Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverhoiti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: Isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Setið um ungmennin Verslunarmannahelgin hefst eftir viku með árlegum útihátíðum ungmenna víða um land. Fyrir þessum hátíð- um er áratugahefð svalls og drykkjuláta með örfáum und- antekningum þar sem mótshöldurum hefur tekist að halda samkomunum vímuefnalausum. Sukksamar voru útihátiðir fyrri ára í Þórsmörk og Húsafelli og alkunna er að þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem alltaf er haldin um verslunarmannahelgi, getur verið ærið skrautleg. Sömu sögu er að segja af hátíðinni Halló Akureyri sem haldin hefur verið undanfarin ár, þótt breyting verði á í ár. Þótt ömurlegt sé að horfa upp á árvissar myndaseríur af afvelta og útúrdrukknum unglingum á þessum hátíðum hefur á síðari árum bæst við annar og meiri háski. Sölu- menn eiturlyfja sjá sér leik á borði og sitja um ungmenn- in á hátíðunum vitandi að varnir eru litlar í hópi jafn- aldra, fjarri foreldrum og umráðamönnum. Dómgreindin er slævð og þrýstingurinn mikill. Því getur illa farið. Fíkniefnamálum fjölgar stöðugt hér á landi. ísland er engin undantekning í þessum alþjóðavanda. í skýrslu Fíkniefnastofu ríkislögreglustjóra um flkniefnamál á liðnu ári kom fram að sífellt er tekið meira af eiturefnun- um og æ fleiri lenda á bak við lás og slá en þrátt fyrir þetta eykst framboð á fíkniefnunum. Von um skyndigróða rekur sölumenn dauðans áfram. Lögregla og tollgæslumenn hafa náð betri árangri en áður í viðureign við flkniefnasmyglara. Þann árangur ber ekki síst að þakka auknu alþjóðlegu samstarfi. Fram hef- ur komið hjá Guðmundi Guðjónssyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, að löggæsluyfirvöld Evrópuþjóða vinni stöðugt meira saman gegn sölu- og dreifingaraðilum fíkniefna. Til þeirrar samvinnu má rekja árangursríkustu fíkniefnaaðgerðir síðasta árs í Evrópu. Þótt verkefnið sé vissulega erfitt segir yfirlögregluþjónninn að bætt og markviss samvinna löggæslustofnana og upplýsingamiðl- un um glæpamenn sé mikilvægasta úrræðið við að upp- ræta ófögnuðinn. Þessi samvinna hefur augljóslega skilað sér hingað. í haust tókst að koma upp um fíkniefnahring sem lengi hafði starfað. Sakborningar í því máli, stóra flkniefnamál- inu svokallaða, voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur i síðasta mánuði. Ágætur árangur hefur og náðst í öðrum málum og má nefna að yfirvöld á Spáni lögðu hald á 30 kíló af hassi, eftir ábendingu lögreglu hér, í vörusendingu sem átti að koma hingað til lands. Á þessu ári eru dæmi um stór e-töflumál og nú síðast er maður var handtekinn á mánudaginn á Keflavíkurflugvelli með 5 þúsund e-töflur sem án efa voru ætlaðar á markað um komandi verslun- armannahelgi. Þótt fíkniefnavandinn sé vandi alls samfélagsins snýr hann beinast að þeim sem ánetjast og nánustu aðstand- endum þeirra. Því er rétt að allir gæti að sér um komandi verslunarmannahelgi þegar efnunum er beinlínis haldið að ungdómnum. Vímulaus æska og Foreldrahópurinn kynntu í vikunni nýtt fræðslumyndband fyrir foreldra um fikniefnamál. Þar