Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 DV__________________________________________________________________________________________________Neytendur Sætt sem sykur Flestir elska sykur. Við borðum ávexti, hunang, sætar kökur og eft- irrétti til að seðja hungur okkar í sykur en því miður hefur þessi löngun eða þörf ýmis vandamál í för með sér. í fyrsta lagi inniheldur sykur tals- vert af hitaeiningum sem vilja breytast í fltu sem gjarnan situr kyrr. í öðru lagi verður mikið sykurát gjaman til þess að bólur myndast og síðast en ekki síst er frekar slæmt fyrir orkubúskap lík- amans að fá stóra orkuskammta í formi sykurs. Blóðsykurinn hækkar snöggt og felllur svo enn hraðar og veldur orkuleysi og þreytu. Fyrir þá sem geta ekki verið án sætubragðsins en vilja síður áður- nefndar aukaverkanir og þá kannski helst þyngdaraukninguna, er um ýmislegt að ræða. Allskonar gervisykur hefur verið framleiddur, mishollur eða óhoUur eftir atvikum. Sakkarín Sakkarín er 200-700 sinnum sæt- ara en venjulegur sykur. Hægt er að nota það tU bökunar en þó mæla framleiðendur með því að aðeins sé notaður helmingur af þeim skammti sem reiknað er með í upp- skriftinni. HæfUegt er að nota 6 g af sakkaríni í stað 1/4 boUa sykurs. Algengt vöruheiti á Sakkaríni er Sweet and Low en það er einnig að fmna í ýmsum unnum matvælum og er þess skemmst að minnast þeirra miklu láta fyrir nokkrum árum þegar sakkarín var úthrópað sem krabbameinsvaldandi efni og átti að úthýsa því úr öUum matvæl- um. Aspartam Aspartam er 160-220 sinnum sæt- ara en venjulegur sykur. Þegar Asp- artam er hitað missir það sætu- bragðið og er því óhentugt til bakst- urs. Framleiðendur mæla með því í krem og fyUingar í kökum og eftir- réttum og önnur matvæli sem ekki þarfnast hitunar. Nota skal 6 g af Aspartam í stað 1/4 boUa sykurs. Það er víða notað í tUbúin mat- væli og kannski helst þekkt undir nafninu Nutrasweet. Acesulfame potassium Acesulfame potassium er 200 sinnum sætara en sykur. Það þolir hita vel og hentar því ágætlega tU baksturs og í mat. Best er að nota það með sykri í bakstur og sama magn og Aspartam. Vörumerkin sem það er selt undir eru Sunnette og Sweet One og er lítið sem ekkert selt hér á landi. Sucrolose Sucrolose er búið tU úr sykri en er þó 66 sinnnum sætara en sykur. Það er gjaman notað i bakstur en hitaeiningafjöldi þess er talsvert minni en sykursins. Sucrolose er selt undir nafninu Splenda. Beint samband við neytendasíðu Lesendur sem vUja ná sambandi við neytendasíðu DV hafa tU þess nokkrar leiðir. í fyrsta lagi geta þeir hringt í beinan síma: 550 5821. Faxnúmerið er: 5505020 og svo er það tölvupósturinn en póstfangið er: vigdis@ff.is. Tekið er á móti öllu því sem neytendur viija koma á framfæri, hvort sem það eru kvartanir, hrós, nýjar vörur eða þjónusta - eða spumingar um eitt og annað sem kemur upp á í daglegu lifi. Sé umsjónarmaður ekki við er tekið við skilaboðum. Vigdis Stefánsdóttir xunsjónarmaður neytendasíðu j^i Bensínið hækkar og hækkar en sumir bjóða betur: Okeypis bensín! - ÓB-bensín ætlar að gefa bensínið næsta fimmtudag ÓB-stöðvarnar auglýsa ódýrara bensín á fimmtudögum. ÓB-bensínstöðvamar hafa um tíma auglýst verulega bensínlækk- un á fimmtudagsmorgnum 1 sam- vinnu við útvarpsstöðina