Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Fréttir Fyrir hvað eru átjánmerniingarnir í stóra fíkniefnamálinu ákærðir? Veigamestu sakborning- arnir neita sínum hlut - þrettán af átján mættu 1 gær til að gefa yfirlýsingu um ákæruna Þeir tveir sakbomingar sem fá þyngstu sakargiftirnar í ákærunni í stóra fíkniefnamálinu neituðu að mestu leyti því sem þeim er gefið að sök við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þrettán af átján sakbomingum mættu til þess að gera dóminum grein fyrir hvort þeir samþykktu efni ákæmnnar á hendur þeim. Misjafn- lega mikið var viðurkennt. Dómarinn gaf út handtökuskipun á hendur einum aðila sem mætti ekki fyrir dóminn í gær en hann er staddur í Bandaríkjunum. Tveir sak- borninganna, sem em búsettir í Sví- þjóð, mættu heldur ekki. 26 kíló af hassi og 4,4 af am- fetamíni Samkvæmt upplýsingum DV er sakbomingum raðað upp í ákæm- skjah með hliösjón af vægi alvarleika meintra brota þeirra. Ólafi Gunnars- syni, 38 ára, sem fyrstur er nefndur í ákæm, er gefiö að sök að hafa stað- ið að innflutningi á um 26 kílóum af hassi og um 4,4 kílóum af amfetamíni frá maí 1992 fram í júlí 1993. Hann er ákærður fyrir að hafa í félagi við aðra verið frumkvöðull og aðalskipu- leggjandi og lagt tii megnið af því fé sem til þurfti. Olafur hefur neitaö að langmestu leyti því sem honum er gefið að sök en þó hefur hann viður- kennt að hafa lagt til fé til annarra, án þess þó að það hafi beinlínis verið ætlað til fíkniefnakaupa. Þorgeir Jón Sigurðsson mætti við þinghaldið í gær. Honum, eins og Ólafi, er gefið að sök ýmislegt sem varðar skipulag á innflutningi mikils magns af fikniefnum. Þannig er hann m.a. ákærður fyrir að hafa keypt fiknieíni sjálfur erlendis og fengið ýmsa aðila til að flytja hass og am- fetamín til íslands og aðstoðað þá með ýmsum hætti. Þorgeir Jón sagði við þinghaldið í gær að meginhluti þeirra sjö ákæruatriða sem honum eru gefnar að sök eigi ekki við rök að styðjast. Handtökuskipun og skjalafals Helgi Ólafsson, 27 ára, kom ekki fyrir dóminn í gær. Honum er gefið að sök að hafa með ýmsum hætti staöið aö innflutningi á rúmlega 17 kílóum af hassi og um 2,4 kílóum af amfetamíni, auk skjalafals sem snýr að því að hafa gefið upp nöfn ann- arra á gjaldeyrisumsóknir. Jóhann Tómas Zimsen, 26 ára, sem er búsettur í Svíþjóö, mætti heldur ekki í gær. Ákæran á hendur honum er í fimm liðum þar sem honum er gefið að sök að hafa staðið að inn- flutningi á um 11 kílóum af hassi og um 2 kílóum af amfetamini. Þorsteinn Sæmundsson, 44 ára, viðurkenndi í megindráttum í gær sakargiftir ríkissaksóknara á hendur honum - að hafa í fjögur skipti verið meira og minna viðriðinn innflutn- ing og að hluta til sölu á rúmum 7 kílóum af hassi og um 1,3 kílóum af amfetamíni. Guðlaugur Tryggvi Stefánsson, 33 ára, sem einnig er búsettur í Svíþjóð, mætti heldur ekki fyrir dóminn í gær. Hann er ákærður fyrir að hafa flutt inn og reynt að flytja inn sam- tals rúm 7 kíló af hassi og um 1,5 kíló af amfetamíni. Dómurinn gaf í gær út handtöku- skipun á Guðmund Gest Sveinsson, 39 ára, sem hefur lögheimili í Reykja- vík. Hann er sagður staddur í Banda- ríkjunum og er óljóst hvort eða hve- nær hann mætir fyrir héraðsdóm. Guðmundi er gefið að sök að hafa í þijú skipti staðið aö innflutningi á samtals rúmlega 7 kílóum af hassi og rúmu kílói af amfetamíxú. Viðurkenningar og afneitanir Jónas Páll Guðlaugsson, 45 ára, viðurkenndi aö miklu leyti það sem hann er ákærður fyrir - að hafa í þrjú skipti flutt inn tæp 6 kíló af hassi og 500 grömm af amfetamíni. Herbjöm Sigmarsson, 30 ára, við- urkenndi að mestu leyti sakargiftir um að hafa flutt 5,8 kíló af hassi og 200 grömm af amfetamíni til landsins í eitt skipti og nokkm síðar lagt fé til kaupa á talsverðu magni af fikni- efnum. Amar Reynisson, 29 ára, viður- kenndi í stómm dráttum sinn þátt í ákærunni sem fólst að mestu leyti í að flytja inn 2,3 kíló af hassi og 300-500 grömm af amfetamíni, auk