Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Qupperneq 22
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 JÖ’V- * 22 * viðtal ‘ ★ ★ Hún stendur á tindinum, stúlkan sem sættir sig ekki við neinar málamiðlanir: - einkaviðtal DV við Björk Guðmundsdóttur tónlistarmann Björk Guðmundsdóttir tekur við Tónlistarverðlaunum Norðurlanda- ráðs á mánudaginn. Þetta eru stærstu tónlistarverðlaun í okkar heimshluta og við hringdum til Bjarkar til London til að óska henni til hamingju með þau, þó að orö hefði borist um að henni þætti ekkert óskaplega mikið til þeirra koma. „Það er ekki rétt,“ segir Björk, svolítið hissa. „Mér fínnast þetta merkileg verðlaim, en ég er skít- hrædd við verðlaun yfirhöfuð. Hrædd um að manni finnist kom- inn tími til að stoppa bara af því maður er búinn að fá einhver verð- laun. Fari að slappa af og fá sér hægindastól og inniskó. Verði of ör- uggur með sig, fattarðu? En ég er náttúrlega mjög þakk'át þeim sem veita mér þessi verðiaun." „Já, ég er algerlega háð tónlist, alltaf í plötuhúðmn, alltaf á tón- leikum, bara til að sjá hvað er að gerast. Það gefur mér svo mikið. Ég hlusta á músík af þörf. Mér hefur alltaf þótt erfitt að tjá mig með orðum, en músíkin einfaldar hlutina svo mikið. Eftir erfiðan dag er gott að hlusta á góða tón- list, þá raðast hlutirnir upp af sjálfu sér.“ - Hvað finnst þér góð tónlist? Hvað hlustarðu mest á? „Það er misjafnt og tengist tfmabilum sem maður er að fara í gegnum. Fyrir ári hlustaði ég mikið á komst ég að sömu niðurstöðu og fyrir tíu árum eða eitthvað, að nokkrar plötur eru uppá- haldsplötur og aðrar eru ekki eins góðar! Venjulega er maður með eitt- hvað tvennt í gangi - eitt- hvert mót- vægi sem ésblöð á sama tíma. Á tímabili hlustaði ég á Michael Jackson svo- leiðis að það Sterk staða Staða Bjarkar er ótrúlega sterk í tónlistarheiminum. Hún hefur hærri prófil sem stendur en nokkur annar virkur dægurtónlistarmað- ur í heimi, ekki síst vegna tengsla hennar við klass- íska geirann. Hljómsveitar- stjórinn þekkti, Kent Naga- no, valdi hana til að syngja verk eftir Schönberg með sin- fóníuhljómsveit sem hann stýrði í Vínarborg í fyrra og tímaritið Dazed & Confused birti í fyrrasumar skemmtUegt sam- tal Bjarkar og þýska tónskálds- ins Karlheinz Stockhausen. Hann er tæpum fiörutíu árum eldri en Björk og hefur verið virt nú- tímatónskáld síðan löngu áður en hún fæddist. Björk var tólf ára þegar hún kynntist tónlist hans og fannst þá loksins að hún heyrði sitt tungumál í músík. Björk vinnur með mörgum leiðandi öflum í bresku tónlistarlífi og hef- ur leitt aðra til skapandi og hugmyndaríkra listamanna sem hún hefur valið til að vinna með sér. Til dæmis valdi Madonna upptökustjó- rann Nellee Hooper eftir að Björk hafði unnið með hon- um. „Vinnur með“ er rétt orðalag, því hún notar þessa listamenn ekki til skrauts heldur frjórrar samvinnu sem nýsköpun verður til úr. Við spurðum Björk hvort hún hefði einhvem tíma átt von á að komast þangað sem hún er nú, og hún veltir málinu fyrir sér smá- stund áður en hún svarar. „Ég hugsaði það aldrei þannig. Ég man bara að þegar ég var krakki og var spurð hvaö ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, þá vildi ég gera það sem ég var að gera ofsa- lega vel. Mig langaði miklu meira til að gera vel fyrir sjálfa mig en gera öðram til geðs. Ég hef aldrei viijað kompromissera - aldrei viij- að sætta mig við málamiðlanir. Það hef ég alltaf verið meö á hreinu.