Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Auðlindanefnd vill binda þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá og taka afnotagjald: Tvær leiðir til veiðigjalds Jóhannes Nordal, formaöur auð- lindanefndar, kynnti í gær tillögur nefndarinnar um meðferð þjóðarauð- linda og afhenti þær Davíð Oddssyni forsætisráðherra. í tiilögum auðlindanefhdarinnar felst að eignarréttarleg staða þjóðarinn- ar gagnvart auðlindum sínum sé stað- fest í stjómarskrá. Þá telur nefndin að taka beri gjald fyrir afnotarétt að hin- um skilgreindu auðlindum. Afnotarétt- urinn njóti síðan vemdar sem óbein eignarréttindi þess sem gjaldið greiðir. Varðandi nytjastofna í efnahagslög- sögu ísland er lagt til að lagt verði gjald á þá sem aflaheimildir hafa. Annað- hvort verði ákveðið hlutfall allra afla- heimilda tekið frá núverandi réttinda- höfum á ári hveiju og boðið til kaups á fijálsum markaði eða áð lagt verði veiðigjald á allar aflaheimildir. Tveir nefhdarmanna, Ari Edwald og Guðjón Hjörleifsson, gerðu fyrirvara um að þeir gætu aðeins stutt síðari leiðina, það er svokallaða veiðigjaldsleið, en ekki fyrmefndu leiðina, svonefnda fymingarleið. Veiöigjald upp á 2,5 milljarða I álitsgerð auðlindanefndarinnar er sérstaklega gerð grein fyrir áhrifum mismunandi leiða varðandi afgjald fyr- ir nytjastofna sjávar. Þar er m.a. hægt gjald fyrir farsímarásir, jarðhita, vatnsorku og auðlindir á hafsbotni Gjald fyrir farsímarásir ld þjóðarinnar í arði af vatnsorku í Niöurstaöan kynnt Jóhannes Nordal afhenti Davíö Oddssyni tillðgur auölindanefndar í Ráöherrabústaönum í gær. DV-MYND E.ÓL að sjá að verði fymingarleiðin valin og gert ráð fyrir að skerða aflaheimildir um 1% á ári hveiju og bjóða til endur- sölu 'skerði það núverandi markaðs- verðmæti kvóta sjávarútvegsfyrirtækja um 12,5%. Það svarar til 36,3 milljarða króna af þeim 290 milljörðum sem talið er vera heildarmarkaðsverðmæti afla- heimilda við landið. Áætlað afgjald til ríkisins í þessu tilfelli er 2,5 milljarðar króna. Heimildir DV herma að þetta hundraðshlutfall, það er 1% skerðing á ári, þyki hvað líklegast verði fymingar- leiðin farin. Samkvæmt útreikningum auðlindanefndar myndi þessi aðferð samsvara 4,2% veiðigjaldi af þeim 60 milljörðum sem er áætlað samanlagt árlegí verðmæti landaðs afla. þjóðareign og sama gildir um jarðhita og námur, sem og auðlindir á eða undir hafsbotninum. Nefndin lelur að greiðsla eigi að koma fyrir afnot af farsímakerfi að tíðnissviðinu. Hún segir að enda þótt rafsegulbylgjur hafi ekki verið skilgreindar með formlegum hætti þá hafi ríkisvaldið tekið að sér að stjóma aðgangi að tíðnisviðinu. Nefndi telur heppilegast að útlhuta þessum rásum með uppboðum eða öðrum hlutlægum aðferðum. Þá telur nefndin að þó að stefna eigi að frjálsum aðgangi að náttúru landsins geti þurft að stýra honum. Að endingu bendir auðlindanefndin á að ef tekin verði upp gjöld af þeim toga sem hún leggur til muni það geta gefíð umtalsverðar tekjur. Nefndin leggur til að hluti þeirra tekna verði nýttur til að efla þjóðhagslegan spamað og uppbyggingu. Auk fyrirvara þeirra Ara og Guðjóns lýsti Ragnar Ámason sig andvígan þeirri tillögu auðlindanefndarinnar að bundið yrði í stjómarskrá að náttúruauðlindir mætti ekki selja eða láta af hendi til einstaklinga eða lögaðila og verða þar með varanlega á forsjá ríkisins. -GAR Davíö Oddsson tók glaður í bragði við tillögum auðlindanefndar: Stóratburður í íslenskri samtímasögu - greiðir vonandi fyrir víðtækari sátt, segir Jóhannes Nordal Davíö Oddsson dv-mynd e.ól „Hafi ég skiliö þetta rétt þá er þetta mjög merkilegur og mik- ilvægur áfangi." „Mér er það sérstök ánægja að geta afhent þér þessa skýrslu sem við höf- um unnið að núna um býsna langt skeið,“ sagði Jóhannes Nordal, for- maður auðlindanefndar, þegar hann afhenti Davíð Oddssyni forsætiráð- herra tillögur nefndarinnar í gær. Nefndin var skipuð í júní árið 1998. „Það er mér líka fagnaðarefni að það hefur náðst vemleg samstaða í nefndinni um mikilvæg mál. Ég held að það sé von okkar allra að sú sam- staða greiði fyrir því að vitæk sátt geti náðst um þessi mál í þjóðfélag- inu í framtíöinni þótt þetta sé aðeins stuttur áfangi á þeirri leið,“ bætti Jó- hannes við. Grundvöllur sáttar Davíð sagðist ekki hafa kynnt sér skýrslu auðlindanefndarinnar út í hörgul þótt hann hefði fylgst með starfi nefndarinnar úr fjarlægð. „En ég tel þó að þetta sé afskaplega merkileg tilraun sem þama er gerð af