Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 5TV> Tilvera DV Afmælisbörn Jenna Elfman orðin 29 ára Jenna er fædd í Los Angeles 1979, hún er með sól í vog og tungl í vatns- bera. Ein af nýjustu myndum hennar er Keeping the Faith en áður hafði hún m.a. leikið í myndinni um Dagfinn dýralæknir. Jenna segir að helsti veik- leiki hennar sé sá að hún reyki of mik- ið og drekki of mikið kaff. Hún tilheyri visindakirkjunni og eiginmaður hennar heitir Bodhi Elfman. Julie Andrews er 65 ára Söng- og leikkonan Julie Andrews er 65 ára í dag. Julie er fædd í Englandi, hún er með sól í vog og tungl í sporð- dreka. Julie var aðeins 19 ára þegar hún kom fyrst fram á Broadway og þótti hún strax hafa frábæra rödd. Frægðarsól hennar skein þó hæst þegar hún fór með hlutverk Mary Poppins og þegar hún lék í Sound of Music og My Fair Lady. Gildir fyrir sunnudaginn 1. október og mánudaginn 2. október Vatnsberinn (20. ian.-is. febr.t Spá sunnudagsins: Eitthvað sem þú hefur beðið eftir lengi verður loksins að veruleika. Þú átt ekki eftir að verða fyr- ir vonbrigðum. Rómantíkin liggur í loftinu. Spá mánudagsins: Fólk treystir á þig og leitar ráða hjá þér um hugmyndir og útfærslu þeirra. Þú þarft að sýna skilning og þolin- mæði. Hrúturinn l? 1. mars-19. aarih: Þú ættir að láta meira að þér kveða í félagslíflnu. Vertu óhræddur við að láta skoðanir þínar í Ijós og koma hugmyndum þinum á fram- færi. Spá mánudagsins: Þú ert orðinn þreyttur á venjubundn- um verkefnum og ert fremur eirðar- laus. Þú ættir að breyta til og fara að gera eitthvað alveg nýtt. Tvíburamlr <21. maí-21. iúní): / Ferðalag liggur í loftinu / og þú hlakkar mikið til. Ef þú ert jákvæðir mun ^ ferðin verða afar skemmtileg og eftirminnileg. Spá mánudagsins; Þér finnst ekki rétti timinn núna til að taka erfiðar ákvarðanir. Ekki gera neitt gegn betri vitund. Líkiegt er að ákveðn- ar upplýsingar vanti sem muni gera þér auðveldar fyrir þegar þú kemst að þeim. Liónið (23. iúlí- 22. ágústi: Spá sunnudagsins: r Það verður mikið um að vera fyrri hluta dagsins og þú tekur ef til vill þátt í þvi að skipuleggja viðburð í félagslífinu. Kvöldið verður afar eftir- minnilegt. Spá mánudagsins: Þú hefur í mörgu að snúast og þarft á aðstoð að halda. Ástvinir þínir eru fúsir að veita þér aðstoð og skaltu ekki hika viö að þiggja hana. Spá sunnudagsins: Vogín (23. sept.-23. okt.i: rJ, _____________________ I Þú átt rólegan dag í vænd- \ f um sem einkennist af góð- f Æ um samskiptum við fjölskyldu og ástvini. Rómantikin liggur í loftinu. Mikið rót er á tilfinningum þtnum og þér gengur ekki vel að taka ákvarðanir. Mannamót lífgar upp á daginn. Bogamaður (22. nóv.