Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 13 Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Tónlíst__________________________________________________________________________________________ Munúðarfull músík í Sigurjónssafni Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Judith Þorbergsson píanóleikari „ Veröur spennandi aö fylgjast meö ingibjörgu í framtíðinni en hún er mikill músíkant og skapaði meö eöiilegri sviösframkomu sinni afslappaö andrúmsloft og þægilega nánd viö áheyrendur, “ segir meöat annars /' gagnrýni Arndísar. Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hafa lengi verið fastur liður í menn- ingarlífi Reykjavíkur á sumrin. Á tónleikunum síðasta þriðjudag voru flytjendurnir þær Ingi- björg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Judith Þorbergsson píanóleikari en þær hafa áður lagt saman krafta sína er þær héldu saman tónleika í Salnum í Kópavogi á síðasta ári. Á efnisskrá voru fimm verk eftir jafnmarga höfunda, flesta ekki mjög þekkta meðal hins al- menna tónleikagests en Ingibjörg sagði litillega frá hverju tónskáldi fyrir sig á skemmtilegan hátt þar sem ekki var að finna neinar upplýsing- ar í efnisskránni sjálfri. Píanóið í aukahlutverki Sónata í B dúr eftir Alessandro Besozzi var fyrst á efnisskránni. Besozzi þessi var uppi á ár- unum 1702-1775 og var sjálfur óbóleikari en sónatan var upprunalega samin fyrir óbó. Þetta er afar fallegt verk, eins og reyndar öll verkin á efnisskránni, og er í fjórum köflum þar sem pí- anóið er í algeru aukahlutverki. Var það undir- strikað með því að hafa flygilinn hálfopinn, en ég er ekki frá því að það hefði farið betur á því að hafa hann opinn. Judith lék sinn part þó sam- viskusamlega en það heyrðist ekki nógu vel í henni. Ingibjörg sem lék öfl verkin á efnis- skránni án nótna (sem verður að teljast til und- antekninga nú til dags, nema á píanótóneikum) var öryggið uppmálað og lék vel af mikifli innlif- un. Sérstaklega var ánægjulegt að hlýða á trega- fúflan þriðja þáttinn þar sem mýktin í tóni Ingi- bjargar og falleg blæbrigði réðu ríkjum. Skorti sjálfstraust og öryggi Axel Jörgensen átti næsta verk á efnisskrá en að sögn Ingibjargar var hann vinur Antons Han- sens sem var virtur danskur básúnuleikari og samdi hann fjöldan allan af verkum fyrir hann og m.a. Rómönsuna ópus 21 sem hljómaði á tónleik- unum. Þar fékk Judith betur notið sín með opinn flygil og bitastæðari part og var samspil þeirra fmt í þessu ljúfa verki sem þær léku af tilfinn- ingu. 1. þáttur úr konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir Henri Tomasi hljómaði að sama skapi vel hjá Ingibjörgu sem lék hreint og örugglega og hélt verkinu saman af kostgæfni. Judith lék einnig prýðilega og músíkalskt en hefði á stund- um mátt taka svolítið betur á í hljómsveitarpart- inum. Aria et Polonaise fyrir básúnu og píanó eftir belgíska tónskáldið, Joseph Jongen, hljómaði því næst og var arían vel mótuð með faflegu og melankólísku flæði hjá þeim stöllum. Polonaisan var skýr í mótun og kröftuglega leikin en hefði þolað svolitið meiri snerpu frá þeim báðum. Judith virðist, þrátt fyrir ágætistakta, einhvern veginn skorta svolítið sjálfstraust í „erfiðu“ stað- ina og öryggi i hröð hlaup. Heimsins fegurstu laglínur Síðust á efnisskrá var svo Rómansa eftir Carl Maria von Weber þar sem saman eru komnar nokkrar heimsins fegurstu laglínur og settar saman í afar munúðarfulla músík sem lék í hönd- um þeirra Ingibjargar og Judith. Þær gáfu tilfinn- ingunum lausan tauminn og varð útkoman af- skaplega áheyrileg. Verður spennandi að fylgjast með Ingibjörgu í framtíðinni en hún er mikill músíkant og skapaði með eðlilegri sviðsfram- komu sinni afslappað andrúmsloft og þægilega nánd við áheyrendur. Amdls Björk Ásgeirsdóttir Súkkulaðitertud j ass Undanfarið hefur djass- hljómsveitin Peanut Fact- ory verið að leika svolítið fyrir íslendinga. Þessi hljómsveit er skipuð þremur Dönum og einum Islendingi. Jesper Lövdal leikur á tenór-saxafón, Jeppe Skovbakke á kontrabassa, Stefan Pas- borg á trommur og Hauk- ur Gröndal á alto-saxafón. Haukur hefur undanfarið verið við nám í Rytmisk musik konservatorium í Kaupmannahöfn sem er annexía frá Hinu konung- lega konservatoríi klassik- m'innar þar f borg. Þar er kennari hans Frederik Lundin, sem kom hingað til lands um árið, lék með Pierre Dörge á djasshátíð og enn áður lék hann hér með Sigurði Flosasyni í öflugum skandinavísknm sextett. Nemendur skólans em með ýmis hliðarverk- efhi í gangi með náminu til að öðlast reynslu og ná sér í einhverja aura, kannski. Að sögn Hauks kom Hnetufabrikkan tvisvar fram á nýliðinni djasshátíð í Kaupmannahöfn, svo skelltu þeir sér upp til íslands