hálfu nefndarinnar til að ná sátt- um í einu viðkæmasta deilumáli sem uppi hefur verið meðal þjóðarinnar um langt árabil. Deilumáli sem ekki hefur alltaf snert eingöngu harðar staðreyndar málsins heldur líka til- flnningar fólks sem ekki er að undra þar sem um er að ræða málaflokk sem er fyrirferðarmestur í íslensku efnahagslífi og tengist mjög þeim rót- um sem viö öll eigum og er undir- staða allra okkar lífshátta í dag,“ sagöi forsætisráðherra. Davíð segir að þó skýrsla auðlinda- nefndar hafi kannski orðiö á annan veg en hann hefði sjálfur kosið hafi nefndin með niðurstöðu sinni fært fram frambærilegasta efni sem þjóð- in hafi fengið til þess að moða úr til að ná sátt um sjávarútveginn. „Ef það mat er rétt er hér um stóratburö að ræða í íslenskri samtímasögu," sagði hann Ekkl aðeins óbeint afgjald Forsætisráðherra sagðist skilja skýrsluna á þann veg að meginþátt- ur sjávarútvegsstefnunar - afla- marksleiðin - væri staðfestur. „En um leið er einnig staðfest að til eigi að koma afgjald frá grein- inni með beinum hætti til þjóðar- innar - ekki með þeim óbeina hætti sem vissulega á sér stað - og aðferð- ir til þess eru greindar í skýrslunni. í annan stað tel ég að í skýrslunni sé einnig undirstrikað að styrkja þurfi atvinnuréttindi manna og auka frjálsræði og svigrúm í grein- inni. Þannig að ég tel að nefndin hafi með þessum hætti nálgast verkefni sitt með mjög mál- efnalegum hætti og undir þeim hatti sem nefndin var stofnuð til - að ná sáttum í sjávarútvegi. Hafi ég skilið þetta rétt þá er þetta mjög merkilegur og mikilvægur áfangi á þeirri leið,“ sagði Davíð og bætti við að hann þakkaði nefnd- inni með glaðara bragði og hress- ara viðmóti en ella vegna þess að hann teldi hér um stórmerkilegan viðburð að ræöa. -GAR Veðriö í kvöld Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 18.59 18.43 Sólarupprás á morgun 18.56 07.23 Síödeglsflóö 20.03 24.36 Árdeglsflóö á morgun 08.25 12.58 Fer að rigna Hæg vestlæg eöa breytileg átt í kvöld en sunnan 5-10 m/s í nótt. Dálítil súld og síðan rigning vestan til á landinu en léttir til í fyrramáliö. Bjart veöur veröur austan til í kvöld og nótt en sums staöar rigning meö morgninum, hiti yfirleitt á bilinu 5 til 10 stig. VINDAH “>.VINDSTYRKUR 1 motruin á sokúndu 10'V— HITI 10» >-FR0ST HBOSKÍRT LÉTTSKÝJAÐ O HÁLF- SKÝJAO £3 SKÝJAÐ o ALSKÝJAÐ •W RIGNING SKÚRIR W SLYDDA Ö SNJÓKOMA Q EUAGANGUR 9 FRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Hvernig verða skýin til? Vatn er alls staðar í andrúmsloftinu í kringum okkur en í mismiklu magni. Oftast er þaö í formi ósýnilegrar gufu, en stundum sem ský. Skýin myndast þegar loft kólnar en þaö gerist oft þegar aö loftiö þrýstist upp. Þau geta einnig myndast þegar raki eykst í loftinu, t.d. þegar loftiö feröast yfir vatn. Bjart fyrir austan Suövestanátt og skúrir veröa vestan til á landinu, en hægviöri og víöa bjart veöur austan til. Þaö gengur í noröaustan 18-23 m/s meö rigningu austanlands undir kvöld. Hiti verður 5 til 10 stig. Mánuda Vindur: /J~s' 13-11 m/» Hiti 7° «112° Þribjuda Vindun 13-18 m/t Hiti 7° tii m. 112° W Mióvikuda m. Vindur: J <p N 13-18 bvvJ Hiti 7° til 12° W Austan og noröaustan 1318 m/s og rignlng noröan- og austanlands en hægari suövestan tll og rlgnlng meö köflum, hltl 7 tll 12 stlg. N og NV 1318 m/s vestanlands, vestlæg átt, 13-18, meö suöur- ströndlnnl en hægari suölæg átt austan tll, rignlng og áfram mllt. N og NV13-18 m/s vestanlands, vestlæg átt, 13-18, meö suöur- ströndlnnl en hægari suölæg átt austan tll, rignlng og áfram mllt. AKUREYRI súld 8 BERGSSTADIR súld 7 BOLUNGARVÍK rigning og súld 7 EGILSSTAÐIR 11 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 10 KEFLAVÍK súld 8 RAUFARHÖFN súld 7 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 9 BERGEN rigning 14 HELSINKI alskýjaö 13 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 14 ÓSLÓ rigning 14 STOKKHÓLMUR þokumööa 17 ÞÓRSHÖFN skýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 13 ALGARVE skýjaö 20 AMSTERDAM skýjaö 19 BARCELONA heiöskírt 14 BERLÍN léttskýjaö 22 CHICAGO léttskýjaö 9 DUBUN skúrir 15 HAUFAX skýjaö 7 FRANKFURT léttskýjaö 22 HAMBORG léttskýjaö 23 JAN MAYEN rigning 6 LONDON úrkoma 18 LÚXEMB0RG léttskýjaö 21 MALLORCA MONTREAL heiöskírt 3 NARSSARSSUAQ skýjaö 0 NEW YORK léttskýjaö 7 ORLANDO léttskýjaö 21 PARÍS alskýjaö 17 VÍN léttskýjaö 21 WASHINGTON skýjaö 8 WINNIPEG heiöskírt 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.