Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskiptablaðið Flugleiðir stofna nýtt fyrirtæki um veflausn fyrir ferðaþjónustu Flugleiðir hafa ákveðið að stofna sérstakt fyrirtæki um nýja veflausn, Destination Travel Planner, fyrir ferðaþjónustu. Starfsmenn félagsins hafa unnið að þessu verkefni síðastliðin tvö ár í samvinnu við innlenda og er- lenda sérfræðinga. Sérstaða þess- arar veflausnar felst í því að neyt- endum er gert kieift að skipu- leggja, hóka og kaupa flókna ferð með einfoldum hætti heima í stofu. Destination Travel Planner skapar sameiginlegan vettvang fyrir markaðssetningu, skipulagn- ingu og sölu svæðisbundinnar ferðaþjónustu á Netinu hvort sem um er að ræða ákveðin svæði eða heil lönd. Verða markaðssvæði og lönd markaðssett á vefsíðum sem bera heiti svæðisins og síðan end- inguna TotaI.com. í frétt frá Flugleiðum segir að ísland verði fyrsta landið þar sem þessi nýja veflausn verður tekin í notkun, með vefslóðinni Iceland- Total.com. Á vefsíðunni verða all- ar almennar upplýsingar um land og þjóð, ásamt ítarlegum upplýs- ingum rnn þá ferðaþjónustu sem er í boði ásamt möguleikum til að Samskip hefja eigin flutninga til og frá Bandaríkjunum Samskip hafa ákveðið að hefja siglingar með eigin leiguskipi til og frá Bandaríkjunum i næsta mánuði. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar nið- urstöðu Samkeppnisráðs um samn- ing Samskipa og Eimskips um flutn- inga vestur um haf en sá samningur hefur verið við lýði frá 1997. Sam- keppnisstofnun hefur nú þegar hafnað tímabundinni framlengingu á undanþágu varðandi samninginn og mun hann falla úr gildi um næstu mánaðamót. Auk beinna sigl- inga til Bandarikjanna munu Sam- skip áfram bjóða vikulegar sigling- ar til og frá helstu hafnarborgum Bandaríkjanna um Evrópu. Mettap hjá Amazon Amazon.com tilkynnti í gær að tap á öðrum ársfjórðungi hefði meira en tvöfaldast. Tapið nam 317 milljónum dollara eða sem svarar 2,5 milljörðum islenskra króna. Gengi bréfa Amazon féll um 12% í kjölfarið og á evrópskum mörkuð- um hefur gengi bréfanna veriö að lækka í morgun. Fjármálasérfræð- ingar hafa sagt í morgun að nauð- synlegt sé fyrir fyrirtækið að sýna fjárfestum skýra áætlun um hvenær þeir geta átt von á því að fyrirtækið fari að sýna hagnað. Napster lokaö Ríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að hugbúnaðarfyr- irtækinu Napster Inc. skyldi lokað. Napster framleiöir samnefndan hugbúnað sem gerir fólki kleift að sækja og senda tónlist á Intemetið. Þannig hafa netnotendur með Napster getað sótt hljómdiska og vinsæl lög á Netið og hlaðið þeim inn á diska sér að kostnaðarlausu. Samtök bandarískra hljómplötu- framleiðenda segja notkun á Napst- er hafa skaðað iðnaðinn, tekjur tón- listarmanna og höfundarrétt þeirra. Á vefsíöunni veröa allar almennar upplýsingar um land og þjóö, ásamt ítar- legum upplýsingum um þá feröaþjónustu sem er í boöi. bóka og ganga frá greiðslu. Öllum ferðaþjónustuaðilum á íslandi verður boðið að vera með á þess- um vef. Ráðgert er að Iceland- Total.com taki til starfa á Netinu með haustinu. Framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis verður Kolbeinn Arin- bjamarson sem gegnt hefur starfi forstöðumanns markaðssetningar hjá Flugleiðum. Stjóm fyrirtækis- ins skipa Steinn Logi Bjömsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Flugleiða, Ámi Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Amadeus íslands, og Þorgeir Ibsen, aðstoð- arforstjóri netviðskipta hjá Ford Motors í Bandaríkjunum. RF vill hafa forystu í sam- starfi rannsóknarstofnana - Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins skilaði hagnaði á síðasta ári Umsvif Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins (RF) hafa aukist veru- lega á síðustu árum og á milli ár- anna 1996 og 1999 jókst velta stofn- unarinnar um 50%. Heildartekjur í fyrra námu 356 milljónum króna og jukust um 17% frá fyrra ári. Fram- lag ríkissjóðs var 132 milljónir eða 37% af rekstrartekjum stofnunar- innar. Framlag ríkissjóðs til RF jókst um 23% milli ára en árið 1998 stóð ríkisframlagið undir tæplega 36% tekna stofnunarinnar. Sértekjur RF stóðu í fyrra undir 63% allra tekna en þær jukust um 14% milli ára. Á síðasta ári var RF rekin með 7,2 milljóna króna hagn- aði í stað 4,0 milljóna króna taps árið á undan. „Þetta er frábær ár- angur í ljósi ytri aðstæðna og náðist með átaki starfsmanna og stjórnar RF,“ segir Hjörleifur Einarsson, for- stjóri RF, í ávarpi sínu í ársskýrslu stofnunarinnar. Hann bendir á að rekstrarum- hverfi RF hafi breyst mikið á und- anfomum árum og muni halda áfram að breytast. Hjörleifur segir vöxt RF undanfarin ár að mestu leyti hafa farið fram í formi styrkja úr ýmsum opinberum sjóðum. „Ár- angur starfsmanna RF við að afla sértekna úr ýmsum rannsóknasjóð- um hefur verið frábær og miðað við úthlutunarreglur flestra sjóða höf- um við náð hámarki þess sem mögulegt er. Hins vegar getur hátt styrkjahlutfall skapaö erfiðleika í að byggja upp og móta starfsemina til lengri tíma,“ segir Hjörleifur. Hjá honum kemur fram að á liðnu ári hafi verið unnið að því að byggja upp og tryggja faglegan og fjárhags- legan grunn RF. „Það er nauðsynleg forsenda þess að stofnunin sinni hlutverki sínu sem er að stunda rannsóknir, framkvæma mælingar og prófanir, veita ráðgjöf, miðla upplýsingum og annast fræðslu fyr- ir sjávarútveginn, annan matvæla- iðnað og tengdar greinar. í lokin víkur Hjörleifur að þeirri umræðu sem verið hefur um fram- tíðarskipan rannsókna hér á landi. Hann segir ljóst að ná megi fram talsverðri hagræðingu ef viðtækara samstarf næst milli rannsóknar- stofnana. „RF hefur að leiðarljósi að slík umræða verður að vera um þau verkefni sem leysa á frekar en hvar þau eru leyst. Mikilvægi matvæla- framleiðslu fyrir íslenskan efnahag og nýjar aðstæður knýja á um að gripið verði til aðgerða sem allra fyrst. Ef svo verður ekki gert getur íslenskt sjávarfang og önnur íslensk matvæli misst samkeppnisstöðu sína. RF er reiðubúin að taka for- ystu í slíku ferli og hefur þá stærð og hæfni sem þarf til að hafa forystu í slíkri vinnu.“ Með fjölgun sjálfstæðra rann- sóknar-, ráðgjafar- og skoðunaraðila er RF í sömu aðstöðu og ýmis önn- ur ríkisfyrirtæki eftir að samkeppni er komin til sögunnar. Þau þurfa að fóta sig í breyttu umhverfi. í árs- skýrslunni segir að mikil vinna hafi farið fram í að skilgreina betur sam- keppnishluta RF þannig að fram- kvæmd fjárhagslegs aðskilnaðar sé sem skýrust innan þess stjórnskipu- lags sem unnið er eftir. „Unnið hef- ur verið markvisst að því að mæta þeim kröfum sem í þessu felast enda samræmist það stefnu RF um rekst- ur á fyrirtækisgrunni þrátt fyrir að um ríkisstofnun sé að ræða.