Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára__________________________________ Sigurður Magnússon, Skjólbraut la, Kópavogi. *■ 80 ára__________________________________ Pétur Grímsson, Heiðargeröi 70, Reykjavík. Z5_ára__________________________________ Jón Sturluson, Kársnesbraut 51a, Kópavogi. Ólafur Sveinsson, Brunnum 19, Patreksfirði. Þórður Jóhannsson, Bröttukinn 17, Hafnarfiröi. 70 ára _________________________________ 7^F~1 Jóhanna Brynjólfsdóttir, y* Háholti 16, Hafnarfiröi, .jþ: ■zJKl veröur sjötug sunnudaginn * — JB 30.7. nk. Hún dvelur í sumarbústaö sínum og M tekur þar á móti ættingj- ™ um og vinum laugardaginn 29.7. eftir kl. 17.00 Guðmundur Þorsteinsson, Hverafold 106, Reykjavík. Hrefna Hannesdóttir, Svarthömrum 7, Reykjavík. Jóhannes Hjálmarsson, Seljahlíö lli, Akureyri. Ólöf Jóhannsdóttir, Hlíöarvegi 3, Kópavogi. 60 ára__________________________________ Brynjar Friðleifsson, Ásvegi 9, Dalvík. Eygló Bryndal Óskarsdóttir, Vallengi 6, Reykjavík. Guðfinna Guðlaugsdóttir, Greniteigi 51, Keflavík. Hjördís Hjörleifsdóttir, Brekkubraut 14, Akranesi. Hrafnhildur Pedersen, Grandavegi 42, Reykjavík. Þorsteinn Sigurðsson, Lækjargötu 14, Hafnarfirði. 50 ára_________________________________ Eiríkur Þorleifsson, Vöröubergi 20, Hafnarfirði. Ema S. Kjærnested, Marargrund 6, Garöabæ. Guðmundur Finnsson, Varmalandi, Grenihlíö 5, Reykholtsdal. Ingibjörg Eiríksdóttir, Vesturhólum 3, Reykjavík. Ingimundur Sigurðsson, Hlíðarvegi 29, Ólafsfiröi. Smárí Baldvinsson, Borg, Króksfjaröarnesi. Öm Ármann Jónsson, Fálkakletti 9, Borgarnesi. 40 ára__________________________________ Andrés Magnússon, Grettisgötu 22c, Reykjavík. Eyjólfur Kolbeinn Eyjólfsson, Frostafold 20, Reykjavík. Gísii Ingason, Hæðarseli 24, Reykjavík. Gísli Ólafsson, Hellnafelli 6, Grundarfirði. Hörður Ingi Sveinsson, Ásgaröi 7, Reykjavík. Ólöf Kristín Einarsdóttir, Grenibergi 5, Hafnarfiröi. Vilborg Kristín Oddsdóttir, Úthlíð 6, Reykjavík. Þorsteinn Skúli Ingason, Faxaskjóli 24, Reykjavík. Þuríður Stefánsdóttir, Keilufelli 9, Reykjavík. Öm Smári Gíslason, Kópalind 12, Kópavogi. Smáauglýsingar visir.is Andlát Einar Einarsson vélstjóri, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánud. 24.7. Laufey Guðný Kristinsdóttir, Álfheimum 44, lést á Landspítalanum þriðjud. 25.7. Alfreð Haraldsson frá Neskaupstað lést fimmtud. 13.7. sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. XJrval - Gott í flugið Andlát Benjamín Eiríksson hagfræðingur Meö stefnumótandi álitsgerðum sínum vöröuöu þeir dr. Benjamín og Ólafur Björnsson prófessor leið viöreisnarstjórnarinnar út úr áratuga haftastefnu. Benjamín varö vitni aö sögulegum viöburöum og fann svo sannarlega til í ,,stormum sinnar tíðar". Hann varö vitni aö fullveldistökunni fyrir framan Stjórnarráöiö 1. desember 1918, varö vitni aö og stóð nokkra metra frá Hitler viö vatdatöku hans í Berlín 30. janúar 1933, sá Stalín í Moskvu 1. maí 1936 og missti unnustu sína og dóttur í klærnar á sovésku leyniþjónustunni ári síðar. Hann sá þær aldrei aftur og frétti aldrei um afdrif dóttur sinnar. Dr. Benjamín H.J. Eiríksson