annarra brota. Eftirgreindir aöilar mættu allir fyr- ir dóminn í gær, að undanskildum þeim síðastnefnda. Þeim er gefinn að sök innflutningur, sala eöa önnur brot á fikniefnalöggjöfinni sem em tahn vega heldur minna en brot þeirra sem að framan era taldir. Þeir em Vilhjálmur Svan Jóhanns- son, 47 ára, og Jóhann Jónmundsson, 51 árs, sem viðurkenndu að mestu leyti sinn þátt í málinu. HaUdór Mar- geir Ólafsson, 25 ára, og Inga Áma- dóttir neituðu því sem þeim var gefið að sök. Einar Guðjón Einarsson, 24 ára, og Knútur Arnar Hilmarsson, 41 árs, viðurkenndu aö miklu leyti þeirra hluta, Jónasína Þórðardóttir, 51 árs, viðurkenndi ekki ákæraatriði á hendur henni en Ólafur Jóhanns- son, 41 árs, mætti ekki eins og áður segir. -Ótt Alþjóölega danskeppnin 1 Blackpool: íslenskir dansarar komast í úrslit íslensku pörin í alþjóðlegu dans- era að gera það gott þessa dagana keppninni í Blackpool í Englandi enda hafa þau náð góöum árangri íslendingar hafa náð góðum árangri i danskeppninni i Blackpool í Eng- landi og má sem dæmi nefna að Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir komust í undanúrslit í flokki 12-15 ára i suður-amerisk- um dönsum. Hér sjást þau í frjálsum dönsum. í þessari danskeppni sem er ein sú stærsta og sterkasta sem haldin er í heiminum fyrir böm og unglinga. Tæplega 200 manna hópur Islend- inga fór á danskeppnina í Black- pool í byijun mánaöarins, þar af um 40 pör, og er von á þeim heim eftir helgina. Alls taka 137 pör þátt í keppninni. Sigursteinn Stefánsson og Elísa- bet Sif Haraldsdóttir hafa nú þegar komist í undanúrslit í flokki 12-15 ára í suður-amerískum dönsum og er það besti árangur sem íslenskir dansarar hafa náð í þessum aldurs- flokki í Blackpool. Hafsteinn Jón- asson og Laufey K. Einarsdóttir era fyrsta íslenska dansparið sem hef- ur komist í úrsht í flokki 11 ára og yrigri, auk þess sem Sólrún Dröfn Bjömsdóttir og Elvar Þór Gíslason hafa komist í tólf para undanúrslit í enskum valsi, svo nokkur dæmi séu nefnd. „Það er gríðarlega hörð sam- keppni í þessari danskeppni því þama koma saman sterkustu pörin í heiminum. Ég segi stundum að þetta sé óopinber heimsmeistara- keppni. íslensku pörin hafa náð geysilega góðum árangri en við bindum mestar vonir við keppnina í dag því að þá getum við átt von á aö nokkur pör komist í úrsUt,“ seg- ir ,Stefán Guðleifsson fram- kvæmdastjóri. -GHS Ákæran á hendur Ólafi Gunnarssyni er i 13 liðum. Hann neitar að lang- mestu leyti öllu því sem honum er gefið að sök. Ólafur sést hér, með sól- gleraugu, i fylgd rannsóknarlögreglumanns i gær. DV-mynd ÞÖK Ágreiningur í fyrsta þinghaldinu í stóra fíknie&iamálinu: Ákærðu fá ekki að sjá framburði hinna - sækjandi notfærir sér heimild til aö hindra sammæli Veijendur hinna átján ákærðu sakbominga í stóra fíkniefnamálinu kröfðust þess í gær að dómari máls- ins tæki afstöðu til þess hvort ríkis- saksóknara væri heimilt að koma í veg fyrir að sakbomingar fengju að kynna sér skjöl málsins íyrr en að loknum dómsyfirheyrslum yfir hverjum og einum. Þetta þýðir að sakbomingar fá ekki upplýst, a.m.k. ekki með formlegum hætti, hveijir framburðir annarra en þeirra sjálfra hljóðuðu við lögreglurannsókn. Verj- endur telja umrætt fyrirkomulag ekki standast ákvæði mannréttinda- sáttmálans. Lagaheimild sem ríkissaksóknari notfærir sér í þessu sambandi miðast að vissu leyti við að koma í veg fyrir að sakbomingar breyti eigin fram- burði fyrir dómi eftir að hafa kynnt sér hvað hinir bára við lögregluyfir- heyrslu. Við þingfestingu málsins í gær lýsti Guðjón St. Marteinsson því yfir að hann mundi úrskurða í þessu ágrein- ingsmáli og er reiknaö með að niður- staða fáist eftir helgina. Ákveðiö var að dómsyfirheyrslur yfir sakborningunum hæfist þann 2. maí og er gert ráð fyrir að réttarhöld- in muni standa yfir í 2-3 vikur. Þrettán af átján sakborningum mættu við þinghaldið í héraðsdómi í gær. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.