-21. des.i: mi Spá sunnudagsins: rFarðu varlega í fjármál- mn og ekki treysta hverj- um sem er. Þú ættir að gefa þér tima til að slappa af og gera eitt- hvað nýtt og skemmtilegt. Þú þarft að gæta þagmælsku varðandi verkefiii sem þú vinnur að. Annars er hætt við að minni árangiu- náist en ella. Þú ættir að hlusta betur á það sem aðrir segja. Fiskarnir(19 febr.-20. marsl: Spá sunnudagsins: •Þér gengur vel að leysa verkefhi sem ollu þér vandræðum fyrir nokkru. Þú ert í góðu jafhvægi og dagurinn verður skemmtilegm'. Spá mánudagsins: Þú ert óþarflega varkár gagnvart til- lögum annarra en þær eru allnýstárlegar. Þú myndir samþykkja þær ef þú þyrðir að taka áhættu. Nautlð 120. apríl-20. mai.I: garaEfffiTiTi'Ti Vinur þinn á í basli með eitthvað og þú hefur að- stöðu til að hjálpa honum. Þú gerir eitthvað sem þú hefur ekki gert lengi og sérð alls ekki eftir því. Spá manudagsins: Morgunninn verður rólegur og nota- legur og þér gefst timi til að hugsa málin þar til eitthvað óvænt og ánægjulegt gerist sem breytir deginum. Krabbinn (22. ii'jni-22. iúií): Spá sunnudagsins: l Vinnan á hug þinn allan þessa dagana. Þú verður að gæta þess að særa eng- an þótt þú hafir htinn tíma til að umgangast ástvini. Spa manudagsms: Það er ekki alls sem sýnist og þó að einhverjum virðist ganga betur en þér á ákveðniun vettvangi skaltu ekki láta það angra þig eða koma inn öfund. Mevian (23. áeúst-22. sept.i: vægi. Dagurinn verður að öðru leyti ágætur og ekki verður kvöldið verra. Spá mánudagsins: Vináttubönd og ferðalög tengjast á ein- hvem hátt og þú skemmtir þér augljós- lega vel. Kvöldið verður sérstaklega vel heppnað. Sporðdreki I24. okt.-21. nóv.l: Spa sunnudagsms: Ýmislegt skemmtilegt ger- ^ist í dag og þú verður fyr- ir óvæntu happi seinni hluta dagsins. Nú er góð- ur tími til að gera breytingar. Spá mánudagsins: Dagiuinn byrjar rólega en siðan færist fjör í leikinn. Þú þarft á allri þolin- mæði þinni að halda. Happatölur þínar em 5, 9 og 13. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: 1^7 Einhver er í vafa um að rr það sem þú ert að gera sé rétt. Þú skalt hlusta á það sem aðrir hafa að segja en endanlega ákvörðunin verður þó að vera þín. Spá mánudagsins: Fjármálin þarfhast athugimar og ef þú ætlar að gera stórinnkaup eða jafnvel kaupa fasteign væri réttara að leita að- stoðar sérfræðinga. Minningarmót Najdorfs: Karpov orðinn viðráðanlegur t. Minningarmóti Najdorfs er loks lokið eftir að keppendur fóru í langt helgarfrí um síðustu helgi og tefldu fjöltefLi og hraðskákmót. Eitthvað fyr- ir íbúa Buenos Aires. Þau Judit og Viktor Bologan mættust í síðustu um- ferö og lauk skák þeirra með jafntefli. Þar með fékk Karpov kost á því að ná þeim með sigri í síðustu skák sinni. Andstæðingurinn tefldi Benkö-bragð, þá skrýtnu byrjun sem gefur svörtum færi meö peðsfórn. Anatoly tefldi vel en varfærnislega. Eftir 39 leiki var hann kominn með sigurvænlega stöðu en féll þá á tíma. Það hefði þótt lyga- saga í mínu ungdæmi, Karpov verður fimmtugur á næsta ári