Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 Fréttir I>V Merkilegur fornleifafundur í Laxárdal í Nesjum: Fýrsta blóthúsið sem finnst hérlendis Ljós í atvinnumálum Vestur-Skaftfellinga: Mýrdælskir laukar til útflutnings í sumar hefur verið unnið að upp- grefti við fombýlið Hólm í Laxárdal í Nesjum en þar fannst kuml árið 1902. Dr. Bjarni Einarsson fomleifafræð- ingur fann leifar af litlu húsi á þess- um slóðum nú í sumar. „Ég er viss um þetta er blóthús og fyrsti blótstað- urinn sem fmnst hér á landi. Ég kýs að kalla þetta blótstað en það era ekki allir sammála því. Ég er hins vegar sannfærður," segir Bjarni. Bjarni segir leifarnar vera frá ár- unum 871-872 og á þvi tímabili hafi þessi staður verið í notkun; það liggi ljóst fyrir og aldursgreiningar styðji það að miklu leyti. „Hér hafa menn matast og við höfum fundið bein úr nautgripum, hestum, kind- um, svínum, hænum, rjúpum og úr einhverjum vaðfugli. Hér eru stoða- holur sem við eigum efitr að rann- saka,“ segir Bjami, en einnig hafa fund'ist fjölmargir gripir og urmull soösteina sem hefur verið kastað í hólinn til að gefa guðunum, blíðka þá, múta þeim eða til að fá þá á sitt band. Einn maður hefur verið heygður þama. „Þetta er svo lítið hús að hugsan- legt er að aðeins einn maður hafl komið í blóthúsið og fært hinum látna mat. Stoðholurnar eru hluti af þeim atburðum sem hér hafa átt sér stað; einhverjir trúarlegir atburðir að heiðnum sið. Við höfum hér allt ferlið fyrir framan okkur,“ segir Bjami. Að sögn Bjama hafa menn greini- lega komið með dýr í blóthúsið og væntanlega slátrað þeim. „Þau hafa verið brytjuð niður á fjalhöggi sem við fundum héma, síðan soðin og etin og beinunum dreift um allan hólinn. Hér hefur farið fram athöfn í minningu þess látna sem hér fannst 1902. Stefnt er að því að fletta ofan af öllum hólnum þar sem kum- lið og blóthúsið var þótt ekki takist það í sumar. Heildin er öll mjög merkileg og við megum ekki skilja eftir neina lausa enda,“ segir Bjami Einarsson fornleifafræðingur. -ji PV, SUDURLANDI:____________________ „Við erum að fara utan til Skotlands að kynna okkur þessa framleiðslu, Skotamir eru búnir að vera í þessu síðan 1968. Þar eru nú framleidd um 2000 tonn af laukum," sagði Magnús Ágústsson, ylræktar- ráðunautur Bændasamtaka íslands, við DV en í næsta mánuði er áætlað að hefja tilraunaræktun á blóm- laukum í Vestur-Skaftafellssýslu. Ræktun þeirra er víöa stunduð er- lendis og til að kynna sér aðstæður á ræktunarsvæðum er hópur fólks á leið til Skotlands. Upphaflega er hugmyndin að verkefninu komin frá Hannesi Kristmundssyni, garð- yrkjubónda í Hveragerði. Aö verk- efninu standa Garðyrkjuskóli ríkis- ins, Bændasamtök íslands, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Suðurlandsskógar. Engir sjúkdómar og engin meíndyr „Skotarnir byrjuðu að rækta páskaliljur í samstarfi við Hollend- inga. Það sem þeir hafa verið að horfa til er það sama og við. Hér eru engin meindýr sem lifa á páskalilj- um og eiginlega engir sjúkdómar sem hugsanlega gætu háð þessu. Einangrun landsins gerir það að verkum, auk stutts sumars og kuld- ans. Það er allt þetta sem gerir þetta svona áhugavert," sagði Magnús. Ræktunin fer þannig fram að tek- in eru svokölluð laukblöð sem mynda smálauka. Ætlunin er að rækta þessa smálauka upp í þá stærð sem þarf til að geta notað þá til blómaræktar. Magnús segir það sem horft hafi verið til þegar leitað var að heppileg- um stað fyrir ræktunina hafi veriö að i Vestur- Skaftafellssýslu séu til- tölulega mildir vetur, þar sé nóg land og byggðin hafi staðið frekar höllum fæti undanfarið. Laukarnir eru settir niður upp úr miðjum ágúst. Þá mynda þeir ræt- ur, síðan eru þeir látnir vera niðri í tvö ár áður en þeir eru teknir upp aftur, yfirleitt í endaðan júlí tveim- ur árum seinna. „Þar sem aðstæður eru betri, eins og í Hollandi og Frakklandi, er ræktað í eitt ár. En það sem við fáum með þessu eru stærri laukar og stærri laukar þýða fleiri blóm,“ sagði Magnús. Páskaliljur í janúar Til að byrja með er stefnt á að 3 - talið vera frá árunum 871 til 872 DV-MYND JÚLlA Dr. Bjarni Einarsson ásamt starfsliði Meö Bjarna á myndinni eru Leifur, Daníel, Björn og Iris Lind ásamt hundinum Busa. Hentugur ræktunarstaður Viö ræktunina þurfum viö moldarblendinn sandjaröveg sem nóg er af fyrir austan, “ segir Magnús. Skyldi þetta veröa framtíðarræktunarstaöur páskalilja og hýasinta? Páskaliljur Þegar þær fara aö fást hér, alíslenskar, lungann úr