Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 51 Afmæli Sigurður Lárusson Sigurður Lárusson kaupmaður, Klapparstíg 11, Njarðvík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann á Bifröst 1961-63 og við Samvinnuháskólann á Bifröst 1990-92. Sigurður fluttí til Hafnarfjarðar 1965 og átti þar heima tíl ársloka 1993 er hann flutti til Njarðvíkur. Sigurður var bókari hjá Kaupfé- lagi Önfirðinga 1964-65, gjaldkeri hjá Jóni Gíslasyni sf. 1965-67, full- trúi hjá Rafveitu Hafnarfjarðar 1967-70, aðalbókari hjá bæjarsjóði Hafnarfjarðar 1971-73 og deildar- stjóri starfsmannadeildar hjá Raf- magnsveitum ríkisins 1974-88. Hann hefur síðan átt og rekið versl- unina Dalsnesti í Hafnarfirði. Sigurður er stofnfélagi í Lions- klúbbnum Ásbjörn í Hafnarfiröi og hefur m.a. verið ritari klúbbsins og formaöur. Þá spilaði hann bridge með Bridgefélagi Hafnarfjarðar í u.þ.b. tuttugu ár og sat í stjóm félagsins í nokkur ár, lengst af sem gjaldkeri. Fjölskylda Sambýliskona Sigurðar er Guð- rún Greipsdóttir. Börn Sigurðar frá fyrrv. hjóna- bandi með Guðrúnu Olu Pétursdótt- ur eru Pétur, nemi í kvikmyndagerð í Bandaríkjunum, og Elín, nemi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Hálfsystkini Sigurðar, samfeðra, eru Rúnar, f. 26.1.1948, húsasmíða- meistari, kvæntur Þórdísi Lárus- dóttur snyrti og eiga þau tvær dæt- ur; Hermann, f. 2.9.1949; Ólafur, f. 11.8.1955, verslunarmaður, kvænt- ur Valgerði Reimarsdóttur sjúkra- liða og eiga þau þrjár dætur. Hálfsystkini Sigurðar, sam- mæðra, eru Hafsteinn, f. 22.3.1950, sjómaður, kvæntur Berglindi M. Kristjánsdóttur og eiga þau þrjár dætur; Hafdís, f. 19.11.1952, d. 15.5. 1953; Guðrún Hafdís, f. 7.6.1957, meinatæknir, gift Gunnari M. Gunnarssyni og eiga þau tvö börn; Guðlaugur, f. 16.4.1959, bifreiöa- stjóri, kvæntur Dagmar Hallgríms- dóttur og eiga þau þrjú börn; Ásta Ellen, f. 14.9.1963, gift Einari Ólafi Júlíussyni og eiga þau eitt barn. Foreldrar Sigurðar: Lárus Her- Sigurður Lárusson. mannsson verslunarmaður og Aðal- heiður Halldórsdóttir húsmóðir. Sigurður verður að heiman á af- mæhsdaginn. Guðmundur Sveinbjörnsson, fyrr- verandi bóndi í Sölvanesi í Lýtíngs- staðahreppi í Skagafirði, Freyjugötu 22, Sauðárkróki, veröur áttræður á morgun. Fjölskylda Guðmundur er fæddur að Mæh- fellsá í Lýtingsstaðahreppi. Hann og eiginkona hans, Sólborg Hjálmars- dóttir, bjuggu lengst af í Sölvanesi og stunduðu búskap ásamt því að hún sinntí ljósmóðurstörfum. Þau brugöu búi 1963 og fluttu að Lauga- bóli í Lýtíngsstaðahreppi og þaðan til Sauðárkróks. Guðmundur hefur stundað ýmis verkamannastörf eftir að hann hætti búskap. Guðmundur giftíst árið 1937 Sól- borgu Hjálmarsdóttur, ljósmóður frá Breið í Lýtingsstaðahreppi, d. 1984. Foreldrar hennar: Hjálmar Pétursson og kona hans, Rósa Björnsdóttír. Börn Guðmundar og Sólborgar: Hjálmar Indriði, f. 1937, bóndi og bifreiðastjóri að Korná í Lýtings- staðahreppi, kvæntur Birnu Jó- hannesdóttur, þau eiga fjögur börn; Ragna Efemía, f. 1938, verkakona í Reykjavík, fyrrverandi maður hennar er Pétur Símon Víglunds- son, þau eiga fimm börn; Rósa Sig- urbjörg, f. 1940, húsfreyja í Goðdöl- um í Lýtingsstaðahreppi, gift