er fjallað um neyslu unglinga og þá lífs- reynslu sem það er foreldrum að eiga ungling sem ánetj- ast fikniefnum. Þetta myndband og þær upplýsingar og fræðslu sem þar er að fá ættu foreldrar að nýta sér. Fram kom við kynn- ingu myndbandsins að foreldrar væru betur vakandi nú fyrir fikniefnahættunni en var fyrir nokkrum árum. Þeirri vöku verður að halda og ekki síst í tengslum við sukkhátíðina sem í vændum er. Jónas Haraldsson I>V Skoðun Syndin er lævís Foreldrar þurfa á þessum síðustu tlmum ekki að glíma við neitt lítinn vanda ef vel á að fara. Sennilega væri best að spila uppeldið eins og ítalir léku fótbolta í Evr- ópukeppninni, liggja i vöm og reyna svo af öllum mætti að skora úr óvæntum en vel skipulögðum skyndisókn- um. Þeir foreldrar sem hafa vamarleikinn i lagi standa í öllu falli mun betur að vígi en hinir því sóknin er hörð. Sóknin inn i hugarheim —1“—'" bama okkar og unglinga tekur á sig ýmsar myndir, sumar nánast óhuggu- legar. Leikföng þeirra, tölvuleikir, uppáhaldsnetsíður og bíómyndir; allt ber þetta meira og minna merki hinn- ar miskunnarlausu mótunarstefnu framandi afla. Leiðindapúkar Margir foreldrar reyna af veikum mætti að setja einhver mörk sjálflr þegar kemur að þessum hlutum, en oftar en ekki eru þeir púaðir niður. Ekki endilega bara af sínum eigin börnum heldur og jafnvel foreldrum Sfgfríður Björnsdóttir tónlistarkennari félaga þeirra. Hver man ekki eftir sérvitringunum sem ekki leyfðu börnunum sín- um að leika með byssur! Þeir voru nú aldeilis teknir í karphúsið. Því enginn er annars bróðir í því striði sem í raun stendur um böm- in. Veikar raddir foreldr- anna eru settar upp sem ótrúlegt íhald og yflrdreps- skapur. Margir hafa farið þá leið að reyna i öllu falli að hlíta lögum og reglum sem settar eru af yfirvöldum til að styðja við bakið á uppalendum. Á mörgum heimilum er því ekki horft á bannað- ar bíómyndir, farið er eftir reglum um útivistartíma og tölvuleikirnir eru teknir úr umferð ef þeir eru merktir þannig. Þessi heimili eru í virkri vöm og það er vel. En betur má ef duga skal! Því miður eru dæm- in um hve þessi hjálp yflrvalda er óá- reiðanleg alltof mörg. Og skal nú bent á eitt þeirra. Barnastjarna klæmist í einu kvikmyndahúsa borgarinnar „Á mörgum heimilum er því ekki horft á bannaðar bíó- myndir, farið er eftir reglum um útivistartíma og tölvu- leikimir eru teknir úr umferð ef þeir eru merktir þannig. ‘ er nú verið að sýna mynd. Aðalleikar- inn er ofurstjarna sem unnið hefur hugi og hjörtu barna og unglinga i vinsælum myndum á síðustu árum. Það var því með öllu grunlaus fjöl- skylda sem dreif sig um daginn á þessa óbönnuðu gamanmynd. Þetta var ekki auglýst sem barnamynd en börnin sem þekktu leikarann frá þvi á árum áður voru líka komin á tán- ingsaldur svo liklegt var að allir fjöl- skyldumeðlimir gætu haft gaman af þessu. Til að gera langa sögu stutta þá sat fjölskyldan í salnum út myndina. YFirbragðið var fjörlegt og jafnvel sákleysislegt. En óbragðið í munnin- um eftir sýninguna er ekki farið enn. Hér skal ekki fjölyrt um þær hrika- legu ranghugmyndir um geðfatlað fólk sem fram koma. Samhliða þeim Ferðamenn á