Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 Baltasar Kormákur og Margrét Vilhjálmsdóttur sjóðheit í Ketti á heitu blikkþaki: Grimm átök um vináttu, óheilindi og græðgi Baltasar Kormákur, Brick, og Margrét Vilhjálmsdóttir, Maggí, í Ketti á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams, leiö- andi afl í bandarískri leikrltun á 5. og 6. áratugnum. í verkinu fer fram ólgandi fjölskylduuppgjör í hita og mollu þar sem tekist er á viö drykkusýki, óheilindi og lygar. DV-mynd Hilmar Sterk, hrein vinátta og sannleik- ur. Ágimd, óheilindi og lygar. Þetta eru aðalviðvangsefni leikritsins Köttur á heitu blikkþaki eftir bandaríska leikskáldið Tennesee WUlams sem Þjóðleikhúsið frum- sýnir á fimmtudaginn. Þar takast þau Baltasar Kormákur sem Brick og Margrét Vilhjálmsdóttir sem Maggí á við tvö afar eftirsótt hlut- verk. Þykir hlutverk Maggíar vera með hitastæðari hlutverkum í vest- rænum leikhókmenntum og hafa margar þekktar leikkonur spreytt sig á því, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. Má þar nefna Elísabetu Taylor og Jessicu Lange. Umgjörðin er búgarður í suður- ríkjum Bandaríkjanna á sjötta ára- tugnum. í þrúgandi hita á sér stað ólgandi fjölskylduuppgjör. Brick, fyrrum fótboltahetja og eftirlæti for- eldra sinna, er á góðri leið með að drepa sig á drykkju og tapa föður- arfinum. Hann er orðinn afhuga eig- inkonu sinni, Maggí, og barnleysi þeirra er vatn á myllu eldri hróður og mágkonu sem ólétt er af sjötta barninu. Þau ágirnast 14 þúsund hektara af „frjósömustu jörð vestan Nílar“ við ósa Mississippiárinnar. Maggí er ekki alin upp við riki- dæmi eins og hin en er baráttujaxl sem ekki hefur hugsað sér að gefa neitt eftir þar sem auðæfi tengdaföð- ur hennar eru annars vegar. Pápi gamli er krabbameinssjúkur og löngu hættur að þola eiginkonu sína til margra ára. Á sannarlega erindi hingað Það er ekki til að auðvelda Brick lífið að látið er að því liggja að har.n sé hommi eða fyrir bæði kynin. Sú aðstaða er Tennesee Wiiliams sjálf- um ekki ókunn en hann var hommi og mátti kannski þola meiri for- dóma en nú tíðkast. En á þetta verk, sem gerist hjá suðurríkjamanni á sjötta áratugn- um, eitthvert erindi við íslenska leikhúsgesti í aldarlok? „Þetta verk á svo sannarlega er- indi hér. Fólk hefur verið of hrætt við bandarísk leikhúsverk vegna ólíkra aðstæðna og umhverfis. En það er ekki aðalatriðið heldur mannleg samskipti og tilfmningar. Þarna er verið að fást við eilífðar- mál, aðstæður í mannlegum sam- skiptum sem fólk er að fást við alla daga,“ segja þau Margrét og Baltasar. Þau segja hjónaband Bricks og Maggíar hafa lent á skeri. Þá taki hann ákvörðun um að gefast upp,og drekka sig í hel meðán hún berst áfram. Umræðan berst að kyn- hneigð Bricks og efasemdum Maggí- ar um hana. Þær eiga rætur að rekja til afar sterkrar vináttu Bricks og Skippers, félaga úr fót- boltanum. Sá er látinn úr drykkju og lyfjaneyslu. Baltasar segir Brick meta vináttuna við Skipper meira en hjónabandið, hann elski ekki Maggí. Hommi eða ekki „Þó umræða um samkynhneigð sé opnari á yfirborðinu í okkar þjóð- félagi þá er samt mjög erfitt fyrir þá sem hafa efasemdir um kynhneigð sina að tjá sig, hvað þá að opna sig og koma út úr skápnum. Fólk tekur þessu ekki sem sjálfsögðum hlut, állra sisf.ef um bölskyldumeðlbn er að ræða. Þarna er höfundurinn aö fjalla uni mál sem vóru ekki rædd á sinum tíma og seni strikuð voru út ur Hollywood-útgáfum af verkinu," segir Báltasar. ‘ Margrét segir þetta líka koma inn á eilífan ótta við mikla vináttu. „Ef karlmenn eru miklir vinir og milli þeirra ríkir kannski platónsk ást þá fara hommapælingar fljðtt í