Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 Tilvera I>V Bryndís Halla á Reykholtshátíö Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari leikur á tónleikum á Reyk- holtshátíð í kvöld, klukkan 20.30, og með henni kemur fram hinn heimsþekkti Vertavo-strengjakvar- tett. ILeikhús ■ BUTHODANS. BÆJARBIO Jap- anskur listdans, Butohdans, verður stiginn í Bæjarbíói í dag. Einnig verð- ur hægt að fylgjast með japanska listamanninum Keizo Ushio að störf- um í Ijósaklifi alla helgina. Japanar vinælir í Firðinum sem fyrr. Fríða Björg Eðvarösdóttir landslagsarkitekt. Ætli það sé ekki búiö að planta út 14.000 trjám í átta hektara lands og dreifa moltu á 15-20 hektara til viðbótar. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs: Kabarett ■ FRIMERKJASYNING A Kjarvals- stöðum stendur yfir viðamikil fri- merkjasýning og eru hundruö er- lendra gesta stódd hér á landi í til- efni af henni. Þar eru 8 sölubásar þar sem safnarar geta keypt merki. Þar verða Islandspóstur, Færeyja- póstur, Thorvaldsensfélagiö og ís- lenskir frímerkjakaupmenn. Þetta er fyrsta sýningin sem Bund Deutsche Philatelisten BDPh tekur þátt í en einnig er ársþing Landsambands ís- lenskra frímerkjasafnara haldið á meðan sýningin stendur. Sýningin er i opin frá kl. 10-18 í dag. Opnanir ■ IR-HÚSIÐ ENDURLÍFGAÐ i kvöld kl. 20, verður líf og fjör í IR-húsinu við Túngötu. Eins og við greindum frá í Fókus í síðustu viku hefur Hóp- ; ur fólks: listverksmiðja tekið húsið undir sig og hreinsað til j því öllu. Þannig er komið gallerí með sex sýningarrýmum þar sem áöur voru búningsklefar og sturtur og lejkfimis- j alurinn orðinn aö leikhússal. í kvöld veröa opnaðar myndlistarsýningarn- 1 ar þar sem Tómas Lemarquis ætlar p að sýna eitt videoverk og innsetn- ingu þar sem sýnt er fram á hin j ýmsu tengsl milli listamannsins og áhorfandans, Bjarni massi verður með þjóöfélagslega uppvakningu í sláturhúsi Massa, perverski eftirlits- heimurinn meö upprisu eftirlits- myndavéla og „peep" sýninga fær slæma útreiö og Andauglýsingafé- lagið ih sýnir andauglýsingar í video- og Ijósmyndaformi. Þegar fólk hefur lokið sér af í galleríunum endar það í salnum þar sem átta manns, leik- arar og dansarar, sýna heimspeki- legt dansleikhús, 28. júlí, auk þess sem tónlistarmenn hópsins flytja tónlist undir. Ókeypis inn. Allir vel- komnlr! ■ GALLERÍ NEMA HVAÐ Listakrakkarnir í Gallerí Nema hvað halda áfram aö sýna í fiskabúrinu sem þeir bjuggu til. í gær opnaði Bjargey sinnustúdíó í fiskabúrinu en þar er meginviðfangsefnið pelsar og tilfinningar. Búrið er opið fimmtudag og föstudag, frá kl. 15-18, laugar- dag kl. 20-23 og sunnudag kl. 15- 18. ■ LISTASALUR MAN Helgi Snær Sigurðsson og Sírnir H. Einarsson opna sýningu á grafíkverkum í lista- sal kvenfataverslunarinnar Man, Skólavörðustíg 14, kl. 18. Verkin eru unnin með ólíkum aöferöum: þurrnál, tölvugrafík og Ijósmyndaæt- ingu. Sport ■ SPORTPAGAR. FJÓRÐURINN Verslunarmiðstöðin Fjörðurinn heldur sportdaga á laugardaginn. Skemmti- legar uppákomur verða á milli þess að kaupmenn reyna að pranga vör- um inn á gesti og gangandi. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Uppskeruhátíð fyrir alla fjölskylduna - segir Fríða Björg Eðvarðsdóttir landslagsarkitekt. Um næstu helgi munu samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs standa fyrir Hátíð jarðar við Úlfars- fell. Að sögn Fríðu Bjargar Eðvarðs- dóttur landslagsarkitekts er þetta eins konar uppskeruhátíð fyrir verkefni sem var hleypt af stokkun- um 1989. Verkefnið er hluti af menningarborgardagskránni og það fyrsta sem var styrkt af henni. „Hátíðin var ákveðin strax í upp- hafi og tímasett með löngum fyrir- vara. Það sést kannski ekki mikill árangur enn því skógrækt er tíma- frek og hugsuð til framtíðar. Á laug- ardaginn verðum við með dagskrá frá klukkan 13-15 þar sem fólki gefst tækifæri til að skoða átakið og verður einnig boðið upp á tónlistar- og skemmtidagskrá fyrir alla fjöl- Bíógagnrýrtí skylduna. Almenningur getur tekið þátt í útplöntun á svæðinu og feng- ið sýnishorn af moltu með sér heim. Við ætlum einnig að bjóða upp á ferskt grænmeti og ávexti.