Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 x>v Fréttir Ómar Valdimarsson, starfsmaður Rauða krossins, er staddur í Suva, höfuðborg Fídji: Stuttar fréttir Mikil ólga í fólki - valdaránið mun hafa alvarlegar efnahagslegar afleiðingar, segir Ómar ókyrrð á norðureyj- unni og þar voru m.a. tveir nýsjá- lenskir flugmenn teknir í gíslingu sem síðan hefur ekkert spurst til. Stuðningur við Speight er töluvert meiri þar. Þetta hef- ur þó ekki orðið til þess að alþjóðlegir hjálparstarfsmenn séu kallaðir til síns heima og það stend- ur ekki til á meðan ástandið er óbreytt." Alvarleg áhrif Ómar bætti því MYND-REUTER George Speight Þessi mynd var tekin 14. júlí þegar Speight sýndi vopnasafn þaö sem hann og stuöningsmenn hans notuöu er þeir réöust inn í þinghúsiö í Suva. Ómar Valdi- marsson, starfs- maður alþjóða Rauða krossins, er um þessar mundir staddur í Suva, höfuð- borg Fídji-eyja. Hann segir ástandið þar vera með kyrr- um kjörum þrátt fyrir töluverða pólitíska ólgu sl. daga. „Ástandið þessa dagana er með fremur kyrrum kjörum. Herinn er áberandi á götum úti og í gær tók ný bráðabirgðaríkisstjórn við völdum. George Speight, leiðtogi uppreisnarmanna, hefur verið hnepptur í hald og þeir tveir menn sem honum hafði tekist að koma að í ríkisstjórn fá ekki að taka þátt í þessari nýju stjórn. Búist var við að upp úr gæti soöiö í kjölfar handtöku Speights og fylgismanna hans en svo hefur ekki orðið. Þó veit ég til þess að það hefur verið töluvert meiri Ástæðan fyrir því að útsöluverð á bensíni hér á landi hækkar og lækk- ar hlutfaUslega mun minna en heims- markaðsverð er sú að stór hluti af bensínverði hér er opinber gjöld, sem er fost krónutala á lítra. Þau eru yfir 60 prósent af bensínverði. Þetta kom fram hjá forsvarsmönn- um Essó í samtali við DV. Einnig benda þeir á að breyting á heims- markaðsverði hafi ekki áhrif á þann hluta bensínverðs sem standi undir innlenda kostnaðinum. íslensku olíu- félögin reikna bensínverð á hveijum tíma út frá meðalverði þeirra birgða sem til eru i landinu hverju sinni. Verð, sem reiknað var út 1. júlí grundvallaðist á birgðum sem keypt- ar voru inn i maf og júní. Þetta á að skýra að hluta þá mis- munandi verðþróun sem er hér á landi og í nágrannalöndunum, s.s. Svíþjóð og Danmörku. í Svíþjóð hef- ur 95 oktana bensín hríðlækkað und- anfama daga. Sama máli gegnir um Danmörku. Skýringin á því er sögð sú að þar séu menn nálægt olíu- hreinsunarstöðvum og þurfi að halda birgðir til miklu skemmri tíma held- ur en islensku olíufélögin sem kaupi inn einu sinni I mánuði. Svíar lækkuðu enn verðið í gær, í níunda sinn í þessum mánuði, og boða umtalsverðar verðlækkanir tO við að þrátt fyrir að ástandið væri með kyrrum kjör- um á götum úti væri það samt svo að undir yfirborðinu væri ólga. „Það er ekki hefð fyrir vopna- skaki á Fídji og þess vegna er fólk svolítið óttaslegið. Stofnanir hafa verið í lamasessi undanfarið og segja má að Rauði krossinn sé eina stofnunin sem er almenni- viðbótar, að því er fram kemur í Aftonbladet í gær. Þær eru í kjölfar mikillar hækkunar sem steig hæst í júní sl. Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, vörustjóra eldsneytis hjá Essó, hafði bensínverð þegar hækkað aftur um 13 dollara i fyrrakvöld og gær. Þá var bensín sem átti að afgreiðast á tíma- bilinu 1.