hag- fræðingur, Hringbraut 50, Reykja- vík, lést á elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund sunnudaginn 23.7. s.l. Hann verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík fóstudaginn 28.7. kl. 15. Starfsferill Dr. Benjamín fæddist í Hafnar- firði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1932, stundaði nám við Friedrich Wilhelm Uni- versitát í Berlín 1932-33, við Stokk- hólmsháskóla 1933-35 og í Moskvu 1935-36, lauk prófum í slavneskum málum og bókmenntum frá Upp- salaháskóla í Sviþjóð 1937, Fil.kand.-prófi í hagfræði og töl- fræði frá Stokkhólmsháskóla 1938, MA-prófi í hagfræði og stjómmála- fræði frá University of Minnesota 1944, og Ph.D.-prófi i hagfræði frá Harvard University 1946. Benjamín var starfsmaður hjá Landssambandi íslenskra stéttarfé- laga 1939-40, aðstoðarkennari í hag- fræði við University of the State of Washington 1943, starfsmaður Ai- þjóðagjaldeyrissjóðsins 1946-51, Assistant Chief, Westem European Division Economics Dept., ráðu- nautur ríkisstjómar íslands í efna- hagsmálum 1951-53 og bankastjóri Framkvæmdabanka Islands 1953-65. Benjamín var formaður Mál- fundafélagsins Framtíðarinnar í MR 1931-32, formaður Hagfræðinga- félags íslands 1962-65, forseti ís- lensk-ameríska félagsins 1963-65, sat í stjórn Menningarsamtaka há- skólamanna 1963-64, var formaður bankamálanefndar 1951-56, formað- ur húsnæðismálanefndar 1954-55, formaður nefndar til endurskoðun- ar laga um háskóla íslands, í nefnd um skipan prestakalla í Reykjavík, formaður nefndar sem stóð fyrir Skálholtssöfnun 1965, í stjórn Efna- hagsstofnunar og samdi skýrslur hennar um árabil. Þá starfaði hann i ýmsum nefndum um efnahags- og peningamál. Rit Benjamíns: Ég Er, 1983; Rit, 1938-65, 1990; Hér og Nú, 1991; Benjamín H.J. Eiríksson í stormum sinna tíða, 1996, skráð af Hannesi H. Gissurarsyni. Þá skrifaði Benjamín fjölda greina og ritgerða, einkum um atvinnu- og efnahagsmál. Benjamín og Ólafur Björnsson prófessor voru helstu ráðgjafar við- reisnarstjómarinnar er hún stóð fyrir róttækum breytingum í efna- hags- og gjaldeyrismálum í upphafi ferils síns. Hann var félagi í Vís- indafélagi íslendinga frá 1962 og heiðursborgari í Lubbock í Texas í Bandaríkjunum. Fjölskylda Dóttir Benjamíns og Elviru Hertzsch frá Leipzig í Þýskalandi: Sólveig Erla, f. 22.3. 1937. Benjamín kvæntist 25.12.1942, eft- irlifandi eiginkonu sinni, Krist- björgu Einarsdóttur, f. 13.12. 1914, húsmóður. Hún er dóttir Einars Hans Sigurðarsonar, f. 4.11. 1882, d. 10.12. 1961, klæðskera í Reykjavík, og k.h., Þórunnar Jónsdóttur, f. 29.9. 1888, d. 20.12. 1973, húsmóður. Böm Benjamíns og Kristbjargar eru Þórunn, f. 17.2. 1945, kennari í Reykjavík, gift Magnúsi Kjaran Sig- urjónssyni arkitekt og eiga þau þrjú börn og eitt bamabarn; Eiríkur, f. 24.4. 1946, svæfingalæknir í Reykja- vík og á hann eina dóttur; Einar Haukur, f. 29.8. 1948, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, kvæntur Erlu Maríu Indriðadóttur og eiga þau þrjú böm og eitt bamabarn; Sól- veig, f. 21.4. 1952, heimilislæknir í Reykjavík, gift Áma Páli Jóhanns- syni myndlistarmanni og eiga þau þrjá syni; Guðbjörg Erla, f. 3.2. 