Borg- ari Símonarsyni, þau eiga fimm börn; Birna Gunnhildur, f. 1941, húsfreyja á Krithóli í Lýtingsstaða- hreppi, gift Kjartani Björnssyni, fyrrverandi maður Birnu Gunn- hildar er Halldór Karel Jakobsson, þau eiga fimm böm; Snorri, f. 1942, bifvélavirki á Akureyri, kvæntur Halldóru Árnadóttur, þau eiga fjög- ur börn; Sveinbjörn Ólafur, f. 1942, jámsmiður á Sauðárkróki, kvæntur Önnu Lilju Guðmundsdóttur, þau eigafiögurbörn. Systkini Guðmundar: Helgi, bú- settur á Blönduósi; Gunnar, látinn; Helga, búsett í Borgarfelh í Lýtings- staðahreppi. Hálfsystir Guðmund- ar, sammæðra: Hulda Björnsdóttír, búsett á Sauðárkróki. Foreldrar Guömundar: Svein- björn Sveinsson frá Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi og kona hans, Ragnhildur Jónsdóttir frá Bakka- koti í Lýtingsstaðahreppi. Dan I. Markovic Dan Ingi (Danilo) Markovic. Dan Ingi (Danilo) Markovic vél- tæknifræðingur, Flúðaseh 93, Reykjavík, verður fertugur á morg- un. Starfsferill Dan er fæddur í Barajevo í Júgó- slavíu. Hann er véltæknifræðingur að mennt. Dan kom til íslands 1987 og starf- aði hjá Metalna sem var verktaki við Blönduvirkjun. Hann var raf- suðu- og framleiðslueftirlitsmaður. Dan ákvað síðan að starfa áfram á íslandi og 1988 fluttist fiölskyldan hans einnig hingað. Hann starfaði hjá Vélsmiðju Húnvetninga á Blönduósi en eftir tveggja ára starf þar fluttist Dan til Reykjavíkur. Hann hefur starfað sem verkstjóri hjá Sigurplasti hf. í Mosfellsbæ frá 1992. Dan og fiölskylda hans fengu ís- lenskan ríkisborgararétt 1992. Fjölskylda Kona Dans er Emma Ýr, f. 18.6. 1954, starfsmaður á dagheimih. For- eldrar hennar: Vladislav og Biljana Milojevic, búsett í Serbíu. Sonur Dans og Emmu er Mark Alex, f. 14.11.1983. Bróðir Dans er Dragan Markovic, f. 1952, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Dans: Milan Markovic, f. 1930, látinn, vinnumaður, og Olga Markovic, f. 1927, húsmóðir í Belgrad í Júgóslavíu. Ægir Hafsteinsson Ægir Hafsteinsson sjómaður, Kirkjubæjarbraut 14, Vestmanna- eyjum, verður fertugur á morgun. Fjölskylda Ægir er fæddur i Reykjavík og ólst þar upp í Bústaðahverfinu og síðar í vesturbænum en hann bjó á Meistaravöllum 21. Ægir, sem tók fyrsta stig Vélskólans 1976, fór til Vestmannaeyja átján ára gamah og réð sig sem háseta á Andvara VE 100. Hann starfar nú sem útgerðar- maður á Góu VE 30. Ægir kvæntist 15.12.1979 Emilíu Fannbergsdóttur, f. 15.9.1955, hús- móður. Foreldrar hennar: Fannberg Jóhannsson, f. 30.9.1915, fyrrver- andi sjómaður, og Petrea Guð- mundsdóttir, f. 6.6.1917, húsmóðir, þau eru búsett í Vestmannaeyjum. Börn Ægis og Emilíu: Jóhann Bragi Ægisson, f. 24.5.1979; Elsa Mary Ægisdóttir, f. 2.9.1990; Freydís Ægisdóttir, f. 19.5.1993. Dóttir Emil- íu og fósturdóttir Ægis: Sylvía Dani- elsdóttir, f. 19.10.1973, hárgreiöslu- kona í Vestmannaeyjum. Systkini Ægis: Bjöm Hafsteinsson pípulagningamaður, maki Sigrún Óskarsdóttir, þau era búsett í Reykjavík og eiga eitt barn, Bjöm átti þrjú börn fyrir; Þorsteinn Haf- steinsson, starfsmaður Kaupfélags Árnesinga, maki Marsibil Baldurs- dóttir, þau eru búsett á Selfossi og eiga þrjú börn, Þorsteinn átti eitt barn fyrir; Höröur Hafsteinsson, húsasmiður, hann