“ Hvernig verður tónlistin til? - Þú ert afar frjór tónlistarmað- ur - hlustarðu mikið á tónlist annarra? „Mér finnst þetta merkileg verðlaun, en ég er skithrædd viö verölaun yfir höfuö. Hrædd um aö manni finnist kominn tími til aö stoppa bara af því maöur er búinn aö fá einhver verölaun. Fari aö slappa af og fá sér hægindastól og inniskó," segir Björk. strengjakvartetta. Fór í endurmat á allri öldinni, allt frá Debussy og Prokofief og til nútímans. Svo kemur af sjálfu sér. Af því þú ert í bókum þá gætirðu til dæmis verið að lesa Dostojevskí og Andr- hálfa hefði verið nóg. En þetta er al- ger gleðitón- list, ofsalega einfóld, hægt að spila hana með einum putta og lokuð augun, en maður verður svo glaður þegar maður heyrir hana! Svo á móti hlustaði ég á eitthvað sem ég hafði rosalega mikið fyrir, angistarfulla strengjakvartetta og allt svo erfitt eitthvað. Núna hlusta ég mest á tvenns konar innflytjendamúsík hér í Englandi. Þessir hópar eru loks- ins núna að fá útrás með tónlist líkt og rappið var í Bandaríkjun- um fyrir 20 árum. Þetta er mjög algengt þegar ólíkir heimar mæt- ast. Ég hef til dæmis verið mikið á Suður-Spáni undanfarið, í Andalúsíu. Þangað flúðu ein- hverjir hópar af Egyptum fyr- ir óralöngu og þar varð fla- menco-tónlist til úr bræðslu af þeirra tónlist og spænskri tónlist. Það skemmtilega við flamenco tónlist er að hún er í tvenns konar takti, mjög hægum og mjög hröðum ..." Og Björk syngur tóndæmi í sím- ann eins og oftar í viðtalinu. I neyðarástandi verða til merkilegir hlutir „Svipað er að gerast í tónlist af- komenda innflytjenda frá Jama- ica hér í Englandi," heldur hún áfram. „Jamaicabúar hlusta á svokallaða „dub-tónlist“ sem er afar hæg en með miklum bassa, svo fáránlega miklum bassa að það víbra í manni innyflin þegar maður hlustar á hana. Svo var þeim boðið gull og grænir skógar ef þeir kæmu hingað; það var lík- lega á sjötta áratugnum. En hér var ekki mikið um gull og ennþá minna um græna skóga. Bömin þeirra ólust upp við tónlist foreldr- anna en líka nýja techno-tón- list og útkoman, tónlist afkomend- anna, varð svokölluð „drum’n bass“ tónlist sem líka hefur tvöfaldan hraða eins og fla- menco-músíkin. Ég held að þetta sé flottasta tónlistar- stefna sem hefur ver- ið sköpuð síðan djassinn varð til úr bræðslu ólíkra tónlist- arheima í Bandaríkjun- mn fyrir löngu. 1 neyðará- standi verða til merkilegir hlutir. Þetta fólk hugsar: ég er ekki svartur, ég er ekki enskur - hvað er ég? Maður hefur ekkert vegabréf og þá kemur svo rosaleg þörf fyrir að búa sér til alveg sérstakt vegabréf. Svo er annar hópur jafnvel ennþá reiðari en svarta fólkið í Englandi og það eru Indverjarn- ir. Þeir hafa verið miklu þolin- móðari, þetta er svo blíð þjóð. En nú eru þeir reiðir. Líf foreldra þeirra og afa þeirra og ömmu var eyðilagt og sjálfir komast þeir ekki úr sporunum. Eru ennþá að selja sígarettur á götuhomum og drepa hver annan með hnífum. Komast ekki neitt frekar en dýr í búri. Ég fór bara í gærkvöldi (það var á mánudagskvöldið var) að hlusta á tónlistina sem þetta fólk býr til. Og ryþmamir eru svo fal- legir að það er alveg fáránlegt. Gamli indverski ryþminn er svona pólíryþmi, mjög fiókinn og óreglulegur - eitt frægasta kerfi sem hefur verið fundið upp í tón- list“ - og Björk lætur sig ekki muna um að syngja nokkra ind- verska trommutakta til skýring- ar. „Þeir ná tólf hljóðum út úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.