Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Blaðsíða 48
FRÉTTA.SKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Rítstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994. Borgarstjóm: Rætt um fram- boð óánægju- aflanna Talsveröur áhugi er meðal óánægjuaflanna í Sjálfstæðis- flokknum og gamalla borgara- flokkssinna að koma fram með þriðja framboðslistann í borgar- stjórnarkosningunum í vor. Sam- kvæmt heimildum DV hafa ein- hverjar þreifingar átt sér stað meðal ýmissa sjálfstæðismanna og annarra áhugamanna um stjórnmál. Málið er á algjöru byrjunarstigi. „Ég karmast vel við að það er áhugi hjá ýmsum aðilum á fram- boöi en það er ekki komið neitt lengra og ekki endilega vist að það komi tram. Ég hef orðið var við vaxandi áhuga á þriðja fram- boðinu á undanfórnum dögum en tíminn er skammur. Ég leyni ekkí þeirri skoðun minni að stjóm- málaöflin við völd eru gjörspillt og nauðsynlegt aö stokka upp,“ segir Jón Magnússon lögmaður. Samkvæmt heimildum DV hafa ýmsn verið orðaöir við þriðja framboðið r Reykjavík, meðal annarra Björgólfur Guðmunds- son framkvæmdastjóri, Ásgeir Hannes Eiriksson, iyrrverandi þingmaður, og Július Hafstein borgarfulltrúi. -GHS ÞorsleinnvillPuma Þorsteinn Pálsson dómsmáia- ráðherra lagði til við ríkisstjórn- ina í gær að keypt yrði 8 ára göm- ui Super Puma-þyrla fyrir Land- helgisgæsluna. Sjónvarpið greindi frá þessu í gærkvöldi. Ráðherrar Alþýðuflokks eru andvigir kaup- unum og var málinu frestað til þriðjudags. -kaa s.'S14757 ■Sbhringrás ENDURVINNSLA Endurvinnsla oq umhverfisvernd í 44 ár. ÓvenjumikiU snjór skapar snjóflóðahættu í Bolungarvík: Hátt í 200 íbúar yf irgáfu 47 hús - lögregla og björgunarsveitir gengu í hús til að tryggja brottflutning Pétur Pétursson, DV, ísafirði: Almannavarnanefnd Bolungarvík- ur tók þá ákvörðun í hádeginu í gær að íbúar 47 húsa í norðausturhluta bæjarins skyldu yfirgefa hús sín vegna snjóflóðahættu úr Traðarhymu. „Það er kominn óvanalega mikill snjór í hlíðina á síðustu þremur dög- um. Það er bloti núna og spáð áfram- haldandi snjókomu og miðað við þær mælingar sem okkar snjóeftirlits- maður hefur gert, og að höfðu sam- ráði við Magnús Má Magnússon, deildarstjóra snjóflóðavarna á Veð- urstofunni, var þessi ákvörðun tek- in,“ segir Ólafur Kristjánsson, bæjar- stjóri í Bolungarvík. Ætla má að 130 til 200 íbúar búi í þeim tæplega 50 húsum sem þurfti að vera búið að rýma klukkan 18 í gærkvöld og síðdegis í gær mátti sjá fólk í Bolungarvík bera dýnur og sængurföt úr húsum sínum. Þess má geta að um 350 hús em í bænum þannig að yfirgefa þurfti sjö- unda hvert hús. Nær allir sem þurftu að yfirgefa heimili sín fengu inni hjá vinum og kunningjum en síðdegis í gær var vitað um eina fjölskyldu sem ætlaði að gista á gistiheimili sem bærinn bauð upp á. „Við voram svolítiö í vafa hvort við ættum að láta verða af þessu en það var betra að pj óta vafans og biðja fólk að yfirgefa hús sín. Ég vona nú að ekkert komi fyrir en maður veit aldrei. Við þessa hörmulegu atburði á ísafirði setur óhug að fólki. Við spyijum okkur sjálf hvort við höfum til þessa verið óvarkár því við höfum bara tvisvar þurft að rýma hús hér í vetur, síðast fyrir þremur dögum. Fólk hér er mjög vinsamlegt og það er meðal annars að kröfu þess sem við tókum þessa ákvörðun," sagði Kristján Ágústsson ber dýnur út í bil og sonur hans, Guðmundur, heldur á heimiliskettinum fyrir utan heimili þeirra við Heiðarbrún i Bolungarvík síðdegis í gær. Guðmundi þótti vissara að taka heimilisköttinn með, enda ógnuðu snjóflóð tæplega 50 húsum í norðausturhluta bæjarins. DV-símamynd GVA Ólafur Kristjánsson í samtali við DV Almannavamanefnd Bolungarvíkur var Ólafur vongóður fyrir fundinn um undir kvöld í gær. hittist svo á fundi kl. 21 í gærkvöld og aðhættuástandiyrðiaflýstámorgun. TVÖFALDUR1. vinningur LOKI Verður þetta þá Ó-listinn? / Veöriö á sunnudag og mánudag: Þykknar upp með skúrum og rigningu Á sunnudag þykknar upp meö vaxandi austanátt surtnan lands og vestan og fer líklega að rigna þar síðdegis. Norðaustanlands verður hæg austlæg átt og léttskýjað. Hiti verður á bilinu 3-7 stig. Á mánudag eru horfur á austlægri átt, nokkuð hvassri norðan til en hægari um landið sunnanvert. Skúrir og rigning verða um allt land. Hiti verður á bilinu 4-8 stig. Veðrið í dag er á bls. 53

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.