Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 I>V __________39 y Helgarblað Verkefnið Dagblöð í skólum stóð alla vikuna í Breiðagerðisskóla: Eykur víðsýni nemenda * - segja kennararnir sem stýrt hafa verkefninu Krakkarnir í 7. bekk Breiðagerðis- skóla streyma inn í kennslustofuna að loknum frímínútum. Kennnaramir segja þeim að ganga frá Morgunblað- inu og Degi í töskumar sínar og ná sér svo í DV. „Má bara sjást i DV á mynd- inni í DV?“ spyr strákur á fremsta borði sem segist heita Jónas. „Ég heiti líka Jónas,“ segir sessunautur hans, eins og ritstjórinn á DV.“ Seinna komst blaðamaður að því að strákam- ir vora að gera grín og ná athygli, hvoragur þeirra hét Jónas. Frá því á mánudaginn hafa nemend- umir eingöngu unnið með dagblöðin í skólanum. Þau hafa þó farið í ensku og verklegar greinar en tölvutímann hafa þau notað til að skoða fjölmiöla á Net- inu. Hefðbundnar námsbækur hafa þvi legið á hiilunni alla vikuna. Dagblöð í skólum Hópurinn er þátttakandi í verkefni sem kallað hefur verið Dagblöð i skól- um og er samstarfsverkefni DV, Dags og Morgunblaðsins og Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur. Meginmarkmið verkefnisins er að venja nemendur við dagblaðalestur, bæði í þeim tilgangi að þjálfa þá í lestri margvíslegra texta og að auka vitrrnd þeirra fyrir því samfé- lagi sem þeir hrærast í. Framkvæmd verkefnisins er á þá leið að á hverjum degi í eina viku fær hver nemandi eitt eintak af hveiju dagblaði og tengist nær öll vinnan i skólanum vikuna sem verkefnið stend- ur dagblaðalestrinum. Útbúið hefur verið námsefhi, svonefndur blaða- passi, með verkefhum sem styðjast má við í dagblaðalestrinum. Einnig hafa verið útbúnar kennsluleiðbeiningar í tengslum við blaðapassann. Auk Breiðagerðisskóla taka 7. bekkir Laugalækjarskóla, Seljaskóla og Vest- urhliðarskóla þátt í verkefhinu sem enn er tilraunaverkefni en væntanlega gefst fleiri skólum kostur á að taka þátt í því strax næsta vetur. Sveigjanlegir kennsluhættir í 7. bekk í Breiðagerðisskóla era 56 nemendur. Þrir kennarar halda utan um hópinn, þær Auður Huld Kristjáns- dóttir, Ásthildur Gígja Kjartansdóttir og Elsa Hermannsdóttir. Þær hafa tvær kennslustofur til umráða, þar af hefúr önnur verið opnuð fram á lokað- an gang þannig að allur hópurinn kemst þar fyrir í einu. „Við byrjum yf- irleitt með allan hópinn saman á morgnana en skiptum þeim svo þegar líður á,“ segir Auður. Kennsluhættir era því margbreyti- legir hjá þessum nemendahópi. Þeim er ýmist kennt í stórum hópum eða litlum og stundum era tveir kennarar með einn hóp. Verkefhi eins og Dag- blöð í skólum hæfir því sérstaklega vel þessum hópi þar sem kennsluhættir eru svo sveigjanlegir fyrir. Kennararnir þrír láta einkar vel af þessu fyrirkomulagi sem krefst mikill- ar samvinnu. „Samkomulagið verður að vera mjög gott,“ segir Elsa og Ást- hildur bætir við að höfúðkosturinn sé að fara aldrei heim að loknum vinnu- dagi með óuppgerð mál. „Þetta er líka kostur fyrir krakkana því ef eitthvað kemur upp á þá ræða þijár fullorðnar manneskjur það, í stað einnar." Blóðin notuð í öllum námsgreinum Fyrirkomulag kennslunnar í dag- blaðavikunni er með þeirn hætti að í upphafi skóladags era gefnar 26-30 mínútur til að fletta morgunblöðunum. Því næst er valin ein grein sem allir lesa og ræða um. „í morgun var það leiðarinn en