Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 Útlönd Gl6RflUGNfiV€RSlUNIN I MJODD Gl€RfiUGNflV€RSlUN SUÐURLfiNDS GL€RfiUGNflV€RSLUN KCFLfiVÍKUR Topp solglerougu á oeirts 1.490 kr. Niðurstöðu frumrannsóknar á flugslysinu ekki að vænta fyrr en í lok ágúst: Byrjaði að hrynja í sund- ur strax eftir flugtak Lokað fyrir Net- útgáfufyrirtæki Siödegis á miövikudag úrskurð- aði dómstóll í San Francisco í dóms- máli sem útgáfufyrirtæki höfðuðu á hendur Napster-netútgáfunni. Nap- ster hefur dreift ókeypis tónlist á Netinu og við það vildu hljómplötu- útgáfufyrirtækin ekki una og höfö- uðu mál á hendur Napster. Dómar- inn úrskurðaði síðan í gær að Nap- ster heíði gerst brotlegt við lög um útgáfurétt og hefur dæmt fyrirtækið til að loka fyrir aðgang að ókeypis efni. Matt McCambridge hjá Worldcom Inc. sagði um úrskurð- inn: „Napster er bara vafrari, karfa með tónlist. Það verða alltaf fleiri körfur,“ um leið og hann og viður- kenndi að hafa notað Napster. Mótmæli í Perú Þúsundir söfnuöust saman í Lima í Perú í gær til að mótmæla innsetningu Albertos Fujimoris forseta í embætti í dag. Meö innsetningunni hefst þriöja fimm ára kjörtímabil forsetans. íraksforseti sagður alvarlega veikur Sérfræðingar sem rannsaka or- sök ílugslyssins þegar Concorde fórst með 113 manns skammt frá Charles de Gaulle-flugvelli við París á þriðjudag hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugvélin var byrjuð að detta í sundur áður en hún hrap- aði en taka fram að heildarniður- stöðu af fyrstu rannsókninni sé ekki að vænta fyrr en undir lok næsta mánaðar. Franski ríkissaksóknar- inn, Xavier Salvat, varaði við þvi að menn drægju ályktanir af rann- sókninni of fljótt en sagði að þrír flugmálasérfræðingar hefðu verið fengnir til að leita að mikilvægum vísbendingum í flakinu og taka ljós- myndir til að kortleggja flakið. „Þeir eru byrjaðir á þessu en það mun taka tíma,“ sagði ríkissaksókn- ari i gær. Bilun kom fram í tveimur af fjór- um hreyflum vélarinnar, nr. 1 og 2 á vinstri síðu vélarinnar. Tægjur úr dekkjum og brak úr flugvélinni Minningarathöfn í París Um 1000 ættingjar minntust hinna iátnu / gær. mátti fmna á víð og dreif í kringum flugbrautina og er ljóst að vélin var byrjuð að detta í sundur áður en hún hrapaði til jarðar. Slysið hefur vakið miklar umræður um öryggi Concorde-vélanna sem fram að þessu höfðu aldrei lent í meiri hátt- ar óhappi. Sem fyrr er sjónum eink- um beint að viðgerð á Qugvélinni sem fram fór stuttu fyrir Qugtak þegar skipt var um knývendi en hann hægir á ferð Qugvélarinnar við lendingu. Hugsanlegt er að hann hafi verið settur vifiaust í. Farþegar Concorde-þotunnar voru 100 auk níu manna áhafnar sem var frönsk. 96 farþeganna voru Þjóðverjar, 2 Danir, Bandarikjamað- ur og Ástrali. Auk þess létust 4 á jörðu niðri er Qugvélin rakst á hót- el í grennd viö Qugvöllinn. Um 1000 ættingjar þeirra sem létust komu saman við minningarathöfn í París í gær. Önnur minningarathöfn var daginn áður við slysstaðinn. Við minningarathöfnina í gær lögðu franskir Concorde-Qugmenn blómsveig að slysstaðnum, til minningar um áhöfnina sem fórst, um leið og þeir kveiktu á 113 kertum sem mynduðu þrí- hyming og áttu að tákna þá sem létust í slysinu. Nokkrir franskir og þýskir ráðherrar voru viðstaddir. Saddam Hussein íraksforseti er alvarlega veikur samkvæmt fregn- um sem berast frá Bagdad. Forset- inn er hins vegar sagður gera allt til að leyna ástandi sínu. „Það er óljóst hversu lengi hann getur stjómað landinu," segir írask- ur kaupsýslumaður í viðtali við bandaríska blaðið New York Post. Fleiri bandarísk blöð greindu frá því í gær að svo virtist sem krabba- meinið væri að sigra íraksforseta sem er orðinn 63 ára. Fyrstu merkin um að ástand hans væri orðið alvarlegt sáust í síðustu viku þegar hann hélt miklu styttri ræðu en hann er vanur á byltingarafmæli Baath-Qokksins. Saddam var einnig mjög veikluleg- ur. „Við vitum að Saddam er veikur Iraksforseti Saddam gerir allt til aö leyna veikindum sínum. og hann veit að þetta getur verið krabbamein en við vitum ekki hversu léleg heilsa hans er eða hversu lengi hann verður frá vegna veikinda," er haft eftir íröskum kaupsýslumanni. Ýmsir aðrir heimildarmenn, sem ekki tilheyra stjómarandstöðuhóp- um í írak, hafa látið svipuð um- mæli falla síðustu daga. Sjálfur hefur Saddam komið fram eins og hann væri ódauðlegur. Margir minnast sunds hans í TígrisQjóti þegar hann var leggja áherslu á gott form sitt þegar spennan milli Bandaríkjanna og Iraks var í hámarki. Margir telja að heilsuleysi Sadd- ams Husseins íraksforseta geti leitt til biturrar valdabaráttu miQi sona hans tveggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.