Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 28. JÚLl 2000 I>V í erfiöleikum Vantrauststillaga á stjórn Baraks veröur borin upp í næstu viku. Svartsýni eftir viðræður Baraks við Sharon Líkumar á að Ehud Barak, for- sætisráðherra ísraels, myndaði stjórn með sterkasta stjórnarand- stæðingi sínum minnkuðu í gær eft- ir viðræður hans við Ariel Sharon, leiðtoga Likudflokksins. Vantrauststillaga á stjórnina verður borin upp á þingi í næstu viku og Barak hefur misst meirihluta á þingi vegna brotthvarfs stjómarliða í tengslum við friðarviðræöumar. Bandarisk yflrvöld lýstu í gær yf- ir ánægju sinni með þá ákvörðun ísraela og Palestínumanna að hefja á ný viðræður á sunnudaginn, tæpri viku eftir að friðarviðræðumar í Camp David fóru út um þúfur. * Júgóslavía: Ihuga að hunsa kosningarnar Stjómarandstöðuleiðtoginn Vuk Draskovic sagði í gær að flokkur hans myndi ekki taka þátt í þing- og forsetakosningunum í Júgóslavíu tækju Svartfellingar ekki þátt. Dra- skovic útilokaði ekki þátttöku í sveitarstjórnarkosningunum í Serbíu. Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti boðaöi í gær for- seta-, þing- og sveitarstjómarkosn- ingar 24. september næstkomandi. Vestrænir stjómarerindrekar segja nokkuð vist að Milosevic sigri þar sem andstæðingar hans séu tvístraðir. Enginn sterkur keppi- nautur sé í sjónmáli. Georg W. Bush Sakaöi al Gore um aö búa til „pólitískt stríö“. Vopn til sýnis á flokksþinginu Pentagon skýrði frá þvi i gær að þeir myndu senda vopn fyrir milfj- ónir dollara sem sýnd verða á flokksþingi repúblikana sem fram fer í Filadelfíu í næstu viku. Vam- armálaráðuneytið neitaði þó að með því væru þeir að brjóta lög um af- skipti af flokkspólitík. Georg W. Bush, forsetaframbjóð- andi repúblikana, gerði hlé á undirbúningi fyrir flokksþingið í gær til að verja málsstað Dicks Cheneys og réðst gegn aðfórum demókrata að honum. Sakaði hann A1 Gore, frambjóöanda demókrata, um að búa til „pólitískt stríö.“ Vopnaður maður réðst inn í farþegaflugvél á Kennedy-flugvelli í nótt: 100 farþegar flúðu út í ofboði Vopnaður maður réðst inn í flug- stjómarklefa breiðþotu flugfélags- ins National Airlines á Kennedy flugvelli i New York í gærkvöldi og tók aðstoðarflugmann vélarinnar í gíslingu. Maðurinn, sem var vopnaður 9 millímetra skammbyssu, réðst inn í vélina klukkan hálfellefu að stað- artíma samkvæmt flugmálayfir- völdum í New York sem hafa yfir- umsjón með flugumferð um New York og New Jersey. Maðurinn tók í fyrstu tvo gisla, flugmann vélarinnar og aðstoðar- flugmann, en sleppti flugmannin- um úr gíslingu skömmu eftir mið- nætti. Hann fékk flugmanninum lista áður en hann sleppti honum þar sem kröfur og óskir mannsins voru birtar. Farþegar flugvélarinnar sluppu út úr vélinni eftir að byssumaður- inn var kominn um borð en vélin var á leið til Las Vegas. „Farþegamir voru allir sestir og allt í einu fór fólk að öskra og hljóp í átt að dyrunum,“ sagði vitni að at- burðinum. Að sögn flugmálayfirvalda voru samningamenn í sambandi við byssumanninn. Maðurinn, sem er af afrísku bergi brotinn, er á þrítugs- aldri. Hann náði að brjóta sér leið í gegnum öryggishlið og inn í flug- sfjómarklefann. Marcus Weiss var farþegi á fyrsta farrými. Hann lýsti atburðinum á eft- irfarandi hátt: „Allt í einu heyrði ég lága rödd sem sagði, „hafið hljótt". Síðan gekk hann inn í flugstjómar- klefann og lokaði á eftir sér.“ Engin slys urðu á fólki en um 100 manns voru í vélinni þegar maður- inn lét til skarar skríða. Allir far- þegar vélarinnar náðu að flýja út úr vélinni í ofboði eftir að byssumað- urinn fór inn í flugstjómarklefann og lokaði á eftir sér. Hann sleppti síðan báðum flugmönnunum með nokkru millibili og situr nú einn eftir í vélinni. