Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 JLlV íþróttir Gunnar Einarsson, fyrrum landsliðsmarkvörður og leikmaður með Haukum. Hann og félagar hans, „gamlir refir“ úr Haukaliðinu í gamla daga, uppiifðu ótrúlegan dag fyrir viku er Haukar unnu bikarmeistaratitilinn í karla- og kvennaflokki. Hér sést Gunnar með bikarana. DV-mynd PS - segir Gunnar Einarsson, eldheitur stuðningsmaður bikarmeistara Hauka í handknattleik og fyrrverandi landsliðsmarkvörður liðsins Gunnar Einarsson er með þekktari handknattleiksmönnum landsins og einn af betri markvörðum sem íslenskur handknattleikur hefur átt. Hann er mikill Haukamaður og lék á sínum tíma 350-400 leiki með meistaraflokki félagsins og 59 landsleiki fyrir íslands hönd. Gunnar er með dyggustu stuðningsmönnum Hauka sem gerðu sér lítið fyrir á dög- unum og unnu tvöfaldan sigur í bikarkeppni Handknattleikssambands- ins. Laugardagurinn fyrir réttri viku verður Gunnari sem og öðrum Haukamönnum lengi eftirminnilegur. Sautján ár eru liðin frá því Hauk- ar hömpuðu síðast bikarmeistaratitli. Þeir voru margir „gömlu refim- ir“ sem fögnuðu titlinum innilega enda löng bið á enda. „Dagurinn, sem úrslitaleikirnir fóru fram, var eins og fermingardag- urinn minn. Tilhlökkunin var óskapleg en mér leið vel, var alltaf viss um að við myndum sigra. Ég neita því ekki að þegar líða tók að leikn- um fór hjartað að slá örar. Við erum nokkrir í hörðum kjarna gamalla leikmanna og mætum á alla leiki liðsins og á heimaleikjunum erum við alltaf á sama stað. Það kemur auðvitað fyrir að við látum ófriðlega á pöllunum en þessi kjami, sem við köllum akademíuna, hefur þó róast mikið eftir að Hörður Sigmarsson tók dómaraprófið. Nú segist hann skilja betur þá svartklæddu," segir Gunnar Einarsson og glottir. „Handboltinn skiptir óskaplega miklu máli" „Handboltinn hefur alla tíð leikið stórt hlutverk í minu lifi. Ég byrj- aði ungur að æfa og árið 1973 lék ég minn fyrsta landsleik. Þá vom að- stæður öðmvísi en í dag. Eftir tíu klukkustunda erfiða vinnu við smíð- ar utanhúss skaust maður heim til að ækja dótið sitt og síðan var farið beint í landsleik. Það eru breyttir tímar í dag. Fjölskyldan hefur lengi verið á kafi í þessu. Synir mínir tveir æfa handbolta hjá Haukum. Einar Gunnarsson leikur með meistaraflokki í stöðu skyttu og yngri sonurinn, Guðmundur Smári, er í sömu stöðu í 4. flokki. Þá stóð konan að baki mér eins og klettur á meðan ég var í þessu,“ segir Gunnar. „Markviss uppbygging að skila sér" - Liðin eru 17 ár frá því Haukar urðu bikarmeistarar í karlaflokki og félagið hefur aldrei hampað íslandsmeistaratitlinum. Hvað er það sem skilað hefur þessum árangri í dag? „Fyrst og fremst markviss uppbygging og þrotlaust starf þeirra manna sem verið hafa í kringum þetta. Þar verð ég að nefna formann- inn okkar, Þorgeir Haraldsson, að öðrum ólöstuðum. Hann hefur verið ódrepandi í því að byggja þetta upp og hefur verið formaður í 8 ár. Þá olli það straumhvörfum er Petr Baumruk kom til félagsins fyrir nokkrum árum. Hann er frábær íþróttamaður og hefur skilað stórkost- legu starfi hjá okkur. Þá má ekki gleyma leikmönnunum og þjálfaranum, Sigurði Gunnars- syni, sem er að skila mjög góðu starfi. Nú er næsta takmark að inn- byrða fyrsta íslandsmeistaratitilinn og ég er bjartsýnn á að það takist. Sigurinn í bikarkeppninni veitir strákunum aukið sjálfstraust og mun auðvelda þeim að innbyrða titilinn. Það er þó mikilvægt að menn kom- ist niður á jörðina og skilji að þetta gerist ekki af sjálfu sér.“ Gunnar segir að hjá Haukum sé starfandi mjög öflugur stuðnings- mannaklúbbur, Haukar í homi. „Þetta er mjög öflugur klúbbur og í honum eru yfir 100 manns. Þetta fólk greiðir mánaðarlega 1.500-4.000 krónur allt árið. Á móti fær þetta fólk frítt á alla heimaleiki liðsins. Þetta er að mínu mati einstakur klúbbur og hann er liðinu ómetanlegur. Ég held að svona klúbb væri hvergi hægt að setja á fót nema hjá Haukum." „Mæti á hvern einasta leik hjá Haukunum" „Ég hef mjög mikinn áhuga á handbolta og mæti á hvern einasta leik hjá Haukunum, bæði i kvenna- og karlaflokki. Það er ekki síður gaman að fylgjast með stelpunum. Þær hafa náð frábærum árangri og það er virkilega gaman að fylgjast með þeim. Vonandi á mér eftir að ganga betur með að fylgjast með sonum mín- um en pabba gekk að fylgjast með mér á sínum tíma. Hann gat aldrei þolað spennuna og fékk hjartslátt og ónot á spennandi leikjum. Ég get ennþá horft á leiki og vonandi verður það þannig sem lengst. Auðvitað æsir maður sig mikið á leikjum og það er bara eðlilegt. Maður hefur alltaf sínar skoðanir á dómurum og frammistöðu leikmanna.“ „Nú reyni ég að styðja við bakið á konunni" Gunnar Einarsson segir að eiginkona sín, leirlistakonan Sigríður Erla Guðmundsdóttir, hafi alla tíð staðið að baki sér sem klettur á með- an hann var á kafi að keppa í handboltanum. „Stuðningur hennar var mjög mikilvægur fyrir mig á sínum tíma. Eftir að ég hætti að keppa hef ég reynt að styðja við bakið á henni í því sem hún er að gera. Þá hef ég einnig reynt að gefa strákunum góð ráð í sambandi við handboltann. Þeir eru báðir ungir og efnilegir, leika báð- ir í stöðu skyttu, og ég ætti sem gamall markvörður að geta gefið þeim góð ráð varðandi veikleika markvarða." „Þorbjörn Jensson er frábær þjálfari" Hvemig líst Gunnari á íslenska landsliðið og HM i Japan í maí? „Mér líst vel á þetta allt saman. Þorbjörn Jensson er frábær þjálfari og hann er að gera góða hluti með landsliðið, þó að maður sé ekki alltaf alveg sáttur við val hans á liðinu. Ég er bjartsýnn á gott gengi landsliðsins á HM í Kumamoto," sagði Gunnar Einarsson. -SK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.