Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Side 18
18 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 JLlV Dagur í lífi Loga Bergmanns Eiðssonar Dagsljóssvíkings: Sænskir madrigalasöngvarar á vappi úti um allt „Ég vakna við hvíslið í dóttur minni, Fanndísi Birnu, sem fer smátt og smátt hækkandi. Hún varð tveggja ára um helgina en sef- ur enn þá upp í hjá okkur. Hún er að hætta á bleiu og lætur vita þeg- ar hún þarf að pissa. Það er venju- lega ágætt en ekki alveg klukkan sex á mánudagsmorgni. Ég sofna aftur og vekjaraklukkan hringir klukkan 8.20. Hún er þeirrar gerð- ar að hún hringir á tíu mínútna fresti. Ég kaupi mér frest þar til ég er orðinn of seinn og rýk út. Bíll- inn frosinn og klukkan alveg að verða níu. Þar -af leiðandi kem ég of seint en stundvísi hefur reyndar aldrei verið mín sterkasta hlið. Fyrsta nikótíntyggjóið Ég næ einum kafiiholla, þeim fyrsta af mörgum, og fyrsta nikótíntyggjó dagsins minnir mig á að nú eru liðnir 55 dagar síðan ég hætti að reykja. Það hefur geng- ið ótrúlega vel þó að mínir nán- ustu hafi ef til vill fúndið fyrir ein- hverjum örlitlum breytingum á skapinu. En þetta er allt að koma. Við byrjum daginn í Dagsljósi á fundi þar sem við förum yfir það sem er að gerast og litum yfir síð- asta þátt. Það er fastur liður og sú umræða hefur ekki alltaf verið á jafn rólegum nótum. Ég er svo heppinn að vinna með mjög skemmtilegu fólki og það segir það sem því finnst. En fóstudagsþáttur- inn var heldur óvenjulegur; konu- dagsþáttur og ég átti frí. Það hefur reyndar ekki gerst síðan í október. Við snúum okkur að deginum í dag og okkur ber saman um að við verðum að taka inn það sem gerst hefur með Stöð 3 og ræðum það hvemig við getum gert það og við hverja væri best aö tala. Á fundi á morgnana setjum við líka upp þátt- inn í grófum dráttum og þar eru fastir liðir. Jón Viðar mætir alla mánudaga og við ákveðum líka að senda út viðtal við Göran Tun- ström, heimsókn í listhúsið ísafold og eitthvað fleira. Skipst á árshátíð- arslúðri Fundurinn í dag er í lengri kant- inum þar sem við notum tækifær- ið til að skiptast á árshátíðar slúðri. Hún var á laugardaginn í Perlunni, með tilheyrandi snún- ingi, og virðist ekki hafa farið jafn vel í alla. Næsta mál hjá mér er að ganga frá viðtalinu við Tunström. Ég hitti hann á föstudaginn í Nor- ræna húsinu. Hann er sérlega skemmtilegur og líflegur og á að baki merkilega sögu. Ég notaði helgina til að lesa bókina hans, Ljóma, og leist vel á. Það tekur mig svolitla stund að berja viðtalið saman því það er svo margt sem ég vil nota. En það hefst um síöir. Hamborgari í hádeginu Næst eru það ýmiss konar út- réttingar og í hádeginu ákveð ég aldrei þessu vant að fara út og fá mér að borða. Við Marteinn Þórs- son, pródúsent í Dagsljósi, förum niður í bæ og endum á því að fá okkur hamborgara á Kabarett í Austurstræti. Ég hef ekki hug- mynd um af hverju við endum þar en hamborgarinn er góður. Eftir hádegi er ýmislegt smálegt. Það er mikið hringt og drjúgur tími sem fer í að skipuleggja tökur. Við vinnum ýmist mál samdægurs eða svolitið fram fyrir okkur og ég garfa í tveimur slíkum málum. Annað þeirra er áhugaleikhópur- inn Leyndir draumar sem hefur verið að sýna í Höfðaborginni. Svolítið forvitnilegt að sjá hvernig venjulegt fólk skiptir um ham á kvöldin. Þvælst á netinu Ég gef mér smátíma til að þvæl- ast á netinu og svara bréfum í tölvupósti. Ég nota hann sífellt meira, enda þægilegt form sem gerir það að verkum að maður nennir að skrifa bréf. Smám saman fer að líða að þætt- inrnn okkar um kvöldið. Ég er bú- inn að skrifa textann og seint og um síðir drattast ég niður í sminkið. Svanhildur er í stólnum og sænskir madrigalasöngvarar á vappi úti um allt að æfa sig. Það er því svolítið undarleg stemmning yfir rakstrinum og sminkinu. Mér finnst þetta hins vegar alltaf svolít- ið þægilegur tími. Hér er maður búinn að öllu og tilbúinn að bera þáttinn á borð fyrir fólk. Jón Við- ar er mættur í sérlega góðu skapi með sína víðfrægu dauðu hönd. Með Jordan og Bugs Bunny Þátturinn sjálfur gengur svo vel og að honum loknum rýk ég heim; sæki eldri döttur mína, Elínu Tinnu sem er átta ára, og saman förum viö upp í Breiðholt í Bíó- höllina. Það vill nefhilega svo til að ég á að taka kvíkmyndagagn- rýni með Áma Þórarinssyni dag- inn eftir og ein myndanna er Space Jam með Michael Jordan og Bugs Bunny. Þó að Árni sjái um hina eiginlegu gagnrýni þá þarf maður samt að sjá myndirnar og sérstaklega í þessu tilfelli þar sem myndin er um körfubolta. Árni hefur álíka mikið vit á íþróttum og ég hef á ylrækt. Við feðginin skemmtum okkur vel og komum heim rétt fyrir ell- efu. Þá rennur það upp fyrir mér að ég hef ekkert borðað síðan í há- deginu og ég skelli í mig nokkrum brauðsneiðum fyrir háttinn. Ólöf Dagný, konan mín, er búin að koma Fánndísi í rúmið og enn einu sinni frestum við því að láta hana sofa í herberginu sínu. Æ, það kemur dagur eftir þennan dag.“ Logi Bergmann ber sig fagmannlega að við raksturinn áður en Dagsljóssþátturinn hefst. DV-mynd Pjetur Petta er meira til þess að ég hafi sjálfur einhverja gleöi af þessu. Nafn: _____________________________________________________ Heimili:—-_________________________________________________ Vinningshafar fyrir þrjú hundruð nítugustu og áttundu getraun reyndust vera: Hörður Páll Steinarsson Svala Ólafsdóttir Lækjarhvammi 14 Reynibergi 1 220 Hafnarfirði 220 Hafnarfirði Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP-vasadiskó með útvarpi, að verömæti kr. 3.950, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Carpenter. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 400 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.