Hólsfjöllum í áratugi hefur þótt nægja að senda veghefll á fjallvegi þegar snjóa leysir á vorin og svo aftur á haustin áður en allt fer aftur á kaf í snjó. Dæmi um það er Kaldidalur, Sprengisandur og Kjölur. Á vikun- um sem líða á milli þess að veghefli er beitt skjótmyndast holur þar sem þeir mega hossast sem vilja kynnast landinu. Þessu eru ferðamenn vanir og ekki annað að heyra en holumar þyki eðlilegur hluti af hinu íslenska náttúruundri. Hins vegar hafa á síð- ustu árum orðið miklar breytingar í vegamálum borgarinnar og þvi ekki óeðlilegt að spyrja hvemig tilflnning það sé að koma erlendis frá til bíla- borgarinnar Reykjavíkur. Sjá slauf- urnar, mislægu gatnamótin, göngu- brýrnar og aðreinarnar og ferðast síðan um einbreiðu brýrnar og hol- óttu vegina. Varla getur talist gott samræmi í vega- málum þjóðarinnar. Þetta misræmi hlýtur að vera enn meira sláandi fyrir þá sem hefja ferðalagið í Reykjavík og aka sjálfir. íslenskur og ítalskur ökuþór Af fréttum að dæma mætti ætla að vandræði er- lendra ferðamanna um vegakerfl landsmanna stafi af ókunnugleika. Hingað koma árvisst þúsundir útlendinga sem vilja aka við aðstæður sem þeir þekkja ekki nægilega vel og því fer stundum illa. Hér er til dæmis átt við fréttina um ítalann sem ók í lausamöl og hafnaði úti i skurði. Kannski er Trausti Einarsson sagnfræöingur það misminni að fréttin hafi sagt af ítala sem lenti í lausa- möl á íslandi og misst stjóm á ökutæki sínu. Það er hins vegar ekkert misminni að nýverið ók íslenskur öku- maður á óeðlilegum hraða í lausamöl, hafnaði úti í skurði og dró niður með sér í fallinu á þriðja tug manna og kvenna. Þetta birtu fjöl- miðlar, rétt eins og fréttirnar af erlendu ökumönnunum en skyndilega er eins og það sjái tU sólar hjá þjóðinni. Það amar eitthvað að vegakerfinu. Það er ekki eins og það á að vera. Reyndar er ekki gengið svo langt að halda þvi fram að íslenska vegakerfið líði fyrir það að vera ekki eins gott og hjá út- lendingunum sem sífellt lenda í vand- „Landinn virðist illa á vegi staddur á vegum landsins og það bœtir úr gúrkutíð fjöl- miðla. Holumar á malarvegunum og einbreiðu brýrnar þykja nú óeðlilegur hluti af íslensku vegakerfi.“ Með og á móti ræðum við aðstæður sem þeir þekkja ekki jafnvel og landsmenn. Það er ekki hægt að halda því fram að sá sem hélt um stýrið á Hólsfjöllum sé útlend- ingur sem þekki ekki aðstæður því ís- lendingur er hann. Fréttin er að því leytinu sérstök að það er ekki lengur hægt að halda því fram að kunnáttu- leysi útlendinga sé rótin að vandan- um. Landinn virðist illa á vegi stadd- ur á vegum landsins og það bætir úr gúrkutíð fjölmiðla. Holumar á malar- vegunum og einbreiðu brýrnar þykja nú óeðlUegur hluti af íslensku vega- kerfi. Eða væri ekki réttara að segja af nútímavegakerfi? Hrópandi ósamræmi Ferðamennska er afar viðkvæm at- vinnugrein og varhugavert að það spyrjist út að á íslandi sé ekki hugað gaumgæfilega að öryggi þeirra sem koma tU að ferðast um landsbyggðina hvort heldur á eigin vegum eða í hóp- ferðum. Væri ekki verra að það spyrð- ist út um íslendinga að þeir líti á ferðalög um landsbyggðina fyrst og fremst sem gjaldeyristekjulind