Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 25
29 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 H>V Tilvera Mymibíintlá/ía/ínrýi Two Hands ★★★i For- múla sem virkar Hvað svo sem annað má segja um Reservoir Dogs þá sýndi hún að það er hægt að gera góðan og söluvæn- an trylli fyrir lítinn pening. Þú þarft ekki stjörnur, sprengingar og dýrar tæknibrellur, góður leikstjóri getur náð miklu úr ódýrum leikhóp og góðu handriti. Þetta form er tilvalið fyrir unga leikstjóra að koma sér á framfæri og sýna getu sína. Ástralski leikstjórinn Gregor Jor- dan er ófeiminn við að fá ýmislegt lánað úr smiðjum annarra leik- stjóra. Tilvísanir í Reservoir Dogs og Lock Stock and Two Smoking Barrels eru ekki úr lausu lofti gripnar, en einnig má fmna þarna hasarblaðarómantik í draugum og hefndarenglum, ekki laust við að manni verði hugsað til The Crow. Sagan er kannski ekki beinlínis frumleg, en framsett á þróttmikinn hátt, krydduð með litríkum persón- um, ágætum leikurum (þ.á m. kostulegum Bryan Brown í hlut- verki krimmakóngsins), kraftmik- illi tónlist og svörtum húmor í bland við stíliseraðan hrottaskap sem á köflum er sláandi. Hér er vissulega verið að fara eftir ákveð- inni uppskrift en það er góð upp- skrift, vel matreidd af góðum kokki og bragöast alveg hreint ágætlega. -PJ Útgefandi Bergvlk. Leikstjóri Gregor Jord- an. Aðalhlutverk: Heath Ledger, Rose Byrne og Bryan Brown. Áströlsk, 1999. Lengd 90 mín. Bönnuö innan 16 ára. Tvær frímerkjasýningar á Kjarvalsstöðum: S Ahugamenn um frímerki fjölmenntu í gær voru tvær frímerkjasýningar opnaðar á Kjarvalsstöðum. Annars vegar er það sýningin Nordjunez 2000, sem er norræn sýning ungra safnara, og hins vegar Diex 2000 sem er sam- sýning íslenskra og þýskra safnara. Múgur og margmenni voru við opn- unina; ungir sem aldnir frímerkja- safnarar voru mættir á staðinn og áhuginn á sýningunum tveimur leyndi sér ekki. Sýningarnar standa yfir helgina og mikil spenna er meðal sýnenda um hverjir hljóta verðlaun fyrir söfn sín. DV-MYNDIR INGÓ ★ Anægð með opnunina Sýningarstjórinn Siguröur R. Pétursson og Guöný Edda Magnúsdóttir voru af- skaplega ánægö meö hve vel opnunin tókst. Engin smásýning hér! Frímerkjasafnarinn Guöbjartur Kjartansson stendur hér ásamt vösku liöi frá Stöö 2, þeim Hauki Hólm frétta- manni og tökumanninum Konráöi Pálmasyni. Tríó Sigríöur Sigurbergsdóttir, Kristín Samúelsdóttir og Guö- laug Jónína Aöalsteinsdóttir, sölukonur hjá Thorvaldsens- félaginu, gáfu sér tíma til aö líta upp og brosa til Ijós- myndarans. Tvær kynslóðir Arnþór Sigurösson nemi og Aöal- heiður Diego bókari eiga þaö sam- eiginlegt aö hafa mikinn áhuga á frímerkjum. Ameríkanar mættu líka Þær Birna Boudreau húsmóöir og Ambur Therrion nemi eru staddar hérlendis og ákváöu aö skella sér á sýninguna. Gamalreyndir! Sveinn Ólafsson myndskeri og Reynir Björnsson loft- skeytamaöur eru gamalreyndir frímerkjasafnarar og voru aö sjálfsögöu mættir til aö skoöa sýninguna. Anna and the King ★★★★ Ólíkir heimar og heillandi árekstrar þeirra Sagan og myndin er sérstaklega falleg en þó eru nokkur sérlega óhugnanleg atriði á sumum stöðum í myndinni. Kemur það nokkuð á óvart sökum þess að myndin er leyfð fyrir alla aldurshópa en þó er víst þörf á að hafa eitthvað ljótt í svona myndum til að undirstrika fegurðina. Anna