Gull 90.9 og hafa lækkað verðið um 9,09 krónur frá fullu verði, þ.e. verðinu sem gildir þar sem full þjónusta er. Venjulegt verð hjá ÓB-bensín- stöðvum er 94,10 krónur fyrir hvern lítra en á fimmtudögum, á tíman- um frá klukkan 8-9.09 að morgni, kostar það aðeins 89,20 og munar um minna þegar verið er að setja á bensínhákana sem sumir taka 60 lítra eða svo. Næsta fimmtudag á svo að bæta mn betur því þá verður bensínið gefið á einni af ÓB-stöðvunum. Ekki bara bensínið því olían verður lika ókeypis. Þetta ágæta tilboð, sem sjálfsagt verður til þess að umferðarteppur myndast í nágrenni stöðvarinnar sem um ræðir, kemur til með að gleðja fátæka bíleigendur. Það verður þó settur kvóti á bensínið svo ekki komi til þess að menn hamstri og fær hver bíll 25 lítra af- greidda í sinn tank. Líklegt má telja að kostnaður Olís við þetta, þ.e. bensin og olía sem gefin verður, nemi álíka upphæð og heilsíðuauglýsing í dagblaði kostar og getur svo hver dæmt fyrir sig um hvað skilar betri árangri. Svona til gamans má kannski velta upp einni spumingu: Ef hægt er að reka með góðu móti bensín- stöðvar eins og ÓB, þar sem einn maður sinnir 7 stöðvum og kostn- aður er í lágmarki sem endurspegl- ar bensínverðið - af hverju er þá verið að byggja stórar og flottar bensínstöðvar um allt land? Það er feikinóg af öðrum verslun- um sem selja mat, blöð, leikföng, blóm og allt annað sem bensín- stöðvamar selja nú til dags. Ef hægt er að halda niðri bensín- verðinu á þennan hátt þá ætti auð- vitað að stefna að því öllum til hagsbóta. -vs Fáeinar ábendingar frá Landssímanum Landssímnn hafði ýmsar ábend- ingar varðandi umfjöllun um síma- kostnað sl. miðvikudag og er þeim hér með komið á framfæri. Það er líka mun dýrara að hringja úr Tal-síma í Símann GSM heldur en innan kerfis, rétt eins og í hina áttina, þótt það sé ekki tekið sérstaklega fram í verðskrá Tals! Ástæðan fyrir því að mínútu- gjaldið er hærra í Frelsinu er auð- vitað sú að þar er ekkert stofngjald og ekkert mánaðargjald. Það er auð- vitað nokkuð mismunandi eftir notkunarmynstri hvort borgar sig frekar að vera með eftirágreidda áskrift eða Frelsisáskrift, en þumal- fingursreglan er sú að ef GSM- reikningurinn er innan við 2000 krónur á mánuði í venjulegri áskrift, borgar sig að vera frekar með Frelsisáskrift. Hjá Símanum lenda foreldrar ekki í því að lána Visa-númerið sitt til að tryggja að símareikningur unglinganna sé greiddur. Tal hefur hins vegar gert út á 12 mánaða bind- ingu gegn því að fá ódýran síma (Tal 12-áskrift) og gerir þá kröfu um að áskriftargjaldið sé sett á Visa. Það er tO spamaðarleið fyrir þá, sem hringja mörg stutt símtöl. Það er ekki dýrast að hringja til Grænlands, eins og fram kemur í verðskrá okkar, sem er á www.siminn.is. Verðskrá upplýsinga um símanúmer erlendis er miðuð við að standa undir kostnað við þjónustuna, sem er mjög vinnuaflsfrek. Það er nánast ómögulegt að ætla að gefa af- slátt ef talið er að þjónustan hafi ekki skilað fullnægjandi árangri, enda yfirleitt erfitt að meta slíkt. Sama á við t.d. hjá tölvufyrirtækjum, sem veita tölvuaðstoð í gegnum síma og rukka einhverja tugi króna á mínútu; verðskráin er óháð því hvort aðstoðin ber þann árangur að tölvan fari að virka rétt, enda tæknilega nánast ómögulegt að koma hinu við. Verðskráin er opinber og tilgreind á fremstu síðu Símaskrárinnar, þar sem veittar eru upplýsingar um þjónustunúmer Símans. Ólafur Þ. Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Símans. Eiturefnalaus forvarna- búnaöur frá 1001 mús Það er ekki gott að dreifa miklu eitri i umhverfið til að losna við meindýr. Mörg önnur ráð eru til og flytur fyrirtækið 1001 mús ýmislegt til þeirra nota auk þess að veita ráð- gjöf og þjónustu varðandi forvarnir og eyðingu meindýra. Frá þeim kemur til að mynda Flugnafælan sem er eins konar armband eða ökklaband sem einnig er hægt að hengja upp í tjaldinu, hjá grillinu eða á öðrum stöðum þar sem líklegt er að flugur pirri fólk, Hún er úr eit- urefnalausu plasti með lyktarefni sem fælir flugur frá. Einnig má nefna límgildrur, t.d. límborða í litlum plastkassa og lím- gildru með aðdráttarlykt fyrir flug- ur. Svo er það geitungagildra sem er úr glæru plasti og er auðvelt að sjá hvenær losa þarf gildruna. Hana á að setja nálægt geitungabúi eða þar sem mikið er um geitunga. Fyrir mýsnar má nefna Músakítt- ið sem festist á tönnum nagdýra. Það er notað til að þétta sprungur og göt þar sem mýs eða rottur geta komist inn. Svo er það Músabandið sem er sérhönnuð álþynna sem sett er neðst á húsgrind, undir klæðning- una og Fuglaklístrið sem notað er á þök, syllur, loftnet og aðra staði þar sem fuglar eru óæskilegir. Raflagnir eru vinsælar hjá nag- dýrum, þau eiga það til að afhýða rafmagsvírinn og eldhætta skapast. íslenskar leiðbeiningar fylgja flestum vörum frá 1001 mús og er hægt að nálgast þessar meindýra- varnir á flestum Esso-stöðvum og byggingavöruverslunum. Gjaldskrá þjóðgarðanna Nokkuð hefur borið á því að neyt- endur hringi vegna kostnaðar við tjaldstæði og eru ekki allir sammála um verðið. Þjóðgarðarnir hafa sam- ræmda verðskrá og fá t.d. örorku- og ellilífeyrisþegar ókeypis gist- ingu. Böm innan 16 ára í fylgd með fullorðnum í fiölskylduferð fá einnig ókeypis gistingu, en séu þau í hópferð undir stjórn fullorðinna greiða þau 250 kr. fyrir nóttina. Öðruvísi rúsínur í verðkönnun DV, sem birtist í blaðinu í gær, voru m.a. rúsínur sem víðast kostuðu milli 115 og 179 krónur. í Samkaupum í Hafnarfirði var hins vegar verðið talsvert hærra, eða 212 krónur, og hringdi verslunarstjórinn til að útskýra það. Rúsínumar sem um ræðir eru Fimmta hverja nótt er frí hjá öllum sem gista í þjóðgörðunum og síðan önnur hver eftir það og veittur er hópafsláttur sem fer vaxandi eftir fiölda gistinótta. Gisting kostar annars 500 kr. á mann, aðgangur að sturtu 100 krón- ur og vilji fólk leigja tjöld kostar það 1000 kr. á dag. Ofan á gistiverð- ið leggst 14% virðisaukaskattur en sturtur og tjaldleiga bera 24,5% virðisaukaskatt. hjá Samkaupum nefnilega ljósar en ekki þessar venjulegu dökku sem átti að kaupa skv. innkaupalista og er beðist af- sökunar á því. Það gerir að verkum að verðið á innkaupakörfu Samkaupa lækkar um 83 krónur og fer niður í 3952 krónur úr 4081 krónu. A k u r e y r i Ævintýrakráin í norðri Föstudagskvöld hljómsveitin GM-Bandið Gulli og Maggi Stórdansleikur Laugardagskvöld stuðhljómsveitin 2 heimar Lengsti bar landsins Frítt inn til miðnættis, eftir það 500 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.