Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 56
P aldraðir ÉjpMÍ 2/3 HLUW ÚFEYRIB' SJÖnSGREIOSLHA 1 AFNEMUM OGl FÁTÆKTINA DV-MYND E.ÓL. Bíllinn er ónýtur Eigandi bifreiöarinnar skoöar hér verksummerki. Skemmdarverk í Ármúla: Veltu bíl Bíl af tegundinni Toyota Corolla var velt á hvolf viö Fjölbrautaskólann í Ármúla um miönætti aðfaranótt fóstu- dags, þannig að allar rúður í honum brotnuðu. Að sögn eiganda bílsins eru skemmdimar það miklar að viðgerðir svara ekki kostnaði. Grunur leikur á að nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hafi verið þama að verki en á sama tíma var haldið ball á vegum nemenda FB á Hótel íslandi. Lögregl- an rannsakar nú málið. -MT Tilboósveró kr. 4.444 P-touch 1250 Rmerkileg merkivél b/other Lítil en STÓRme 5 leturstæröir 9 leturstillincjar prentar 12 linur boröi 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport NÝ NISSAN ALMERA v' > ♦v'" SYLVANIA www.ih.is ERU FRAN6KAR MEÐ RESSUM ELDRI BORGURUM? Þriðja fegurst á Norðurlöndum Elín Málfríöur Elín Málfríður Magnúsdóttir frá Eystri-Leirárgörðum í Borgarfirði náði þriðja sætinu í keppn- inni um ungfrú Skandinavíu sem haldin var í Finnlandi um miðja vikuna. Keppnin fór fram í lystisnekkju í fmnska skeijagarðinum og það vom tvær fmnskar fegurðar- drottningar sem skiptu með sér topp- sætunum tveimur. Elin Máifríður var kjörin ungfrú ísland síðastliðið vor en hún er dóttir hjónanna á Eystri-Leirár- görðum i Borgarfirði og alin upp við al- menn bústörf í heimsveit sinni. Elín Málfriður stefnir að þvi að ljúka stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi um næstu jól en hún er trúlofuð Valþóri Ásgrimssyni há- ^ skólanema frá Akranesi. -EIR FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Bóndasonurinn sýknaður: ^ Frjáls heim 4 í Bláhvamm , - eftir 190 daga gæslu Laus úr prisundinni Drengurinn kemur út úr Hundraömannahelli ásamt bjargvættum sínum síðdegis í gær. DVJJYND KK Ungur drengur í skólaferöalagi: Fastur í Hundraðmannahelli - bjargarlaus í klukkustund Nemandi í Hagaskóla festist í gjótu langt inni í þröngum Hundraðmanna- helli við Kaldársel síðdegis í gær en nemandinn var þar á skólaferðalagi ásamt skólasystkinum sínum. Nem- andinn lá bjargarlaus með fót fastan í gjótu og gat sig ekki hreyft í klukku- stund. „Þetta var ungur drengur og hann bar sig vel og kvartaði ekki, þó svo fóturinn væri orðinn dofmn og kald- ur,“ sögðu tveir félagar í björgunar- sveitinni Ársæli sem fyrstir komu á vettvang drengnum til bjargar. Þá var einn kennari með nemandanum innst í hellinum þar sem vart er hægt að at- hafna sig vegna þrengsla. Björgunar- sveitarmennirnir tóku strax til óspilltra málanna og voru langt komnir með að bjarga nemandanum þegar slökkviliðsmenn úr Hafnarfirði bættust í hópinn og í sameiningu tókst þeim að losa drenginn. „Drengurinn var feginn að sleppa úr hellinum og lét það verða sitt fyrsta verk að hringja í móður sína þegar hann kom út. Honum virtist ekki hafa orðið meint af þessu,“ sögðu björgunarsveitarmennimir tveir að loknu góðverki. -EIR Orlygur Hnefill Jónsson „Þetta hefur reynt mikið á skjólstæðing minn. Ég er nú að aka honum aftur heim í Bláhvamm í Reykjahreppi og ég get sagt það eitt að honum er mikið létt. Þetta var slys,“ sagði Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður á Húsavík og verjandi mannsins sem ákærður var fyrir að bana föður sínum á heimili þeirra feðga 18. mars siðastliðinn. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað í gær upp dóm sinn í málinu og sýknaði son hins látna af ákæm um manndráp. Ákvað dómurinn, að teknu tiiliti til aðstæðna, að hæfileg refsing væri fjögurra mánaða fangelsi, skil- orðsbundin til þriggja ára. „Hafa ber í huga að skjólstæðingur minn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 22. mars, eða í 190 daga. Nú fer hann heim,“ sagði Örlygur Hnefill í gær- kvöld. -EIR Týndur maður Lögreglan hefurlýst eftir Sveini Kjartans- syni, 42 ára. Síðast sást til Sveins við Kletta- garða í Reykjavík um kvöldmatarleytið sið- astliðinn mánudag. Sveinn var þá klæddur í bláar gallabuxur, í dökkblárri peysu með vörumerkjunum HEIMER og IFÖ og í brúnum, reimuðum skóm. Sveinn er þéttvaxinn, 130-140 kíló og 190 sentímetrar á hæð. Hann er ljósskol- hærður og hárið farið að þynnast. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sveins Kjartanssonar em beðnir að láta lögregluna í Reykjavík vita. -EIR Útgerðarmenn á móti tillögum um auðlindagjald en reiðubúnir í viðræður: LIU hafnar kvótauppboði j Auðlindanefnd, sem skipuð var full- trúum allra þingflokka á Alþingi sum- arið 1998, skilaði forsætisráðherra til- lögum sínum í gær. Meginniðurstöður auðlindanefndar- innar er þær að þjóðareign á náttúra- auðlindum og landsréttindum skuli bundin í stjómarskrá og að greitt skuli gjald fyrir aíhot af auðlindunum. Umdeildasta umfjöUunarefni auð- lindanefhdar var gjaldtaka fyrir afla- heimildir í sjávarútvegi. Landssamband íslenskra útvegs- manna (LÍÚ) lýsti sig í gær reiðubúið tii viðræðna við stjómvöld um auð- lindagjald vegna nýtingar fiskistoína enda þótt sambandið telji ekki grund- fyrir innheimtu vöU þess. LÍÚ hafliar algerlega annarri af tveimur leið- um sem auðlindanefndin leggur tU við innheimtu veiðUeyfisgjalda, svokaU- aðri fymingarleið sem byggist á sölu kvóta á uppboði. Þá vUl LÍÚ m.a. að væntanlegt auðlindagjald af sjávar- útvegi standi undir kostnaði við eftirlit og rannsóknir, enda verði sú starfsemi á forræði þeirra sjáifra eins og hægt er. Eins viU LÍÚ að auðlindagjald verði lagt á óskipt aflaverðmæti, það er bæði hlut sjómanna og útgerðar. Jóhannes Nordal afhendir Davíö Oddssyni tillögur auölindanefndar. Forsætisráðherra sagðist taka glaður i bragði við tiUögum neflidarmanna og var vongóður um að takast mætti á grundveUi þeirra að skapa nauðsynlega sátt um mál sem klofið hafi þjóðina í andstæðar fylkingar. „Ef það mat er rétt er hér um stóratburð að ræða í ís- lenskri samtímasögu," sagði hann. Davíð sagðist sjálfur vera andvígur gjaldi fyrir aflaheimUdir í sjávarútvegi en aö hann „beygði sig undir það ok“ að samþykkja það tU að skapa sátt með- al þjóðarinnar. Meðlimir auðlindanefndar vora sömuleiðis bjartsýnir á að tUlögur þeirra gætu mtt veginn fyrir lang- þráðri sátt um sjávarútveginn: „Ég held að þama sé kominn líkleg- asti grundvöUurinn tU þess að ná breiðri samstöðu," sagði Jóhannes Nor- dal. Svanfríður Jónasdóttir sagðist telja sjávarútveginn betur settan verði tU- lögum auðlindanefhdar fylgt. „Ég leyfi mér að setja fram þá ósk að menn átti sig á því hver er kjami þessa máls og hvað það er sem er virkUega mikU- vægt, bæði fyrir þjóðina og fyrir þessa undirstöðuatvinnugrein," sagði hún. Sjá einnig fréttir á bls. 2, 4 og 6. -GAR é Skipulögð mótmæli við setningu Alþingis: Eldri borgarar eru lika til * „Við ætlum að standa með mótmælaspjöld okkar fyrir framan Alþingishúsið þegar þingmenn ganga úr kirkju eftir að prestur hefur messað yfir þeim um mun réttlætis og rang- lætis,“ sagði Pétur H. Ólafsson, félagi i Samtökum eldri borgara sem skipulagt hafa mótmæla- stöðu við Alþingishúsið við þingsetningu á mánudaginn. „Við erum líka til og viljum lifa llfinu lifandi." Eldri borgarar ætla að mæta á Mótmælaæfing Eldri borgarar æfa sig á Lækjartorgi fyrir mótmælastöðuna viö Alþingishúsiö á mánudaginn. Austurvöll vel fyrir klukkan 14 á mánudaginn og vonast eftir fjölmenni. Þá hyggjast þeir end- urtaka leikinn við hvert tæki- færi sem gefst og þá sérstaklega þegar fjárlögin verða til umræðu á komandi þingi. Eins og fram kom í DV í gær mun Halldór Blöndal stýra fund- um Alþingis í vetur en hann er óðum að hressast eftir alvarleg véikindi sem kostuðu hann langa sjúkrahúsvist og upp- skurð. -EIR *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.