Leonowens, eða Frú Le- onowens eins og hún er kölluð, neyðist til að fá sér vinnu til að sjá sér og syni sínum farborða eftir að maðurinn hennar deyr. Hún tekur að sér einkakennslu prins í Síam. Þar er hún fljótlega sett í það verk að kenna öllum bömum Mongkut konungs í Síam. Ekki er þó allt paradís og ýmsir menningarlegir árekstrar verða milli bresku döm- unnar og síömsku nemendanna og vinnuveitanda. Einnig er mikil skæruhemaður í gangi í Síam og allt stefnir í ófrið. Jodie Foster hefur leikið í fjölda mynda og hún nokkuð traust leik- kona. Hún túlkar prýðilega saman- herptu bresku kennslukonuna. Chow Yun-Fat sýnir líka góðan leik. Hönnun búninganna er hreint út sagt stórkostleg. Litadýrð og sam- setning myndar sérlega samstillta mynd. Leikstjórinn blandar þessu svo öllu í sérlega fallega myndramma. Það er hrein unun að horfa á hvem myndramman á fætur öðrum. Mynd sem vert er að leyfa sér að njóta. -GG Útgefandl Skífan. Lelkstjóri Andy Tenn- ant. Aöalhlutverk: Jodie Foster og Chow Yun-Fat. Bandarísk, 1999. Lengd: 142 mín. Leyfö öllum aldurshópum. Sérstakir grænþörungar liggja í milljónatali á ýmsum stöðum á botni Mývatns: Japanar kvikmynda kúluskít í Mývatni - Mývatn er eina vatnið í heiminum fyrir utan Akanvatn í Japan sem hefur slíkt Japanskt sjónvarpsfólk kom til Mývatns í gær þar sem ætlunin er að afla efnis um hinn einstaka kúlu- skít - boltalaga grænþörunga sem Kúluskítur er m.a. á botninum við suðaustanvert Mývatn. liggja í milljónatali á ýmsum stöð- um á botni vatnsins. Þessir sér- stöku boltar eru svipaðir viðkomu og mjúkur bursti. Mývatn er eina vatnið í heiminum þar sem kúluskítur hefur fundist fyrir utan Akan- vatn á Hokkaido-eyju i Japan. Það er einmitt þaðan sem framangreint sjónvarpsfólk er. í Japan er sérstök hátið haldin reglulega i tengslum við kúluskítinn í Akanvatni sem er friðað. Kúlumar þykja mjög merkilegar þar I landi. Kúluskítur kemur gjaman í netin hjá bændum við Mývatn. Samkvæmt upplýsing- um DV eru vel á annað hundrað kúlur á hverj- um fermetra á vissum stöðum í Mývatni. Helstu svæðin eru í suð- austurhluta Syðriflóa, austur af eyjunum, og á svæði í Ytriflóa sem Kís- iliðjan hefur ekki dýpkað. Vísindamenn hér heima hafa ekki getað svarað því nákvæmlega með hvaða hætti kúlurnar mjúku myndast í botninum. í Japan hafa hins vegar ýmsar kenningar komið fram. Á öðrum stöðum í Mývatni myndast einnig þörungabotn sem minnir mjög á kúluskitinn hvað viðkomu snertir - þar eru ekki bolt- ar heldur myndast þar mjúkt yfir- borð sem er eins og teppi viðkomu. Hjá náttúrurannsóknamiðstöð- inni að Skútustöðum við sunnan- vert Mývatn eru sýnishom af kúlu- skít f þar til gerðum vatnsbúrum. -Ótt A annaö hundrað boltar liggja á hverjum fermetra Kúluskítur hefur hvergi fundist ann- ars staöar í heiminum en í Mývatni og í Akanvatni í Japan. JAN KETIL PRESENTERER Reykjavík, í Laugardal: / SÍÐUSTU SÝNINGAR! í dag 28. júlí kl. 19. .. n Selfoss: lau. 29. júlí kl. 19 - sun. 30. júlí kl. 17. DV-MYNDIR GVA Kúluskítur er boltalaga mjúkur grænþörungur Boltarnir eru svipaöir viökomu og mjúkur bursti, jafnvel loöinn tennisbolti. * Höfn: mán. 31. júlí kl. 19 - þri. 1. ág. kl. 17. M ■ J Seyðisfjörður: mið. 2. ág. kl. 19. Miðasala opin daglega frá kl. 14 h .. * 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.