-15 ágúst n.k. 15 dollurum dýrara heldur en það var orðið í gær. Spurður um hvers vegna Svíar boðuðu enn frekari verðlækkanir úr því að verðið virtist vera að stíga á Rotterdammarkaði sagði Magnús að þeir byggðu líklega á markaðinum eins og hann hefði verið fyrir fáein- um dögum. íslensku olíufélögin fylgdu heims- markaðsverðinu þegar litið væri á árið í heild. Munurinn væri einungis sá að sveiflumar á bensínverði hér kæmu á eftir þeim sveiflum sem yrðu á heimsmarkaði, þ.e. hér hækkaði verðið síðar og lækkaði síðar. Magús sagði enn fremur að olíu- málaráðherrar Opec-ríkjanna sendu frá sér mjög misvísandi skilaboð um þessar mundir hvað varðaði fyrir- hugaða aukningu á olíuframleiðslu. Þetta benti óneitanlega til meiri óróa og spennu á markaðinum heldur en verið hefði fyrir mánuði. -JSS lega virk. Rauði krossinn nýtur þar af leiðandi mikfis trausts hjá fólki og manni er alls staðar vel tekið.“ Ómar telur að valdaránið komi til með að hafa alvarleg áhrif á ferðamannaþjónustuna í landinu og að langt verði í að hún nái sér að fullu. Lögreglan í Reykjavík leitaði að átta ára gamalli telpu í alla nótt. Þrátt fyrir aðstoð lögreglu- og leitar- hunda fannst barnið ekki. Telpan sást siðast um klukkan 20 í gær- kvöldi skammt frá heimili sínu og var þá á heimleið frá leikfélögum sínum. Eftir að lögreglan sendi frá sér fréttatilkynningu, þar sem íbúar í Holta- og Háteigshverfum voru Ferðamannaþjónustan í lamasessi „Lífsbrauð þessa fólks er ferðamenn og sykurreir. Nú hefur straumur ferðamanna minnkað um alla vega helming og það hótel sem ég gisti á er með 45 herbergi og þó er aðeins gist í sex þeirra. Fleiri hótel víðs vegar um eyjamar hafa lokað vegna ástandsins og það er miður. Eyjamar höfðu verið töluverðan tíma að ná sér upp úr lægð í kjölfar valdaráns árið 1987. Það er óvíst hversu lengi þær verða að jafna sig. Til að auka á vandræðin tóku bændur upp á því að leggja niður vinnu á meðan Speight og hans menn héldu ríkisstjóminni í gíslingu. Það hefur orðið til þess að efnahagurinn er í lamasessi og í gærdag var tilkynnt að allar starfsgreinar þyrftu að taka á sig 12,5% launalækkun og að sex þúsund manns hefðu misst vinnuna." Ómar óttast ekki að til frekari átaka komi og segir að það sé í raun fátt sem bendi til þess. í dag mun hann fara frá Fídji til Auckland í Nýja-Sjálandi og þaðan til Bangkok í Tælandi þar sem hann gegnir stöðu upplýsingafulltrúa Rauða krossins fyrir Suðaustur-Asíu. -ÓRV beðnir að leita í görðum sínum og í nágrenni heimila sinna, fannst barnið sofandi undir rúmi vina sinna klukkan 7.30 í morgun. Svo virðist sem hún hafi farið heim með félögum sínum í gærkvöld og sofið undir rúmi þeirra. Bömin vissu af vinkonu sinni í svefnherbergi þeirra, en foreldrarnir ekki fyrr en þeir fundu stúlkuna heila á höldnu í morgun. -SMK Veruleg búbót Handhafar forseta- valds, þ.e. forsætis- ráðherra, forseti Al- þingis og forseti Hæstaréttar, fá líka verulega búbót með ákvörðun Kjaradóms um hækkun á laun- um forseta íslands, segir Jóhanna Sigurðardóttir á heima- síðu sinni. Ekki bara Kolbrún Glöggir símnotend- ur hafa tekið eftir því að undanfómu að það er ekki sjálfgefið að