Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 68
v> Þretaldur u vinningur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 Járnblendið: Stækkunar- áform runnin út í sandinn ' Áform um stækkun járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga eru runn- in út í sandinn en í gær slitnaði upp úr viðræðum við norska fyrirtækið Elkem um málið, að sögn Áma Magn- ússonar, aðstoðarmanns Finns Ing- ólfssonar iðnaðarráðherra. Árni sagði í samtali við DV að þetta myndi vafalaust hafa í fór með sér breytingar á virkjunaráformum á miðhálendinu, m.a. á Sultartanga og fyrirhuguðum vatnsmiðlunarfram- kvæmdum, en fram hefur komið það mat stjórnenda Landsvirkjunar að fyrirhugað álver Columbia Ventures á Grundartanga sé eitt og sér ekki nægj- anleg forsenda fyrir fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum. Elkem yildi kosta stækkun verk- smiðjunnar gegn því að eignast meiri- hluta í íslenska járnblendifélaginu en ríkið á meirihluta í félaginu. Ágrein- ingur var um verð á þeim eignarhluta sem ríkið hefði látið af hendi og á honum mun hafa strandað. -SÁ Eldur kom upp um fíkniefna- misferli Húseigandi einn í Seláshverfi var óheppinn í meira lagi þegar eldur kom upp í húsi hans í fyrradag. Húseigandinn var að heiman þegar eldurinn kom upp í eldhúsi en ná- granni hans komst inn í húsið og slökkti eldinn. Þegar verið var að kanna skemmdir fann lögregla fíkniefni i húsinu. Húsráðandi var handtekinn nokkrum klukkustundum síðar og viðurkenndi hann að eiga fíkniefn- in. Honum var sleppt úr haldi í gær og getur nú einbeitt sér að því að gera við skemmdir vegna eldsins sem kom upp um fikniefnamisferl- ið. -RR MERKILEGA MERKIVELIN brother pt 2 íslenskir stafir 5 leturstæröir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentboröar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Lögmaður Össurar hf. telur félagið hafa verið svikið og útbýr kæru: Sakar fyrrum forstjóra um 20 milljóna fjárdrátt - maðurinn hefur hins vegar kært fyrirtækið fyrir 1,7 milljóna Qársvik Lögmaður stoðtækjafyrirtækisins Össurar hf. er að útbúa kæru á hendur fyrrverandi forstjóra félags- ins þar sem honum er gefíð að sök um 20 miiljóna króna fjárdráttur, skjalafals og skilasvik, aðallega á ár- unum frá 1994-96. Umræddur maður hefur hins vegar þegar lagt fram kæru tii Rannsóknarlögreglu ríkis- ins þar sem hann kærir Össur-Stoð- tæki hf., dótturfyrirtæki Össurar hf., fyrir að hafa svikið 1,7 milljónir króna út úr Tryggingastofnun ríkis- ins í tengslum við útborgun fyrir eigin gervifót og þjónustu sem hann aldrei fékk. Forstjórinn fyrrverandi lét af störfum í mars á síðasta ári eftir deilur sem síðan hafa haldið áfram en þar hefur fyrirtækið m.a. talið sig eiga háar fiárhæöir inni hjá mann- inum. Nýlega sendi maðurinn hins veg- ar kæru á hendur Össuri-Stoðtækj- um hf. tU RLR. Hann heldur því fram að nýlega hafi komið í ljós hjá Tryggingastofnun ríkisins að Össur- Stoðtæki hf. haft fengið 1,7 milljónir króna greiddar út hjá stofnuninni vegna gervifótar, fylgihluta og þjón- ustu á árunum 1994-1996 - stoðtæki sem hann hafi alls ekki fengið. Harrn metur það því svo að fyrirtækið hafi svikið fjárhæðina út. Garðar Garðarsson, lögmaður Ös- surar-Stoðtækja hf„ vísar þessari kæru hins fyrrverandi forstjóra á bug í samtali við DV í gær. „Þessi maður var framkvæmda- stjóri og sá um fjárreiður og reikn- inga Össurar hf.,“ sagði Garðar. „Hafi fyrirtækið gefið út reikninga fyrir stoðtækjum sem það hafi ekki veitt honum sjálfum þá er slíkt því gjörsamlega á ábyrgð hans sjálfs. Þetta mál er hins vegar til viðbótar öðrum málum sem endurskoðandi og lögmaður Össurar hf. hafa verið að rannsaka og varða fjárreiður mannsins hjá Össuri hf. Við teljum að hann hafi dregið sér fé frá fyrir- tækinu, falsað skjöl þess og gerst sekur um skilasvik og fleira. Hann hafi með þesum hætti haft um það bil 20 milljónir af fyrirtækinu. Sé það rétt sem hann er að staðhæfa með kæru sinni þá bætist sú upp- hæð við. Þessum málum erum við að vinna að og munum bráðlega vísa til viðkomandi yfirvalda. Það var ekki ætlun okkar að gera málið op- inbert en nú sjáum við okkur til þess knúna,“ sagði Garðar. Sveinn Andri Sveinsson, lögmað- ur hins fyrrverandi forstjóra, segir að væntanlegur málatilbúnaður Ös- surar hf. sé gjörsamlega úr lausu lofti gripinn. -Ótt Félag íslenskra hljómlistarmanna á 65 ára afmæli á þessu ári. í tilefni þess var í gær stofnaður Öðlingaklúbbur FÍH. Inngöngu í klúbbinn fá þeir félagar sem eru orðnir 60 ára eða eldri. I tilefni þessa var í gær fagnað í húsi FÍH viö Rauðageröi í Reykjavík. Meðal þeirra sem mættu á fagnaðinn var elsti félagi FÍH, sá frægi hljómsveitarstjóri Aage Lorange, kominn á tíræðisaldurinn, og barnabarn hans, Emilíana Torrini, sem hér sjást saman. DV-mynd GVA Felgumáliö á Patró: Útburði hafnað vegna vanefnda beggja málsaðila Héraðsdómur Vestfjarða hafnaöi í gær útburðarkröfu Eigendafélags Félagsheimilis Patreksfjarðar varð- andi Sigurð Inga Pálsson rekstrar- aðila sem neitað hefur að yfirgefa húsið að undanfórnu. Dómurinn taldi svo djúpstæðan ágreining vera milli aðila um gildi og efhdir leigusamnings þess sem aðilar höfðu gert með sér að réttur gerðarbeiðanda til að fá Sigurð bor- inn út þótti ekki það skýr og ótví- ræður að hann uppfyllti skilyrði að- faralaga. Þetta þýðir að málsaðilar geta far- ið í einkamál, það er annað dóms- mál, um gildi samningsins og ætlað- ar vanefndir. Með úrskurðinum í gær var Eigandafélaginu gert að greiða Sigurði 100 þúsund krónur í málskostnað. Hann ætlar að vera með rekstur áfram í húsinu fram á sumar. Jónas Jóhannsson héraðs- dómari kvað upp úrskurðinn. -Ótt 'i ,?r Kvöld- og helgarþjónusta L O K I Veörið á morgun: Vaxandi suövestanátt Veðriö á mánudag: Frost um mestallt land Á morgun lítur út fyrir vaxandi suðvestanátt með éljum vestan- lands en úrkomulítið verður austan til. Frost verður á bilinu 2 til 8 stig. Veðrið í dag er á bls. 73. Á mánudag má búast við hvassri suðvestanátt og snjókomu eða élj- um um vestanvert landið en úrkomulítið mun verða austanlands. Áfram verður frost um mestallt land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.