fyrir sólarlandaferðir? Vissulega er það hamingja þeirra sem búa árið um kring við íslenskt veðurfar að hingað streyma árvisst erlendir ferðamenn með gjaldeyri. Hér á landi stendur ekkert í vegi fyrir því að við getum brugðið undir okkur betri fætinum og farið þangað þar sem sólin skín. Það er hins vegar hrópandi ósamræmi í því hvernig búið er að ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu og svo ferða- mönnum sem vUja kynnast lands- byggðinni. Það er mjög jákvætt að fjölmiðlar hafa tekið við sér eftir ára- tugasinnuleysi svo það má e.t.v. búast við því að eitthvað verði aðhafst. Trausti Einarsson l áfengiskaupa, bílprófs og giftingar? Horft fram hjá mismunandi þroska Ekki tímabært j „Ríkisafskiptin hafa auðvitað alls | kyns undarleg áhrif á aldur á réttindum. Þegar ríkið tekur sér jafn mikið vald og það hefur og úthlutar réttindum í sam- ræmi við ákveðinn aldur er gjörsamlega verið að horfa fram hjá þvi að einstaklingar eru mismunandi, þroski þeirra ólík- ur og fjölskyldumynstur ákaf- __________ lega margbreytUegt. Þar af leið- andi sitjum við ekki bara uppi með klisj- una um fólkið sem má ekki kaupa áfengi fyrir eigið brúðkaup og svoleiðis kjána- Viggó Orn Jónsson formaöur Heimdall- ar f.u.s í Reykjavík skap. Ég er alveg á samræm- ingu aldurs í réttindaveitingum hins opinbera: hann ætti ekki að vera neinn. Mér fmnst frá- leitt að við þurfum löggjafarvald tU að ákveða hvenær við meg- um gifta okkur, hvenær við megum ráðstafa peningum okk- ar o.s.frv. Fyrst við treystum foreldrum tU að gefa bömum sínum að borða ætti þeim líka _______ að vera treystandi að ákveða hvenær börnin mega keyra. Forræðishyggja og bamfóstrun ala bara upp litla krakka sem kunna ekki fótum sínum forráð," segir Viggó Örn Jónsson. Snjólaug Stef- ánsdóttir vinnur «JP að málefnum r barna og unglinga hjá FjölskyldudeUd Reykjavíkurborgar og hefur meðal annars stýrt verkefninu ísland án eiturlyfja. „Ég er al- farið á móti því að lækka áfengiskaupaaldurinn og rök- in fyrir því eru þau að ég tel að við höfum hreinlega ekki þroska sem til þarf. Drykkusiðir okkar sýna það ekki verður um villst," segir Snjólaug G. Stefánsdóttir. Hins vegar tel ég að Snjólaug G. Stefánsdóttir þann svo við séum á réttri leið því aug- ljóst er að nú verður minna vart við unglingadrykkju en áður. Ég myndi líka alveg vUja sjá ökuleyflsaldurinn fara upp í 18 ár en í það heUa get ég ekki verið hlynnt því að samræma giftingaraldur, áfengiskaupa- aldur og ökuleyflsaldur en sé fram á það að innan ekki mjög langs tíma verði það að veruleika. Það hlýtur að vera framtíðin." rangfærslum er myndin svo gegnsýrð af klámi af grófustu gerð að hún á sér sennUega fáar hliðstæður í flokki óbannaðra mynda. Tepruskapur segja kannski margir, sem vonandi eiga þá ekki mikið af börnum! Það eru nefni- lega svo sorglega margir búnir að gleyma þvi að hvaða leyti börn og fuUorðnir eru ólík. Hve böm og ung- lingar eru móttækUeg fyrir áhrifum á uppvaxtarárum sínum. Hvað mótun- arskeið þeirra er viðkvæmt og hve mikUvægt er að reyna að beina að þeim vel valinni næringu, bæði and- legri og líkamlegri, meðan vöxturinn fer fram. Hversu