er búsettur í Reykjavík og á þrjú börn; Sævar Hafsteinsson, starfsmaður Sam- bandsins, búsettur í Reykjavík; Anna María Hafsteinsdóttir, starfs- stúlka á Sjúkrahúsi Sauðárkróks, maki Einar Guðmundsson, þau eru búsett að Veðramóti í Skagafirði og eiga þrjú börn; Elsa Hafsteinsdóttir, verslunarmaður, maki Einar Krist- insson, þau eru búsett á Seltjarnar- nesi og eiga tvö börn, Elsa átti tvö börn fyrir; Hafsteinn Hafsteinsson endurskoöandi, hann er búsettur í Mosfehsbæ. Foreldrar Ægis: Hafsteinn Þor- steinsson, f. 29.12.1928, bílstjóri í Reykjavík, og Jóhanna Björnsdótt- ir, f. 6.5.1931, d. 13.7.1993, verslunar- maöur. 95 ára 90 ára Helgi Asgrímsson, Ásvegi5, Dalvík. Guðjón Tómas Brewer, Asparfelh 2, Reykjavík. Svala Hermannsdóttir, Ketilsbraut21, Húsavík. Sveinn Hlífar Skúlason, Unufelli 10, Reykjavík. Valgerður Guðleifsdóttir, Hrafnakletti6, Borgarnesi. Emma Pálsdóttir, Ihugagötu 32, Vestmannaeyjum. 40 ára Jón Pálsson, Dalbraut25, Reykjavík. Kristín Kristjánsdóttir, Öldugötu 18, Hafharfirði. 80 ára Þórdís Sigurðardóttir, Sæunnargötu 6, Borgarnesi. Hún tekurá móti gestum á heimih sonar síns og tengdadóttur að Þór- ólfsgötu 10 í Borgarnesifrákl. 14-18 á afmæhsdaginn. 75 ára Jónina Hallgrimsdóttir, Klaufabrekkum, Svarfaðardals- hreppi. 70ára Garðar Agnarsson, Freyjugötu 10, Reykjavik. 50ára KristínH. BergMartino, Skaftahhö 16, Reykjavík. Páll Björnsson, Blikahólum 10, Reykjavík. Kristinn Baldursson, Lindarbergi 8, Hafnarfirði. Helgi Bjarnason, Urriðakvísl 10, Reykjavík. Jón Árni Friðjónsson, Smiösgerði, Hólahreppi. Sigurpáll Jónsson, Brúarflöt 5, Garðabæ. Stefán Yngvason, Kristnesi 6, Eyjafiarðarsveit. Hólmfríður Björg Ólafsdóttir, Iðu 2, Biskupstungnahreppi. Ingileif Kristinsdóttir, Lækjarhvammi 10, Hafnarfirði. Hjálmar Halldórsson, Kópnesbraut 3, Hólmavik. Jón Gunnar Jónsson, Lundi, VallahreppL Ragnar Hahdórsson, Austurbergi 12, Reykjavík. Ingiríður Kristín Rey nisdóttir, Smáragrund 7, Ytri-Torfustaða- hreppi. Guðrún Ólafsdóttir, Engihlíö 7, Reykjavik. Hrefna Guðbjörg Hákonardóttir, Víðimel 62, Reykjavík. Elsa Hafsteinsdóttir, Unnarbraut 11, Seltjamarnesi. María Nelia Tumarao, Völvufelh 2, Reykjavík. Gunnar Baldur Loftsson Gunnar Baldur Loftsson verslunar- maður, Víðilundi 20, Akureyri, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Gunnar fæddist að Hhðarenda í Óslandshhð í Skagafirði og ólst upp á Óslandi. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1941^43. Gunnar flutti til Akureyrar 1946 þar sem hann stundaði verslunar- störf hjá KEA um árabil. Hann hef- ur annast verslun með notaða hús- muni á Akureyri sl. tuttugu ár. Fjölskylda Gunnar kvæntist 18.6.1960 Sigríði Guðmundsdóttur, f. 28.6.1937, versl- unarmanni hjá KEA. Hún er dóttir Guðmundar Guðmundssonar, b. á Naustum við Akureyri, og Herdisar Finnbogadóttur frá Kvíum í Jökul- fiörðum. Bróðir Gunnars er Ingvi Ragnar Gunnar Baldur Loftsson. Loftsson, f. 1.11.1932, lengst af kaup- maðuráAkureyri. Foreldrar Gunnars eru Loftur Rögnvaldsson, f. 16.11.1891, d. 5.11. 1944, b. á Óslandi, og Nanna Ingj- aldsdóttir, f. 20.9.1898, d. 17.6.1981, húsfreyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.