Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 9 Breytingar á smáauglýsingum DV frá og með mánudegi: Hærri birtingarafsláttur og „Gefins" auglýsingar „Þaö birtast árlega um 130 þúsund smáauglýsingar í DV og viö verðum ávallt að leggja okkur fram um að mæta mismunandi þörfum hins ai- menna viðskiptavinar blaðsins. Fyr- irhugaðar breytingar eru þáttur í þessari viðleitni okkar en þar má sérstaklega benda á aukinn afslátt fyrir fleiri birtingar smáauglýsinga, nýjan dálk á miðvikudögum, „Gef- ins“, fyrir fólk sem vill gefa hluti og loks útlitsbreytingar sem auðvelda eiga lestur smáauglýsingasíðnanna," segir Ingibjörg Lilja Halldórsdóttir, deildarstj óri smáauglýsingadeildar DV. Frá og með mánudeginum 11. apríl verða lesendur DV varir við breyt- ingar á smáauglýsingasíðum DV. Síðurnar fá nýtt útht þar sem eru breytingar og fjölgun á dálkum og nýtt útlit á dálkhausunum. Nýr dálkur undir heitinu „Geflns" mun birtast hvern miðvikudag. \ í þeim dálki geta viðskiptavinir aug- lýst ókeypis þá hluti sem þeir vilja losna við, t.d. gömul húsgögn, geymsludót eða leikfóng sem börnin eru hætt að nota. Hámarkslengd þessara gefins smáauglýsinga verður 4 línur. Lestur smáauglýsingasíðnanna verður auðveldaður þar sem tákn- rænt merki verður í haus hvers dálks og þar sem tengdir flokkar smáaug- lýsinga munu raðast hver á eftir öðr- um. Sem dæmi um nýja dálka verða bílaauglýsingar eftirleiðis flokkaðar í dálka eftir gerðum bíla, þ.e. i forn- bíla, jeppa, pallbíla, sendibíla og svo framvegis. Síðast en ekki síst er ódýrara að auglýsa oftar en einu sinni í smáaug- lýsingum DV þar sem birtingaraf- slátturinn hefur verið hækkaður. Áður kostuðu þrjár birtingar smá- auglýsinga 3.630 krónur miðað við staðgreiðslu eða greiðslu með korti. En eftir breytinguna kosta þrjár birt- ingar smáauglýsinga 3.319 krónur. Allar þessar breytingar verða aug- lýstar rækilega í blaðinu og víðar á næstunni. í smáauglýsingadeild DV starfa 9 samhentar stúlkur sem leggja sig fram um að sinna óskum viðskipta- vina DV. „Við vonumst til að breytingarnar á smáauglýsingunum muni falla í góðan jarðveg meðal viöskiptavina blaðsins og treysti enn frekar þaö góða samstarf sem við höfum átt við tugþúsundir viðskiptavina þess,“ sagðiIngibjörgLilja. -hlh I smáauglýsingadeild DV starfa 9 samhentar stulkur sem leggja sig fram um að sinna óskum viðskiptavina DV. $A<*A, MEXIKO í gegnum bragðlaukana! Matargerðarlist er hluti af menningarsögunni. Ein leiðin til þess að kynnast menningu og siðum forvitnilegra landa er því að njóta sérkenna þeirra í mat og drykk. Dagana 12. - 17. apríl gengst Hótel Saga fyrir mexíkönskum veisludögum, Fiesta Mexicana, í Grillinu. Þá gefst fólki kostur á að kynnast margrómaðri matar- gerð þessa heillandi lands. Gestakokkur frá Mexíkó í Grillinu Hinn rómaði gestakokkur hr. Alejandro Caloca, reiðir fram það besta úr mexíkönsku eldhúsi. Sérinnflutt vín Hótel Saga flytur inn vín frá Mexíkó sérstaklega vegna hátíðarinnar. Margarita, Tequila og mexíkanskur hjór verða einnig hluti af veigunum. GUesilegt happdrœtti I lok veisludaganna verður dregið í happdrætti þar sem allir matargestir eru þátttakendur. Margir vinningar eru í pottinum. Sá glæsilegasti er tveggja vikna ferð fyrir tvo til Mexíkó ineð ferðaskrifstofunni Heimsferðum og Flug- leiðum. Skemmtikraftar frá Mexíkó Stór þáttur í menningu Mexíkó er þjóðlagatónlistin þeirra, Mariachi og kyngimagnaðir dansarnir. Hótel Saga fær til landsins 10 manna Mariachi hljóinsveit, skipaða frábærum hljóðfæraleikurum, söngvurum og dönsur- uin, sem mun skennnta matargestunum. Ferðamannalandið Mexíkó Ferðamannalandið Mexíkó verður kynnt í máli og myndum af sérfróðum fulltrúum Ferðamálaráðs Mexíkó. < Upplifðu Sögu Mexíkó í GriHinu! a Borðapantanir í síma 25033 eða 29900. Rœðismannaskrifstofa Mexikó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.