miklu erfiðara vígi hugur hins fuUorðna manns er og hversu augljóslega mótunaröfl mark- aðarins teygja sig því i átt að því sem auðveldara er að hafa varanleg áhrif á, bamshugann. Þetta litla dæmi um sakleysislegu bíómyndina ætti að verða mönnum áminning um hversu Ula er hægt að treysta yfirvöldum þegar kemur að því að verja bömin okkar á viðkvæm- asta tíma lífs þeirra. Hin virka vörn verður því að - vaka innan veggja heimUisins. Vöm fyrir börn! Sigfríður Bjömsdóttir Ummæli Listin fimlega „Sú fimlega list að hörfa tU nýrra stöðva hefur oft reynst vel og kynni að eiga við í harðri baráttu stjómmálanna. Árni Þór virðist sjá faU sitt og R- listans fram undan. Sá einkavinur Ingibjargar Sólrúnar sem hann er, þá hafa þau hugsanlega fundið út að trúlega væri meirihluti R-listans all- ur ef Vinstri-grænir byðu fram í Reykjavík í komandi sveitarstjóm- arkosningum. Best tU ráða í því óefni væri að Ámi Þór gengi tU liðs við Vinstri-græna og krefðist þar forystu í krafti reynslu." Kristinn Snæland leigubílstjóri, í Morgunblaöinu 27. júlí. Vatnsgreiddir ung-kapítalistar „Og er von að Hannes Hólm- steinn, Davið Oddsson og sá ara- grúi vatnsgreiddra ung-kapítalista sem hafa verið eins og mý á mykjuskán efha- hagslífsins á íslandi síðustu árin leggi eyru við boðskap þessa fyrrver- andi knattspymudrengs (Vilhjálms EgUssonar) frá Sauðárkróki." Jóhannes Sigurjónsson, í Degi 27. júlí. Suður-amerískar aðferðir „Einstaka sinnum heyrist að ís- land sé tU fyrirmyndar hvað mann- réttindi varðar. Hótanir yfirvalda Akureyrar benda til annars, þar sem beita á suður-amerískum að- ferðum tU þess að halda tUteknum þjóðfélagshópi frá bænum. Það mundi einhvers staðar verða æmt og skræmt ef fjarlægja ætti, segjum: svertingja, homma eða fatlaða." Af Maddömunni, 24. júlí. Hvers vegna ofbeldi? „Gerum þá kröfu tU þeirra sem vUja öUugt ríkisvald að þeir Nokkuö hefur verið í umræöunni aö undanförnu aö þaö skjóti skökku viö aö ungt fólk hafi leyfi til aö gifta sig og aka bíl en megi ekki kaupa áfengi. rökstyðji vel og vandlega hvers vegna það þurfl að beita þessu ofbeldi. Ef of- beldi er beitt gegn vUja okkar eru athafnir ríkisvaldsins ekki réttlæt- anlegar og mannúð lágmarksríkis- ins fyrir bí.“ Af Frelsi.is, 25. júlí. Undirstöður vel skalvanda Fyrir skemmstu mátti sjá sjónvarpsþátt um jarð- skjálfta f Mexíkó. Höfuð- borg þess lands er byggð á óhörðnuðum leir á botni horflns vatns en fyrir 15 árum varð þar mikiU jarð- skjálfti og tíu þúsund manns létu lífið; fjöldinn aUur af byggingum eyði- lagðist. Þetta er nú ekki í frásögur færandi nema vegna þess að fólk virðist nú varla taka mark á þessu; —“ það flykkist tU borgarinnar og eftir- lit með nýjum byggingum er mjög takmarkað. Halda botngjarðirnar? Þegar litið er til gullkistu þjóðar- innar, flskimiðanna, koma að von- um upp margar spumingar í sam- bandi við nýtingu þeirra. í nóvem- ber á síðasta ári skilaði starfshópur um „framleiðni i fiskveiðum á ís- landi“ skýrslu til sjávarútvegsráðu- neytisins en hún var byggð á aðferð- um „lýsandi tölfræði" á árunum 1974 tU 1995 en ekki „tölfræðUegri álykt- unarfræði". í sem skemmstu máli lýsir skýrslan nærri