Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 Skoðun I>V Hvað er að? Óvirðing „Oft hefur veriö talaö um jafnréttismálin í íþróttum en þaö er lítiö jafnrétti í knattspyrnunni á íslandi. “ Hefur glæpum fjölgað á íslandi? Aöalsteinn Sigurðsson: Jú, ætli þaö ekki. Sérstaklega bíla- innbrotum. Ingi Karlsson prentari: Já, aöallega fíkniefnatengdum glæpum. Magnús Rafnsson, vinnur á Borginni: Já, og þá sérstaklega ofbeldisglæp- um, ég lenti í því um helgina. Þröstur Jónsson, vinnur á Borginni: Já, þaö finnst mér, grófar árásir og þvíumlíkt. Sigurður Arnar Hermannsson nemi: Nei, þaö finnst mér ekki. Katrín Þór og Björgvin Ari Þór: Mér finnst maöur bara veröa meira var viö þá. Brynjar Bjarkason skrífar: Mjög athyglisverð grein birtist í íþróttablaði DV þann 18. júlí þar sem sagt var að C-dómarar dæmi i Landssímadeild kvenna. Hvers kon- ar dómarar dæma þá í 1. deildinni? Viti menn, KSÍ lætur félögin sjá um dómaramálin og vitanlega ráða fé- lögin heimadómara á leiki liðanna. Vísa ég í Norðurlandsriðilinn þar sem tvö lið etja kappi, Tindastóll og Hvöt. Þessi lið hafa oft eldað grátt silfur saman og oftar en ekki ein- kennast þessir leikir af umdeildum atvikum. Fyrir tveimur árum síðan var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kæmist upp úr riðlinum og fór leikurinn fram á Blönduósvellinum. Tindastóll komst í 3-0 en Hvöt minnkaði muninn í 3-2. Dómari leiksins lengdi seinni hálfleikinn um tíu mínútur og á elleftu stundu jöfnuðu Hvatarkonur metin og um leið og þaö gerðist flautaði dómar- inn leikinn af. Jafnteflið kom Hvöt upp úr riðlinum og vitanlega voru Sauðkrækingar ekki ánægðir með gang mála. Sauðkrækingar komu fram hefndum í fyrra þegar heimadómari bætti við 6 mínútum í seinni hálf- leik án þess að verulegar tafir hefðu átt sér stað og á lokamínútu uppbót- artíma skoruðu Tindastólskonur sigurmarkið í 2-1 sigri. Það sama gerðist þann 14. júli sl. þegar 5 mín- útum var bætt við leik þar sem eng- ar tafir áttu sér stað og auðvitað náðu heimamenn að nýta sér þær mínútur og skora sigurmarkið á lokasekúndu uppbótartíma. Ég bíð bara eftir næsta leik þessara liða þar sem dómarinn frá Blönduósi á kannski eftir að láta leikinn spilast þangað til Hvöt kemst yfir og Hlynur skrífar: Ég vildi koma á framfæri þökkum til þeirra sem hvað mest hafa út- hrópað samkynhneigða í fjölmiðlum hvenær sem tækifæri hefur gefist til. Með því segja þeir nefnilega meira um sjálfa sig en þá sem níð- inu er ætlað að skaða. Þannig vinna þeir sjálfum sér mest mein og verða sér til skammar með því að opin- bera sina eigin fáfræði, þröngsýni og fordóma. Þeir sem vitna í biblíuna í for- mælingum sínum á hommum og lesbium ættu að endurskoða þann kristindóm sem þeim var innrættur í æsku. Þögn kirkjunnar í þessum efnum er einnig staðfesting þess hversu lítið erindi hún á til nútíma- „Ef það vœri til 2. deild kvenna, hvað myndi KSÍ gera þá? Mundu þeir láta þjálfara liðanna dæma leikina og skipta með sér hálfleikjunum? Ég krefst hugarfarsbreyt- ingar...“ kannski eins gott að Tindastóll komst yfir þann 14. júli því annars stæði leikurinn enn þá! Er þetta tilviljun? Er það þess virði að púla í sex mánuði og fá svona dómgæslu beint í andlitið? „Þögn kirkjunnar í þessum efnum er einnig staðfesting þess hversu lítið erindi hún á til nútímafólks, kirkjan er staðnað fomaldarbákn á skjön við nútímasamfélag...