“ Uppgræðsla við Úlfarsfell „Samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og vinnuflokkur á vegum Lcmdsvirkjunar eru að vinna verkefni í tengslum við Skil 21. Ættu flestir að kannast við verkefn- ið þar sem það hefur verið mjög vel kynnt að undanfomu af Símanum. Hluti verkefnisins hefur verið að safna gömlum símaskrám og breyta þeim i jarðveg. Það er búið að dreifa hluta af jarðveginum á ógróið svæði við Úlfarsfell og planta í það. Ætli við séum ekki búin að planta út u.þ.b. 14.000 trjám í átta hektara lands og dreifa moltu á 15-20 hekt- ara til viðbótar. Þetta eru liklega miili 9 og 10 þúsund birkiplöntur og elri, lerki og eitthvað af furu. Einnig var plantað nokkru af víði í vindbrjóta. Tenging veðurs og náttúrufars Samtökin hafa einnig staðið fyrir því að laga rofabörð og sár í Úlfars- fellinu sem núna eru farin að gróa upp. Svæðið sem við einbeitum okk- ur að kallast Hamrahlíðarlönd í Reykjavík og er afskaplega spenn- andi land í borgarmyndinni. Gróð- urinn þarna var illa farinn en við reynum að halda við öllu sem heitir náttúrulegur gróður þannig að Sambíóin/Stjörnubíó - Pókémon: Fyrsta myndin ++ skógræktin og móarnir fléttast sam- an. Landið sem við erum að rækta upp liggur frá Leirtjöm að skóg- ræktarsvæði Mosfellsbæjar i Úlfars- felli og er framtíðarbyggingarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Reykjavík- urborgar. Byggingarsvæðið er skipulagt í samvinnu við hóp lands- lagsarkitekta sem kallar sig Gjóla. Þeirra hlutverk hefur verið að tengja veður og náttúrufar inn í skipulagið og taka mið að því að byggt sé á þeim svæðum sem álitin eru byggilegust en rækta á jaðar- svæðunum." -Kip Pókémonar í mannheimum Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir var leiðinlegasti hluti sýningarinn- ar. Og hefði ekki aðalmyndin byrjaö með miklum krafti þar sem hinn klónaði Mewtwo er kynntur til leiks þá hefði tekið langan tíma að ná upp stemningu. Fyrsta myndin er þegar á heild- ina er litið ágæt skemmtun þar sem hraðinn í atburðarásinni er mikill. Tæknilega er hún ágætlega leyst og talsetningin eins og áður sagði með miklum sóma, en það vantar í hana einhvem neista sem sést í bestu Disney myndunum, neista sem í raun gerir upp á milli sjónvarps- teiknimynda og teiknimynda, sem ætlaðar eru kvikmyndahúsum. Það er aðeins í hljómgæðum sem Pókémon nær slíkri reisn. Leikstjórar: Michael Haigney og Kunihiko Yuyama. Raddir: Jónmundur Grétarsson, Bergur Ingólfsson, Þorvaldur Kristjáns- son, Valdimar Flygenring, Brynhildur Guö- jónsdóttir, Þrúöur Vilhjálmsdóttir, Arnar Jónsson, Hilmir Snær Guönason og fleiri. Japanir standa sjálfsagt næst Bandaríkjamönnum í gerð teikni- mynda og tölvuleikja, allavega hvað fjölda snertir, þeir eiga þó langt í land að ná Disney fabrikkunni í gæðum, í teiknimyndum, ef Pókémon: Fyrsta myndin, er það besta sem þeir geta boðið uppá. Pókemon er fyrsta japanska teikni- myndin i fullri lengd sem nær al- mennri dreifingu á Vesturlöndum og sjálfsagt á meðframleiðandinn Wamer bræður einhvern þátt i vel heppnaðri markaðsetningu. Pókémon: Fyrsta myndin, sem byggð er á þekktum figúrum úr sjónvarpi og tölvuleikjum naut mik- illa vinsælda i Bandaríkjunum. Hér á landi eru Pókémonamir minna þekktir og því byggjast gæði mynd- arinnar nokkuð á því að íslenska talsetningin takist vel, sérstaklega þar sem persónumar eru sjálfsagt framandi fyrir yngstu áhorfend- urna. Þar hafa Sambíómenn staðið sig vel eins og fyrri daginn. Vel hef- ur tekist með raddimar sem passa vel að fígúrunum sem þær túlka. Einhverra hluta vegna hefur ver- ið talið þurfa á kynningarmynd að halda þar sem Pókémonamir eru kynntir til leiks. Er þetta að ég held í fyrsta sinn sem slíkt er gert á und- an teiknimynd sem sýna á í kvik- myndahúsi. Eftir að hafa siðan horft á sjálfa myndina þá tel ég að slíkt hafi verið algjör óþarfi. Ævin- týraheimurinn kynnir sig sjálfur, auk þes sem þessi kynningarmynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.