en hann er orðinn seinni að hugsa en í gamla daga. Hann á líklega ekki eftir að end- urheimta heimsmeistaratitilinn fyrr en eftir um 12 ár en þá hefur hann rétt á að tefla í heimsmeistarakeppni heldri heiðursmanna. En vissulega er sigur Juditar og Moldavíumannsins Bologan athyglisverður. Short nær þarna þriðja sæti fyrir ofan Karpov. Ég legg. til að Karpov verði boðið á mót hér heima eftir að hann er orðinn svona viðráðanlegur! 1. Judit Polgar, 2656, 6,5; 2. Viktor Bologan, 2641, 6,5; 3. Nigel D. Short, 2677, 6,0; 4. Anatoly Karpov, 2699, 5,5; 5. Pablo Ricardi, 2488, 4,5; 6. Vadim Milov, 2626, 4,0; 7. Rafael Leitao, 2567, 4,0; 8, Facundo Pierrot, 2423,3,5; 9. Gil- berto Milos, 2633, 3,0; 10. Diego Flores, Diego ARG, 2358 1,5. Sjáum nú hvernig fyrrverandi heimsmeistari í skák er laminn niður á tíma. Hvítt: Anatoly Karpov (2699) Svart: Pablo Ricardi (2488) Buenos Aires 27.09. 2000. Benkö- bragð 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 c5 4. d5 b5. Þetta er hið svokaliaða Benkö-bragð eftir Pal Benkö sem leitaði pólitísks hælis á Islandi eftir uppreisnina í Ungverjalandi 1956. Hann var þá þátt- takandi á heimsmeistaramóti stúd- enta í Sjómannaskólanum. Ekki dvaldi Benkö lengi hér, heldur hélt vestur um haf og settist þar að. Núna dvelur hann meiripart ársins í heima- landi sínu, Rússarnir eru famir og Bobby Fischer kominn í staðinn! Benkö var alltaf í þokkalegu sam- bandi við Bobby, þeir hljóta að hittast við og við undir eðlilegum kringum- stæðum. í mínu ungdæmi hét þessi ágæta byijun Volga-bragð en Benkö tókst að breyta því á áttunda áratugn- um, KGB til nokkurrar hrellingar. Það er margt sem hefur breyst eftir upplausnina í Sovét. 5. cxb5 a6 6. bxa6 Bxa6. Það þarf hugaða menn til að fóma peði á móti Karpov í byrjun- inni, Suður-Ameríkubúar eru blóð- heitir og kannski hefur Karpov hugs- að of mikið um dónaskapinn í Benkö að stela nafninu frá Rússum? 7. Rc3 Bg7 8. Bg2 d6 9. Rf3 Rbd7 10. 0-0 Svartur er að myndast við að búa til þrýsting á drottningarvængnum og á d5 peðið. Andóf Karpovs er nýstár- legt. 11. Rh4 0-0 12. Dc2 Dd7 13. Hdl Bb7 14. a4 Hfb8. Þetta er hin dæmi- gerða staða sem svartur leitast við að ná í Benkö-bragði. Hrókarnir standa vel og svartur reynir að ná peðinu til baka og stendur þá oftast betur. Að halda í peðið og fá betri stöðu er kúnáí sem erfitt er að meðhöndla. 15. e4 Re8 16. b3 Rc7 17. Bb2 e6 18. dxe6 Dxe6 19. Habl Bc6 20. Re2 Bxb2 21. Hxb2 Ra6. Karpov hefur tekist að koma ár sinni þokkalega fyrir borð og leikur sínum stuttu leikjum sem hann er þekktur fyrir af mikilli nákvæmni. 22. Dc3 Rd7 23. Rf3 Re5 24. Rf4 Rxf3+ 25. Dxf3 De5 26. Hbd2. Argentínumanninum hefur mistekist að ná þokkalegum þrýstingi á peð hvíts. Hann gerir þó heiðarlega til- raun. 26. - c4 27. bxc4 Bxa4 28. Hel Rc5 29. Hd5 De7 30. De2 Bc6 31. Hd2 Ha4 32. Rd5 Bxd5 33. Hxd5 Rd7. Karpov er nú sælu peði meira en klukkan tifar. 