gang. Og ef karl og kona eru nánir vinir þarf alltaf að tengja það einhverju kynferðislegu. Það er eins og fólk sé hrætt við eða kunni ekki að um- gangast nána vináttu. Maggí heimt- ar að yerða besta vinkoná Bricks en nær þyí ekki og allan tímann er spurningin um kýnhneigðina opin; er hann hommi? Henni líður alltaf eins og ketti á heitu blikkþaki." „Það hefur ekkert breyst síðan þetta leikrit var skrifað. Við höfum að vísu tölvur í dag og öllu umræða er uppi á borðinu. En þegar til á að taka er mannskepnan jafn vanþróuð tilfinningalega og hún hefur verið,“ segir Baltasar. Dauðir Ijúga ekki í leikritinu reyna þeb að nálgast hvor annan, Brick og pabbi hans, sem Erlingur Gíslason leikur. Feðgarnir eru lengi að koma sér að kjarna málsins og þegar á reynir hörfar pabbi gamli. Þeir eru að tala saman en tala engu að síður í kross og ná engu sambandi. Svo er einnig um mörg önnur samtöl í verkinu, það er ýjað að mörgum hlutum og margt gefið í skyn. Óheilindin og ágimdin eru taumlaus. Það er reynt að leysa úr flækjum en þær leysast ekki. Þó Brick segi ekki margt hefur hann óbeit á lygum „Dauðir ljúga ekki,“ segir Brick. Það jafngildir þvi að það að lifa sé að ljúga. En í aug- um Maggíar getur lygin verið sjálfs- björg að öruggu lífi,“ segir Baltasar. Brick ólíkur Badda En hvernig er að takast á við þessi hlutverk? Margrét segb þetta afar spennandi og skemmtilegt við- fangsefni en segist ekki horfa sér- staklega til afreka annarra leik- kvenna í hlutverki Maggíar. „Hún er þessi baráttujaxl eða „surviver" sem allir þekkja. Hún er líka mjög meðvirk í alkóhólisman- úm, hörku „co-ari“. Reyndar er henni sama um drykkjuna svo fremi sem Brick gerir hana ófríska og byggir henni örugga fjárhags- stöðu,“ segir Margrét og Baltasar bætb við; „Mesta vonin í verkinu er að Maggí hættb ekki að berjast, elj- an er endalaus." Hlutverk Baltasar sem Baddi i Djöflaeyjunni er flestum í fersku minni og þar koma átök vegna Bakkusar heldur betur við sögu. Eru þeir líkb? „Nei, frekar lítið. Brick er greind- ur og kaldhæðinn en samt meyr og ljúfur inn við beinið en Baddi er ræfill á villigötum sem veit ekki einu sinni hvað kaldhæðni er. Auð- vitað eiga hlutverk til að skarast við gömul hlutverk eins og fólk kemur til með að skynja í ákveðnum þátt- um í persónuleika Bricks og Badda. Ég nota eigin reynslu og þekkingu og bæti síðan við. Ég er ekki að setja mig í stellingar og leika ein- hvern afgerandi karakter til þess eins að sýnast allt öðruvísi. Þannig þjónar það engum tilgangi að vera með ljóst hár og gleraugu í þessari sýningu. Yba atgervi breytist ekki enda er maður í mörgum verkefn- um á sama tíma.“ Blúskenndir gítarhljómar Með önnur aðalhlutverk í leikrit- inu fara Helga Bachmann, sem leik- ur mömmu gömlu, Valdimar Öm Flygering, sem leikur eldri bróður- inn, og Halldóra Björnsdóbb sem leikur eiginkonu hans. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson og leikmynd er eftb Axel Haílkel eða Langa Sela. Lýsing, leikmynd og pungsveittar persónur fá áhorfand- ann ósjálfrátt til að dæsa. Guð- mundur Pétursson gítarleikari gef- ur sýningunni síðan mjög sérstakan blæ. Blúskenndir gítarhljómar fylgja andrúmsloftinu og em sérlega viðeigandi þar sem verkið gerist við uppsprettu blústónlistarinnar, ósa Mississippiárinnar. Margrét: „Maggí er þessi baráttujaxl eða „surviver" sem allir þekkja. Hún er líka mjög meðvirk í alkóhólismanum, hörku „co-ari“. Baltasar: „Brick er greindur og kaldhæðinn en samt meyr og Ijúfur inn við beinið en Baddi er ræfill á villigötum sem veit ekki einu sinni hvað kaldhæðni er.“ DV-mynd ÞÖK -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.