Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 7
7 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000_____________ I>V Fréttir Orkuveita Reykjavíkur: Hitaveita fyrir sumar- bústaðalönd Nýlega var ákveöið að Orku- veita Reykjavíkur skyldi leggja i framkvæmdir við að koma á fót hitaveitu fyrir Grafning og Gríms- nes en þar eru um 800 sumarbú- staðir. „Framkvæmdir hefjast væntan- lega á næsta ári en þetta á eftir að fara í umhverfismat og það er ver- ið að kanna aðstæður til að bora í Öndverðarnesi," segir Guðjón Magnússon, framkvæmdarstjóri aðalskrifstofu Orkuveitunnar. Hann segir tengikostnað sumar- bústaðaeigenda við nýju hitaveit- una munu nema um 90 þúsund krónur. „Þetta er mjög lágur tengikostn- aður, miðað við það sem vanalega gerist, en við reiknum með því að rukka meira fyrir vatnið en venju- lega tií að vega þar á móti. Þetta verður mikO lyftistöng fyrir svæð- ið og áreiðanlega mjög hvetjandi fyrir ferðamannaiðnaðinn. Það er sundlaug á svæðinu sem mun njóta góðs af þessu og svo eru hótelbyggingar á dagskránni i Þrastalundi," segir hann. -jtr Bílvelta í Breiðuvík Kona missti stjórn á bíl sínum í lausamöl í Breiðuvík á Snæfellsnesi í gær með þeim afleiðingiun að bíll- inn valt. Konan var ein í bílnum og var spennt í bílbelti. Hún slapp með skrámur en bíllinn er mikið skemmdur. -SMK Ný rannsókn um vímuefnaneyslu íslenskra ungmenna kynnt: Vímuefnaneysla dregst saman - stangast á við tölur SÁÁ, segir Guðbjörn Björnsson læknir Könnunin Ungt fólk 2000, sem gerð var af Rannsóknum og grein- ingu fyrir tilstuðlan Áfengis- og vímuvamaráðs og annarra aðila, sýnir fram á að vímuefnaneysla ungmenna i efstu bekkjum grann- skóla hefur í flestum tilvikum dreg- ist saman. Þó á það ekki við um am- fetamínneyslu, sem stendur í stað, og e-töfluneyslu sem eykst lítillega. Rannsóknin tók líka til félagslegra þátta s.s. innkomu fjölskyldu þátt- takanda. Niðurstöðumar stangast á við tölur SÁÁ. Neysla e-plllunnar eykst Bryndís Björk Ásgeirsdóttir starfar hjá Rannsókn og greiningu: „Neysla á e-töflum eykst lltillega milli ára og amfetamínneysla stend- ur í stað. Þessar niðurstöður gefa til kynna að það er ákaflega mikilvægt að fylgjast náið með þessum efnum. Það er erfítt að álykta um hvað það er sem veldur þessum ákveðnu nið- urstöðum og væntanlega eru það margir samtvinnaðir þættir sem verka hver á annan. Könnunin bendir þó ótvírætt á það að neysla á áfengi, tóbaki og kannabisefnum er að dragast saman og hefur gert sl. tvö ár. Hin tvö efn- in, amfetamín og e-töflur, virðast samt ekki fylgja þessu munstri." Bryndís benti á það að ekki hefði verið tekið tillit til forvarnarstarfs og hvort þær áherslur sem hefðu verið lagðar á ákveðin efni skiluðu sér í minni neyslu. „Það var ekki gert í þessari rannsókn, enda er það eiginlega ekki gerlegt. Það að þessi minnkun í neyslunni hefur átt sér stað tvö ár í röö gefur til kynna að eitthvað standi að baki, þó ekki sé hægt að segja til um hvað það er nákvæmlega." Bryndís bætti því við að einn af þeim þáttum sem hefðu komið hvað glögg- legast í ljós væri að tengsl ungmenna við sína nán- ustu draga úr neyslu eða líkum á neyslu. Innkoma fjölskyldna eða stéttar- staða hafði mjög lítið að segja um hvort fólk væri í neyslu eða ekki. „Sterkustu þættimir í þessu eru fjölskyldan og hversu miklum tíma fjöl- Kókaín í nös Samkvæmt reynslu SÁÁ virðist neysta á kannabis- efnum, amfetamíni og e-töflum vera aö stóraukast. skyldan eyðir saman,“ sagði Bryndís að lokum. Stangast á við SÁÁ Þessar niðurstöður koma ekki heim og saman við tölur þær sem SÁÁ hefur yflr að búa. Þegar DV ræddi við Guðbjörn Bjömsson, lækni hjá SÁÁ, benti hann á að rannsóknir á borð við þessa hefðu verið gerðar áður og að tveimur árum liðnum hefðu þessir sömu hópar sem spurðir voru skilað sér inn í meðferð - oftast í metfjölda. „Við vonum að sjálfsögðu að þetta verði raunin og það sé að draga úr neyslu á þessum efnum. Raunin hefur hins vegar ekki ver- ið sú hjá okkur og það fjölgar stöðugt í yngstu aldurshópunum sem til okkar leita. Þó getur þetta verið að einhverju leyti rétt þar sem það er meira af eldra fólki sem til okkar leitar - fólki sem er gjaman lengra komið í neyslu. En samkvæmt þeim tölum sem við höfum yfir að búa er þessu þver- öfugt farið. Okkar tölur segja að neysla á kannabisefnum, am- fetamíni og e-töflum sé að stór- aukast. Það gerist ekki á kostnað áfengisins, það bætist oftast ofan á,“ sagði Guðbjöm. -ÓRV COMPAQ PRESARIO PENTIUM III 700MHZ 17”SKJÁR CNet Modem 56K PCI PC-DVD AOpen 16x DVD Pro 32MB ATI XPERT SKJÁKORT 20.0GB HARÐUR DISKUR 128MB SDRAM 133 MHZ BUS MICROSOFT WORD MICROSOFT MONEY MICROSOFT WIN98 se TröNatimoð Allar Compaq vélar eru í þriggja ára alheilms ábyrgð. COMPAQ PRESARIO PENTIUM III 700MHZ 32MB ATI XPERT SKJÁKORT 20.0GB HARÐUR DISKUR 128MB SDRAM 133MHZBUS f\ MICROSOFT WORD MICROSOFT MONEY MICROSOFT WIN98 se uliitÍHucmS 159.9ÖCL- VERÐADEINS 148.500 Timoð 2 Gæðavörur á ótrúlegu verði! viRu AucinS mooa . VERÐ AÐEINS 115.500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.