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með uppátæk- inu. En samningamenn lögreglunn- ar voru enn að ræða við manninn þegar blaðið fór í prentun nú í morgun. Eyðilegging Alexander Mendoza, sem er 12 ára, var meöal þeirra sem komust lífs af í aurskriöum í Carmen de Uria í Venesúela fyrir nokkrum dögum. Alexander fann skó frænda síns sem varö undir aurskriöu. Fátækt og óöld er í landinum þar sem kosningar fara fram á sunnudaginn. Qarase formlega skipaður forætisráðherra á Fídji Ný ríkisstjóm var skipuð á Fídji í dag og eiga uppreisnarmenn undir stjórn Georgs Speight engin ítök í hinni nýju stjóm. George Speight situr sem kunnugt er í varðhaldi eftir að hermálayfirvöld handtóku hann seint á miðvikudag. Laisenia Qarase, nýskipaður forsætisráð- herra landsins, sagði að Speight yrði engin ógn við stjórnmálaá- standið í landinu framar. Speight á á hættu að verða dæmdur fyrir landráð en við því liggur dauðarefs- ing. Fídji á mikiö undir ferðamanna- þjónustunni sem hefur legið niðri að mestu síðan Georg Speight réðst inn í þinghúsið í Suvu í maí og tók ráðherra og aðra stjómarerindreka í gíslingu. Sú gíslataka stóð í 56 daga uns allir gíslamir voru lausir en Speight hét því að ballið væri Lalsenia Qarase Nýskipaöur forsætisráöherra Fidji. rétt að byrja og hefur síðan þá sett sig upp á móti skipun Qarase sem forsætisráðherra. Forseti landsins, Ratu Josefa Roilo, rak að lokum stuðninsmenn Speight úr ríkisstjóm, alls fjóra tals- ins, skipaði Qarase sem forsætisráö- herra og Epeli Nailatikau sem aö- stoðarforsætisráðherra. Upplausn- arástand hefur ríkt síðustu daga á annarri stærstu eyju Fídji, Vanua Levu, sem löngum hefur verið vigi uppreisnarmanna Georgs Speights. í gær vom 40 indverskættaðir fídji- búar teknir í gíslingu um tima en þeim síðan sleppt en enn hefur ekk- ert spurst til tveggja flugmanna Fídji Air sem einnig voru teknir í gíslingu af uppreisnarmönnum. Mikil ólga er í landinu vegna stjórn- arkreppunnar sem ríkt hefur í land- inu undanfarna mánuði. pigiiKia | Taskan á glámbekk Mo Mowlam, ráð- herra í bresku stjórninni, leit af skjalatöskunni sinni um borð í lest í apr- íl siðastliðnum. Mowlam neitar að lestarfarþegar hafi getað séð leynileg skjöl. Mowlam segir að hún kunni að hafa skilið töskuna við sig þegar hún fór á snyrtinguna eða í kaffivagninn. Fullyrt hafði verið að alls kyns papp- írar hefðu legið á glámbekk þegar Mowlam brá sér frá. Fótboltabullur stöðvaðar Breska þingið samþykkti í gær lagafrumvarp um að heimilt yrði að stöðva fótboltabullur á leið úr landi. Yfirgefin hús rænd Þjófar hafa látið greipar sópa um hús sem voru yfirgefin í norður- hluta Svíþjóðar vegna flóða. Pavarotti borgar skatta Stórtenórinn Luciano Pavarotti birtist i gær í fjármálaráðuneytinu í Róm og tilkynnti að hann væri kom- inn til að greiða skattinn sem hann skuldaði, 25 milljarða líra eða um 800 milljónir íslenskra króna. Sagði Pavarotti sál sína lausa við mikla byrði. Banvænt rottuhland Aö minnsta kosti 70 manns hafa í ár látist af völdum rottuhlands í Taílandi. Hlandið berst með flóðum. Um 1600 hafa smitast af bakteriu í rottuhlandinu. Leo litli skírður Leo litli Blair, nýfæddur sonur Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bret- lands, og eiginkonu hans, Cherie, verð- ur skírður á morg- un í norðaustur- hluta Englands, langt frá sviðsljósi fjölmiðla. Eitraö fyrir söfnuðinn Meirihluta þeirra 778 sem voru myrtir af safnaðarleiðtogum sínum í Úganda síðastliðið vor var gefið eitur. Talið er að fimm æðstu leið- togamir séu á lífi og fari huldu höfði. Schússel óhræddur Wolfgang Schús- sel, kanslari Aust- urríkis, sagði í við- tali í dag að hann væri viss um að sendinefnd Evrópu- sambandsins fyndi ekkert til að gagn- rýna varðandi mannréttindamál í landi hans. Þrír vitringar á vegum sambandsins koma til Austurríkis í dag til að gera skýrslu um stöðu lýðræðis þar. Bílstjóri Straws sleppur Bílstjóri Jacks Straws, innanrík- isráðherra Bretlands, verður ekki ákærður vegna hraðaksturs fyrr I mánuðinum er hann ók ráðherran- um á fund Verkamannflokksins. Breska blaðið Sun hafði þetta í morgun eftir ónafngreindum heim- ildarmanni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.