Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Nautlð komið á slá í sláturhúsinu á Hellu. f.v. Guðni Guðmundsson, Krist- inn Guðnason og Torfi Jónsson sláturhússtjóri. Til vinstri hangir skrokkur af „venjulegum“ nautgrip, en eins og sjá má nær stóri gripurinn niður undir gólf í kælinum. íslandsmet í nautgriparækt: Kjötið komið í hús hjá Jónasi Þór kjötverkanda hjá Kjöti hf. Til vinstri hangir læri af kvigu sem líka kom frá Þverlæk og var í vænni kantinum. Stærsta naut sem slátrað hefur verið hér á landi Kjötið smakkað á veitingahúsinu italíu. f.v. Jónas Kristjánsson, Guðmundur Lárusson, Elin Guðjónsdóttir, Kristinn Guðnason, Torfi Jónsson, Jónas Þór og Andrés Jóhannesson. Guðni Guðmundsson á Þverlæk ásamt syni sinum, Þresti, sem er í bú- fræðinámi á Hvanneyri. Eitt nautanna sýnir eiganda sínum greinilega nokk- ur vinahót. Jón Þórðarson, DV, Rangárþingi: Sá merki atburður gerðist nýverið, að slátrað var í sláturhúsi Hafnar- Þríhymings hf. á Hellu stærsta naut- grip sem komið hefur íslenskt slátur- hús. Fallþungi nautsins, sem var 30 mánaða gamalt, var 388 kíló. Það kom frá bænum Þverlæk í Holta- og Landsveit en þar búa í félagsbúi feðg- amir Guðni Guðmundsson og Krist- inn Guðnason. Sláturhússtjórinn á Hellu, Torfi Jónsson, sagði að öllu stærri mættu gripimir ekki verða ef þeir ættu að komast í gegnum húsið, að minnsta kosti þyrfti að viöhafa sérstakar ráð- stafanir ef þangað kæmu gripir sem færu yfir 400 kílóa fallþunga. Kristinn Guðnason, bóndi á Þver- læk segir að galdurinn á bak við þennan góða árangur sé að hleypa skepnunum aldrei út fyrir hússins dyr og að fóðra þær vel. Fóðrunin byggir á því að gefa þeim móður- mjólkina mun lengur og meira en aimennt gerist, fóðra síðan á góðu heyi og kjamfóðri og láta þeim líða vel í hreinu og loftgóðu húsnæöi. Merkilegttil- raunalega séð „Þetta er mjög merkilegt tilrauna- lega séð. Það er búið að sýna fram á að hægt er að ala íslensku gripina upp í mjög mikla stærð með því að fóðra þá á réttan hátt og láta þeim líða vel,“ segir Jónas Þór, kjötverk- andi hjá Kjöti hf., sem keypti nautið sem um ræðir en Jónas hefur sér- hæft sig í sölu á nautakjöti til hótela og veitingahúsa. Hann hefur htla trú á að innfluttur stofn geti bætt nauta- kjötsframleiðsluna hér á lands. Hann vill að íslenskir bændur haldi sig við íslenska stofninn og reyni aö ná út úr honum öllum þeim eiginleikum sem hann býr yfir og segist sann- færður um að þeir séu meiri en ger- ist meðal erlendra nautgripastofna. „Ef við ætlum einhverntíman að flytja út nautakjöt, verður það að hafa einhverja sérstöðu. Þá verður að vera hægt að segja að kjötið sé af íslensku kyni,“ segir Jónas. Jónas segir að almennt séu þó ekki 400 kílóa gripir óskastærðin því hætta sé á að kjöt af þeim verði full- gróft. Nautakjötsumræður yfirborðhaldinu Á fimmtudaginn sl. kom svo saman hópur af fólki á veitingahúsinu ítahu við Laugaveg. Tilefnið var tvíþætt. Annars vegar að halda upp á íslands- met þeirra Þverlækjarbænda og hins vegar að kanna bragðgæði kjötsins, en menn voru forvitnir að vita hvort kjötið væri orðið of gróft þegar fall- þunginn er slíkur. Mættir voru til leiks þeir Jónas Þór, Torfi Jónsson sláturhússtjóri, Andrés Jóhannes- son yfirkjötmatsmaður, Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, Kristinn, bóndi á Þver- læk, og kona hans, Elín Guðjónsdótt- ir, og Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV. Að sjálfsögðu var rætt um nauta- kjötsframleiðslu undir borðum. Jón- as Þór hafði með sér innanlærisvöð- vann úr nautinu, vakuumpakkaöan og meðan beðið var eftir steikinni sýndi hann fólkinu vöövann um leiö og hann upplýsti aö hann væri rúm- um tveimur kílóum þyngri en á venjulegu nauti í stærri kantinum. Torfi sagði það skoðun sína að ht- urinn á kjötinu væri góður en síöan væri bara spumingin með grófleik- ann. Jónas Þór sagði það hafa komið sér á óvart að kjötið skyldi ekki vera dekkra en raun bæri vitni þar sem nautið væri orðið mun eldra en venjulegir bolar sem yfirleitt er slátr- að um 22ja mánaða gömlum. Verðlagningin í rugli Veislugestir voru sammála um að verölagning á kjöti hér á landi væri í hinum mesta ólestri. Jónas Þór sagði að á lakara kjötinu væri allt og hátt verð. Því samsinnti Jónas ritstjóri og sagði að það væri bara þannig með alla verðlagningu hér á landi og ræddi um verðlagningu á hótelgistingu í því sambandi. Þannig væru lélegri hótel aht of nálægt þeim betri í verði. Eins væri með kjötiö. í kjötbúðum erlendis væri hægt að velja mismunandi gæðaflokka sem væru á mismunandi verði. Guð- mundur Lárusson sagði að því miður gengju allar verðkannanir á íslandi út á verð og gæðin ekki borin saman við verðið. En þótt flestir væru sammála um rughng í verðlagningu á kjöti voru menn ekki á eitt sáttir um það hvort flytja ætti inn stofna erlendis frá til að kynbæta kjötið hér heima. Þannig vitnaði Guðmundur Lárusson til samanburðartilraunar sem gerð var á Norðurlandi.fyrir nokkru og taldi hana sýna yfirburði Galloway-kyns- ins yfir íslenska nautakynið hvað kjöteiginleika snerti. Þessu and- mæltu aðrir veislugestir og töldu th- raunina um margt gallaða. Bragðgæðin stóðust allan samanburð En nú var maturinn kominn á borðið og fólkið tók til matar síns. Kjötið var lítið steikt og passlega kryddað og var borið fram með grænmeti og ýmsu öðru góðgæti. við- staddir voru sammála um að það bragðaðist vel. Samdóma áht var að það væri „svohtið gróft, en bragð- sterkt og gott.“ Áður en veislugestir kvöddust hafði Jónas Þór á orði að um leið og Kristinn hefði það af að koma geld- nauti yfir 400 kíló skyldi hann koma sama hópnum saman aftur og ræða þaö sem áunnist hefði í sölu og mark- aðsmálum á nautakjöti. En hafa ber í huga að nautakjötsframleiðendur fá aðeins um 195 krónur fyrir kílóið af besta kjötinu. Neytendur geta síð- an velt því fyrir.sér, þegar þeir standa fyrir framan kjötborðið, hvar mismunurinn lendir. Með ofangreint í huga er því ekki að furða þótt kúa- bændur tali um að það sé dýrt sport að stunda kjötframleiöslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.