1958, ráðgjafi í Reykjavík, gift Gunnari Ágústi Harðarsyni, lektor 1 heim- speki viö HÍ, og eiga þau þrjár dæt- ur. Systkini Benjamíns eru öll látin. Þau voru Sigríður Sæland, f. 12.8. 1889, lengst af ijósmóðir í Hafnar- firði; Benjamin Franklín, f. 12.3. 1892, sjómaður í Hafnarfirði; Jón, f. 12.7. 1893, skipstjóri í Hafnarfirði; Bjöm, f. 9.9. 1894, sjómaður og bíl- stjóri í Hafnarfirði; Bjami, f. 24.9. 1896, sjómaður í Hafnarfirði; Ásta Málfríður, f. 15.10. 1899, húsmóðir i Reykjavík; Jón Ágúst, f. 17.8. 1901, sjómaður í Hafnarfirði; Katrín, f. 18.10. 1904, húsmóðir í Reykjavík; Sesselja Magnea, f. 5.5. 1907, barn i Hafharfirði. Foreldrar Benjamíns voru Eiríkur Jónsson, f. 2.6. 1857, d. 18.4. 1922, bóndi og sjómaður í Hafnarfirði, og k.h., Solveig Guðfinna Benjamínsdóttir, f. 25.4. 1867, d. 17.12. 1949, húsmóðir. Attatíu og fimm ára Torfi Jónsson fyrrv. bóndi og oddviti á Torfalæk Torfi Jónsson, fyrrv. bóndi og odd- viti á Torfalæk í Torfalækjarhreppi, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Torfi fæddist að Torfalæk og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann stund- aði nám við Héraðsskólann á Laugar- vatni 1934-35 og var síðan bóndi að Torfalæk frá 1943. Torfi húsaði jörðina að Torfalæk á fyrstu tíu árum sins búskapar og jók mjög ræktaö land jarðarinnar í sinni búskapartið. Torfi hefur gegnt fjölda trúnaðar- starfa fyrir sveit sina og hérað. Hann sat í hreppsnefnd frá 1954 og um árabil, var oddviti 1962-90, sat í skattanefnd 1950-58, var fram- kvæmdastjóri byggingar Hóiavalla- skóla frá 1964 og fyrsti formaður skólanefndarinnar frá 1969, sat í skólanefnd Kvennaskólans á Blöndu- ósi 1958-66, sat í stjóm Lestrarfélags Torfalækjarhrepps, sat í sóknarnefnd Blönduóskirkju um skeið og aftur síðar og var framkvæmdastjóri kirkjubyggingar á Blönduósi. Torfi er einn af stofnendum Félags aldraðra í Húnavatnssýslu og var for- maður þess félags, auk þess sem hann er formaður byggingamefndar íbúða aldraðra á Blönduósi. Fjölskylda Torfi kvæntist 27.5. 1944 Ástríði Jó- hannesdóttur, f. 23.5.1921, d. 1988, hús- freyju. Hún var dóttur Jóhannesar Jónssonar, útgerðarmanns á Gauks- stöðum í Garði, og k.h., Helgu Þor- steinsdóttur húsfreyju. Torfi og Ástríður eignuðust tvo syni. Þeir em Jóhannes, f. 11.4. 1945, bóndi að Torfalæk, kvæntur Elínu Sigurðardóttur frá ísafirði, húsfreyju, og eiga þau fimm böm; Jón, f. 27.3. 1949, skákmaður og starfsmaður við Þjóðskjalasafnið í Reykjavík, kvæntur Sigríði Kristinsdóttur sjúkraliða og eiga þau einn son. Bræður Torfa: Guðmundur, f. 2.3. 1902, fyrrv. skólastjóri á Hvanneyri, faðir Ólafs, framkvæmdastjóra Bú- tæknideildar rannsóknadeildar land- búnaðarins, Sigurðar, skólastjóra Leirárskóla, og Ásgeirs námsgagna- stjóra; Bjöm Leví, f. 4.2. 1904, d. 15.9. 1979, veðurfræðingur og yfirlæknir á Náttúrulækningahælinu í Hveragerði, faðir Guðmundar verkfræðings og Ingibjargar, sem lengi var einkaritari fjármálaráðherra; Jóhann Frímann, f. 5.2. 1904, d. 21.3. 1980, bóndi og um- sjónarmaður hjá Reykjavíkurborg; Jónas Bergmann, f. 8.4. 