ár- inu þá kallast þær víst ekki páskaliljur öllu lengur. rækta upp í innan- landsmarkað en síðan á að gera markaðsathuganir erlendis. Bundnar eru vonir við að i fyrstu verði aðeins fluttir út laukar en í framtíðinni fari ræktunin alfarið fram hér á landi, frá lauk að blómi. „Við erum vön því hér á landi að páskaliljur fáist aðeins um pásk- ana en víðast hvar í heiminum heita þær nassisus og menn selja þær af- skornar frá því í lok janúar. Það er eins með jóla- stjörnuna, það eru til hvítar og gular jólastjörnur sem hægt væri að selja um hvítasimnu og páska. Hýasintur, til dæmis, eru á mörgum blómasýningum að vori uppistaðan í blómaskreytingunum en hér þekkjum við þær aðeins um jólin.“ Ræktun laukanna fer fram á ekki ósvipaðan hátt og kartöfluræktun nema settur er niður lítill laukur sem verður að einum stærri. Svæð- in sem verið er að skoða fyrir rækt- unina eru fjögur í nágrenni Kirkju- bæjarklausturs og í Mýrdal. í til- raununum er áætlað að vera með um 3000 ferm. Enn er ekki búið að velja ræktendur. Magnús segir það stuðning frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem geri verkefnið mögulegt. „Síð- an vonum við að Atvinnuþróunar- sjóður Suðurlands komi að þessu. Það var að visu búið að sækja til hans en þetta fékk ekki skilning í fyrstu. Við ætlum að sækja um aftur vegna markaðsrannsóknanna. Þetta er náttúrlega eins og snjó- bolti, fjöldi manns hefur áhuga á að vita hvað þetta gengur út á og hvort þeir komist inn í verkefnið," sagði Magnús Ágústsson ylræktarráðu- nautur. -NH Kf^.T?T!Trii KriStjáns5on notfang: sandkom@ff.is Temmileg laun Athygli hefur vakið að Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sem gjaman hefur verið talin málsvari lítil- | magnans í þjóðfé- laginu, skuli ekki hafa neitt við 1250 þúsund króna mánaðalaun forseta íslands að athuga er Dagur spurði hana um hvort þau væru hæfileg eftir úrskurð Kjaradóms. Það vek- ur ekki síður athygli að á sama stað telur Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, sem frekar er talinn til þeirra sem betur mega sín, að laun for- seta séu orðin ansi rífleg. Sagt er að verkafólk sem verið hefur á launum frá 50 til hundrað þúsund á mánuði hugsi nú gott til glóðar- innar fyrst temmileg laun að mati þessara aðila eru talin vera í það minnsta vel yfir milljón... Árnakirkja Árni Johnsen leikur aðalhlut- verkið í Eyjum um helgina er vígð verður stafkirkja sem er þjóðargjöf Norðmanna til ís- lendinga í tilefni af þúsund ára kristnitökuafmæli á íslandi. Margt fyrirmenna verður viðstatt athöfnina, svo sem Davíö Oddsson, Karl Sigurbjömsson, biskup, Haraldur Noregskonung- ur og Sonja drottning, Ólafur Ragnar Grimsson forseti, ráðherr- ar og aðrir gestir. Þykir mörgum sem Árni hafi þama bætt heljar- mikilli rós í hnappagat sitt með því að plata sjálfan Noregskonung til gefa Vestmannaeyingum kirkju. Segja gárungar þetta með ráönum hug gert hjá Áma. Hann er stakur bindindismaður og því hafi honum alltaf þó nafnið „Landakirkja" minna um of á görótta drykki. Nú er sem sagt risin ný kirkja i Eyjum og er talið næsta víst og hún verði nefnd Árnakirkja... Þetta lagast Einar Sigurðs- son framkvæmda- stjóri hjá Flugleið- um, á ekki sjö dag- ana sæla um þessar mundir. Ekki virð- ist eiga af félaginu að ganga varðandi bilanir á flugvélum og endalausum töf- um á flutningi farþega yfir hafið. Vart líður sá dagur að ekki megi lesa heilu skammardálkana í dag- blöðum frá öskureiðum farþegum. Gárungar segja að senn fari að ræt- ast úr raunum Einars. Vegna hremminga að undanfömu hefur fé- lagið farið þá leið að bæta fólki upp ónæðið með því að gefa ferðir út og suður. Brátt verði svo komið að heilu flugvélafarmamir verði með fólk á ókeypis fargjöldum af þess- um sökum. Því hljóti að koma að því á endanum að einhver verði ánægður með þjónustu félagsins... Til Noregs Hljótt hefur ver- ið um ferðir vík- ingaskipsins ís- lendings undan- farna daga. Sigl- ingatæki Páls Bergþórssonar veðurfræðings, húsasnotran, sem hann smíðaði að hætti víkinga og lét áhöfninni í té mun er siðast fréttist hafa reynst afskaplega vel. Þótti hún ekki gefa háþróuðum GPS-staðsetningakerf- um neitt eftir. Vegna fréttaleysis um ferðir skipsins voru gárungar þó farnir að efast um að hönnun Páls hefði verið alveg rétt. Velta menn fyrir sér hvort „vestur" hafi örugglega verið réttu megin á húsasnotrunni eða hvort skipið sé nú ef til vill á leið til Noregs...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.