“ fólks, kirkjan er staðnað fomaldar- bákn á skjön við nútímasamfélag. Með þögninni grefur hún sína eigin gröf og er það vel. Það var svo sann- arlega góð og gild ástæða fyrir „dræmri" aðsókn að Kristnihátíð. Eins og við í dag undrumst fá- kunnáttu og fordóma fólks fyrir 200 árum, þá á eftir að verða hlegið að okkur fyrir þá fáfræði og fordóma Mér finnst KSÍ sýna konunum mikla óvirðingu með því að láta lið- in ekki fá hlutlausa dómara á leik- ina. Oft hefur verið talað um jafn- réttismálin í iþróttum en það er lít- ið jafnrétti í knattspymunni á ís- landi. Á meðan KSÍ útvegar dómara á karlaleikina í öllum deildum eru konurnar skildar eftir, C-dómarar notaðir í Landssímadeild kvenna og heimadómarar í 1. deildinni. Ef það væri til 2. deild kvenna, hvað myndi KSÍ gera þá? Mundu þeir láta þjálf- ara liðanna dæma leikina og skipta með sér hálfleikjunum? Ég krefst hugarfarsbreytingar hjá KSÍ hið fyrsta. sem við þrifumst í og höldum í. Skoðanir okkar og illa upplýstar hugmyndir eiga eftir að verða að- hlátursefni afkomenda okkar. Er ekki eitthvað að hjá því fólki sem þarf stöðugt að baktala náung- ann og verður að vita allt um allra hagi? Hvað kemur þér við hvort Jón í næsta húsi er með Gunnu eða Kalla? Það er hollt að hafa í huga hvar skítkastið byrjar því þeir sem ata aðra auri hljóta jú að búa yfir nokkuð lítilmannlegu eðli. Oft er það svo að við sjáum ekki bjálkann í eigin auga og einblínum á flísina í auga náungans. I guðs bænum, þið sem hafið allt á homum ykkar, haldið því áfram að rægja kynvill- ingana. Þið vinnið málstað samkyn- hneigðra mikið gagn. Fatnaður týndist Halla skrifar: Stór brúnn Nanoq-bréfapoki tap- aðist kl. 16 mánudaginn 24. júli, lík- lega á bílastæði við Hringbraut 119. í pokanum voru tveir Adidas- íþróttagallar, grænn og silfurgrár, og blár Adidas-anorak, allt nýjar flíkur. Auk þess grá Max-flíspeysa. Pokans er sárt saknað og sá sem finnur hann er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 466 26 76 eða 864 08 76. Kærar þakkir Bréfritari er ánægður meö þjónustuna. Takk Flugleiðir Kristin Jónasdóttir hringdi: Ég vil endilega koma á framfæri þakklæti til Flugleiða því það er alltaf verið að skamma þá þegar flugi seinkar. Ég varð fyrir þeirri leiðinlegu reynslu að týna veski í Flugleiðáþotu með peningum í en starfsfólkið fann það og kom þvi til skila til mín. Þetta kalla ég góða þjónustu. Hvað gera Eyjamenn? Foreldri skrifar: — Nú er komið að enn einni þjóðhá- tíðinni í Eyjum og í fyrsta skipti í nokkur ár verður engin samkeppni við hátíðina en Akureyringar hafa verið með svokallaða Halló Akur- eyri hátíð eins og frægt er orðið. Nú ætla þeir ekki að halda hátíð og ekki að hleypa inn í bæinn yngra fólki en 18 ára enda hafa ólögráða böm ekkert á útihátíð að gera. Spurningin er hvort þjóðhátíðar- nefnd og lögregla ætli ekki að bregð- ast við þessum fréttum frá Akur- eyri? Á að bjóða bömum á aldrinum 14 til 16 til Eyja á djammið í 4 daga eftirlitslaus? Spyr sá er ekki veit. Tómstundir Fangi sem safnar smáhlutum. Áttu penna? Safnari skrifar: Ég er fangi á Litla-Hrauni og ég safna hlutum sem em leyfilegir hér innandyra. Það eru merktir pennar, barmmerki, lyklakippur, merktir kveikjarar, frímerki frá öllum lönd- um eða bara merkt auglýsingadót. Margir hafa fordóma gegn föngum og setja þá alla undir sama hattinn en það er gott í okkur öllum sem erum hérna en kannski mismikið. Ég vona að þú takir vel í þetta, gam- an væri að fá bréf. Heimilisfangið er Litla-Hraun, 820 Eyrarbakki. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyHiavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Dagfari Nöldur og leiðindi Sem sagt; Dagfari er ekki með nöldur eins og aðrir íslendingar eða þeir sem ferðast með Flugleiðum. Dagfari er miklu fremur þakklátur að til séu hug- sjónamenn sem eru tilbúnir til að halda úti áœtlunarflugi milli íslands og annarra landa. Dagfari er farinn að verða leiður á þessu sífellda nöldri sem einkennir íslendinga. Sumir virðast vera þannig að þeir geta ekki gengið í gegnum lífið án þess að vera sífellt nöldrandi út í allt og alla. Verst er þó að fórnarlömd nöldurseggjanna eru yfirleitt virðulegir einstaklingar, sem mega ekki vamm sitt vita eða fyrirtæki sem ekki hafa unnið sér annað til sakar en þjónusta Islend- inga af einstakri ástúð og mannkærleika. Ekkert fyrirtæki hefur orðið jafnilla fyrir barðinu á þessu stöðuga nöldri og Flugleið- ir, nema ef vera skyldi Landssíminn. Þó eiga bæði þessi fyrirtæki það sammerkt að stunda einstaka starfsemi sem fáir geta verið án og það með einstakri þjónustulipurö. Samfélagið hefur fengið að njóta þessara tveggja fyrirtækja sem hafa sýnt það og sannað í gegnum árin að fyr- irtæki geta vissulega sýnt „samfélagslega ábyrgð“ en ekki látið gróöafiknina ráða ferð- inni. Uppskeran hefur verið vanþakklæti heimsins. Dagfari hefur í gegnum árin átt ágæt sam- skipti við Flugleiðir enda þurft að ferðast töluvert um heiminn. Og ekki getur Dagfari kvartað yfir þjónustunni. Auðvitað hefur ekki verið hægt að komast alltaf úr landi þegar Dagfari hefur þurft á því að halda. Auðvitað hefur Dagfari ekki alltaf komist heim aftur á þeim degi sem best hefði hentað. Og auðvitað hefur Dagfari lent í því að verða strandaglópur í erlendri flugstöð vegna seinkunar eða vélarbilunar í vélum Flug- leiða. Dagfari kvartar ekki þó búið sé að loka öllum veitingastöðum á flugvellinum og fái hvorki vott en þurrt. Dagfari kvartar ekki þó hann þurfi að hugga lítið bam sem er orðið þreytt og hungrað. Dagfari er ekki með nöldur þó ekki sé hægt að fá upplýsing- ar um hvort og þá hvenær brottfor sé áætl- uð. Dagfari veit sem er að fyrr eða síðar mun vél Flugleiða leggja af stað og það er fyrir mestu. Sem sagt; Dagfari er ekki með nöldur eins og aðrir Islendingar eða þeir sem ferðast með Flugleiðum. Dagfari er miklu fremur þakklátur að til séu hugsjónamenn sem eru tilbúnir til að halda úti áætlunarflugi milli íslands og annarra landa. Slíkir hugsjónamennn ættu að vera fyr- irmynd annarra og í stað þess að níöa þá stöðugt niður ættu íslendingar setja þá á sér- stakan heiðursstall með öðrum velgjörðar- mönnum þjóðarinnar. Það er kominn tími til að íslendingar taki sjálfa sig taki, hætti nöldri og gefi Flugleiða- mönnum vinnufrið með svipuðum hætti og Flug- leiðir hafa fengið nokkuð góðan frið fyrir sam- keppni annarra flugfélaga. ^ p . Þakkir til fordómafullra - um flísina og bjálkann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.