34. Hedl Re5 35. Hxd6 Rxc4 36. H6d4 Hb2 37. Dd3 Df6 38. f4 Db6 39. Khl. Hverjum klukkan glymur? Hér féll Anatoly á tíma en staðan er unnin hjá honum. Hvítur leikur eftir 39. - Haa2 40. Hd8+ Kg7 41. Dc3+ Kh6 42. g4 Re3 43. Hg8 f6 44. Dc8 Dc5 og hvít- ur mátar í 8 leikjum samkvæmt minni tölvu með 45. g5+!!? eða 39. - Re5 40. Hd8+ Kg7 41. fxe5 Haa2 42. Hfl Hxg2 43. Hxf7+ Kh6 44. Hxh7+ Kg5 45. Ddl einnig samkvæmt Fritz-forritinu. Meistaramót Bandaríkjanna Vestur í Seattle eru „Kanar“ að tefla meistaramót sitt. Það var í þriðju umferð sem þessi vel teflda skák var hápunktur umferðarinnar. Larry vann Reykjavíkurskákmótið 1998 og við íslenskir skákmenn köllum hann aldrei annað en Lárus Kristjánsson. Prýðisnáungi, sem er 1/4 indíáni og 1/4 danskur. Sennilega er afgangur- inn íslenskur þó það fari leynt. Joel er bandarískur gyöingur og var hjálpar- kokkur við að hanna tölvuforritið Dimmblá sem mátaði Kasparov um árið. Hvítt: Larry Christiansen (2563) Svart: Joel Benjamin (2577) Nimzowisch byrjun, 27.09. 2000 1. e4 Rc6. Hvað er nú þetta? Jú, þetta er mjög vinsælt hjá þeim sem vilja koma andstæðingnum á óvart strax. Miles hinn enski teflir þetta hvenær sem tæki gefst. 2. d4 e5 3. d5 Rce7. Semsagt mjög lokað tafl. 3. dxe5 Rxe5 er einnig mögulegt, auðvitað. 4. Rf3 Rg6 5. h4 h5 6. Bg5 Rf6 7. Rc3 Bb4. Hér hefði ég leikið 8. Dd3 efl þetta sýnir bara fjölbreytileik skákar- innar. 8. a3?! Bxc3+ 9. bxc3 c6 10. c4 d6 11. Rd2 Da5. Þessi staða hefur örugglega aldrei sést áður. Ég mundi leika 12. BxfB en ég er ekki jafn stigahár og þessir „gæj- ar“. 12. Bd3 Rg4 13. De2 f6 14. Be3 Rf4. Svartur er nú þegar kominn með betra tafl. Líklega var 8. a3 ekki góður leikur. 15. Bxf4 exf4 16. 0-0 c5 17. Rf3 Re5. Riddara með svona fallegt útsýni verður að drepa fljótt. Eftir 18. Rxe5 dxe5 getur hvítur kannski hald- ið jafntefli. 18. Hfbl Dc3! 19. Rxe5 Dxe5 20. a4 g5 21. hxg5 fxg5 22. Ha3. Yfirburðir svarts eru umtalsverðir. Það er mikilvægt að hafa hreyfanlega ^ peðastöðu. 22. - g4 23. Dd2 Hh7 24. Dc3 Dxc3 25. Hxc3 He7. Peðið á e4 verður nú auðvelt skotmark. 26. g3 f3 27. a5 KÍ7 28. Kfl Hb8 29. Kel. Hvítur gat ekki beðið eftir því að svarti kóngurinn mundi ryðjast inn í hvítu stöðuna. Nú fellur peð. 29. - Bf5 30. Kd2 Bxe4 31. Bxe4 Hxe4 32. He3 Hxe3 33. Kxe3 KfB 34. Kf4 Kg6. Hvítur er leiklaus, h4 er yfirvofandi 35. a6 b6 36. c3 HfB+ 0-1 Hrókurinn tín- ir upp hvítu peðin. Tók einhver eftir því að skákirnar voru tefldar sama dag þann 27. þessa mánaðar, önnur í Suður-Ameríku og hin í Norður-Am- eríku? OP>ð'aU ~rí -: ; V a»a dág°ð Jclavertíðin er hafiin w Fagmennska íJyrirrúmi é^Listasmiðj an Keramikhús '"i ’erksin iðja - í 'ersiiin Skeifan 3a • 108 Reykjavík • Sími 588 2108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.