Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 23 Kontrapunktur í Sjónvarpinu á sunnudagskvöld: Hvaða lið kemst í lokakeppnina? Annaö kvöld verða undanúrslit í tónlistarkeppninni Kontrapunkti í Sjónvarpinu. Þessi þáttur, sem hefst klukkan 22.15, verður æsispennandi því þar ræðst hvaða lið keppir í loka- keppninni. Að þessu sinni eigast við fjögur hð, Norðmenn og ísland ann- ars vegar og Finnar og Danir hins vegar. Það hð sem nær flestum stig- unum í þessari umferð keppir til úrslita við Svíþjóð sem þegar hefur hlotið flest stig í undankeppninni. íslendingar hafa tekið þátt í Kontrapunkti frá 1990. Keppt er ann- að hvert ár og taka ahar Norður- landaþjóðirnar þátt. í ár er þáttunum einnig sjónvarpað til Grænlands. Af íslands hálfu taka þátt Gísh Baldurs- son, Ríkarður Örn Pálsson og Valdi- mar Pálsson. Keppnin fer þannig fram að spurt er um sex músíkdæmi. Gefin eru mest sex stig fyrir hvert rétt svar. Af þeim telur tónskáld þrjú stig, tón- verk tvö stig og ártal eitt stig. Ef keppendur geta ekki svarað strax eiga þeir möguleika á að þreifa sig áfram. Oftast nær geta þeir klórað upp einu stigi.á þann veg. „Ég man eftir einu núlh sem við fengum," sagði- Gylfi Baldursson, þegar DV sló á þráðinn til hans í vik- unni. „Spurt var um eitthvert bændabrúðkaupskórverk eftir Ágúst Söderman. Við fengum núll en Dan- irnir fengu sex stig. Þetta var mikið sungið í einhverjum dönskum menntaskólum en komst aldrei yfir Atlantshafið þannig að við þekktum hvorki haus né sporð á því.“ Kepptfyrir hálfum mánuði Fyrir hálfum mánuði hélt íslenska hðið til Esbo í Finnlandi til að keppa við Norðmennina. Verður einmitt sýnt frá þeirri keppni annað kvöld. Eftir viku þaðan í frá fer fram loka- keppnin. „í öh þessi þijú skipti sem við höf- um verið með hefur mikið verið lagt í undanúrshtin og lokakeppnina," sagði Gylfi. „Þama hefur verið hf- andi músík með hljómsveitum, ein- leikurum og kórum. Þátturinn verð- ur 90 mínútna langur að þessu sinni ef ekki fer út í jafntefh sem framleng- ir hann.“ Það hefur vakið athygli að íslenska sveitin er skipuð áhugamönnum um tónlist, meðan mörg hinna hðanna hafa innan sinna vébanda spreng- læröa tónlistarmenn. Ríkarður Örn Pálsscn hefur fengist talsvert við tónsmíðar og var m.a. flutt verk eftir hann af Sinfóníuhljómsveit íslands á dögunum. Hann fæst einnig við út- setningar og útsetti th dæmis tónhst- ina í Evu Lunu. Valdimar Pálsson er kennari í Fjölbraut í Garðabæ. Gylfi er heyrnarfræðingur og vinnur á Heyrnar- og talmeinastöðinni. „Ríkarður er sá eini okkar sem hefur eitthvað aðeins komið nálægt því að nema músík,“ sagði Gylfi. „Við erum montnastir af því að vera ama- törar á móti öllum þessum atvinnu- mönnum. í hinum liðunum eru ann- aðhvort einhverjir músíkprófessor- ar, músíkbókasafnsfræðingar eða aðrir á þeim nótunum. Þetta er aht atvinnufólk í músík. Við erum ekki með neina drauma um að vinna. Raunar lítum við ahtaf á það sem varnarsigur ef við töpum ekki með skammarlega miklum mun. Hins vegar er það orðið svo mikið metnaðarmál hjá Norðmönnum og Svíum að vinna þetta mót að þegar við mættum aleinir, þjálfaraiausir og undirbúningshtlir í undanúrsht- in, þá voru Norðmennirnir að koma úr þriggja vikna þjálfunarbúðum á Kanaríeyjum." íslensku keppendurnir f.v. Valdimar Pálsson, Gylfi Baldursson og Ríkarður Örn Pálsson. Matreiðsluþáttur Sjónvarpsins: Nautaframfille með villisveppasósu Næstkomandi miðvikudag sýnir Úlfar Sveinbjömsson matreiðslu- meistari áhorfendum Sjónvarps hvemig matreiða skuh nautafram- fihe með vhhsveppasósu. Þetta er girnheg uppskrift sem áreiðanlega svíkur engan. í réttinum er eftirfar- andi: 1 kg nautaframfihe 100 g sveppir 50 g þurrkaðir vilhsveppir 1 dl portvín 1 dl koníak 2‘/j dl rjómi kjötkraftur maisenamjöl salt og pipar rúsínur (má sleppa) Nautaframfille með villisveppasósu er girnilegur réttur. furuhnetur (má sleppa) fjahagrös (má sleppa) ENGIHJALU tUESIM UWWlffK 63 27 00 Áskriftargetraun DV gefur skii- vísum áskrifendum, nýjum og núverandi, möguleika á óvenju- lega hagkvæmum vinningum að þessu sinni enda eru vinningarnir hið besta búsílag. Hvorki meira né minna en sex körfur í mánuði, fullar af heimilisvörum að eigin vali, að verðmæti 30.000 krónur hver. Apríl-körfurnar koma frá verslun- um 10-11 og verða þær dregnar út föstudaginn 6. maí. DV styður ávallt dyggilega við bakið á neytendum með stöðugri umfjöllun um neytendamál enda er DV lifandi og skarpskyggn fjöl- miðill jafnt á þeim vettvangi sem öðrum. Daglega flytur DV lesend- um sínum nýjustu fréttir innanlands og utan. í aukablöð- unum eru einstök málefni krufin til mergjar og smáauglýsingar DV eru löngu orðnar landsmönn- um hreint ómissandi. Það er allt að vinna með áskrift að DV. DV hagkvæmt blað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.