3. James Clavell: Gal-Jin. 4. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 5. Catherine Cookson: The Year of the Virgins. 6. Terry Pratchett: Johnny and the Dead. 7. P.D. James: The Children of Men. 8. Terry Brooks: The Talismans of Shannara. ð. George Eliot: Middlemarch. 10. John Grisham: The Pelican Brief. Rit almenns eölis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Alan Clark: Diaries. 3. Brian Keenan: An Evil Cradling. 4. Nick Hornby: Fever Pitch. B. Gerry Conlon: Proved Innocent. 6. Karen Armstrong: A History of God. 7. Stephen Fry; Paperweight. 8. Duncan Campbell: The Underworld. 9. Paddy Ashdown: Beyond Westminster. 10. Stephen Briggs: The Streets of Ankh-Morpork. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 2. Mary Wesley: En tvivlsom affaare. 3. James Ellroy: Sorte Dahlia. 4. Robert Goddard: Fra billede til billede. 5. taura Esquivel: Hjerter i chili. 6. Peter Hoeg: Forestilling om det 20. árhundrede. 7. Peter Heeg: Fortsellinger om natten. (Byggt á Politiken Sondag) Teflt við djöfulinn Kvikmyndin Schindler’s List eftir Steven Spielberg hefur fengiö feikna- góðar viðtökur víða um heim og tryggt leikstjóranum langþráðar óskarsstyttur. Aö sama skapi hefur heimildarskáldsagan sem kvik- myndin er byggð á öðlast nýtt líf á bókamarkaðinum og hreiðrað um sig í efstu sætum metsölulista. Höfundur sögunnar er víðkunnur ástralskur rithöfundur, Thomas Keneally aö nafni. Hann fæddist í Nýja Suður-Wales árið 1935 og sendi frá sér fyrstu skáldsöguna árið 1964, tæplega þrítugur að aldri. Til marks um það álit sem Kene- ally hefur sem skáldsagnahöfundur má nefna að fjögur verka hans hafa komist á úrvalslista vegna Booker- verðlaunanna, helstu bókmennta- verðlauna Breta. Og þessi saga, sem upphaflega hét reyndar Schindler’s Ark, hlaut einmitt þessi eftirsóttu verðlaun árið 1982. Víötæk heimildaöflun Tilviljun réð því að Keneally fór að vinna að gerð þessarar sögu. Hann rakst inn í verslun sem seldi töskur í Beverly Hills og hitti þar að máli eigandann, Leopold Pfefferberg. Sá var einn þeirra um 1200 gyðinga sem voru á hinum fræga Usta Schindler’s og lifðu því af helfórina miklu í út- rýmingarbúðum þýsku nasistanna. Hjá Pfefferberg heyrði Keneally fyrst um „góða„ Þjóðveijann Oskar Schindler og gyðingana sem hann bjargaði á tímum síðari heimsstyrj- Umsjón Elías Snæland Jónsson aldarinnar. Áhugi hans var vakinn fyrir alvöru og tveimur árum síðan kom Schindler’s Ark út. Keneally vann heimavinnu sína vel. Hann fékk Pfefferberg í för með sér til helstu sögustaöa í Póllandi og ræddi viö fimmtíu þeirra sem Schindler bjargaði - fólk sem þá bjó í Bandaríkjunum, Ástrahu, Israel, Þýskalandi, Austurríki, Argentínu og Brasilíu. Eins fór hann ítarlega í gegnum ýmis gögn sem fyrir liggja, þar á meðal mörg hundruð vitnis- burði um verk Schindlers. Óvenjuleg hetja Skáldsagan dregur upp ljósa mynd af ástandinu í Póllandi síðustu ár styrjaldarinnar þegar Þjóðverjar reyndu aö útrýma öllum gyðingum í Evrópu með þaulskipulögðum fjöldamoröum. Hún er snilldarlega samsett og varpar sterku ljósi á sér- kennilegan mann. Óskar Schindler var drykkfelldur kvennabósi og að óreyndu afar ósennilegt efni í hetju. En Schindler tók sér fyrir hendur það sem fáir aðrir Þjóðverjar vildu eða þorðu aö