Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Qupperneq 41
Ferðalögin um páskana: Páskamir eru að verða einn aðal- ferðamannatími landans erlendis, enda færist það í aukana að fólk fari í utanlandsferðimar utan sumar- tímans og njóti þá frekar hins stutta sumars hér á landi. Bókanir í ferðir eru fleiri í ár en í fyrra, enda bjart- sýni ríkjandi í efnahagsmálunum. Ferðamenn sækja flestir á sólar- staði en helgarpakkar í borgarferðir njóta einnig töluverðra vinsælda. „Það er sólin sem er vinsælust um páskana og einnig mikill straumur fólks til Dublin. Þessar ferðir eru langleiðina með að verða fullbókaðar hjá okkur. Vinsælustu sólarferðir okkar eru til Kanaríeyja, þar er orðið fullbókað og á Benidorm en þar em eftir ein 5 sæti. Á Benidorm bjóðum við upp á nýjan stað, Albir, og hann er að selj- ast upp. Ferðir til Flórída eru einnig langleiðina að seljast upp. Það eru ennþá örfá sæti laus í Dublinarferðirnar okkar en það selst sennilega upp á næstu dög- um,“ sagði Auður Björnsdóttir, deildarstjóri hjá Sam- vinnuferðum Landsýn. Flórída vinsæít „Leið fólks um páskana liggur fyrst og fremst í sólina og það er náttúr- lega Flórída sem er vin- sælast hjá okkur. Ferðir til Flórida vora flestallar meira og minna uppseld- ar fyrir jólin. Hins vegar er það alltaf þannig hjá okkur þegar nær dregur páskum að fólk kaupir helgarpakkana hjá okkur, borgarpakka til staða eins og London, Kaupmanna- hafnar og fleiri staða. Við erum með mikið framboð þangað. Annars höfum við tekið eftir því hjá Flugleiðum að það ætla ótrúlega margir í fjölskylduheim- sóknir til Skandinavíu. Bókanir eru miklu fleiri Strendurnar í Albufeira t Portúgal eru æði fagrar. Kaupmannahöfn heldur alltaf vinsældum sínum í augum Islendinga og margir ætla þangað um páskana. en í fyrra, það virðist sem rýmri fjárráð séu hjá fólki núna, sagði Símon Pálsson hjá Flugleiðum. „Salan á ferðum um páskana er jöfn og góð, ósköp svipuð og um síð- ustu páska. Við erum með ferðir í beinu leiguflugi til þriggja staða: Mallorca, Portúgals og Kanaríeyja. Við eigum til örfá sæti á Portúgal og Mallorca en Kanaríeyjar eru löngu uppseldar. Einnig er töluvert um fólk sem vill fara til Flórída og í skemmtisiglingar um Karíbahaflð en eftirspurn eftir þannig ferðum er stigvaxandi. Fólk er einnig að skreppa í styttri borgarferðir en þær dreifast á marg- ar borgir, Kaupmannahöfn, London, Amsterdam og fleiri borgir. Páskamir era óvanalega snemma í ár og því vilja menn fara í heitari staðina í Evrópu ef á annað borð er verið að leita eftir sólinni,“ sagði Goði Sveinsson, sölu- og markaðs- stjóri hjá Úrval Útsýn. -ÍS 53 Aukið öryggi Tveimur mánuðum eftir að 4 manns létu lifið í járnbrautar- lest í sprengjuárás öfgasinn- aðra múslíma í París hafa emb- ættismenn tilkynnt að gripið hafi verið til aðgerða til að | auka öryggi lestarfarþega. Ráð- inn hefur verið fjöldi nýrra | starfsmanna eða öryggisvarða sem eiga að koma í veg fyrir að farþegar skilji eftir grunsam- : lega pakka undir sætum eða í farangursgeymslum. Flugfreyjur Flugfreyjur hjá Middle East Airlines, opinbera flugfélaginu í Libanon, ætla í sólarhrings- verkfall á morgun til að þrýsta á um hærri laun. Breytingar Eitthvert elsta neðanjarðar- lestarkerfi heims mun fá upp- lyftingu á næstu 5 árum. Neð- anjarðarlestarkerfi ungversku borgarinnar Búdapest var lagt árið 1896 en til stendur að bæta við leiðum sem tengja saman borgarhlutana Búda og Pest. Árangur kvartana Eftir endalausar kvartanir flugfarþega í millilandaflugi á alþjóðlegu flugvöllunum við New York þá hafa flugmálayfir- völd loks tekiö sig til og lánað vagna undir farangur án endur- gjalds. Fram að þessu hafa þeir verið leigðir fyrir sem svarar 100 krónum og það hefur far- þegum ekki líkað. Eftir sem áöur munu farþegar í innan- landsflugi þurfa að borga þetta gjald. Nýr alþjóðaflugvöllur Ein flugbrautanna á nýjum I alþjóðaflugvelli við Hong Kong var prufukeyrð með lendingu | farþegaþotu í vikunni. Flugvöll- 1 urinn, Chek Lap Kok, er óheyri- lega dýi- og áformað er að hann veröi tekinn í notkun í april á is næsta ári. Sitthvort númerið Nokkur ár era liðin síðan Tékkóslóvakía liðaöist í tvennt, rikin Tékkland og Slóvakiu, en fram að þessu hafa þau notast við sama símakvótann (42). í dag verða tekin upp ný númer, 420 fyrir Tékkland og 421 fyrir Slóvakíu. LÍF- 0G SÚFNUNARTRYGGINGAR Löggilt vátryggingamiðlun Guðjón Styrkársson hrl. Aðalstræti 9 - Reykjavík Sími 551 8354 Fullgiltur söluaðili SUN LIFE LÍF- OG SÖFNUNARTRYGGINGAR Ert þú í St. Petersburg Beach, Flórída Heppinri áskrifandi DV hlýtur vinning á miðvikudag potti °9 Flugleiða? FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.