Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 15 Vinnan göfgar, en hve margir munu ganga atvinnulausir næstu ár? DV-mynd BG Varanlegt atvinnuleysi? KK og Bubbi spila og syngja gegn atvinnuleysinu. Það er fínt. En hvemig eru horfumar um at- vinnuleysið á næstu ámm sam- kvæmt mati sérfræðinganna? Nú er mikið atvinnuleysi hér á landi á okkar mælikvarða. Líkur em til þess, að við komumst úr samdrættinum á efnahagnum á næsta ári. En hvað verður um atvinnuleysið mikla? Eftir sólarmerkjum að dæma er hættast við, að atvinnu- leysið verði áfram mikið, þótt efna- hagurinn skáni. Hagvöxturinn verði með öðrum orðum ekki nægi- legur til þess að atvinna aukist að marki. Útreikningar Þjóðhags- stofnunar benda til þess, að svona fari. Það gera einnig athuganir, sem gerðar hafa verið á vegum Alþýðusambandsins. Hvemig er ástandið, og hveijar eru líkurnar á næstunni? Horfur á vinnumarkaðinum era dökkar fyrir árið í ár. Atvinnuleysi verður meira en í fyrra vegna skerðingar á þorskveiðikvótanum. Á móti kemur, að ýmislegt annað lítur þokkalega út. Þannig er svo- kallað raungengi krónunnar lágt, verðlag stöðugt og vextir miklu lægri en þeir vora síðustu ár. Þess- ir þættir ættu að vera örvun fyrir atvinnulíflð, en engu að síður spáir Þjóðhagsstofnun, að skráö at- vinnuleysi verði 5,5 prósent á þessu ári. Aldrei meira atvinnuleysi Atvinnuleysið í janúar var 7,7 prósent og hefur vel að merkja aldrei mælzt meira hér á landi. Þetta fer nú væntanlega skánandi með vorkomunni. Þjóðhagsstofnun byggir spána um horfur, þegar á líður árið í ár, að verulegu leyti á athugun á áformum atvinnurek- enda. Stofnunin gerði atvinnu- könnun, sem gefur vísbendingu um þróun á vinnumarkaðnum. At- vinnurekendur vOdu í janúar að meðaltaii fækka starfsmönnum um rúmt prósent af mannaflanum í landinu. Samdráttur eða stöðnun, að kalla, hefur ríkt í efnahagslifi okk- ar í meira en fimm ár. Nú er búizt við, að framleiðslan aukist á ný frá árinu 1995, það verði „hagvöxtur". Útflutningur okkar á að aukast árin 1995 til 1998. Að samlögðu, seg- ir Þjóðhagsstofnun, má búast við, að framleiðslan í landinu vaixi um rúmlega 2 prósent á ári að jafnaði þessi ár. Erlendar skuldir minnki og viðskiptakjör okkar við útlönd batni. Þetta er mikil bót, en samt er þetta fremur lítill hagvöxtur miðað við það, sem gert er ráð fyr- ir víðast annars staðar. Hætt er við, að svo lítill vöxtur framleiðsl- unnar dugi ekki til að höggva nægi- lega á það mikla atvinnuleysi, sem er. Atvinnuleysið standi í stað Gert er ráð fyrir, að mannaflinn, það er framboðið á vinnuafli, auk- ist um 1,2 prósent árlega á næstu árum. Það jafngildir 7.500 manna viðbót á vinnumarkaði eða um 5 prósentum af núverandi mannafla. En eftirspurn eftir vinnuafh ætti bara að aukast nokkurn veginn eins og framleiðslan, ef framleiðni verður svipuð. Stofnunin reiknar með eins prósents aukningu á framleiðni vinnuafls að jafnaði á næstu árum. „Að þessari forsendu gefinni má gera ráð fyrir um 1,2 prósenta aukningu á hverju ári í eftirspurn eftir vinnuafli árin 1995-98, sem heldur nokkurn veginn í við fjölg- un á vinnumarkaði,“ segir í skýrslu Þjóðhagsstofnunar. „At- vinnuleysið í breiðri skilgreiningu, mælt sem hlutfall af mannafla, stæði þess vegna um það bil í stað frá árinu 1995...“. Niðurstöðumar hljóta að verða, að það er vafasamt að atvinnuleys- ið minnki í prósentum að marki við jafn lítinn hagvöxt og stofnunin reiknar með. Atvmnuleysið meira envirðist Atvinnuleysið er mun meira en virðist af tölum Þjóðhagsstofnun- ar. 7.400 manns vora skráðir at- vinnulausir í febrúar, samkvæmt Laugardags- pistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri mælingu félagsmálaráðuneytisins. Þjóðhagsstofnun reiknar með því, að í ár verði um 7000 manns án atvinnu að meðaltali. Þessar tölur segja okkur ekki alla söguna. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur hjá ASÍ, segir frá athugunum sínum í grein í Vísbendingu fyrir skömmu. Viðfangsefnið er þar nálgazt með því að skoða þann fjölda starfa, sem í boði var árið 1988, og framreikna þann fjölda fram til ársins 2000 miðað viö fjölgun fólks á vinnu- markaði. Árið 1988 er vahð sem viðmiðunarár, því aö það markar upphafið á núverandi samdráttar- skeiði. Samkvæmt þessari aðferð þyrftu að vera 135 þúsund störf á vinnumarkaði nú í ár til að halda í við íbúafjölgunina frá 1988, og 144 þúsund störf þyrftu að vera til um aldamótin 2000. En samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eru störfin nú í ár aðeins 122-123 þúsund, sem í boði eru á vinnumarkaðinum. Þetta þýðir, segir Gylfi, að atvinnu- leysiö í víðari skilningi verður um 12-13 þúsund manns eða 5-6 þús- und fleiri en spá Þjóðhagsstofnun- ar gerir ráð fyrir Aðalskýringin á þessum mismun er sú, að atvinnuþátttaka lands- manna hefur minnkað síðan árið 1988, sérstaklega hjá konum og ungu fólki. „Ef við horfum til aldamóta, er ljóst, að við stöndum frammi fyrir því miðað við mannfjöldaspá Hag- stofu íslands að skapa allt að 22 þúsund ný störf til þess að takast á við bæði núverandi atvinnuleysi og væntanlega fjölgun lands- manna," segir Gylfl Arnbjömsson. Þurfum tvöfalt meiri hagvöxt Hér hefur verið fjallað um, hveiju spámar gera ráð fyrir um vöxt framleiðslunnar og atvinnu- stigið í landinu á næstu áram. Augljóst er, að vöxturinn, hagvöxt- urinn, þarf að verða miklu meiri, eigi að takast að koma atvinnuleys- inu niður á það stig, sem lands- menn gætu sætt sig við. Vel að merkja, höfum við fyrr á árum yflr- leitt vanizt því, að skráð atvinnu- leysi væri brot úr prósenti, sem í rauninni þýðir, að atvinnuleysið er ekki neitt. Þá era fleiri störf í boði en nemur skráöu atvinnu- leysi, sem oftast hefur verið stað- bundið. Við eigum greinilega langt í land th að ná því stigi að nýju. Hagvöxturinn þarf að verða tæp- lega 4 prósent á ári hverju, næstu ár, og störfum að fjölga um 3 pró- sent á ári til að takast á við vand- ann, miðað við atvinnuleysi í víð- um skilningi. Skapa verður 3.300-3.800 ný störf á hveiju ári fram til aldamótanna, fll þess að þetta markmið náist. Þetta er auðvitað ekki óhugsandi miðað við reynslu fyrri ára. Hagvöxtur var 6 prósent Hagvöxturinn var að jafnaði tæp- lega 6 prósent á ári á áranum 1963- 1980, og störfum fjölgaði um 2,5-3 prósent á ári. Einnig má nefna, að á árunum 1980-1987 varð hagvöxt- ur nokkru minni en þetta, en störf- um fjölgaði um rúmlega 3 prósent á ári. Þetta hefur gjörbreytzt síðan, og nú þyrfti helzt að ná aftur fyrra stigi, endurheimta sama vaxta- hraða og hér var á þeim árum. Hið minnsta þyrfti hagvöxturinn að verða um tvöfalt meiri en Þjóð- hagsstofnun spáir á allra næstu árum. Uppsveifla í iðnaði? Nokkrar vonir eru um uppsveiflu í iðnaði á næstunni. DV birtir dag- lega fréttir af framfarasporum, einkum í iðnaði, „glætur". Þar er vfða vel unnið að málum. Nýafstað- ið iðnþing leiðir hugann að horfum í iðnaði, sem hefur orðið fyrir skakkafóllum síðustu ár. Vægi iðnaöar hefur farið minnk- andi. Það er öfugsnúið. En sögulegt tækifæri er til að snúa þar vörn í sókn. Raungengi krónunnar er í sögulegu lágmarki, sem er iðnaðin- um afar hagstætt, eins og nefnt hefur verið. Skattar á iðnaðinn hafa sumir verið lækkaðir. Jafn- vægi er víða í þjóðarbúskapnum, að því er tekur til iðnaðarins, og hann hefur greiðan aðgang að er- lendum mörkuðum. Lítil og meðal- stór fyrirtæki byggja oftast upp þær uppsveiflur, sem nú verða í hagvexti landa. Þar skiptir mestu, að almennu skilyrðin séu hagstæð, eins og nú er að þessu leyti. Þá þarf að sjá til þess, að raun- gengi haldist lágt og iðnaðinum hagstætt. Fyrst þarf að gera sér grein fyrir vandanum, sem í þessu tilviki era horfur á varanlegu atvinnuleysi, og hefla síðan aðgerðir til að ráða við vandann. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.