stöðugt vaxandi framleiðni („þríþáttaframleiðni") eða samtals um 90% á öUu timabU- inu þrátt fyrir litlar breytingar á mörgum helstu breytistærðum á síð- ustu tíu árum tímabilsins; fram- leiðni i öðrum helstu greinum at- vinnulífsins hefur vaxið mun minna. Skýrslan er, svo langt sem hún nær, gott plagg en hætt er við að margir hagsmunaaðilar telji hana sakleysisvottorð varðandi atferli við veiðar og staðfestingu á ágæti núver- andi stjómkerfis flskveiða sem bein- línis valdi vaxandi framleiðni frá ári tU árs. Afleitt er reyndar að skýrslan nær ekki tU áranna ‘96 tU ‘99. Ekki er fjaUað um hvort heUdarmagn og verðmæti aUs botnflskafla eða af- urða af íslandsmiðum hafi þróast á viðunandi hátt eða hvort veiðiskip séu að „fleyta rjómann" ofan af fisk- stofnunum og sýni þvi góða fram- leiðni, m.a. með miklu brottkasti fisks. Hætt er við að skýrslan liti öðru vísi út ef henni hefði lokið nú sumarið 2000. Alvarlegar spurningar vakna varðandi Hæstarétt og niðurstöður hans í Vatneyrarmálinu svokaUaða, þ.e. hvort dómurinn hafi stuðst við umrædda skýrslu, þ.e. hvort núver- andi fyrirkomulag (aflakvótakerfi Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur með framsalsrétti) tryggi þjóðarhag varðandi stjóm- kerfi fiskveiða sbr. forsend- ur dómsins orðrétt: „Ríkir og augljósir almannahags- munir eru bundnir við verndun og hagkvæma nýt- ingu flskstofna á íslands- miðum“. Augljóst er að sjálfur grundvöllur skýrsl- unnar getur verið feyskinn eins og undirstöður Mexík- óborgar. Algjörlega óviðun- andi er að botnflskveiði sé enn á því róli að vera um helmingur þess sem áður var og þess sem flski- fræðingar hafa talið hámarksjafn- stöðuafla. Niðurstöður Hafró fyrir nokkrum vikum um veiðiþol botn- flskstofna er áfaU fyrir alla lands- menn, ekki bara útgerðarmenn, sjó- menn og flskifræðinga. Því skiptir nú öUu máli að fá áreiðanlegar upp- lýsingar um ástæður fyrir því að þorskafli hefur farið næstum stöðugt lækkandi frá 1987 og hversu mikla þýðingu brottkast fisks hafi í því sambandi en án iðkunar þrætubók- arlistar um fyrirframgefnar skoðan- ir á veiðistjórnun. Úr frændgarðf Færeyingar stjórna sínum fisk- veiðum með sóknartakmörkunum. Ekki verður betur séð en að þokka- lega hafi til tekist hjá þeim þótt leyfð hafi verið meiri sókn en fiskifræð- ingar lögðu tU. Petur Steingrund fiskifræðingur segir ekkert brottkast eiga sér stað hjá þeim. Því ber að meta þeirra aðferðir af fullri alvöru og undirbúa breytingar hérlendis en draga jafnframt úr ókostum sóknar- stýringar, sem eru kapphlaup í vél- arafli, fjölda veiðarfæra og stærð veiðiskipa. Ýmsar aðferðir eru til- tækar í því efni en ekkert kerfi verð- ur til án einhvers kapphlaups. Ef ís- lendingar bera gæfu til að koma al- veg í veg fyrir flsksóun og ná jafn- framt hámarksafrakstri af botnfisk- stofnum, er fyrst kominn tími til að auglýsa góða veiðistjórnun hér. Jónas Bjamason „Því ber að meta þeirra aðferðir affullri álvöru og undirbúa breytingar hérlendis en draga jafnframt úr ókostum sóknarstýringar, sem eru kapphlaup í vélar- afli, fjölda veiðarfœra og stcerð veiðiskipa. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.