Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Sérstæð sakamál Hann fékk leið á konumim sínum Mynd rannsóknarlögreglunnar af stofunni heima hjá þeim Theodor og Margaret eftir að hún fannst skotin i sófanum. Theodor, til vinstri, ásamt réttarveröi og verjanda, til hægri. Theodor Kothen var tuttugu og íjögurra ára þegar hann kvæntist. Hún hét Margaret, var aöeins nítj- án ára og kaþólskrar trúar eins og hann. Voru það foreldrar Theodors sem völdu hana fyrir hann. Faöir hans hafði gengið í bændaskóla og það hafði Theodor líka gert. Hann fór í flestu aö vilja foreldranna, enda var það ætlunin að hann erfði síðar jörðina sem hann var ahnn upp á. En þegar Theodor kvæntist var hann í raun vinnumaður hjá fóður sínum. í fyrstu gekk allt vel hjá ungu hjónunum en þau bjuggu að sjálf- sögðu heima hjá foreldrum Theod- ors. Svo gerðist það að faðir hans veiktist og varð þá ljóst að hann myndi ekki geta sinnt búskapnum, að minnsta kosti ekki um hríð, og varð Theodor því að taka við bú- stjóminni. Hann var mjög vinnu- samur og fór það ekki fram hjá neinum. Forsvarsmenn kaþólsku kirkjunnar gerðu sér það ljóst og þar eð þeir voru í vandræðum með búrekstur á jörð kirkjunnar, en hún var um fimm hundruð og fimmtíu hektarar, leituðu þeir til búfræðingsins unga. Hann íhugaöi tilboð þeirra um hríð en það var á þá leið að hann stjórnaði búskapn- um í hjáverkum, enda var þeim vel ljóst að búskapurinn heima fyrir heíði forgang. Frelsi Theodor tók tilboði kirkjunnar manna. Var honum ofarlega í huga að komast undan stjórn foreldra sinna en á kirkjujörðinni var bær sem hann myndi geta flutt í ásamt Margaret. Báðar voru þessar jarðir í ná- grenni Kölnar eða réttara sagt í Binsfeld í Þýskalandi en þar eru íbúarnir flestir kaþólskir. Nýja starfið jók mjög á álit það sem The- odor naut þarna um slóðir og gat hann nýtt sér það til að komast til enn meiri áhrifa. Á næstu árum eignuðust þau Margaret tvö börn og varð ekki annað séð en allt gengi vel hjá þeim. Að vísu voru kröfurnar til hans miklar en hann vildi ekki láta á því bera að honum fyndust þær stundum einum of miklar. Þess í stað tók hann upp þann sið að fara í „viöskiptaferðir" þegar honum þótti álagið orðið of mikið. Þótti engum neitt athugavert við slíkar ferðir því að hér var um að ræða mann sem þurfti í mörg horn að líta. í raun fór Theodor ekki í þess- ar ferðir til neins annars en að létta sér lífið. Fór hann yfirleitt til Köln- ar og stofnaði þá gjarnan til kynna við konur. „Sjálfsmorðið'' í nær tíu ár lifði Theodor tvöfóldu lífi án þess að nokkurn heima fyrir grunaði. Þá gerðist það aö hann kynntist 'í Köln konu, Ilke Roth, ungri og kynþokkafullri hjúkrun- arkonu. Theodor varð ástfanginn. En hvernig gat hann skihð við Margaret? Svarið var einfalt. Hann gat það ekki. Foreldrar hans og kaþólska kirkjan stóðu í vegi fyrir því. Um hríð velti Theodor því fyrir sér hvernig hann gæti leyst vanda sinn. Svo fann hann ráð. Kvöld eitt, þegar hann var heima meö konu sinni, stakk hann upp á því viö hana að þau fengju sér vínglas. Hann sótti flösku og settust þau í sófann í setustofunni. Reyndar væri full ástæða til að skála því þetta var ellefu ára brúðkaupsaf- mæli þeirra. Margaret hélt enn á glasinu í hendinni þegar Theodor tók fram skammbyssu og skaut hana í hjartastað af stuttu færi. Hún lést samstundis. Theodor þurrkaði fin- grafór sín af byssunni, lét hana 1 hönd Margaret og tryggði þannig að fingrafór hennar fyndist á henni, bæði á gikknum og skeftinu. Hamingjan meó nýrri konu Þegar Theodor þóttist viss um að hann hefði gengið tryggilega frá öllu hringdi hann á lögregluna. Komu rannsóknarlögreglumenn að vörmu spori. Theodor sagði þeim að kona hans hefði verið nokkuð þunglynd að undanfórnu og þar sem þau hefðu setið og skál- að fyrir ellefu ára brúðkaupsaf- mæhnu hefði hún skyndilega tekið fram skammbyssu og skotiö sig. Ekki fór hjá því aö rannsóknar- lögreglumönnunum fyndist sagan nokkuð sérkennileg. Þeir grunuðu hann því um að hafa myrt konu sína en þar eö ekkert varð sannað á hann var máUð lagt til hUðar. Opinberlega var skýrt frá því að Margaret hefði svipt sig lífi. Theod- or fékk því greidda líftryggingu, jafnvirði rúmlega tveggja milljóna króna. Nú hafði Theodor samband við Uke og bað hana að flytjast til sín. Svo ekki kæmi til Uls umtals sagði hann að hann hefði fengið hana til sín sem ráðskonu