1908, fyrrv. fræðslustjóri, faðir ögmundar, alþm. og formanns BSRB, Jóns Torfa dós- ents, Ingibjargar fræðslustjóra og Bjöms bókaútgefanda; Ingimundur, f. 18.6. 1912, 20.5. 1969, búsettur á Torfa- læk. Foreldrar Torfa voru Jón Guð- mundsson, f. 22.1. 1878, d. 7.9. 1967, Merkir Islendingar Jóhannes Jósefsson, glímukappi, ung- mennafélagsfrömuður og hótelhaldari, fæddist í Hamarskoti á Oddeyri 28. júlí 1883. Hann var sonur Jósefs Jónssonar, keyrara þar, og k.h., Kristínar Einars- dóttur. Bróðir Jósefs var Magnús keyr- ari, faðir Sigursteins, forstjóra SÍS í Edinborg, fóður Magnúsar Magnús- sonar, fyrrv. sjónvarpsmanns hjá BBC. Jóhannes var afi Karólínu Lárusdóttur listmálara. Jóhannes ólst upp við fátækt og basl í Lundi á Oddeyri, var skikkaður í prentnám en hvarf frá því og lærði versl- unarfræði i Noregi. Þar kynntist hann ungmennafélagshugsjóninni og 1906 stofnaði hann og Þórhallur Bjamason prentari fyrsta Jóhannes Jósefsson ungmennafélagið, Ungmennafélag Akureyr- ar. Hann beitti sér fyrir stofnun fleiri slíkra félaga og Ungmennafélags íslands. Hann varð glímukóngur íslands 1907 og 1908 og fyrirliði íslenska liðsins á Ólympíuleikunum í London 1908. Jóhannes dvaldi síðan erlendis lengst af til 1927 þar sem hann sýndi íslenska glímu, sjálfsvöm, og aðrar aflraunir. Heim kominn hóf hann und- irbúning að byggingu Hótel Borgar sem var fullbyggð i byijun Alþingishá- tíðarársins 1930. Jóhannes var glæsi- menni og heimsborgari sem og kona hans, Karólína, dóttir Guðlaugs Guö- mundssonar, bæjarfógeta á Akureyri. Jóhannes átti og rak Hótel Borg til 1960. bóndi að Torfalæk, og k.h., Ingibjörg Bjömsdóttir, f. 28.5. 1875, d. 10.9. 1940, húsfreyja. Ætt Hálfbróðir Jóns var Páll Kolka læknir. Jón var sonur Guðmundar, b. á Torfalæk, bróður Sigfúsar, langafa Ingimundar Sigfússonar í Heklu. Guð- mundur var sonur Guðmundar, b. á Nípukoti, Jónssonar, bróður Sveins, langafa Guðmundar Bjömssonar pró- fessors. Móðir Jóns á Torfalæk var Sigur- laug Jónsdóttir, b. á Sauðanesi, Sveinssonar. Móðir Jóns í Sauðanesi var Halldóra Sigurðardóttir, b. í Grundarkoti, Jónssonar, Harðabónda í Mörk, Jónssonar, ættfóður Harða- bóndaættarinnar. Móðurbróðir Torfa var Guðmundur Bjömsson landlæknir. Ingibjörg var dóttir Bjöms, b. á Marðamúpi Guð- mundssonar. Móðir Björns var Guð- rún Sigfúsdóttir Bergmanns, b. á Þor- kelshóli, ættfóður Bergmannsættar. Móðir Ingibjargar var Þorbjörg Helga- dóttir, systir Sigurðar, afa Sigurðar Nordal. Jaröarfarir Nína Gubrún Sigurjónsdóttir innheimtu- stjóri, Vegghömrum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstud. 28.7. kl. 13.30. Dr. Benjamín H.J. Eiríksson, verðurjarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstud. 28.7. kl. 15. Anna Lísa Hjaltested, Hlunnavogi 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni föstud. 28.7. kl. 13.30. Fribjón Gubmundsson, Nesbala 12, Sel- tjarnarnesi, verður jarösunginn frá Bú- staöakirkju föstud. 28.7. kl. 13.30. Dagný Jónsdóttir, Hraunbæ 58, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstud. 28.7. kl. 15.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.