við höfum aðallega notað fréttagreinar," segir Auður. „Þetta er notaleg stund,“ segir Ásthildur. Þegar lesnar era erlendar fréttir er dregið fram landakort til að líta á hvar atburðimir hafa átt sér stað. Einnig er leitast við að setja þá í sögulegt sam- hengi. T.d. var stuttlega farið yfir sögu DV-MYNDIR TEITUR Skrautlegar vinnubækur Nemendumir eru natnir viö vinnubækurnar sínar. DÆMI UNNIÐ UPP UR BLADINU: Hve oft lest þú dagblöð? Ólympíuleikarnir eru á dagskrá til kl. 16.30 og byrja aftur kl. 22.15. Hvað er biðin löng á milli? Júgóslavíu i tengslum við kosningam- ar i vikunni. Á degi stærðfræðinnar tengdust verkefnin stærðfræði. Nem- endumir áttu að finna greinar sem tengdust stærðfræði og vinna reikn- ingsdæmi upp úr blaðagreinunum. Dagblöðin geta því verði óþijótandi uppspretta námsefnis. Hvað lest þú í dagblöðum? Stelpur ■ Strákar Teikni- Stjömuspá (þróttir Sjónvarps- Auglýsingar Fólkí innlendar EHendar I »A*4 myndasbgur dagskrá fréttum fréttir fréttir Hugmyndaríkir kennarar Auður Huld Kristjánsdóttir, Eisa Hermannsdóttir og Ásthildur Gígja Kjart- ansdóttir eru ánægðar með hvernig til hefur tekist með dagblöð í skólum. Anægðir nemendur Krakkamir era mjög ánægðir með tilbreyting- una og hafa unnið einstak- lega vel að sögn kennar- anna. „Best er þegar skapast þessi rólegi vinnukliður í stofunni, allfr era niður- sokknir í vinnu en ræða stund- um það sem upp kemur við næsta mann,“ segir Ásthildur. Kennaramir era sammála um að Ólympíuleikamir hafi verið eins og aukabónus í vikunni vegna þess að svo margir krakkar hafi gaman af íþrótt- um. Þó kvartaði stöku stelpa imdan öllum þessum íþróttum. Flestir nemendumir hafa verið mjög duglegir að vinna og hafa unnið valfijáls verkefhi sem í boði era í tengslum við blöðin. „Það er svo gam- an þegar hægt er að virkja þessa dug- legu krakka sem alltaf klára öll verk- efni um leið og hafa aldrei í raun verk- efiii við hæfi,“ segir Ásthildur. Dag- blaðaverkefnið hefur endalausa mögu- leika, það er alltaf hægt að bæta við verkefhum. „Þetta eykur líka víðsýni og vekur þau til umhugsunar um ým- islegt, bæði í okkar þjóðfélagi og í öðr- um löndum," segir Ásthildur. „Þeim finnst líka spennandi að tengja frétt- imar fjarlægum landsvæðum og fá til- fmningu fýrir lífi fólks þar,“ bætir Elsa við. Eitt verkefni nemendanna í dagblaðavikunni var að gera könnun á dagblaðalestri nemendanna og dagblaðakaupum heimila þeirra. Súluritin hér á síðunni sýna niðurstöður nemendanna. Ahugasamir foreldrar Krakkamir era með sérstakar vinnubækur fyrir verkefhið og era þær glæsilegar á að líta. Þau klippa út fréttir og líma inn í bækumar og skrifa texta með. í lok skóladags taka nemendumir blöðin með sér heim og vinna alla heimavinnuna upp úr þeim. Bæði blaðapassinn og vinnubækumar hafa nýst við heimavinnuna. Verkefiiið var vel kynnt foreldrum um leið og námsáætlun vetrarins og Berst dagblað reglulega inn á þitt heimili? hefur vinnan mælst mjög vel fyrir meðal þeirra. „Foreldramir hafa sýnt mikinn áhuga í foreldraviðtölum sem hafa staðið í vinnunni og almennt ver- ið mjög jákvæðir," segir Ásthildur. -ss RAFBORG Rauðarárstís 1 105 Reykjavik Sími: 562 2130 Simbréf: 562 2151 netfan$: rafbor$@islandia.is Jarðvegsþjöppur Allar stærðir, bensín eða dísil. Einnig „hopparar" SLANKUfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.