félagamir og léku í Deigl- unni á Akureyri. í Mývatnssveit var slegið upp balli með hljómsveitinni um síðustu helgi og á þriðjudagskvöldið voru þeir á Sóloni. eins og inn síðustu helgi. Einnig hafa þeir flutt frum- samið efni. Á Garðatorgi í Garðabæ siðdegis á miðvikudaginn bauð hljómsveitin upp á standarða á borð við Softly as the Morning Sunrise, Sunny Side of the Street og fleiri slíka. Weaver of Dreams var þarna, að vfsu án laglínunnar. Þetta var svona pönnuköku- og súkkulaðitertudjass af bestu gerð. Greinilegt að piltamir laga sig eftir að- stæðum hverju sinni eins og kameljón. Yfirbyggt torgið er ekki góður staður til tónleikahalds því að bergmál er mikið. Hljóð- færaleikaramir létu það ekki á sig fá og reyndu að spila á ekkóið eða réttara sagt með því og útkoman var alveg i lagi ef setið var nálægt hljómsveitinni. í Peanut Factory eru fyrir- taksspilarar, allir ungir að árum með framtíðina fyrir sér. Leikur þeirra einkennd- ist af öryggi og áreynslu- leysi. Danirnir em nú horfnir til heimahaganna en Haukur fer síðar og lætur ef- laust eitthvað meira í sér heyra áður en langt um líður, hugsanlega verður það á Jómfrúnni í Lækjargötu. Ingvi Þór Kormáksson DV-MYND INGÓ Djassbandlð Peanut Factory Þeir hafa iagt sig eftir aö spinna í frjálsum formum (free jazz) og ófrjálsum, eiga það til aö leika fönk og sömbur eöa jafnvel hátfgeröa ballmúsík. Einnig hafa þeir flutt frumsamiö efni. Eins og kamelljón Hljóðfæraleikaramir segja efnisskrána fara eftir því hvar sé spilað og við hvaða aðstæður. Þeir hafi lagt sig eftir að spinna í frjálsum form- um (free jazz) og ófrjálsum, eigi það til að leika fönk og sömbur eða jafnvel hálfgerða ballmúsík f ran á síðustu öld Á sunnudaginn kl. 21 verða haldnir ljóðatónleikar í ís- lensku óperunni. Söngvararnir Berg- þór Pálsson, barí- tón, Birna Ragnars- dóttir, sópran, og Signý Sæmunds- dóttir, sópran, munu flytja lög eftir Sal- björgu Sveinsdóttur Hotz við ljóð eftir Eðvarð T. Jónsson og við ritningar og bænir eftir Bábinn, Bahá’u’lláh og Ábdul-Bahá. Píanóundirleik annast Salbjörg og munu flest lögin verða frumflutt á þessum tónleikum. Titill tónleikanna er Aldahvörf og yrkisefni þeirra og sögusvið er íran á síðustu öld. í ljóðunum eru dregnar upp mynd- ir af sönnum atburðum og miðla þau anda viðburðarásanna frá þeim tíma og fram á okkar daga. Marta María í Stöðlakoti Á morgun kl. 14 opnar Marta María Hálfdanardóttir glerlistakona sýn- ingu sína í Stöðla- koti, Bókhlöðustíg 6. Kallar hún sýn- inguna Ljós - brot og þar sýnir hún sjálfstæð steind glerverk og samleik járns og glers þar sem ólíkir efniviðir tóna sig saman og mynda sérstök verk. Þetta er áttunda einkasýning Mörtu Maríu, en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum, bæði hér heima og í Þýskalandi. Sýningin stendur til 13. ágúst og er opin daglega frá 14-18. Arnaldur leikur við Mývatn Á morgun verða haldnir íjórðu sumar- tónleikamir við Mý- vatn. Amaldur Arnar- son gítarleikari leikur í Reykjahlíðarkirkju tónlist frá Spáni og Suður-Ameríku, ásamt íslenskum þjóðlagaútsetningum fyrir gítar eftir Jón Ásgeirsson. Amald- ur er löngu landskunnur listamaður og hefur reglulega komið heim til tón- leikahalds, en hann er búsettur í Barcelona á Spáni. Að þessu sinni verða tónleikarnir í Reykjahlíðar- kirkju einu tónleikar hans hér á landi og mun hann seiða fram suðræna hljóma og sveiflu í bland við íslenskan þjóðararf. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er að- gangseyrir kr. 800. Páll Stefánsson umhverfis landið □ Iceland Review hefur gefið út bók eftir Pál Stefánsson ljósmyndara sem nefnist 1881 km. Bókin er afrakstur ferðalags sem Páll fór í á síðasta ári, en þá ákvað hann að leggja upp frá Lækjartorgi og aka hringveginn á fjór- um dögum, stansa á 20 km fresti og taka mynd af hverju því sem bæri fyr- ir augu uns hann kæmi á ný í miðbæ Reykjavíkur. Hann gekk að sögn lengst fimmtíu metra frá bílnum til þess að finna myndefni. Árangurinn er 1881 km íslenskt landslag í öllum sínum fjölbreytileika; tignarleg fjöll, firðir sem birtast og hverfa, hestar á beit sem líta upp rétt sem snöggvast, vökull smalahundur á bæjarhlaði - og alltaf er vegurinn fram undan, teygir sig endalaust gegnum víðáttuna í síbreytilegri birtu, togar ljósmyndarann æ lengra i leit hans að hjarta landsins. Páfl Stefánsson er einn þekktasti ljósmyndari landsins. Hann nam ljós- myndun í Sviþjóð og hefur síðan starf- að sem ljósmyndari og myndritstjóri hjá Iceland Review. Myndir hans hafa birst í fjölda tímarita og bóka, bæði heima og erlendis. Þá hefur hann tekið þátt í ailmörgum ljósmyndasýningum. Meðal bóka Páls má nefna Panorama og Land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.