því hann gæti ekki sinnt bæði búrekstrinum og heimflinu. Þaö leið þó ekki á löngu þar til foreldrar Theodors komust að því að hann svaf hjá Ilke. Kröfðust þeir þess þá að hann ræki hana og það gerði hann. Þar með var sam- búðin með henni á enda. Önnur kona Ekki leið á löngu þar til Theodor varð ljóst að hann yrði að fá konu til sín til að annast heimUishaldið. Og nú hugðist hann tryggja að for- eldrar hans, kirkjunnar menn og nágrannar sæju ekkert athugavert viö hana. Um hríð íhugaði hann hvar hann fyndi slíka konu og loks þóttist hann hafa komist aö niður- stöðu. Hann sneri sér til hjúskapar- skrifstofu. Eftir nokkum tíma var gert boð fyrir hann og fyrir honum kynnt Petra Schmidt. Hún var læknisdóttir frá Norður-Þýska- Petra. landi. Þau gengu svo í hjónaband. Foreldrar Theodors fengu ekkert um það að vita að Petra var nýlega fráskUin. Hún átti eUefu ára dótt- ur, Claudiu, en hún var nú sögð yngri systir Petru. Þá sagöi Theod- or að nýja eiginkonan væri kaþólsk en ekki mótmælendatrúar. Á ytra borðinu varð ekki annað séð en þetta hjónaband gengi vel. Og staða Theodors í samfélaginu virtist jafnsterk og fyrr. Hann var nú orðinn fjörutíu og fimm ára og formaður tennisklúbbsins á staðn- um, skólastjórnarinnar og sveitar- stjórnarinnar. Nýog áhuga- verðari kona Þegar hjónaband þeirra Theod- ors og Petra hafði staðið í fjögur ár kynntist hann hjúkrunarkonu í einni af Kölnarferðum sínum en þeim hafði hann haldið áfram. Hann fór að halda við hana og þar kom að þau fóru að ræöa um hjóna- band. En vandinn' var sá sami og fyrr. Um skilnað frá Petru var ekkí ræða. Theodor fór því að ræða þann möguleika við hjúkrunar- konuna að fara með konu sína í ferð tíl eyjunnar SUd en á leiðinni heim yrði hún fyrir slysi. Hjúkrun- arkonunni leist ekki á hugmyndina og sleit sambandinu. Kann það að hafa orðið henni sjálfri til lífs. Fjórum árum eftir að shtnaði upp úr sambandinu við hjúkrunarkon- una kynntist Theodor konu sem hann gat vel hugsað sér að hafa við hlið sér það sem eftir væri. Fór hann nú á ný að íhuga á hvern hátt hann gæti losnað við Petru. „Högg" um nótt Nótt eina í október vaknaði Petra við það sem hún lýsti síðar sem „miklu höggi á höfuðið". Líkt og í draumi sá hún mann sinn standa yfir sér við rúmið. Hún fann til ægilegs verkjar og bað hann að hringja á sjúkrabíl. Þegar fimm mínútur voru hðnar spurði hún: „Fer sjúkrabíhinn ekki að koma?“ Þá var henni orðið ljóst að sængin var orðin blóðug. „Ég skal hringja aftur,“ svaraði Theodor. Síminn stóð á náttborðinu og heyrði Petra són meðan maður hennar þóttist vera að tala í sím- ann. Varð henni nú ljóst að hann hafði alls ekki í huga að koma henni á spítala. Og augnabliki síöar skildi hún að hún hafði ekki orðið fyrir slysi heldur heíði Theodor reynt að myrða hana. Allt í einu rak Petra upp mikið óp. Þótt máttfarin væri tókst henni að hrópa svo hátt að dóttir hennar, Claudia, kom hlaupandi. Sá hún móður sína hggjandi blóðuga í rúminu. Handtakan Claudia lét sem hún sæi Theodor ekki. Hún gekk að móður sinni, lyfti henni upp í rúminu og kom henni fram úr. Síðan kom hún henni á fætur og studdi út.úr hús- inu. Komust þær út á hlað en þar stóö fjölskyldubíllinn. Ók Claudia beint á spítalann. Petra var lifandi er þangað kom og vakti áverkinn þegar í stað mikla athygh því ljóst var að hún haíði orðið fyrir skoti. Og þegar Claudia hafði lýst því hvar hún hefði komið að móður sinni þannig á sig kominni var ekki beðið boð- anna með að gera lögreglunni viö- vart. Nokkru síöar komu rannsóknar- lögreglumenn á heimili Theodors Kothen. Var hann umsvifalaust handtekinn og færður á lögreglu- stöð. Við yfirheyrslu lýsti hann því yfir að kona sín heföi reynt að svipta sig lífi í rúminu. Hefði hún skotið sig í höfuðið. Dómurinn Rannsóknarlögreglumennirnir Utu á manninn sem gaf þessa skýr- ingu á því sem komið hafði fyrir konuna sem læknar reyndu nú að bjarga. Einhveijum viðstaddra var enn í fersku minni hvernig Marg- aret, fyrri kona Theodors, hafði látið lífið. Voru gömlu málsskjöUn nú tekin fram úr hiUunni. Þegar saksóknari hafði fengið niðurstööur rannsóknarlögregl- unnar gaf hann út ákæru á hendur Theodor fyrir að hafa myrt Marg- aret og reynt að myrða Petru sem læknum hafði tekist að koma til heilsu á ný. í réttarsal í Aachen fékk Theodor Kothen ævUangan dóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.