Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö ! DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 Hríðlækkandi dagprísar á bensíni í Svíþjóð - enn óbreytt hér á landi. Bls. 2 Hellisheiði eystri: Valt niður 25 metra brekku Roskinn maður velti jeppa sín- um niður 25 metra bratta brekku á Hellisheiði eystri um hádegis- bilið i gær. Maðurinn var einn í bílnum og missti hann stjórn á honum í lausamöl þar sem verið er að vinna við vegaframkvæmd- ir. Að sögn lögreglunnar á ^Vopnafirði bjargaði það lífi mannsins að hann var spenntur í bílbelti. Maðurinn reyndist mikið slasaður og var fluttur á heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum og þaðan á Fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði. Bíllinn er gjörónýtur. -SMK , Verðlaunaleikkona og nauðganir í Helgarblaði DV er að finna viðtal við hina efnilegu leikkonu Söru Dögg sem vann til verð- launa fyrir leik sinn í Myrkra- höfðingjanum á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Kóreu fyrir skömmu. Fjallað er um ættleið- ingar og Ólaf Ragnar Grímsson sem er að hefja sitt annað kjör- tímabil sem forseti þjóðarinnar. Einnig eru gefin ítarleg sjálfs- varnarráð, sem eru kjörin fyrir verslunarmannahelgina, og fjall- að um nauðganir. Rán í skartgripaverslun í Kópavogi: Rændu milljóna- virði í skartgripum Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborginni í Kópavogi á sjötta tím- anum í morgun. Þjófamir höfðu á brott með sér skartgripi og skiptir söluverð- mætið miiljónum. „Þeir brjótast inn um rúðuna héma og fara inn í verslunina. Þeir vom með exi, sem þeir skildu svo eftir og rann- sóknarlögreglan tók í morgun, og bmt- ust svo inn í fjóra skápa og einn af- greiðsludisk og hrifsuðu með sér arm- bandsbakka, hálsfestabakka og dem- antshringabakka," sagði Óli Jóhann Daníelsson, guilsmiður og eigandi, þeg- ar DV talaði við harrn í morgun. Þjófavamarkerfið fór í gang og hafði Securitas samband við Óla, sem og lög- regluna. Þjófamir virðast hafa verið vel undirbúnir og unnið hratt, þvi þeir vom á bak og burt er lögreglan mætti á staðinn örfáum mínútum eftir að þjófavamakerfið fór í gang. Ásamt ex- inni skildu þeir sleggju eftir fyrir utan búðina. „Það er ótrúlegt, þeir arka síðan út um glerið aftur en það er ekkert blóð þar, þeir skera sig ekki neitt,“ sagði Óli Jóhann. Verðmæti skartgripanna sem stolið var er á milli funm og sex millj- ónir, en hann var ekki búinn að gera nákvæma vömtalningu. Lögreglan í Kópavogi hefur nú mál- ið til rarmsóknar. -SMK F j ármálaef tirlitið: Grunur um inn- herjasvik - málið til rannsóknar Ríkislögreglustj óraembættinu hefur borist mál frá fjármálaeftir- litinu þar sem þess er óskað að lög- reglan kanni hvort efni séu til að rannsaka hvort stjórnarmaður í Skeljungi hafi brotið lög með ákveðin innherjaviðskipti. Málið barst embættinu tiltölulega nýlega. Þetta hefur DV fengið staðfest. Mál- ið verður skoðað hjá ríkislögreglu- stjóra á næstunni - hvort efni séu yfir höfuð til að rannsaka málið - hvort þær upplýsingar sem um var að ræða teljist þess eðlis að hátt- semin hafi varðað við lög. Málið snýst um hvort stjórnar- maður í Skeljungi hafi brotið gegn lögum með innherjaviðskiptum með hlutabréf í félaginu, sem áttu sér stað á síðasta ári. Fjármálaeftir- litið mun hafa haft málið til athug- unar í allnokkurn tíma áður en því var vísað til ríkislögreglustjóra. Ekki hafa fengist upplýsingar um umfang viðskiptanna. Páll Gunnar Pálsson, forstöðu- maður Fjármálaeftirlitsins, kvaðst ekki vilja tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Kristinn Björnsson for- stjóri Skeljungs hafði ekki tök á að ræða málið við DV í morgun. Bene- dikt Jóhannesson stjómarformaður Skeljungs kvaðst í viðtali við DV í morgun ekki þekkja málið efnis- lega. Hann gæti því ekki tjáð sig um það á þessu stigi. JSS/Ótt DV-MYND HILMAR ÞÓR Rán var framiö í Gullsmiöju Óla í Kópavogi í morgun Eigandinn, Óli Jóhann Daníelsson, sagði aö verömæti skartgripanna sem þjófarnir höföu á brott meö sér næmi milljónum. Franskir ferðamenn í hremmingum: Rútuslys viö Lakagíga - tvær konur fluttar á sjúkrahús Á sjötta tímanum í gær valt rúta frá Safari-ferðum með franska ferðamenn á veginum að Lakagíg- um. Tvær konur slösuðust og voru fluttar meiddar í baki með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Lenti þyrlan með konumar við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 20.30 í gærkvöldi. Meiðsli þeirra reyndust þó minni en óttast var í fyrstu. Rútan var á leiðinni úr Lakagíg- um er hún valt á þröngum vegi við Hurðarbak, skammt frá Fagrafossi í Geiradalsá. í rútunni voru 16 manns, fjórtán franskir ferðamenn, íslenskur fararstjóri og ökumaður. Lögregla og allt tiltækt björgunarlið kom fljótlega á staðinn, en í fyrstu var talið að þrennt hafi slasast. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og óttast var að um alvarlega áverka gæti verið að ræða þar sem tvær konur voru meiddar á baki. Ekki þótti forsvaranlegt að flytja konumar sem slösuðust um holótt- an veg til byggða og voru þær því sendar með þyrlunni til Reykjavik- ur. Að sögn lögreglu í Vík gaf veg- kantur sig með þeim afleiðingum að rútan lagðist rólega á hliðina. Vegkanturinn er ekki hár þar sem rútan valt og mun hún hafa skemmst tiltölulega lítið. Björgunarsveitarmenn fluttu 12 farþega auk bílstjóra og leiðsögu- manns í félagsheimilið á Klaustri en þaðan fór fólkið á Hótel Kirkju- bæjarklaustur þar sem það snæddi mat og fékk gistingu i nótt. -HKr. Frá slysstaö viö Huröarbak Tvær konur meiddar í baki voru fluttar meö þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Kirk jubæ j arklaustur: Erlendir ferða- menn í bílslysi Bill með fimm erlendum ferða- mönnum valt rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur í gærdag. Konan sem ók bílnum var tals- vert mikið slösuð og var flutt til Reykjavíkur i fylgd með eigin- manni sinum. Hann og hinir þrír farþegarnir sluppu tiltölulega lít- ið meiddir og voru þeir fluttir til eftirlits á heilsugæslustöðina í Vík í Mýrdal. Bíllinn er ónýtur. -SMK Pantið í tíma dajar i Þjóðhátíð FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 £

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.