gera; lagði sig í hættu til að bjarga lífi karla, kvenna og barna sem ómannlegt pólitískt of- stæki hafði dæmt til útrýmingar. Þar beitti hann öllum ráðum; fagurgala, mútum og blekkingum. Hann tókst á um mannslíf við illræmdan fanga- búðastjóra, Amon Goeth, sem var fyflibytta og ofstopafullur saurlífis- seggur, og hafði betur. Þar tefldi Schindler svo sannarlega við djöful. Schindler tókst að bjarga mannslíf- um en sjálfur missti hann allt sitt í stríðslokin og bjó við fátækt til dauðadags. Hann fékk stuðning frá þvi fólki sem hann hafði bjargað en margir Þjóðverjar sýndu honum andúð og fyrirlitningu - þessu fágæta fyrirbrigöi frá tímum seinni heims- styrjaldarinnar, “góðum“ Þjóðverja. SCHINDLER’S LIST. Höfundur: Thomas Keneally. Sceptre Books, 1994. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Client. 2. Larry McMurtry: Streets of Laredo. 3. Belva Plain: Whispers. 4. Thomas Keneally: Schindler's List. 5. Catherine Coulter: Lord of Raven's Peak. 6. John Jakes: Homeland. 7. James A. Michener: Mexico. 8. John Sandford: Winter Prey. 9. Steve Martini: Prime Witness. 10. Peter Straub: The Throat. 11. Richard North Patterson: Degree of Guilt. 12. Robert B. Parker: Paper Doll. 13. Kevin J. Anderson: Jedi Search. 14. Larry Bond: Cauldron. 15. Lilian Jackson Braun. The Cat Who Went ínto the Closet. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 3. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings, 4. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 5. Deborah Laake: Secret Ceremonies. 6. Aphrodite Jones: Cruel Sacrifice. 7. Gail Sheehy; The Silent Passage. 8. Deborah Tannen: You Just Don't Understand. 9. Beniamin Hoff: The Tao of Pooh. 10. Peter Mayle: A Year in Provence. 11. Gerry Conion: In the Name of the Father. 12. H.G. MooreSt J.L. Galloway: We Were Soldiers Once.. ,and Young. 13. Bernie S. Siegel: Love, Medicine, and Miracles. 14. Peter Mayle: Toujours Provence. 15. Benjamin Hoff: The Te of Piglet. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Vísbendingar um aðrar plánetur Stjömufræðingar hafa komiö auga á rykský í himingeimnum og kunna þau að vera vísbending um að plánetur umhverfis fiar- læga sfiörnu hafi uppgötvast í fyrsta sinn. Ekki em aðrar plánetur þekkt- ar en þær sem eru á baug um- hverfis sólu og er jöröin þar á meðal. En vísindamenn eru alltaf að leita að öðrum plánetum um- hverfis flarlægar stjörnur og þeir telja aö uppgötvun sín sé fyrsta skrefið í að finna líf annars staðar í alheiminum. Rykskýið sem hér um ræðir er í 22 þúsund ljósára fiarlægð frá jörðu umhverfis stjörnuna Fom- alhaut. Kynlífbest á morgnana Allir kannast viö það af eigin reynslu: Suma daga erum viö dálítið pirmð og höfum minni löngun til aö stunda kynlíf en endranær. Aðra daga emm við eilitið niðurdregin. En allt eru þetta eðlileg áhríf sveiflna í hormónairamleiðslu líkamans. Þessar sveiflur eru svo reglu- legar að við getum lagað líf okkar að þeim. Þær stýra því m.a. að mannfólkið hefur mesta iöngun í kynlíf á morgnana en þá er kyn- hormónaíramleiðsla líkamans í hámarki. Umsjón Guölaugur Bergmundsson Fyrirburum í hitakössum á að sýna blíðuhót: Böm verða gáfaðri við strokumeðferð Rannsóknir sýna að börn sem eru i hitakössum fyrstu ævidagana hafa gott af því að þeim sé strokið