Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Dagur í lífí Gísla B. Bjömssonar, teiknara FÍT: í mörg hom að líta Þegar ég leit á klukkuna að morgni þriðjudagsins var hún 7.03. Ég var vel úthvíldur, enda svo sannarlega hvíldardagar að baki. Ég hafði meira að segja staðið við það að fara ekki niður á vinnustofu mína þessa daga. Klukkan 7.15 vorum við Lena lögð af stað út í Breiðholtslaug. Ég synti 200 metrana mína og gerði smá leik- fimiæfingar. Þama var sama liðiö á ferðinni og venjulega og farið á hundavaði í gegnum veður og at- burði páskahelgarinnar. Nú lá leiðin aftur heim þar sem við drukkum kaffisopa með hraði því að fyrsti fundur dagsins var klukkan 8. Hann stóð í um klukkustund, en upp úr klukkan 9 var ég mættur til „Merkismanna". Þeim afhenti ég filmur með nýja SVR-merkinu, sem þeir munu svo vinna áfram. Þaðan lá leiðin yfir til ACO í Skipholti með gögn í farteskinu vegna tveggja aug- lýsinga. Síðan var brunað upp á stofu aftur þar sem ég gat sett mig niður við frágang á bæklingi fyrir fram- haldsskólann í Reykholti og skissur af auglýsingu. Fimmtonn afheyi Eftir símtal við flutningamenn var ljóst aö leiðir mínar og bækhngsins myndu skilja innan skamms því að brátt þurfti ég að vera mættur upp í Víðidal til að taka á móti heyfarmi. Bílstjórinn áætlaði að vera þar um klukkan 11. Ég lét séra Valgeir Ást- ráðsson, hesthúsfélaga minn, vita og bað um liðsstyrk. Rétt fyrir klukkan 12 höfðum við svo komiö fyrir í hlöð- unni rúmum fimm tonnum af fallega grænu heyi. í hádeginu var haldið inn á Ask, þar sem ég sat fund hjá FET(i), sem er félagsskapur teiknara utan aug- lýsingastofa. Hópur teiknara hefur haft það fyrir reglu í rúmt ár að mæta til spjalls og ráðagerða í hádeg- inu fyrsta þriðjudag hvers mánaöar. Misjafnt er hve margir mæta en að vera ein síðasta umferðin svo nú var eins gott aö leita uppi alla hugsanlega veika punkta. Þegar ég var í miðju kafi var knúið dyra. Þar var mættur einn nemenda minna úr MHÍ til að biðja mig um álit á tillögum sem hann er með að merki fyrir 1. maí 1994. Um er að ræða samkeppni inn- an deildarinnar „grafísk hönnun“ og eru skihn ákveðin næsta fimmtudag. í hesthúsgallann Kukkan 17.15 lagði ég loks af stað heim til að skipta um föt og koma mér í hesthúsgahann. Ég náði að moka undan hestunum meðan Anna Fjóla, dóttir mín, gaf nýja heyið frá Magnúsi í Ásgarði. Lárus htli, dótt- ursonur minn, sem var með í for, samþykkti að koma með mér á fund- inn með „köllunum" í stjórn Víði- dalsfélagsins, sem er félagsskapur hesthúseigenda. Hann hafði verið ákveðinn klukkan 18 hjá Baldri Jónssyni vallarstjóra. Hann tók vel á móti okkur með kaffi og kökum eins og hans var von og vísa. Áður en langur tími var liðinn var Lárus litli sofnaður í stólnum. Þetta var orðinn langur dagur hjá honum eins og afa Gísla. Sem betur fer náði Anna Fjóla í þann stutta áður en fundurinn var úti. Og úr því að öh skilyrði voru fyrir hendi varö að enda þennan dag með útreiðartúr. Blær var því sööl- aður og við fengum okkur góðan sprett. Hann er ahtaf að verða betri og betri sá bleiki. Þegar ég kom loks heim urú klaukkan 20 beiö Lena meö grautinn og ágætar móttökur. Ég hafði bless- unarlega haft vit á því í morgun að tímasetja heimkomuna rétt. Eftir að hafa litið aðeins á sjónvarpið tók ég th við að semja skýrslu um dag í lífi mínu. Og niðurstaðan: Ágætur dag- ur, en að vísu nokkuð tættur. Það átti sinn þátt í þvi að ég sofnaði snemma. Gisli B. Björnsson ásamt nemendum sinum í Myndlista- og handíðaskólanum, en þeir eru nú að Ijúka svokall- aðri merkjaönn. DV-mynd ÞÖK þessu sinni vorum viö átta talsins. Ýmislegt bar á góma, sameiginleg hagsmunamál, fregnir um alvarleg snjóflóð í Tungudal, sem ég var raun- ar að heyra fyrst af þarna á fundin- um. Upp úr hádegi tók við peninga- vafstur. Ég leit við hjá Önnu Mar- gréti, bókaranum mínum, og náði í uppgjörsseðla vegna virðisaukans. Þetta var sumsé „vask-dagur“ og engin smásumma sem ég átti að borga. Eins gott aö vera borgunar- maður fyrir þessu. í bankanum var löng biöröð, en með aðstoö þohn- mæðinnar tókst mér að ljúka erind- um mínum þar. Á stofunni biðu mín nokkur skhaboð á símsvaranum um ný verkefni og væntanlega fundi. Þegar ég hafði gert ráðstafanir varð- andi hvort tveggja gafst loks stund tíl að'skoða litaprufur og prófarkir að bækhngi sem ég er að vinna fyrir prentsmiðju í Kópavogi. Þetta átti að Finnur þú fimm breytingai? 252 Nafn:......... Þetta er bara til öryggis, elskan, því ég er að fara í keiluklúbbinn í kvöld! Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikiun hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyghsgáfu og þjálfar hugareikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækurnar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækumar eru gefnar út af Fijálsri íjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 252 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð og fimmtugustu getraun reyndust vera: 1. Ágústa A. Valdimarsdóttir, Hörgshhð 4, 105 Reykjavík. 2. Siggi Helgi Magnússon, Blöndubakka 10, 109 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.