heyra rödd Kolbrún- ar Halldórsdóttur, þingmanns og fym- um leikara, þegar ekki er kveikt á far- símum sem hringt er í eða þeir utan þjónustusvæðis. Einnig heyrist nú rödd annamar konu en minna þekktr- ar. Biðst ekki afsökunar Sigurður Einarsson, forstjóri Kaup- þings, segir stöðu fýrirtækisins aldrei hafa verið sterkari en einmitt nú, þrátt fyrir moldviðrið að undanfómu. Hann segir viöskipti fyrirtækisins með bréf FBA hafa hámarkað arð viðskiptavina og því sé síður en svo ástæða til að biðj- ast afsökunar, eins og Davíð Oddsson forsætisráðhema lagði til. Dagur sagði frá. Hvítserkur kominn til Eyja Vikingaskipið Hvítserkur kom til Vestmannaeyja í fyminótt og hafði meðferðis altari í nýja norska staf- kirkju á staðnum sem verður vígð næsta sunnudag. Einnig flutti skipið mikla steinhellu sem setja á fyrir framan kirkjuna. I áhöfn Hvítserks em sex Norðmenn og einn íslendingur. Morgunblaðið greindi frá. Konur flýja dreifbýlið Eitt af þvi sem lesa má úr mann- fjöldatölum Hagstofunnar er að kven- kyns íbúum landsins fækkar eftir því sem lengra dregur frá þéttbýlinu. í stærstu sveitarfélögunum em konur fleiri en karlar en í langfiestum tilfell- um em karlar fleiri en konur á stöðum með íbúa undir 1000 manns. Vísir.is greindi frá. íslendingur á Nýfundnalandi Víkingaskipið íslendingur er vænt- anlegt til Nýfundnalands í dag. Meðal þeima sem taka á móti skipinu em 2000 nunnur. Koma skipsins er hluti af há- tíðarhöldum til minningar um að 1000 ár em síðan fyrstu vfkingamir stigu á landi í Nýfundnalandi. Þetta er eini staðurinn í Ameríku þar sem fundist hafa ótvíræð merki um búsetu nor- rænna manna til foma. Bylgjan greindi frá. Mengað vatnsból nærri Höfn í ljós hefur komið að vatnsbólið í Mýrasveit i Homaffrði er mengað. Þetta skýrir hugsanlega miklar campylobactersýkingar í nágrenni Homarfjarðar undanfarið en enn hefur ekki komið í ljós hvað veldur hinum undarlegu salmonellusýkingum á svæðinu. íbúum á svæðinu er ráðlagt að sjóða kranavatn fyrir notkun. RÚV greindi frá. Framlengingu hafnaö Samkeppnisstofnun hefúr hafnað ósk Eimskips og Samskipa um að fram- lengja undanþágu á samningi fyrir- tækjanna á flutningum til og frá Bandaríkjunum. Samskip munu á næstunni hefja siglingar með eigin skipi tfi Bandaríkjanna. Stefan Kjæme- sted, framkvæmdarstjóri Atlantsskips hf„ sagðist fagna því aö eðlileg sam- keppni væri tekin upp á siglingaleið- inni. Morgunblaðið sagði frá. -jtr Ómar Valdimarsson, starfsmaöur Rauöa krossins í Suöaustur-Asíu. Lækkandi dagprísar á bensíni í Svíþjóð: Opinber gjöld draga úr verðsveiflum hér - segja forsvarsmenn Essó 400 Þróun bensínverðs á Rotterdammarkaöi -júnítil júlí 2000 V tonni í dollurum V -m- 282 260 1. júní 5. 9. 15. 20. 26. 30. 5. jiiM 10. 14. 17. 20. 25. 26. Verð á 95 oktana bensíni í Rotterdam Veröiö hefur snarlækkaö aö undanförnu, eöa um hundraö dollara tonniö á einum mánuöi. Línuritiö sýnir stööuna eins og hún var í gær. DV- EINAR J. Sundkappar æfa fyrir Viðeyjarsund. Kristinn Magnússon og Fylkir Sævarsson æfa af kappi fyrir Viöeyjarsund. Á myndina vantar þriöja manninn sem ætlar aö synda með þeim, Björn Ásgeir Guömundsson. Telpan fannst sofandi undir rúmi vina sinna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.