hátt og lágt. Það er ekki einasta skaðlaust að snerta pínulítil börn sem hafa fæðst fyrir tímann heldur bendir ýmislegt til þess að þau verði þara gáfaðri og meiri andlegum kostum búin fyrir vikið. Á nýafstaðinni ráðstefnu breska sálfræðingafélagsins í Brighton voru kynntar nokkrar rannsóknir þar sem fram kom að börn sem höfð eru í hitakössum bregðast vel við snert- ingu. Elvidina Nabuco Adamson-Macedo viö háskólann í Wolverhampton sagði á ráðstefnunni aö fyrirburum sem kerfisbundið væri strokið sam- kvæmt aðferð sem kölluð er því skemmtilega nafni Tac-Tic vegnaði betur við úrlausn ýmissa verkefna í skóla en þeim börnum sem yrðu lít- illar snertingar aðnjótandi. „Goðsögnin lifir enn góðu lífi. Það er til margt fólk sem heldur aö böm- um þyki ekki gott að láta strjúka sér,“ segir Macedo. Hún hefur komið af stað flórtán rannsóknarverkefnum í nokkrum löndum og hún komst aö því að böm í hitakössum eru oft látin alveg af- skiptalaus klukkustundum saman. En rannsóknir Macedo og starfs- bræðra hennar sýna að böm þessi bregðast vel við snertingu sam- kvæmt Tac-Tic aðferðinni sem bygg- ist á því að strjúka barninu mjúklega frá toppi til táar. Macedo segir aö böm sem hafi fengið Tac-Tic strokur hafi staðið sig mun betur á flestum prófum en sam- anburðarhópur. Meðalaldur barn- anna sem hún prófaði var sjö ár. Böm sem haíði verið klappað og látið vel að byggðu til dæmis mun flóknari hluti úr kubbum en þau sem ekki hafði veriö strokið. Sum þeirra settu kubbana bara hvem ofan á annan, segir Macedo. Aine de Roiste, sem starfar við University College, Norður-Waies, komst aö því að börn sem fengu strokur í um tuttugu mínútur á dag frá fyrsta degi og þar til þau yfirgáfu sjúkrahúsið höíðu gagn af þeim þeg- ar á fyrstu mánuðum lífsins. Athug- anir sýna að andlegur þroski þeirra sé „umtalsvert meiri" en hinna. Önnur próf sýna að böm liggja kyrr á meöan verið er að snerta þau en að þau hreyfi sig meira upp á eig- in spýtur eftir á. Engin tilraunanna sýndi hins veg- ar fram á að börnin hefðu slæmt af strokumeðferðinni Tac-Tic. Vatnsbuna til skurð- aðgerða Þýski uppfinningamaðurinn Andreas Pein hefur þróaö tæki fyrir skurðlækna sem notar há- þrýstivatnsbunu til að skera í vefi mannslíkamans. Tæki þetta var gert í samvinnu við þýsk yfir- völd og hefur höfundurinn fengið einkaleyfi á því 1 Þýskalandi og Evrópu. Hið nýja vatnsskurðtæki má m.a. nota við aðgerðir á lifur, nýrum eða heila án þess að skemraa æðar eða taugar sem þar eru. Þá er einnig hægt að hækka hitastig vökvans sem skorið er upp með í allt að 80 gráður og nota hann til að loka æðum, svo að eitthvaö sé nefnt. Fjarlægð til sólar mæld Grikkinn Aristarkos varð fyrst- ur manna til aö reyna að mæla flarlægð sólarinnar frá jörðu árið 270 fyrir okkar tímatal. Meö homamælingum sínum komst hann að þeirri niðurstöðu að sól- in væri tuttugu sinnum lengra frá jörðu en tunglið. Aristarkos var þó flarri þvi að vera á réttu róli því sólin er 400 sinnum lengra í burtu en máni. Meðalflarlægð sólarinnar frá jörðinni er 149.600.000 kílómetrar en meöalflarlægð tunglsins er ekki nema 384.400 kílómetrar. Mælitækni Aristarkosar var í góðu gildi í 1900 ár en það var á 17. öld sem byltingarkennd fram- þróun varð. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.