“ Kári í pallborðsumræð- um líftækniforstjóra Kári Stefánsson Bendir á mikilvægi þess aö rannsóknaraðilar hafi yfir stóru úrtaki aö ráöa til þess aö rekja erfðaþætti í sjúkdðmum Kári Stefánsson er einn sjö for- stjóra líftæknifyrirtækja sem kvaddur var til þátttöku í pall- borðsumræðum á vegum stórblað- anna Wall Street Journal Europe og Handelsblatt vegna þess afreks að lokið var við kortlagningu á genamengi mannsins. Ásamt Kára tóku þátt Daniel Cohen frá Genset SA, Peter Ring- rose frá Bristol-Myers Squibb Co., William Heseltine frá Human Gnome Sciences Inc., Bemd Seizin- ger frá GPC Biotech AG, Paul Herr- ling frá Novartis AG og Robert Tepper frá Millenium Pharmaceut- icals Inc. í Wall Street Joumal Europe kemur fram að draumur Kára sé sá að fólk geti notfært sér nýjar erfða- fræðilegar upplýsingar til þess að framkvæma einfaldar breytingar á lífsháttum sínum og lifa þannig heilbrigðara og lengra lífi. Hans martröð sé hins vegar að fólk muni umgangast upplýsingarnar og for- spárgildi þeirra af virðingarleysi og án tillits til hugsanlegra afleið- inga. Þannig fer uppbygging erfða- mengis mannsins að skipta meira máli en hver hann er i raun og vem. Kári bendir á mikilvægi þess að rannsóknaraðilar hafi yfir stóru úrtaki að ráða til þess að rekja erfðaþætti í sjúkdómum ásamt því sem mikilvægt sé að gera það með markvissari og skipulagðari hætti en hingað til hefur verið gert. Með samþættingu erfðarannsókna, sjúk- dómasögu og skyldleika megi öðl- ast þekkingu á sjúkdómum og heil- brigði. Þessa þætti sé íslensk erfða- greining einmitt að starfa með á ís- landi. FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 I>V mam H EILDARVIÐSKIPTI 352 m.kr. Hlutabréf 96 m.kr. Spariskírteini 159 m.kr. MEST VIÐSKIPTI @Össur 43,1 m.kr. Q Íslandsbanki-FBA 15,4 m.kr. Qlslenski hugbúnaöarsj. 12,1 m.kr. MESTA HÆKKUN Q Landsbanki íslands 0,85% Q Q MESTA LÆKKUN © íslenska járnblendifélagið 4,76% © Frjálsi fjárfestingarbankinn 2,91% © Kögun 1,87% ÚRVALSVÍSITALAN 1.539,0 stig - Breyting © 0,127 % Búist við 2,7% hagvexti í Þýskalandi Á þessu ári býst IFO, ein helsta hagrannsóknastofnun Þýskalands, við því að hagvöxtur þar í landi verði 2,7% á þessu ári. Á því næsta er búist við 2,8% vexti. Þessar spár eru að mestu leyti í takt við spár þjóðhagsstofnunar þar í landi. Fram kemur í spánni að ein helsta ástæð- an fyrir því að vel gangi nú er að vinnumarkaður er í góðu jafnvægi og lítill þrýstingur á laun. Jafn- framt er búist við þvi að evran muni styrkjast nokkuð seinni hluta þessa árs og á því næsta. MESTU VIÐSKIPTI 0 Landsbanki £ Össur © Islandsbanki-FBA Q Baugur © Marel síöastliöna 30 daga 340.084 305.914 250.683 240.963 194.459 MESTA HÆKKUN A ; © Isl. hugb.sjóðurinn ! © Þróunarfélagið | © Fóöurblandan ! © Marel ! © Flugleiðir sibastliðna 30 daga 22% | 14% 13 % 11% 10 ' síbastllbna 30 dada © ísl. járnblendifélagið -26 % : © SR-Mjöl -19 % © Hraöf. Þórshafnar -14 % ! © Samvinnuf. Landsýn -14 % o deCODE lækkar Gengi hlutabréfa á Nasdaq-hluta- bréfamarkaðinum í Bandaríkjunum hefur lækkað talsvert i gær. Lækk- unin er m.a. rakin til vonbrigða með afkomu Amazon. Hlutabréf deCODE byrjuðu sömuleiðis að lækka og var gengi bréfanna 25,875 dollarar i gær sem er tæplega 1% lækkun frá lokagengi dagsins á und- an. PIÍDOW JONES 1 * ÍNIKKEI 10577,64 O 0,58% 16182,01 O 1,94% ■■s&p 1451,22 O 0,08% PHnasdaq 3880,18 O 2,70% S&FTSE 6378,40 O 1,40% Sdax I ICAC 40 7197,18 O 1,44% 6511,53 © 0,29% GENGID 'Æ 28.07.2000 kl. 9.15 KAUP SALA BMpollar 78,220 78,620 Sr^Pund 118,270 118,870 l*lKan. dollar 53,060 53,390 SSIPönaKkr. 9,7420 9,7950 RFlNorsk kr 8,8600 8,9090 SUm Sænsk kr. 8,5770 8,6250 SHfI. mark 12,2136 12,2870 1 BFra. ftanki 11,0706 11,1372 I~1 Belg. franki 1,8002 1,8110 fcJ Sviss. franki 46,8900 47,1500 CShoII. gyllini 32,9529 33,1509 r -jÞýskf mark 37,1293 37,3524 líra 0,037500 0,037730 EÍS Aust. sch. 5,2774 5,3091 SrTf Port. escudo 0,3622 0,3644 ‘ClSpá. peseti 0,4364 0,4391 ; 1 e jjap. yen 0,716500 0,720800! M lírskt pund 92,206 92,760 SDR 102,9700 103,5900 ^ECU 72,6186 73,0550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.